Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2007, Qupperneq 102

Fréttablaðið - 25.11.2007, Qupperneq 102
30 25. nóvember 2007 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is 39.900 kr. Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express www.expressferdir.is BOLTINN ER HJÁ OKKUR ARSENAL – ST. BUCHAREST 11.–13. desember Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 39.900 kr. ARSENAL – WEST HAM 30. des.–2. jan. Flug, skattar og miði á leikinn Flug, skattar og miði á leikinn 49.900 kr. WEST HAM – FULHAM 11.–13. janúar Verð á mann í tvíbýli TILBOÐ TILBOÐ GOLF Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, sem á dögun- um tryggði sér þátttökurétt á Evr- ópumótaröðina í golfi, heldur áfram að spila eins og sá sem valdið hefur. Birgir gerði sér lítið fyrir og setti á föstudag vallarmet á Lariserva-golfvellinum á Spáni þegar hann spilaði á ellefu högg- um undir pari vallarins. Birgir Leifur var að taka þátt í móti á vegum Kaupþings banka þegar vallarmetið féll, en Birgir fékk fimm fugla á fyrstu níu hol- unum og spilaði svo þrjár á pari og fékk svo sex fugla í röð á síðustu sex holunum. Birgir fór því á 61 höggi, ellefu höggum undir pari, og stórbætti vallarmetið um 6 högg. „Þetta var bara einn af þessum dögum þar sem allt gekk upp, bæði höggin og púttin, og var alveg rosalega gaman. Þetta var án vafa besti hringur sem ég hef spilað á ferlinum og ég var búinn að bíða lengi eftir þessum degi. Ég var mjög afslappaður að keppa í þessu fyrirtækjamóti í góðum félagsskap og var því óhræddur við að spila gríðarlegt sóknar- golf,“ sagði Birgir Leifur alsæll í viðtali við Fréttablaðið í gær og kvað árangurinn tvímælalaust koma sér vel fyrir framhaldið. „Það er frábært upp á sjálfs- traustið að ná svona hring áður en ég fer út í alvöruna á ný,“ sagði Birgir, sem heldur til Suður-Afr- íku eftir rúma viku þar sem hann mun svo keppa á Evrópumótaröð- inni í byrjun desember. - óþ Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson setti ótrúlegt met á Lariserva-vellinum á Spáni: Án vafa besti hringur ferilsins SJÓÐHEITUR Allt virðist ganga upp hjá Birgi Leifi Hafþórssyni þessa dagana, en hann stórbætti vallarmet á Spáni í fyrradag. NORDICPHOTOS/GETTY BORÐTENNIS Guðmundur E. Stephensen, margfaldur Íslands- meistari í borðtennis, spilaði í fyrrakvöld með liði sínu, sænsku meisturunum Eslöv, í Meistara- deild Evrópu í borðtennis. Guðmundur tapaði naumlega gegn Króatanum Primorac sem er átjándi á heimslista borð- tennisspilara. Guðmundur tapaði fyrstu tveimur lotunum, 9-11 og 8-11, en vann næstu tvær, 11-9 og 14-12. Króatinn vann svo úrslita lotuna, 8-11. - óþ Guðmundur E. Stephensen: Í Meistaradeild ÓHEPPINN Guðmundur E. Stephensen var nálægt því að leggja Primorac. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT TENNIS Arnar Sigurðsson, marg- faldur Íslandsmeistari í tennis, tapaði í átta manna úrslitum í einliðaleik í móti í Dóminíska lýðveldinu. Arnar keppti einnig í tvíliðaleik ásamt Bandaríkja- manninum Vahid Mirzadeh og þeir töpuðu naumlega í undanúr- slitum í mótinu. Arnar hefur verið að bæta sig jafnt undanfarið og klifrað upp heimslista tenniskappa. - óþ Arnar Sigurðsson: Bætir sig enn FRAMFARIR Arnari Sigurðssyni, tennis- kappa úr TFK, hefur farið mikið fram undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA > Stórleikur í N1-deild karla í kvöld Íslandsmeistarar Vals í handbolta fá bikarmeistara Stjörnunnar í heimsókn í Vodafone-höllina að Hlíðar- enda í kvöld. Liðin hafa bæði lokið leik í Evrópukeppnum og það verður því allt undir í þessum leik. Leikurinn er ekki síður mikilvægur fyrir bæði lið í ljósi stöðu þeirra í N1-deildinni. Stjarnan er sem stendur í fjórða sæti og Valur í því fimmta og hvort lið um sig má því illa við tapi þegar farið er að síga á seinni helming Íslandsmótsins. Leikur- inn hefst kl. 20.00 í kvöld. Birkir Bjarnason, 19 ára leikmaður Viking frá Stavangri í norsku deildinni, hefur spilað afar vel með U-21 árs landsliði Íslands upp á síðkastið og skoraði meðal annars fyrra mark liðsins í frækilegum 1-2 sigri gegn Belgíu á dögunum. „Það er frábært að spila með U-21 árs liðinu því liðsandinn er svo góður og ég held að það skili sér inn á leikvöllinn. Það eru góðir fótboltamenn í liðinu sem vilja spila góðan fótbolta og í leiknum á móti Belgíu, þó sérstaklega í fyrri hálfleik, sýndum við hversu öflugir við erum. Ég var ánægður með frammistöðu mína persónulega séð og ég náði að skora gott mark eftir sendingu frá Halla í markinu. Ég náði að lesa sendinguna vel og byrjaði strax á hlaupinu og ég var verðlaunaður fyrir það með markinu. Ég hefði jafnvel getað fengið dæmda vítaspyrnu þegar markvörður Belga braut á mér,“ sagði Birkir og kvaðst vera í góðu líkamlegu standi. „Ég er kominn í fínt form núna en ég meiddist í lok undir- búningstímabilsins með Viking í fyrra og það varð til þess að ég náði mér til að byrja með aldrei almennilega á strik. Ég vonast til þess að fá miklu fleiri tækifæri með Viking-lið- inu á næstu leiktíð en ég fékk á nýafstaðinni leiktíð,“ sagði Birkir, sem er samningsbundinn Viking til ársins 2009 og spilaði sex leiki fyrir Viking síðasta sumar, þar af var einn í byrjunarliði á móti stórliði Rosenborgar. „Mér gekk ágætlega í þau skipti sem ég fékk tækifæri og spilaði þá annað hvort á öðrum hvorum vængnum eða inni á miðjunni,“ sagði Birkir, sem á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana því pabbi hans er hinn mikli harðjaxl Bjarni Sveinbjörns- son, markahæsti leikmaður í sögu Þórs Akureyri í efstu deild. „Já, pabbi var góður og hann er stundum að rífa sig eitthvað yfir því, en ég ætla mér að verða betri og ég held að ég gæti vel tekið hann,“ sagði Birkir í léttum dúr. BIRKIR BJARNASON, VIKING: HEFUR VERIÐ AÐ SPILA VEL MEÐ U-21 ÁRS LANDSLIÐI ÍSLANDS UNDANFARIÐ Pabbi var góður en ég ætla að verða betri HANDBOLTI Það verður seint sagt að tyrkneska liðið Tur Il Özel Idare og Fram hafi boðið upp á mikla skemmtun þegar hið fyrrnefnda tók á móti Fram í Safamýrinni í gær í 32ja liða úrslitum Áskor- endakeppni Evrópu. Fram vann fimm marka sigur á slökum and- stæðingi sínum, 24-29. Fram keypti heimaleik tyrkneska liðs- ins og því var leikið á heimavelli Fram. Fram hóf leikinn vel og skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins. Á fyrstu mínútunum virtust Framarar getað skorað að vild á meðan leik- menn Özel Idare virtust varla vita hvað þeir áttu að gera við boltann. Þetta breytist fljótt. Framarar virtust halda að hlutirnir kæmu af sjálfu sér og nokkrir Tyrkjanna sýndu að þeir kunna þó sitthvað. Leikmenn Fram skutu einstak- lega illa á þéttan og hægan mark- vörð Tyrkjanna sem varði tvö víta- skot og fjölda dauðafæra þrátt fyrir að hreyfa sig lítið í markinu. Leikmenn Fram virtust átta sig á að liðið þyrfti að leggja sig fram ætti ekki illa að fara og hóf að spila góða vörn og þrátt fyrir að sóknarleikur liðsins væri slakur sigldi liðið fram úr og náði fimm marka forystu fyrir leikhlé, 9-14. Fram skoraði fyrsta mark síðari hálfleiksins og allt benti til að leik- menn liðsins ætluðu að fylgja góðum endasprett fyrir hlé eftir. Það varð ekki raunin. Fram fór aftur að skjóta illa á markvörðinn og Tyrkirnir náðu að minnka mun- inn í þrjú mörk, 13-16. Þá kom ágætur leikkafli hjá Fram, sem náði að lokum sjö marka forystu, 19-26, þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum. Özel Idare svaraði því með fjórum mörkum í röð og skyndilega var munurinn aðeins þrjú mörk á ný, 23-26. Fram skoraði þrjú af fjórum síðustu mörkum leiksins og fer því með fimm marka forskot inn í síðari leik liðanna sem fram fer í Safa- mýrinni í dag. Fernec Buday, þjálfari Fram, vildi ekki gagnrýna lið sitt mikið þrátt fyrir að frammistaðan hafi verið langt frá því að vera ásættanleg. „Þetta er fyrsti alþjóð- legi leikur okkar á tímabilinu og við vissum ekkert um andstæðing- inn eða tyrkneskan handbolta. Það er mikil barátta allan leikinn og við fengum mörg tækifæri til að stinga af. Markvörður þeirra varði stundum vel og stundum vantaði einbeitingu hjá mínum mönnum í skotunum. Ég dreifði leiktímanum vel á milli manna, sem kom líklega niður á leik okkar. Ég vildi ekki þreyta leikmenn mína of mikið með seinni leikinn í huga. Það getur enginn leikmaður spilað tvo heila leiki á tveimur dögum með góðu móti. Við unnum ekki stórt en sigurinn er ásættanlegur.“ Tyrkneska liðið lék ekki hefð- bundinn handbolta. Leikur liðsins var hægur en liðið lék ágæta vörn gegn Fram, sem náði sér ekki á strik í sóknarleiknum. „Tyrkneska liðið var mjög hreyfanlegt í vörn, sem gerði okkur erfitt fyrir og við fengum marga ódýra brottrekstra sem kom niður á okkar leik. Á morgun (í dag) er nýr leikur og þá munum við gera betur,“ sagði Buday að lokum. Jóhann Gunnar Einarsson lék líklega sinn langlélegasta leik á tímabilinu og var því ekki sáttur. „Ég veit ekki hvað gerðist í leiknum. Við erum að mínu mati mun betri en þetta lið. Þetta lið er ekki gott og þessi markvörður leit ekki út fyrir að geta mikið en samt varði hann einhverja tuttugu bolta í þessum leik. Mér fannst hann verja og verja. Ég skoraði flott mark í byrjun en svo á einhvern óskiljanlegan hátt fór ekkert inn. Ég var lélegur í vörn og sókn. Tyrkneskur handbolti hentar mér ekki nógu vel,“ sagði Jóhann Gunnar og hló. - gmi Rislítill skyldusigur hjá Framliðinu Fram vann Tur Il Özel Idare 29-24 í EHF-áskorendakeppni Evrópu í handbolta í Safamýrinni í gærdag. Framarar voru heldur áhugalausir gegn afar slöku tyrknesku liði og sigur þeirra hefði með öllu réttu átt að vera mun stærri. Liðin leika svo seinni leik sinn í keppninni í dag kl. 16 í Safamýrinni. BARÁTTA Einar Ingi Hrafnsson, leikmaður Fram, reynir hér að brjóta sér leið í gegnum vörn Tyrkjanna í gærdag. Einar átti fínan leik og skoraði fjögur mörk úr fimm skotum sínum í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR TÖLFRÆÐIN: Mörk Fram: Hjörtur Hinriksson 5 (5), Guðjón Drengsson 5 (11), Einar Ingi Hrafnsson 4 (5), Filip Kliszczyk 4 (5), Stefán Stefánsson 3 (4), Haraldur Þorvarðarson 2 (5), Rúnar Kárason 2 (5), Daníel Berg Grétarsson 1 (2), Halldór Jóhann Sigfússon 1 (2/1), Jón Björgvin Pétursson 1 (3), Jóhann Gunnar Einarsson 1 (5/1) Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 12 (25) 48%, Magnús Erlendsson 7 (18/2) 38,9% Hraðaupphlaup: 14 (Guðjón 4, Hjört- ur 2, Stefán 2, Einar Ingi 2, Haraldur, Jón Björgvin, Daníel Berg, Rúnar) Fiskuð víti: 2 (Guðjón, Filip) Utan vallar: 12 mínútur Mörk Özel Idare: Ömer Aslan 7/2 (18/2), Soner Genc 6 (9), Baris Orhonlu 6 (12), Rifat Shahín 2 (4), Murat Ölmez 2 (5), Mehmet Demir- ezen 1 (4) Varin skot: Cemal Bayrakci 19/2 (48/2) 39,6% Hraðaupphlaup: 4 (Orhonlu 2, Aslan, Ölmez) Fiskuð víti: 2 (Demirezen 2) Utan vallar: 6 mínútur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.