Fréttablaðið - 05.12.2007, Síða 11
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007
S K O Ð U N
Hannes Smárason hættir sem
forstjóri FL Group í kjölfar
hlutafjáraukningar í félaginu.
Verð hlutabréfa í félaginu á
þessu ári hefur lækkað mikið.
Öll hækkunin framan af árinu
hefur gengið til baka og stærsta
fjárfesting félagsins, um 10 pró-
senta hlutur í AMR, sem á Amer-
ican Airlines, var seld með tapi
fyrir helgi.
Framan af ári virtist sem
leiðin lægi aðeins upp á við.
Hannes Smárason er á marg-
an hátt holdgervingur fyrir-
tækisins og andlit þess. Athygli
vakti að hann vildi að félagið
keypti undir sig einkaþotu svo
hann ætti hægara um vik með
að sinna viðskiptunum í ýmsum
hornum heimsins. Hann ekur um
á Porsche-jeppa og á meðal ann-
ars tvö einbýlishús í Þingholtun-
um í Reykjavík.
Hann varð fyrst verulega
þekktur í íslensku viðskiptalífi
fyrir tíu árum þegar hann var
aðstoðarforstjóri deCODE. Sam-
fara því eignaðist hann nokkurn
hlut í fyrirtækinu.
Á árunum 1992 til 1996 starfaði
hann sem ráðgjafi hjá McKins-
ey & Co. í Boston, eftir að hann
hafði lokið MBA-prófi frá MIT
Sloan School of Management, og
áður BS-gráðu í vélaverkfræði
og stjórnun frá MIT-háskóla í
Massachusetts.
Frá deCODE fór Hannes
í flugfjárfestingar með félag-
inu Oddaflugi ásamt þáverandi
tengdaföður sínum, Jóni Helga
Guðmundssyni í Byko.
Síðar keypti hann Jón Helga út
úr Oddaflugi.
Hannes eignaðist hlut í Ice-
landair og tók þátt í stofnun
FL Group árið 2005. Félag hans,
Oddaflug, átti ríflega fimmtungs
hlut í FL Group fyrir hlutafjár-
aukninguna.
Þrátt fyrir að Hannes hafi oft
verið gagnrýndur fyrir áhættu-
samar fjárfestingar og verð-
mæti FL Group hafi rýrnað að
undanförnu hefur félagið undir
hans stjórn orðið eitt helsta fjár-
festingarfélag landsins á undan-
förnum tveimur árum og eign-
ast hluti í félögum í mörgum
löndum.
Meðal eigna FL Group eru
hlutir í þýska Commerzbank og
Finnair. Einnig á FL Group ráð-
andi hlut í Glitni banka, stór-
an hlut í Geysi Green Energy,
North ern Travel Holding og
fleiri félögum. - ikh
Áhættusækinn á einkaþotu
S A G A N Á B A K V I Ð . . . . . . H A N N E S S M Á R A S O N , F Y R R V E R A N D I F O R S T J Ó R A F L G R O U P
Í jólastuði
„Æsingur er þetta,“ var sirka það
eina sem mér datt í hug þar sem
ég stóð með viskíglasið fyrir utan
íbúðina okkar á Costa del Sol á
sunnudagskvöldið og virti fyrir
mér jólakransinn sem ég hafði
nokkrum mínútum áður hengt upp
á nagla. Það er eins og allt ætli að
fara til fjandans á skerinu heima
þegar vísitalan keyrist niður á
nokkrum vikum. Árið gufað upp,
lindarsprænan sem hélt í mörg-
um lífinu uppurin og síðasta hálm-
stráið að rifna upp með rótum.
Einhverjir hanga á bláþræði gír-
aðir upp í topp og hugsa með hryll-
ingi til allra heimatilbúnu jóla-
gjafanna sem þeir þurfa að gefa
vinum og ættingjum um jólin. Það
eru miklar líkur á því að nokkrir
komi til með að falla. Og þá er ég
ekki bara að tala um skuldafenið
sem bíður þeirra þegar trygging-
ar ná ekki lengur upp í veðlánin.
Sumir nú þegar búnir að veðsetja
húsið, konuna, börnin og báðar
ömmurnar til viðbótar.
Þeir koma ekki fallegir inn í
jólin, greyin. Í sömu jakkaföt-
unum í jólaboðunum og í fyrra,
loðnir í bak og fyrir án brasil-
íska vaxins sem þeir gátu ekki
leyft sér á síðasta mánuði ársins.
Eða höfðu ekki tíma til þess. Hafa
heldur ekki efni á að kaupa sér
tíma fyrir jólin, eins og ég.
Einhverjir gefa örugglega
enga harða pakka fyrr en að ári
í fyrsta lagi og óvíst hvort jóla-
kortin verði með gullbrydding-
um eins og í fyrra. Ættboginn
getur treyst á mig. Gísli frændi
fær trukkinn sem hann óskaði
sér, Nína litla dúkkur frá Brasilíu
og tengdó krem. Hjálparstofnan-
ir hist og her fá svo styrk frá mér
í gegnum jólakortakaupin.
Þótt jólin séu spennandi bíð ég
spenntastur eftir lista Frjálsrar
verslunar á næsta ári og öðrum
ágætum slúðurpappír um ríkustu
menn landsins. Hverjir verða á
listanum? Hverjir ekki? Bjögg-
arnir verða þar örugglega, Pálmi
Haralds, Gísli Reynis, Jón Ásgeir
og … tja, kannski ég? Það yrði nú
aldeilis gaman að sjá nafn manns
á öðru en golfkúlum. Adios.
Spákaupmaðurinn á horninu
S P Á K A U P M A Ð U R I N N