Fréttablaðið - 05.12.2007, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 05.12.2007, Qupperneq 6
MARKAÐURINN 5. DESEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR6 F R É T T A S K Ý R I N G S amvinnusjóðurinn verður kjölfestan í þessu. Það er alveg ljóst að hann verður stærstur,“ segir Benedikt Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Eignarhaldsfélagsins Sam- vinnutrygginga. Ákveðið var í sumar að stofna Fjárfestingarfélagið Gift hf. upp úr Eignarhaldsfélaginu Samvinnu- tryggingum. Eigið fé Gift er talið nema um þrjátíu milljörðum króna. Markaðsvirði skráðra félaga á síð- ari hluta ársins kynni þó að hafa rýrt þá tölu. Samvinnutryggingar voru í sinni tíð svonefnt gagnkvæmt trygginga- félag en í því felst að þeir sem tryggðu hjá félaginu eignuðust þar líka hlut, Hlutur hvers og eins hefur verið bundinn í Eignarhaldsfélag- inu, þangað til núna, þegar til stend- ur að slíta því. Miðað er við að viðskiptamenn sem tryggðu hjá Samvinnutrygg- ingum tvö seinustu starfsárin, 1987 og 1988, eigi hlut í Gift. Einnig þeir sem voru með lögboðna brunatrygg- ingu árin 1992 og 1993. Fram kemur í samþykktum félagsins að rétt- indi einstaklinga falli niður tveim- ur árum eftir andlát. Lög aðilar, stofnanir og fyrirtæki hafa þurft að halda óslitnum vátryggingavið- skiptum við Vátryggingafélag Ís- lands (VÍS). SLITIN GAGNRÝND „Að mínum dómi átti að slíta Eignar- haldsfélaginu árið 1989 og eigend- urnir að fá hluti í VÍS,“ segir Sig- urður G. Guðjónsson hæstaréttar- lögmaður. „Ég tel að þeir sem áttu réttindi í Samvinnutryggingum við stofnun VÍS eigi þau enn.“ Sigurður bætir því við að Samvinnutrygging- ar hafi verið stofnaðar sem sam- vinnufélag og líta beri á þær sem slíkar. Tryggingastofnar Samvinnu- trygginga og Brunabótafélags Ís- lands voru sameinaðir 5. febrúar árið 1989 og til varð VÍS. Fram hefur komið að um 65 þús- und manns hafi átt eignarrétt í fyrirtækinu þegar það hætti starf- semi. Kristinn Hallgrímsson, formaður skiptanefndar Eignarhaldsfélags- ins, segir að ýmis álitamál séu til skoðunar. Ekki verði ljóst hverjir eigi hlut í Fjárfestingarfélaginu Gift fyrr en um eða eftir áramót- in. Til stóð að skiptafundurinn yrði haldinn í september. SAMVINNUSJÓÐURINN STÆRSTUR Samvinnusjóðurinn verður stærsti hluthafinn í Gift. Þangað hefur runn- ið eign þeirra sem tryggðu hjá Sam- vinnutryggingum en hafa látist eða hætt að tryggja hjá félaginu. Þá hafa líka runnið þangað réttindi fyrirtækja sem orðið hafa gjald- þrota eða hætt að tryggja. Ætla má að um þriðjungur af um þrjátíu milljarða eigin fé Eignar- haldsfélagsins sé á forræði sjóðsins. Sjóðurinn, sem er sjálfseignar- stofnun, á að styrkja samfélagsverk- efni og almannaheill. „Næststærsti hluthafinn í Gift verður að líkindum Samband ís- lenskra samvinnufélaga,“ segir Guðsteinn Einarsson, kaupfélags- stjóri í Borgarnesi og stjórnarfor- maður Sambandsins. Hann bætir því við að Sambandið hafi verið langstærsti tryggingatakinn hjá Samvinnutryggingum og hafi auk þess lagt til stofnfé. Hann geri ráð fyrir því að eignarhlutur Sambands- ins í Gift hlaupi á nokkrum milljörð- um króna en þó sé erfitt að fullyrða nokkuð um það nú. Ætla má að fleiri fyrirtæki sem eiga uppruna sinn í Sambandinu eign- ist nokkurn hlut í Gift. Til að mynda félög sem tengjast Ólafi Ólafssyni, stjórnarformanni og helsta eiganda Samskipa. VENJULEGUR TRYGGJANDI FÁI 100.000 Um 50 þúsund aðilar, einstaklingar og fyrirtæki, eignast hluti í Gift. Af þeim tuttugu milljörðum króna sem skiptast milli tryggjenda má ætla að SÍS fái mest, hugsanlega milljarða, en síðan fái önnur fyrirtæki sem eiga rætur að rekja til SÍS umtals- verða hluti. Fram hefur komið að venjuleg fjölskylda sem tryggði hús, innbú og bíl geti gert ráð fyrir að fá um 100 þúsund króna hlut í Fjárfestingar- félaginu Gift. Þessar upplýsingar eru óstaðfestar. Sé gert ráð fyrir að flestir í hópi tryggjenda hafi verið venju legar fjölskyldur, má ætla að þær fái um fimm milljarða króna af hinum þrjá- tíu milljarða sjóði. Á milli 20 og 25 milljarðar af eigin fé fyrirtækis- ins verði hins vegar í höndum Samvinnusjóðs- ins, Sambands íslenskra samvinnufélaga og fleiri fyrirtækja. Benedikt Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sam- vinnutrygginga, bendir á að hæpið sé að full- yrða nokkuð um þetta, þar sem endanleg skipti liggi ekki fyrir. HVER RÆÐUR? „Þarna gengur eitt- hvert sjálfala fulltrúa- ráð en félagsmenn hafa lítil áhrif á þetta,“ segir Sigurður G. Guðjóns- son, um stjórnun Eignar- haldsfélagsins Sam- vinnutrygginga. 24 manna fulltrúaráð félagsins, sem hefur haft með höndum að velja stjórn félagsins og taka meiri háttar ákvarð- anir á aðalfundum, velur sig sjálft. Þangað til fyrir fimm árum var fulltrúaráðið kosið á aðalfundi Sam- bands íslenskra sam- vinnufélaga. Sigurður spurði í grein í Morgunblaðinu í sumar hvort allir gætu mætt á aðalfundi eða hvort þeir væru aðeins fyrir fáa út- valda. Fundurinn þar sem slit félagsins voru ákveðin var haldinn á föstudegi, en boðað var til hans með auglýsingu í Morg- unblaðinu á þriðjudegi í sömu viku. Gísli Jónatansson, varaformaður Sambands íslenskra samvinnu- félaga og kaupfélags- stjóri á Fáskrúðsfirði, skrifaði í Morgunblaðið í sumar að í heilt ár hefðu tryggjendur, undir for- ystu stjórnar sambandsins, reynt að hafa áhrif á ákvarðanir um fjár- muni Samvinnutrygginga. Það sé alveg ljóst að það hafi aldrei verið hugsun þeirra sem stofnuðu félagið á sínum tíma að sjálfskipað fá- mennt fulltrúaráð kæm- ist í slíka valdastöðu. Það hefði verið sjálf- sögð og eðlileg kurteisi við tryggingatakana að boða þá til fundar og kynna þeim réttarstöðu sína. Þórólfur Gísla- son, stjórnarformaður Eignar haldsfélagsins, sagði í sumar að ekki hefði verið hægt að boða félagsmenn til aðal- fundar því eign þeirra hefði aldrei verið virk. Óljóst hverjir eiga þrjátíu milljarða Ákveðið var að slíta Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum í sumar. Til verður fjárfestingarsjóður með 30 milljarða króna í eigið fé. Sjálfseignarstofnunin Samvinnusjóðurinn verður stærsti hluthafinn. Um 50 þúsund aðilar eiga þar líka hlut, en óvíst er hversu mikið hver og einn á. Ingimar Karl Helgason fer yfir málið og slit félagsins sem hafa sætt nokkurri gagnrýni. Þ R I Ð J U N G U R Í S L E N D I N G A T R Y G G Ð I H J Á S A M V I N N U T R Y G G I N G U M Hlut í Samvinnutryggingum eignuðust þeir sem þar tryggðu og Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS) sem lagði til stofnfé. Hér eru nokkur dæmi um fyrirtæki sem þar tryggðu. SÍS var ávallt stærsti tryggingatakinn: - Öll kaupfélögin og dótturfélög - Skipadeildin (Samskip) - Sjávarafurðadeild - Innflutningsdeild/Mikligarður - Búvörudeild Fyrirtæki í eigu SÍS: - Olíufélagið - Kirkjusandur - Dráttarvélar Ýmis fyrirtæki: - útgerðir - Hekla hf. - Sláturfélag Suðurlands E I G N I R S A M V I N N U T R Y G G I N G A Hlutdeildarfélög: FS3 ehf. Skráð félög: Icelandair Group Holding hf. Straumur fjárfestingarbanki hf. Kaupþing Búnaðarbanki hf. Landsbanki Íslands hf. EXISTA ehf. Glitnir banki hf. Óskráð félög: Árkaup hf. Samkaup hf. Saga Capital Fóðurblandan ehf. UPPHAF LANGRAR SÖGU Vilhjálmur Þór, forstjóri SÍS, og Seved Apelquist skrifa undir samning 1946. Jakob Frímannsson og Bengt Frænkel standa að baki. S T I K L U R Á S E X Á R A T U G U M Stofnfé Samvinnutrygginga nam 700 þúsund krónum. Stærsta eign félagsins nú er hlutur í Exista sem metinn er á um tíu milljarða króna. 1946 Samvinnutryggingar stofnaðar af SÍS 1989 Samvinnutryggingar renna inn í VÍS 1992 Sambandið hætt rekstri 2003 Búnaðarbankinn keyptur með tilstyrk Samvinnu- trygginga 2004 Exista kaupir 18% í VÍS 2006 Exista eignast 100% í VÍS og greiðir fyrir með hlutum í Exista. V A L D F É L A G S M A N N S I N S Þetta segir um stjórnun Samvinnu trygg inga í bók sem gefin var út á 30 ára afmæli félagsins: „[Þ]etta nýja tryggingafélag [var] að allri gerð alger nýjung hér á landi og að verulegu leyti frábrugðið þeim tryggingafélögum, sem fyrir voru í landinu, flest hlutafélög eða einkafyrirtæki. Þar voru tryggingatakar aðeins venjulegir viðskiptamenn, sem gátu keypt sér tiltekna tryggingu [...] og höfðu síðan [ekki nokkur] nokkur félagsleg áhrif á stjórn þess eða rekstur. [...] Hitt var ekki eins auðvelt að ná fullkomnu samvinnulýðræði [...] Úr þessum vanda var leyst [...] á þann veg, að stjórn SÍS, sem kosin er af kjörnum fulltrúum kaupfélag- anna á aðalfundi samtakanna – SÍS – skyldi kjósa stjórn Samvinnutrygginga [...] Til þess að efla persónulegan samvinnurétt tryggingatakanna þó enn betur, er svo kveðið á í samþykktum stofnunarinnar: „Eigendur stofnunarinnar eru þeir, sem á hverjum tíma tryggja hjá henni“. Og enn fremur: „Tryggingaþegum stofnunarinnar er heimilt að leggja tillögur fyrir aðalfund“.“ FINNUR INGÓLFSSON Fyrrverandi viðskipta- og iðn- aðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Var forstjóri VÍS. Situr í fulltrúaráði Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Fyrrverandi viðskipta- og iðnaðar- ráðherra. Varaformaður Framsóknarflokksins. Situr í fulltrúaráði Eignarhaldsfélagsins Samvinnu trygginga. Í H Ó P I L Y K I L F Ó L K S

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.