Fréttablaðið - 25.11.2007, Síða 104

Fréttablaðið - 25.11.2007, Síða 104
32 25. nóvember 2007 SUNNUDAGUR Enska úrvalsdeildin: Newcastle-Liverpool 0-3 0-1 Steven Gerrard (27.), 0-2 Dirk Kuyt (46.), 0-3 Ryan Babel (66.). Birmingham-Portsmouth 0-2 0-1 Sulley Ali Muntari (34.), 0-2 Niko Kranjcar (82.). Bolton-Man. Utd. 1-0 1-0 Nicolas Anelka (11.). Everton-Sunderland 7-1 1-0 Yakubu (12.), 2-0 Tim Cahill (17.), 3-0 Steven Pienaar (43.), 3-1 Dwight Yorke (45.), 4-1 Tim Cahill (62.), 5-1 Yakubu (73.), 6-1 Andy Johnson (80.), 7-1 Leon Osman (85.). Man. City-Reading 2-1 1-0 Martin Petrov (11.), 1-1 James Harper (43.), 2-1 Stephen Ireland (90.). Brynjar Björn Gunn- arsson og Ívar Ingimarsson voru í byrjunarliði Reading. Arsenal-Wigan 2-0 1-0 William Gallas (83.), 2-0 Tomas Rosicky (85.). Middlesbrough-Aston Villa 0-3 0-1 John Carew (45.), 0-2 Olof Mellberg (48.), 0-3 Gabriel Agbonlahor (58.). Derby-Chelsea 0-2 0-1 Salomon Kalou (17.), 0-2 Shaun Wright- Philips (74.). STAÐAN Í DEILDINNI: Arsenal 13 10 3 0 29-10 33 Man. Utd. 14 9 3 2 23-7 30 Man. City 14 9 2 3 18-14 29 Chelsea 14 8 4 2 21-9 28 Liverpool 13 7 6 0 22-6 27 Portsmouth 14 7 5 2 25-13 26 Aston Villa 13 7 3 3 21-14 24 Everton 14 7 2 5 26-16 23 Blackburn 12 6 4 2 15-11 22 West Ham 12 5 3 4 18-10 18 Newcastle 13 5 3 5 19-21 18 Reading 14 4 1 9 17-31 13 Fulham 13 2 6 5 16-20 12 Tottenham 13 2 5 6 23-24 11 Bolton 14 2 5 7 12-18 11 Birmingham 14 3 2 9 13-22 11 M‘boro 14 2 4 8 14-29 10 Sunderland 14 2 4 8 14-29 10 Wigan 14 2 2 10 10-25 8 Derby 14 1 3 10 5-33 6 MARKAHÆSTU LEIKMENN: Benjani (Portsmouth) 8 Emmanuel Adebayor (Arsenal) 7 Nicolas Anelka (Bolton) 7 Gabriel Agbonlahor (Aston Villa) 6 Cesc Fabregas (Arsenal) 6 Robbie Keane (Tottenham) 6 Cristiano Ronaldo (Man. Utd.) 6 Didier Drogba (Chelsea) 5 Oliver Kapo (Birmingham) 5 Benedict McCarthy (Blackburn) 5 Fernando Torres (Liverpool) 5 Yakubu (Everton) 5 Robin Van Persie (Arsenal) 5 Spænski úrvalsdeildin: Barcelona-Recreativo 3-0 1-0 Gabriel Milito (64.), 2-0 Bojan (66.), 3-0 Lionel Messi (82.). Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var tekinn af velli á 60. mínútu. ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Liverpool vann New- castle 0-3 á St. James‘ Park í hádegisleik dagsins í ensku úrvals- deildinni í gær. Yfirburðir Liver- pool voru gríðarlegir í leiknum og hvorki gengur né rekur hjá Sam Allardyce með Newcastle-liðið. Newcastle ætlaði greinilega að bíða færis og hugsa fyrst og fremst um varnarleikinn og Liver- pool var því meira með boltann framan af leik. Fyrirliðinn Steven Gerrard, sem þurfti að sæta tals- verðum svívirðingum frá áhorf- endum vegna slaks gengis enska landsliðsins, kom Liverpool svo yfir með sannkölluðum þrumu- fleyg á 27. mínútu. Markið gerði það að verkum að Newcastle þurfti að víkja frá hugmyndum sínum um skotgrafahernað og færa sig framar á völlinn. Liverpool nýtti sér það til hins ítrasta og varnar- leikur Newcastle var í molum og undravert að Liverpool hafi ekki náð að skora annað mark í fyrri hálfleik. Fernando Torres komst þó næst því að bæta öðru marki við í lok hálfleiksins þegar hann átti skot í stöng, en Torres var ein- staklega seinheppinn með færi sín í leiknum. Ekki var langt liðið á seinni hálf- leik þegar Liverpool bætti öðru marki við, en það kom eftir horn- spyrnu. Boltinn barst til Dirk Kuyt, sem átti ekki í erfiðleikum með að koma boltanum yfir mark- línuna af stuttu færi. Niðurlæging Newcastle var svo fullkomnuð á 66. mínútu þegar varamaðurinn Ryan Babel skoraði þriðja mark Liverpool eftir góðan samleik við Steven Gerrard. Markið var algjört skólabókardæmi um vel heppnað upphlaup, þar sem Babel sendi á Gerrard sem hljóp með boltann út að endamörkum og sendi hnitmið- aða sendingu aftur út á Babel sem skaut boltanum viðstöðulaust í fjær hornið, framhjá varnar lausum Shay Given í marki Newcastle. Liverpool hefði getað bætt við fleiri mörkum á síðustu tuttugu mínútum leiksins, en lokatölur urðu 0-3 og pressan hlýtur að vera að aukast á Sam Allardyce, stjóra Newcastle, sem hefur ekki verið að gera góða hluti með liðið. Liver- pool er því sem fyrr taplaust í ensku úrvalsdeildinni og þjarmar nú að toppliðum deildarinnar. Steven Gerrard var afar sáttur í leikslok, þrátt fyrir að hafa fengið óblíðar móttökur frá áhorfendum í leiknum. „Frá því að við töpuðum á móti Króötum um daginn og þangað til enska landsliðið réttir úr kútnum má maður búast við mikilli gagn- rýni,“ sagði Gerrard, sem var sáttur með spilamennsku Liver- pool í leiknum. „Við stjórnuðum leiknum í 90 mínútur og hefðum átt að skora miklu fleiri mörk og ef fólk telur að við eigum ekki möguleika á enska titlinum, þá má það alveg halda það,“ sagði Gerrard sigur- reifur í viðtali í leikslok. - óþ Liverpool vann Newcastle örugglega, 0-3, á St. James‘ Park í gær og er því enn taplaust í ensku deildinni: Newcastle var yfirspilað í 90 mínútur MARK Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, skorar hér fyrsta mark leiksins gegn New- castle með glæsilegu langskoti. Newcastle-maðurinn Charles N‘Zogbia reynir að kasta sér í veg fyrir boltann án árangurs. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Enska knattspyrnusam- bandið leitar nú í gríð og erg að efnilegum eftirmanni Steve McClaren, sem var eins og kunn- ugt er rekinn úr þjálfarastarfi í enska landsliðinu á dögunum og nokkur nöfn hafa nú þegar verið nefnd til sögunnar. Mönnum virðist þó vera nokkuð ljóst að starfið er ekki eins auðvelt og ætla mætti þrátt fyrir að Eng- lendingar eigi vissulega ágætis leikmenn, því kröfurnar til liðsins eru þvílíkar og enska pressan er ekki þekkt fyrir að gefa mönnum mörg tækifæri. Efstu nöfnin á lista veðbanka yfir hugsanlegan eftir- mann McClaren hafa nú þegar sagt í fjölmiðlum að þeir hafi ekki áhuga á starfinu, en það eru José Mourinho, fyrrum stjóri Chelsea, og Martin O‘Neill, stjóri Aston Villa. Tveir ítalskir stjórar, Fabio Capello og Marcello Lippi, hafa verið nefndir til sögunnar en þeir eru atvinnulausir eins og er og hafa báðir náð frábærum árangri. Ungu mennirnir hafa einnig verið í umræðunni um þjálfarastöðuna hjá enska landsliðinu og virðist valið þá jafnan standa á milli Alan Shearer, fyrrverandi landsliðsfyr- irliða Englands, og Jürgen Klins- mann, fyrrverandi landsliðsþjálf- ara Þýska-lands. Shearer hefur enga reynslu af þjálfun og viður- kenndi sjálfur að það hefði komið honum í opna skjöldu að vera nefndur á nafn í þessu samhengi. „Ég hef auðvitað mikinn áhuga á því að þjálfa í framtíðinni en ég veit ekki hvenær það verður. Þjálf- arastarfið hjá enska landsliðinu er frábært starf og örugglega það besta í bransanum og ég var því hissa að sjá mitt nafn á meðal allra þeirra frábæru þjálfara sem voru á sama tíma orðaðir við þjálfara- stöðuna,“ sagði Shearer en Klins- mann var einmitt á sínum tíma ráðinn þjálfari þýska landsliðsins án þess að hafa mikla reynslu af þjálfun. Dæmi um reynslulausa þjálfara sem hafa gert góða hluti og náð að færa sig um set frá því að vera leikmaður og taka við landsliði, eru auk Klinsmann þeir Marco van Basten hjá Hollandi og Slaven Bilic hjá Króatíu. - óþ Enska knattspyrnusambandið hefur ekki enn ráðið eftirmann Steve McClaren í starfi þjálfara Englendinga: Leit eftirmanns McClaren heldur áfram HISSA Alan Shearer, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englendinga, átti ekki von á því að vera nefndur sem líklegur eftirmaður Steve McClaren. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Átta leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær og helst ber að nefna að Bolton vann óvæntan sigur á móti Manchester United, Everton slátraði Sunder- land og Arsenal átti í talsverðum erfiðleikum með að vinna Wigan. Flest benti til þess að Manchest- er United myndi vinna Bolton örugglega, en fyrir leikinn var United taplaust í síðustu tíu leikj- um sínum í ensku úrvalsdeildinni og Bolton var aftur á móti ekki búið að vinna síðustu tíu leiki sína í deildinni. Heimamennn í Bolton komust hins vegar yfir á elleftu mínútu leiksins þegar varnar- menn United misreiknuðu auka- spyrnu Ivan Campo og þannig mistök kunna fáir betur að nýta en Frakkinn Nicolas Anelka. Anelka sem var kominn aftur í byrjunar- lið Bolton eftir meiðsli átti því ekki í erfiðleikum með að skora og koma Bolton yfir. Markið kom ekki gegn gangi leiksins því Bolt- on liðið virkaði frískt og ógnandi, en Manchester United ólíkir sjálf- um sér og liðið skapaði sér í raun fá marktækifæri í fyrri hálfleik. Um miðjan hálfleikinn braut Kevin Davies, leikmaður Bolton, gróflega á Patrice Evra, leikmanni Manchester United, en fékk aðeins að líta gula spjaldið fyrir viðskipti sín við Frakkann. Sir Alex Fergu- son, stjóri Manchester United, var gríðarlega ósáttur við dóminn og lét reiði sína í ljós í hálfleik og var fyrir vikið rekinn upp í stúku þaðan sem hann horfði á seinni hálfleikinn. „Ég sagði dómaranum bara hvað mér fannst um frammi- stöðu hans í fyrri hálfleiknum og honum mislíkaði það greinilega illa við sannleikann,“ sagði Fergu- son í viðtali í leikslok. Í seinni hálfleik þyngdist sókn United til muna, en illa gekk hjá þeim að koma tuðrunni í netið. Þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks fékk Carlos Tevez þvílíkt dauðafæri eftir góðan undirbún- ing Patrice Evra, en Argentínu- maðurinn skot rétt framhjá mark- inu. United sótti stíft á lokamínútunum en ekkert gekk upp og svekkjandi tap því stað- reynd. „Þetta var annar sigur Bolton, en ekki fyrsti sigur minn,“ sagði Gary Megson, stjóri Bolton, hóg- vær í leikslok og hrósaði leik- mönnum sínum í hástert. „Leik- menn mínir sýndu mikinn vilja og vinnusemi og þetta voru frábær úrslit fyrir okkur og ég er mjög bjartsýnn upp á framhaldið að gera,“ sagði Megson sáttur. Everton fór illa með Sunderland og kjöldrógu þá 7-1 á heimavelli sínum. Leikurinn var algjör ein- stefna og stjóri Roy Keane, stjóri Sunderland, játaði veikleika liðs síns í viðtali í lok leiks. „Everton nýttu sér alla galla á liði mínu og úrslitin eru vitanlega mikið áfall fyrir okkur, en ég tek tapið á mig,“ sagði Keane. omar@frettabladid.is Bolton vann loksins grannaslaginn Bolton náði loksins að vinna Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær, Arsenal vann Wigan í mikl- um baráttuleik og Everton slátraði nýliðum Sunderland í átta marka leik á Goodison Park. SLÁTRUN Everton fóru illa með læri- sveina Roy Keane í gær og unnu 7-1 á heimavelli sínum. NORDICPHOTOS/GETTY MAGNAÐUR Nicolas Anelka tryggði Bolton óvæntan sigur gegn Englandsmeisturum Manchester United. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Chelsea unnu Derby 2-0 í gær en fyrir leikinn var búist við fremur auðveldum sigri Chelsea. Salomon Kalou kom Chelsea yfir á 17. mínútu þegar hratt spil Chelsea-liðsins gjörsamlega splundraði vörn Derby. Chelsea voru sterkari aðilinn í leiknum en segja má að óheppnin elti líka lánlaust lið Derby, því á 73. mínútu var fullkomlega löglegt mark dæmt af Kenny Miller. Til að auka á eymd Derby-manna skoraði Shaun Wright-Phillips annað mark Chelsea stuttu síðar og þar við sat. En Michael Essien fékk að líta rauða spjaldið í uppbótartíma og gæti átt yfir höfði sér allt að því þriggja leikja bann. - óþ Enska úrvalsdeildin: Derby tapaði enn og aftur FÖGNUÐUR Shaun wright-Phillips fagnar hér marki sínu í gær. NORDICPHOTOS/GETTY
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.