Fréttablaðið - 25.11.2007, Side 22

Fréttablaðið - 25.11.2007, Side 22
2 FERÐALÖG Hvern hefur ekki dreymt um að eyða jólavikunni í skoskum kast- ala sem er alveg eins og út úr ævintýrabók? Að snæða hefðbundinn höfðinglegan mat í ævagömlum veislusöl- um, sofa í himnasæng, sjá jafnvel einn eða tvo drauga og eyða dögunum í dásam- legum göngutúrum í skosku Hálöndunum? Dalhousie Castle er virkiskastali frá 13. öld sem hefur verið gerð- ur upp í gamaldags stíl. Kast- alinn liggur við ána Esk og er í miðju skóglendi í um klukkutíma ökufjarlægð frá Edinborg. Dásamlegur frið- ur ríkir innandyra en þar er að finna risastórt bóka- safn og viskíbar við hliðina á myndarlegum arineldi og svo er hægt að snæða frábær- an skoskan mat í eldgöml- um neðanjarðarfangelsum. Engin tvö svefnherbergi eru eins og þar er vissulega hægt að finna fyrir anda hins æva- forna Skotlands. Rétt hjá kast- alanum er svo það sem kallast „Falconry“, sem geymir lif- andi fálka þjálfaða til veiða, en á miðöldum tíðkaðist að höfðingjar færu með fálkana sína á veiðar. Best geymda leyndarmál Dalhousie-kast- alans er þó heilsulind með öllum helstu nútímaþægind- um og þeir sem hafa þörf á nútímatækni geta huggað sig við WiFi í öllum herbergjum. Fyrir forvitna má geta þess að hin fræga „Roslyn“-kap- ella er í um fimm mílna fjar- lægð en getgátur hafa verið uppi um að hún tengist Maríu Mey og dularfullri arfleifð Jesú Krists eins og kom fram í bókinni Da Vinci lykillinn. Dalhousie-kastali býður upp á skemmtilega helgarpakka sem spanna allt frá róm- antískum kampavínshelg- um, jólahelgum og svo upp í „Draugahelgi“ þar sem gest- um gefst kostur á að heim- sækja alla þá staði þar sem talið er reimt, bæði í kastal- anum og nágrenni. - amb GOTNESK RÓMANTÍK Smekklegasta nýjungin á flug- stöð Íslendinga er langþráð veit- ingarými og bar þar sem þreytt- ir eða spenntir ferðalangar geta nært líkama og sál. Panorama bar er stór og fallega hönnuð setustofa og veitingastaður með útsýni beint út á flugbrautirn- ar. Flugvélaáhugamenn geta því punktað niður flugvélategund- ir en við hin getum slappað af með kokkteil og tímarit í hönd. Veitingarnar eru ekki af lak- ara tag inu en að sögn Ingigerð- ar Einarsdóttur, rekstrarstjóra staðarins, eru þær hugsaðar til þess að ferðalangurinn geti grip- ið mat án nokkurrar tafar og er því boðið bæði upp á girnilegt hlaðborð og svo ýmsa skyndirétti eins og „smörrebröd“ og gamlan góðan hamborgara með frönsk- um. Klúbbar og hópar geta pant- að rými fyrir fram sem er örlít- ið aðskilið frá hinu og gert sér glaðan dag og skálað í kampavíni áður en haldið er á loft. En hver skyldi eftirlætisbiti landans vera á flugstöðinni? „Bjórinn er allt- af vinsælastur. Og svo ljúffengt „smörrebröd“ með. Og ef til vill eitt skot af gammeldansk ef fólk er pínu stressað.“ - amb ÚTSÝNISFLUG Á JÖRÐU NIÐRI Panorama bar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er fyrsti viðkomustaðurinn í ferðalaginu. Panorama bar Nýr og skemmtilegur bar og veitingastaður á Keflavíkurflugvelli. EKKI MISSA AF ÞESSU HVAÐ? DALHOUSIE CASTLE Hotel and Aqueous Spa HVAR? Bonnyrigg, Edinborg, Skotland Allur ágóði af Masa rennur til Barnaspítala Hringsin s. MASI FÆST HJÁ HAGKAUP OG N1 Einnig er hægt að pan ta í gegnum poppskólinn@poppsk olinn.is eða í síma 897 9409 AÐ BREYTA ÚT AF VANANUM Anna Margrét Björnsson skrifar ferðalög kemur út mánaðarlega með sunnudagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd Silja Magg Pennar Júlía Margrét Alexandersdóttir, Yvan Rodic Ljósmyndir Fréttablaðið, Silja Magg, Yvan Rodic Auglýsingar Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is [ JÓLAJÓLA Á LEIÐ ÚT EÐA HEIM ] Epal hefur nú um nokkurt skeið rekið verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og fyrir utan hinar litríku Marímekkó-töskur er annar hlutur sem Íslendingar virðast hvað helst falla fyrir en það er hinn sæti jólaórói Georg Jensens en hann er sölu hæsta vara Epals þar í stöð. Fallegur og klassískur gripur sem auðvelt er að grípa með sér og kostar 4300 kr. ÞAÐ HEITASTA Í ... HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR V ið lifum á dásamlegum tímum hvað ferðalög snertir. Heimurinn er að minnka, samgöng- ur að batna og úrval ferða sífellt að færast í aukana. Með aukinni samkeppni á Íslandi fer verð lækkandi og vonandi verður þróunin áfram í þá átt að ferðalög séu ekki aðeins fyrir þá betur efn- uðu. En það er alltaf gaman að láta sig dreyma eins og við gerum svo sannarlega í blaðinu þegar við skoðum dá samleg hönnunarhótel, skoska miðaldakastala eða afslöppun á fjarlægum ströndum. Nú eru að koma jól og ég er eins og flestir Íslendingar afskaplega heima- kær á þessum tíma. Alltaf finnst manni jólin yndisleg- ust „heima“. Mér finnst við samt oft einum of rög við að breyta út af vananum. Ég heyrði til dæmis bara í síðustu viku unga frænku mína „kvarta“ yfir að eyða gamlárskvöldi í Argentínu þar sem hún myndi missa af rakettunum hér, og vinkona mín ferðast alla leið frá Peking svo hún fari ekki á mis við sín íslensku jól. Auðvitað á maður ekki að setja sér of fastar skorð- ur. Heimurinn er stór og fullur af ævintýrum og há- tíðir á fjarlægum slóðum eru ekkert nema spennandi. Ein minnisstæðustu jól sem ég hef átt voru í Norður- Ástralíu í 48 stiga hita og það lak vatn eftir rúðunum vegna loftrakans! Tilgangur okkar með þessu blaði er að skoða leynistaði víðs vegar um hnöttinn, staði þar sem andrúmsloftið, fólkið, lyktin og umhverfið breyt- ast í lifandi póstkort í huganum sem aldrei gleymist. Og umfram allt að finna staði sem búa yfir sérstök- um töfrum: þessu fantasíuívafi sem leyfir okkur að dreyma áfram. NEW YORK SÉÐ MEÐ AUGUM SILJU MAGG KAUPMANNAHÖFN ÞÓRIS SNÆS SIGURJÓNSSONAR SHOREDITCH ER HEITASTA HVERFIÐ Í LONDON PÓSTKORT FRÁ ÍRAN OG BAHAMA-EYJUM LEYNISTAÐIR [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög DESEMBER 2007 STRENDUR, TINDAR OG HVAR Á AÐ VERSLA, SNÆÐA, DJAMMA OG NJÓTA LÍFSINS? HELSTU VIÐBURÐIR Í DESEMBERMÁNUÐI Í NEW YORK OG LONDON KÓRALRIF PRÓFAÐU FRUMLEG JÓL Í ÁR BESTU BREKKURNAR SKÍÐAFÍKLAR LEYSA FRÁ SKJÓÐUNNI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.