Fréttablaðið - 05.12.2007, Qupperneq 8
MARKAÐURINN 5. DESEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR8
Ú T T E K T
G
angi eftir samruni Marel
Food Systems og Stork
Food Systems er orðið til
stærsta fyrirtæki heims
í þróun og markaðssetn-
ingu hátæknibúnaðar fyrir mat-
vælaiðnað. Um leið er Marel komið
vel fram úr áætlunum sem settar
voru fram í ársbyrjun 2006 um vöxt
á þremur til fimm árum. Raunar
þóttu þær áætlanir félagsins nokk-
uð stórhuga á sínum tíma, en á kynn-
ingu vegna ársuppgjörs í febrúar-
byrjun 2006 sagði Hörður Arnarson
forstjóri að því stefnt að Marel þre-
faldaði stærð sína á næstu árum og
næði 15 til 20 prósenta markaðshlut-
deild. Velta Marels árið 2005 nam
129 milljónum evra, eða tæpum 12
milljörðum króna. Á næsta ári er
áætlað að velta félagsins nemi 650
milljónum evra, eða hátt í 60 millj-
örðum króna.
Árni Oddur Þórðarson, stjórnar-
formaður Marel Food Systems,
sagði ótvírætt forskot felast í því
að vera með þeim fyrstu af stað í
samrunaferli því sem spáð hefur
verið í dreifðum markaði fyrirtækja
á sviði matvælavinnsluvéla. „Þeir
sem fyrstir eru af stað geta valið
sér álitlegustu félagana.
Þar gilda
sömu lög-
mál og á dansgólf-
inu,“ gantaðist hann á kynningar-
fundi vegna kaupanna á Stork
Food Systems með fjárfestum og
hlut höfum í síðustu viku. Samruna-
ferlið er það sama og Hörður Arnar-
son forstjóri sagði fyrirséð þegar
hann kynnti í febrúar 2006 áætlanir
félagsins um vöxt næstu ár. „Þar
ætlum við okkur stórt hlutverk.
Þessi iðnaður er 20 til 40 ára gamall
og komið að kynslóða skiptum í mjög
mörgum þessara fyrirtækja,“ sagði
hann og kvað stefnt á veltu upp á
400 til 500 milljónir evra eftir þrjú
til fimm ár og samruna við tvö til
fjögur fyrirtæki. Samrunarnir síðan
þá hafa verið þrír og áætluð velta
á næsta ári, eins og áður segir, 650
milljónir evra.
SAMÞÆTTINGIN ÞUNG
Fyrsta stóra skrefið í stækkunar-
ferlinu var stigið í aprílbyrjun 2006
með kaupunum á AEW Thurne og
Delford Sortaweigh fyrir um 1,7
milljarða króna af AEW Delford
Group. Félögin framleiða meðal
annars háhraða skurðarvélar, tæki
til gátvigtunar og verðmerk-
ingar og róbóta til
pökkunar mat-
væla. Helstu markaðs-
svæði nýju félaganna voru í Bret-
landi, Bandaríkjunum, Hollandi og
Frakklandi.
„Framvegis munu þessir fyrr-
verandi keppinautar Marels bera
nafnið AEW Delford Systems,“ sagði
Hörður eftir kaupin og kvað Marel
með þessu hafa styrkt vörulínu sína
í kjötiðnaði, þar sem breska félagið
var hvað sterkast.
Næsta stóra skref í stækkunar-
ferli Marels var svo tekið í ágúst-
byrjun 2006 með kaupum á danska
félaginu Scanvægt á 109,2 milljón-
ir evra. Með viðskiptunum eignaðist
Lars Grundtvig, stjórnarformaður
Scanvægt, og fjölskylda hans átján
prósenta hlut í Marel og varð þar
þriðji stærsti hluthafi. Í tilkynningu
Marels um kaupin kom fram að með
þeim og kaupunum á AEW Delford
hefði velta félagsins aukist um 100
prósent á árinu.
Við tók nokkuð þungt samþættingar-
ferli í rekstri samstæðunnar um leið
og unnið var að því að leita fleiri
kosta í ytri vexti. Í uppgjöri þriðja
ársfjórðungs þessa árs sagði Hörður
Arnarson forstjóri nokk-
ur vonbrigði
hversu
hægt samþættingin
hefði gengið en taldi ábata
vegna fyrirtækjakaupa munu koma
fram í næsta uppgjöri. „Innri vöxtur
er lægri en við stefndum að, en í
fullu samræmi við það sem ger-
ist þegar menn eru í stórum yfir-
tökum,“ sagði hann, en benti um leið
á að velta félagsins hefði engu síður
aukist um 54 prósent milli ára. Þá
hafði veik staða Bandaríkjadals haft
áhrif á vaxta tölur í Bandaríkjunum,
þar sem félagið gerir upp í evrum.
„En í mótteknum pöntunum hefur
verkefnastaðan batnað umtalsvert
og er í samræmi við okkar áætlanir,“
sagði Hörður.
SLAGURINN UM STORK
Fyrstu þreifingar um samruna Mar-
els og Stork Food Systems áttu sér
stað í nóvember 2005 að því er upp-
lýst hefur verið. Mögulegur samruni
félaganna komst hins vegar ekki í
almenna umræðu fyrr en í október í
fyrra og þá í kjölfar átaka í hluthafa-
hópi Stork. Þar þrýstu tveir stærstu
hluthafar þess tíma, fjárfestingar-
sjóðirnir bandarísku Centaurus og
Paulson með þriðjungs-
hlut, á um að fé-
laginu
yrði
skipt upp og
hliðar starfsemi seld, en
það einbeitti sér að kjarnastarfsemi
sinni í flugiðnaði.
Samdægurs birtust um það fréttir
hér í Markaðnum og í hollenska við-
skiptablaðinu Het Financieele Dag-
blad að við samruna Marels og mat-
vælavinnsluvélahluta Stork gæti
orðið til risi í þeim geira og að hjá
Marel væri fullur hugur á slíkum
samruna. Marel var á þeim tíma
eitt fjögurra stærstu í geiranum,
Sigur unninn í tveggja ára slag
Marel eignast
Stork Food Systems
Marel Food Systems samdi rétt fyrir mánaðamótin um yfirtöku á matvælavinnsluvélahluta iðnaðarsam-
stæðunnar Stork N.V. í Hollandi. Með yfirtökunni hefur Marel náð því marki sínu að verða leiðandi á sínu
sviði í heiminum, á dreifðum markaði þar sem mikið samþættingarferli fer í hönd. Raunar verður félagið
stærst í heimi. Óli Kristján Ármannsson rifjar leið félagsins að þessu marki, allt frá því kúrsinn var tekinn
fyrir um tveimur árum. Jafnframt er litið á átökin sem um leið urðu um og í stærsta iðnfyrirtæki Hollands.
11. OKTÓBER 2005 - Í kjölfar breytinga á eignar-
haldi Marels tekur Árni Oddur Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri Eyris, við stjórnarformennsku. „Eyrir
horfir til langs tíma og ætlar að styðja við frekari vöxt
félagsins,“ sagði hann.
NÓVEMBER 2005 - Óformlegar þreifingar eiga sér
stað um mögulegan samruna Marels og Stork Food
Systems.
DESEMBER 2005 - Marel gerir skilyrt tilboð í allt
hlutafé Stork Food Systems, en því er ekki tekið.
7. FEBRÚAR 2006 - Um leið og kynnt er ársuppgjör
2006 kynnir Marel nýja framtíðarstefnu og áætlanir
um að verða á þremur til fimm árum eitt af þremur
stærstu félögum í sínum geira með 15 til 20 prósenta
markaðshlutdeild.
6. APRÍL 2006 - Marel gefur út skuldabréf fyrir 6
milljarða króna að nafnverði. Tilgangurinn sagður „að
fjármagna framtíðarvöxt fyrirtækisins, í samræmi við
þau vaxtarmarkmið sem kynnt voru á aðalfundi félags-
ins í febrúar“.
10. APRÍL 2006 - Tilkynnt um kaup á eignum og
rekstri á AEW Thurne (“AEW”) og Delford Sortaweigh
(“Delford”) af AEW Delford Group Limited fyrir 13,55
milljónir punda. Með
kaupunum var sagt
hafa verið tekið fyrsta
skrefið við innleiðingu á nýrri vaxtarstefnu Marels.
8. MAÍ 2006 - Eignarhaldsfélagið LME ehf., í eigu
Marels, Eyris Invest og Landsbankans, eykur hlut sinn
í hollenska félaginu Stork N.V. úr 4,79 prósentum í 5,1
prósent,
8. ÁGÚST 2006 - Marel kaupir allt hlutafé í danska
fyrirtækinu Scanvægt
International AS fyrir 815
milljónir danskra króna.
Eigendur Scanvægt verða um leið eigendur tæplega
18 prósenta hlutar í Marel.
18. ÁGÚST 2006 - Hluthafafundur samþykkir hluta-
fjáraukningu vegna kaupanna á Scanvægt og tillögu
um heimild til stjórnar Marels til að hækka hlutafé
félagsins um allt að 60 milljónir að nafnvirði.
24. ÁGÚST 2006 - Stjórn Marels ákveður að hækka
hlutafé um 127.016.732 hluti. 52.016.732 fara til selj-
enda Scanvægt International. Fjárfestum býðst að
kaupa rest á 74 krónur á hlut.
15. SEPTEMBER 2006 - Niðurstaða þrískipts
hlutafjárútboðs liggur fyrir. Hluthöfum Marels fjölgaði
úr 1.100 í 3.700, 25 lífeyrissjóðir gerðust hluthafar og
erlend eignaraðild nemur 15 prósentum.
9. OKTÓBER 2006 - Eftir umfjöllun fjölmiðla um
hugsanlega sameiningu Marels og Stork Food
Systems upplýsir félagið um að óformlegar viðræður
hafi átt sér stað um hugsanlegt nánara samstarf.
„Engar formlegar viðræður eru í gangi um sameiningu
Marels og Stork Food System,“ segir í tilkynningu og
áréttað að fjárfesting LME í iðnsamstæðunni Stork hafi
verið gerð til að „stuðla að áframhaldandi góðu sam-
starfi Marel og Stork Food System,“ sem félögin hafi
átt í síðustu átta ár.
28. FEBRÚAR 2007 - Marel kynnir uppgjör fyrir árið
2006. Hörður Arnarson, forstjóri, segir árið hafa verið
mjög viðburðarríkt þar sem tekist hafi með fyrirtækja-
kaupum ársins að gera Marel að leiðandi félagi á sínu
sviði.
8. MARS 2007 - Aðalfundur Marels samþykkir
að veita stjórn félagsins heimild til að ákveða útgáfu
hlutafjár félagsins í evrum í stað íslenskra króna.
9. MARS 2007 - Marel samstæðan kynnir nýja
fyrirtækjaímynd, Marel Food Systems, sem stuðla á
að „áframhaldandi vegferð samstæðunnar í átt að því
að verða meðal fremstu fyrirtækja í heimi á sviði mat-
vælaiðnaðar. Marel Food Systems er sameinað andlit
sölu og þjónustu fyrir meginvörumerkin fjögur: AEW
Delford, Carnitech, Marel og Scanvaegt“.
5. JÚNÍ 2007 - Nýtt skipurit lítur dagsins ljós þar
sem rekstur Marels hér á landi er skilinn frá móðurfé-
laginu, Marel hf. og um hann stofnað nýtt dótturfélag,
Marel ehf. Reksturinn hér verður sjálfstæð viðskipta-
eining innan samstæðunnar við hlið AEW Delford,
Carnitech, framleiðslufyrirtæk-
is í Slóvakíu og Scanvaegt.
Móðurfélagið heitir að fenginni
uppáskrift hluthafafundar Marel Food Systems hf.
19. JÚNÍ 2007 - Dótturfélag Marel hf. kaupir dreif-
ingar-og þjónustuhluta Maritech í Noregi af AKVA
Group ASA. Framvegis dreifir Marel Food Systems
sjálft vörum samstæðunnar í Noregi.
5. JÚLÍ 2007 - Um leið og samþykkt er nafnabreyting
samþykkir hluthafafundur Marel Food Systems aukna
heimildi til hlutafjáraukningar, eða um allt að 100 millj-
ónir hluta að nafnvirði.
6. JÚLÍ 2007 - Í yfirlýsingu Árna Odds Þórðarsonar,
stjórarformanns Marels, kemur fram að LME, eignar-
haldsfélag Eyris Invest, Marels og Landsbankans, hafi
safnað sér 19,5 prósenta hlut í iðnsamstæðunni Stork
í Hollandi og komi ekki til með að taka fram komnu
yfirtökutilboði í bréfin.
17. JÚLÍ 2007 - Nýtt heiti, Marel Food Systems, verð-
ur virkt í kerfi Kauphallar Íslands.
APRÍLBYRJUN 2006 Árni Oddur Þórðarson stjórnarfor-
maður og Hörður Arnarson forstjóri kynna kaupin á AEW
Delford Systems. Við þau eykst velta Marels um tæpan
þriðjung. MARKAÐURINN/PJETUR
V Ö X T U R M A R E L S F R Á B R E Y T T U E I
Velta
Marel
Food
System
2005
130 mi
lljónir
evra
2006
210 m
illjóni
r evra
*áætlun