Fréttablaðið - 05.12.2007, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 05.12.2007, Qupperneq 12
MARKAÐURINN 5. DESEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Fulltrúar frá tólf íslenskum fyrir- tækjum hittust á tveggja daga vinnufundi í London í síðustu viku. Markaði fundurinn upphaf- ið á þátttöku fyrirtækjanna í Út- stími, verkefnis á vegum Útflutn- ingsráðs. Samkvæmt tilkynningu er verkefnið sérsniðið að þörf- um þeirra fyrirtækja sem eru að leita að umboðsmönnum eða söluaðilum fyrir vöru og þjón- ustu á erlendum mörkuðum. Full- trúar fyrirtækjanna hittu meðal annars ráðgjafa frá ýmsum lönd- um og tóku ákvörðun um aðferða- fræði að baki markaðssókn sinni. Breska ráðgjafarfyrirtækið Euro- partnerships er samstarfsaðili Útflutningsráðs í verkefninu. Þau tólf fyrirtæki sem taka þátt í Útstíms-verkefninu eru AGR, sem hyggst selja hugbúnað í Bretlandi, Hvalaskoðun Reykja- vík, sem hyggst herða tök sín á markaðnum í Svíþjóð og Bret- landi, Stiki, sem áætlar að finna samstarfaðila í Bretlandi, Alrún, sem áætlar að hefja útflutning á skartgipum til Svíþjóðar og Danmerkur, skartgripafyrir- tækið Sign sem hyggur á land- vinninga í Svíþjóð, Líftæknifyrir- tækið Norðurbragð, sem áætlar að auka sölu sína í Bretlandi, GT- Group sem leitar markaða fyrir vörur sínar í Bretlandi, Borgar- plast sem leitar markaða í Tyrk- landi og Mexíkó, Mentor, sem hyggst styrkja stöðu sína í Sví- þjóð og leita nýrra markaða í Bretlandi, skartgripaframleið- andinn Aurum sem mun leita umboðsmanna í Bretlandi, fyrir- tækið Húfur sem hlæja leitar umboðsmanna í Noregi og Finn- landi og veffyrirtækið Digital Horse markaðssetur vörur sínar í Svíþjóð. - hhs Undirbúa sókn á erlenda markaði ÚTSTÍMS-HÓPURINN Fulltrúar tólf íslenskra fyrirtækja sóttu nýverið vinnufund í London á vegum Útflutningsráðs. Hópurinn var þátttakandi í Útstími, verkefni sem sniðið er að þörfum fyrirtækja sem leita að umboðsaðilum eða söluaðilum fyrir vöru eða þjónustu erlendis. Y fir fjögur hundruð manns hlustuðu á fram- söguræðu Al Gore á orku- og umhverfisráð- stefnu Merrion Capi- tal, dótturfélags Landsbankans, í Dublin á Írlandi hinn 1. desem- ber. Ávarp hans bar nafnið „Græn hugsun: Efnahagsstefna fyrir 21. öldina.“ Þegar Al Gore var kynntur til leiks sagði John Conroy, forstjóri Merrion Capital, að Dublin væri heiður að heimsókn Gore, „sem væri áhrifamesti maður um mikil- vægasta málefni sem mannkynið stæði frammi fyrir í dag – lofts- lagsbreytingar“. Gore sagði áheyrendum, meðal annarra írskum og alþjóðlegum fjárfestum og forstjórum stórra fyrirtækja, að það væri sér mikil hvatning hve ofarlega umhverfis- mál væru á baugi í alþjóðleg- um markaðsviðskiptum. Hann fagnaði einnig möguleikum á að versla með endurnýjanlega orku- kvóta. Hann óskaði Írum til ham- ingju með góðan árangur í efna- hagsmálum á undanförnum tíu árum. Þá sagði hann að „aukinni hagsæld [fylgdi] aukin siðferðis- leg og pólitísk ábyrgð um að taka forystu í glímunni við loftslags- breytingar.“ Þá sagði hann Írland geta gegnt lykilhlutverki meðal iðnríkja heims við að vekja at- hygli á umhverfisverndarmálum, í ljósi árangurs síns í viðskiptum og pólitískrar stöðu landsins. Í fréttatilkynningu frá Lands- bankanum segir að það sé skoð- un bankans að alþjóðlegum fyrir- tækjum beri skylda til að taka markvissa afstöðu til mikilvægra félagslegra og siðferðislegra mála og umhverfismála. Þar á meðal sé glíman við loftslags- breytingar. Bankinn taki þátt í mörgum verkefnum til að fram- fylgja þeirri stefnu. Landsbankinn hefur lýst yfir stuðningi við leiðbeiningar OECD fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki sam- kvæmt tilkynningunni. Þá hafi bankinn verið meðal þeirra sem fyrst skrifuðu undir alþjóðlega yfirlýsingu fjármálastofnana um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Bankaráð hafi lagt aukna áherslu á að fjárfesta í fyrirtækj- um og verkefnum sem hvetja til sjálfbærrar nýtingar náttúruauð- linda. Bankinn hyggist leggja enn meira af mörkum til að stuðla að þróun á sjálfbærri nýtingu orku og auðlinda með því að nýta ís- lenska sérþekkingu á þessu sviði. Ísland sé í fremstu röð þegar kemur að notkun endurnýjan- legrar orku. Á komandi árum verður um- hverfisvernd eitt af mikilvægum verkefnum bankans, samkvæmt tilkynningunni. Landsbankinn hafi mótað sína eigin umhverfis- stefnu. Með viðskiptastefnu sinni vilji bankinn styðja við nýja tækni og nýjar lausnir á sviði endur- nýtan legrar orku. - hhs Al Gore ávarpaði gesti Landsbankans Yfir fjögur hundruð fjárfestar, forstjórar og aðrir gestir hlýddu á orð Al Gore á orku- og umhverfisráðstefnu Merrion Capital, dótturfélags Landsbankans, í Dublin hinn 1. desember. Umhverfisvernd verður eitt af mikilvægustu verkefnum bankans á kom- andi árum, samkvæmt tilkynningu. AL GORE HUGSAR GRÆNT Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna ávarpaði orku- og umhverfisráðstefnu Merrion Capital, dótturfélags Landsbankans, á dögunum. MYND/JOHNY BAMBURY Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.