Fréttablaðið - 25.11.2007, Side 110

Fréttablaðið - 25.11.2007, Side 110
38 25. nóvember 2007 SUNNUDAGUR HVAÐ SEGIR MAMMA? Hvað er að frétta? Fátt kemst að þessa daga nema hljómsveitin mín Bloodgroup. Við vorum að gefa út plötuna Sticky Situation, erum að fylgja henni eftir og spila úti um allt. Augnlitur: Blár. Starf: Er að selja plötur í Skífunni og svo auðvitað að spila. Fjölskylduhagir: Kvæntur og á tvö börn. Hvaðan ertu? Frá Egilsstöðum. Ertu hjátrúarfullur? Nei alls ekki. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Ég horfi nú eigin- lega aldrei á sjónvarp, en segjum bara Family Guy. Uppáhaldsmatur: Maturinn sem konan mín býr til. Fallegasti staðurinn: Héraðið heima og Seyðis- fjörður. iPod eða geislaspilari: iPod. Ég á reyndar engan en mig langar í einn. Hvað er skemmtilegast? Að búa til tónlist. Hvað er leiðinlegast? Að fá reikninga. Helsti veikleiki: Úff, það er svo margt... get ekki ákveðið... æi, ég hef bara enga veikleika. Helsti kostur: Ég er hrikalega skemmtilegur maður. Helsta afrek: Börnin mín auðvitað. Mestu vonbrigðin: Nýlegustu vonbrigðin voru um síðustu helgi þegar við þurftum að aflýsa tónleikum á Seyðisfirði vegna veðurs. Hver er draumurinn? Að verða hamingjusamur gamall maður. Hver er fyndnastur/fyndnust? Konan mín og hljómsveitin. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Okrið á Íslandi fer í taugarnar á mér, verðlagið og vextirnir. Hvað er mikilvægast? Fjölskyldan. HIN HLIÐIN HALLUR KRISTJÁN JÓNSSON TÓNLISTARMAÐUR Þolir ekki okrið á Íslandi 16.02.76 Fyrrverandi X-Factor dómarinn Elínborg Halldórsdóttir eða Ellý keypti sér nýlega nærri 80 ára gamalt þriggja hæða hús á Akra- nesi sem hún er að gera upp frá grunni. „Ég er í þessu daga og nætur,“ segir Ellý en húsið hefur áður gegnt hlutverkum bæði kaffi- húss og íbúðarhúsnæðis. „Þetta var algjörlega ónýtt. Ég sem ætl- aði bara að kaupa ódýrt húsnæði og sansa það aðeins. Henda smá pening í þetta og fara svo út til að klára að læra. Svo vatt þetta upp á sig og er alveg ótrúlega mikil vinna. Þú getur ekki ímyndað þér hvað þetta var ógeðslegt. Raki í öllu, maðkar og pöddur.“ Ellý vílar ekki fyrir sér að sjá að mestu um framkvæmdirnar sjálf. „Ég er myndlistarmaður, mynd- listarmenn kunna allt. Ég er orðin flink í smíðunum enda byggði ég húsið sem ég bjó í síðast frá grunni. Maður veit orðið hvað þarf til og hvernig á að gera hlutina. Ég er búin að vera stanslaust að í tíu vikur. Það tók mig viku bara að þora inn. Eiginlega hefði verið fljótlegra að kaupa lóð og byggja nýtt hús,“ segir Ellý en liðsmenn þáttarins Innlit-útlit fylgjast með framkvæmdunum frá a-ö. „En þótt maður kunni ýmislegt þarf maður alltaf aðstoð og ég er svo heppin að þekkja æðislega fag- menn sem hafa hjálpað mér. Mar- grét Cassaro hjá Sólark arkitekt- um hefur reynst mér frábærlega og sömuleiðis Steðji hér á Akra- nesi auk fleiri aðila.“ Ellý segist vel geta hugsað sér að leggja smíð- arnar fyrir sig og gera það að atvinnu sinni að gera upp gömul hús. „Ég væri alveg til í það. Oft treystir fólk sér ekkert í þessa vinnu og ég er að verða frekar flink í þessu,“ segir Ellý en hennar næsta verkefni er að kenna mynd- list í Fjölbrautaskóla Vesturlands á næstu önn. - sók Ellý gerir upp 80 ára gamalt hús DAGAR OG NÆTUR Ellý hefur unnið við að gera upp húsið sitt í tíu vikur – daga og nætur. „Ég sem ætlaði bara að kaupa ódýrt húsnæði og sansa það aðeins,“ segir hún. „Þetta er alltaf að færast í aukana, ár frá ári, að fólk komi með gælu- dýrin og láti þau gista á hóteli yfir jólin,“ segir Hreiðar Karlsson hjá Hundahótelinu í Leirum. Undir þetta taka bæði Sigríður Heiðberg í Kattholti og Lilja Björk hjá K-9 hundahótelinu á Suðurnesjum. „Hér er alltaf allt fullt yfir hátíð- irnar, bæði jól og páska,“ segir Lilja Björk. Rebecca Hennermark hjá Voffaborg í Víðidal segir að langflestir sem nýti sér þjónust- una sé fólk á leið til útlanda þótt auðvitað gefi fólk ekki alltaf upp ástæðuna. „Og það verður voða- lega notalegt hjá þeim yfir jólin, þeir fá hangikjöt og bein. Það verða nú líka að vera jól hjá þeim,“ segir hún. Íslenskir gæludýraeigendur virðast því í síauknum mæli koma loðnu ferfætlingunum í gistingu þegar hátíð ljóss og friðar ber að garði. Stór hluti þeirra er fólk sem hyggst halda jólin á sólríkri strönd en Hreiðar segir sífellt stærri hóp hundaeigenda koma með besta vin mannsins einfaldlega vegna þess að þeir hafi ekki tíma í miðri jóla- ösinni. „Fólk er í matarboðum og er að halda matarboð og finnst það ekki geta sinnt hundinum sínum nægilega vel,“ segir Hreiðar, sem fær einnig ketti, kanínur og páfa- gauka á hótelið sitt yfir jólin. Sig- ríður Heiðberg í Kattholti sagði að tuttugu pláss væru þegar bókuð fyrir jólatörnina og hún byggist við að allt að fjörutíu kettir myndu gista hjá sér þegar jólahaldið hæf- ist hjá mannfólkinu. Sigríður segir að flestir sem komi til hennar séu fólk á leiðinni til útlanda en þó séu líka alltaf einhverjir sem ekki hafi tíma. Hreiðar segir jafnframt að það sé ekki bara mannfólkið sem bæti duglega á sig yfir jólin því hund- arnir á Hundahótelinu séu vel fóðraðir. „Ég hef stundum verið gagnrýndur fyrir það að fita þá of mikið,“ segir Hreiðar og hlær og bætir því við að einnig sé töluverð eftirsókn eftir plássi þegar nær dragi gamlárskvöldi. „Margir hundar eru mjög hræddir við raketturnar og það er auðvitað byrjað að sprengja löngu fyrir þann tíma. Við erum hins vegar langt frá öllum sprengjum og spil- um bara rólega tónlist fyrir þá og þeim líður bara vel,“ segir Hreið- ar, sem býst við því að vera með yfir fimmtíu hunda hjá sér yfir jólin. freyrgigja@frettabladid.is GÆLUDÝRIN : LOÐNU FERFÆTLINGARNIR Á FARALDSFÆTI UM STÓRHÁTÍÐIRNAR Hundar og kettir á hóteli yfir jólin Hundahótelið á Kjalarnesi: 800- 1.500 krónur nóttin. Hægt er að panta bað áður en hundurinn kemur heim aftur. Kattholt: 800 krónur nóttin. Voffaborg: 1.650 krónur. Ókeypis snyrting ef hundurinn er lengur en í viku. VERÐ Á GÆLUDÝRAHÓTELUM Guðni Bergsson, lögfræðingurinn og sjónvarpsmaðurinn góðkunni, er kominn í hóp stoltra Range Rover- eigenda. Guðni hefur hingað til spókað sig á glæsilegri BMW-sport- bifreið en hefur nú sett hana á sölu og fest kaup á svörtum Range, sem eru meðal vinsælustu lúxus- bifreiða lands- ins. Samkvæmt söluskrá B&L kostar glæsilegasta útgáfan af Range rúmar sextán millj- ónir króna en ekki fylgir sögunni hvort Guðni keypti dýrustu týp- una. Eins og Fréttablaðið greindi frá á föstudag mun Magnús Scheving ekki vera viðstaddur Bafta-verð- launin þar sem hann er staddur í Chile. Íbúarnir þar hafa tekið honum með kostum og kynjum og er Íþróttaálfurinn spurður álits á öllu milli himins og jarðar. Þannig var Magnús til að mynda inntur eftir skoðun sinni á frammistöðu knattspyrnulandsliðs Chile um þessar mundir. Magnús hefur væntanlega getað glatt íbúana með þeim fregnum að á meðan Chile er í 45. sæti styrk- leikalista FIFA er íslenska landsliðið í 89. sæti. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég er rosa- lega stolt af honum. Hann hefur alltaf verið mjög hógvær og tillitssamur, ljúfur og góður drengur, en það hefur alltaf verið stutt í húmorinn hjá honum líka. Frá upphafi hefur hann verið mjög snyrtilegur og mikill töffari, en ekki mikið fyrir athygli. Hann er mjög duglegur í vinnu og hjálpsamur, hefur verið mikið í íþróttum og fengist við tónlist og er mjög fjölhæfur.“ Rannveig Halldórsdóttir, móðir Ágústar Arnar Guðmundssonar frá Kópaskeri, sem var krýndur Herra Ísland á miðviku- dagskvöldið. Hreiðar Karlsson segir að hann spili rólega tónlist og gefi þeim hundum sem gisti á hótelinu hans góðan mat yfir hátíðirnar. Sigríður Heiðberg segir það alltaf aukast að fólk komi með kettina sína í gistingu yfir jólin en það sé aðallega fólk sem sé að fara til útlanda og haldi jólin hátíðleg á sólríkri strönd. DÝRIN Á MYNDUNUM TENGJAST FRÉTTINNI EKKI LÍÐUR VEL Á HÓTELI 15% vaxtaauki! A RG U S / 07 -0 82 7 Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu rei kning á spron.is VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Tomas Malakauskas. 2 Explorer. 3 Hafnarfirði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.