Fréttablaðið - 05.12.2007, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 05.12.2007, Qupperneq 13
13MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007MARKAÐURINN H É Ð A N O G Þ A Ð A N Björgvin Guðmundsson skrifar Eignarhald á íslenska hlutabréfamarkaðnum er þröngt og hlutdeild einstaklinga í skráðum félög- um hefur lækkað. Í samantekt Fjármálaeftirlitsins kemur fram að stærsti eigandinn í félögum sem mynda úrvals- vísitöluna er að meðaltali með 31 prósents eignar- hlut. Sé horft til tveggja stærstu eigendanna hækk- ar eignarhluturinn samanlagt að meðaltali í 45 pró- sent. Hlutdeild einstaklinga í hlutafé skráðra félaga hefur lækkað úr 17 prósentum í 11,6 prósent milli áranna 2002 og 2006. Hlutdeild þeirra aðila sem einkum fjárfesta fyrir hönd almennings hefur líka lækkað. Hludeild lífeyrissjóða fór úr 12 prósentum í 9,6 prósent á sama tímabili og hlutdeild verðbréfa- sjóða úr 4 prósentum í 1,2 prósent. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hefur vakið máls á því hvort lækka eigi yfirtöku- mörk í skráðum félögum, sem nú miðast við 40 pró- senta eignarhlut eins eða tengdra aðila. Hann segir að yfirtökuskyldan eigi að tryggja minnihlutanum rétt til að geta losað hlut sinn á viðunandi kjörum kjósi hann það. „Á Íslandi hefur verið miðað við það að yfir- ráð næðust við 40 prósenta atkvæðavægi sem er nokkuð á skjön við önnur Vestur-Evrópuríki. Þetta viðmið virðist hafa verið ákveðið án sérstakra rannsókna eða rökstuðnings,“ segir Jónas. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað endurskoðun á núgildandi yfirtökureglum. Hann segir mikilvægt að vernda eigendur sem lent hafi í minnihluta í félagi. Farið verði yfir reglur um yfirtökuskyldu og tilboðsskyldu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital fjárfestingarbanka, hefur varað markaðs- aðila við frjálslegri umgengni við reglur um yfir- tökuskyldu. Hann segir dæmi um slíkt virðingar- leysi á íslenska markaðnum sem til lengri tíma rýri traust og hægi á vexti hans. Þorvaldur segir að þröngt eignarhald í íslensk- um félögum og stundum „grunsamlega“ góð kynni manna á milli kalli á að reglurnar séu skýrar og farið sé eftir þeim þannig að utanaðkomandi fjár- festar treysti sér til þátttöku. Hluthöfum fækkar Eignarhald í skráðum félögum er þröngt. Eignarhlutur ein- staklinga hefur lækkað. Virðingarleysi við reglur vandamál. FUNDUR FJÁRMÁLAEFTIRLITSINS UM YFIRTÖKUREGLUR Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, hefur velt upp þeirri spurningu hvort lækka eigi yfirtökumörk í skráðum félögum. D Æ M I U M Y F I R T Ö K U S K Y L D U Yfirtökunefnd sagði að Vogun, félag Árna Vilhjálmssonar og Kristjáns Loftssonar, væri yfirtökuskylt í Hampiðjunni. Það gekk til baka gegn því að félagið myndi selja niður fyrir yfirtökumörkin. Forsendan var að það hefði ekki verið ætlun þeirra að fara yfir yfirtökumörkin. Annað dæmi er þegar Baugur og Oddaflug urðu yfirtökuskyld í FL Group. Félögin komu sér undan fyrirtökuskyldu með því að Landsbankinn breytti stöðu þeirra í félaginu í framvikran samn- ing. Samkvæmt því var bankinn eiginlegur handhafi bréfanna en félögin nutu gengismunar og markaðsáhættu af þeim. Samt er augljóst að banki, sem heldur á bréfum sem eru fjármögnuð fyrir félögin, myndi ekki beita atkvæðisrétti á móti félögunum sem þeir lána. Ugla sat á kvisti... ...og það ert þú... ...sem verður fyrir barðinu á innbrotsþjófum næst? ...sem verður fyrir því að vera rændur næst? Er ekki nóg komið – láttu þá sem þegar hafa orðið fyrir þessu verða þér næg aðvörun. Skammdegið er versti tími ársins til þess að vera óvarinn eða ekki nógu varinn. Við bjóðum upp á mikið úrval öryggisskápa, eldtrausta skápa, uppgjörsskápa, allar stærðir og gerðir, bæði á lager og sérpantanir sem eru 2-3 vikur að skila sér. Vörulistana er hægt að nálgast á http://las.is/vorur_peningask.htm Einnig bjóðum við upp á öryggiskerfi sem hringt getur í 6 símanúmer með mismunandi skilaboðum, allt eftir því hvað það var sem setti kerfið af stað. Í þetta kerfi er hægt að fá hreyfiskynjara, hurðar/glugga-skynjara, reykskynjara, fjarstýringar, neyðarhnapp, auka stjórnborð. Mjög auðvelt í uppsetningu og traust kerfi. Komdu við og fáðu ráðleggingar hjá fagmönnum, við seljum eingöngu öryggisskápa og öryggiskerfi sem við höfum prófað og treystum fullkomlega og getum veitt fulla þjónustu á. Neyðarþjónustan – Laugavegi 168 562-5213 – www.las.is – las@las.is Össur hf. hefur selt kauprétt að húsnæði félagsins að Grjót- hálsi 5 fyrir 7,9 milljónir Banda- ríkjadala. Það nemur rúmum 489 milljónum íslenskra króna. „Við höfum verið að leigja hús- næðið hér í tíu ár, frá því árið 1997. Í þeim leigusamningi var kaupréttarákvæði sem miðað- ist við markaðsverð þess tíma. Síðan hefur það hækkað mjög í virði. Því var mjög hagstætt fyrir okkur að selja kauprétt- inn,“ segir Sigurborg Arnars- dóttir, fjárfestatengill Össurar. Upphæðin verður tekjufærð sem aðrar tekjur á fjórða árs- fjórðungi 2007 og mun auka hagnað félagsins fyrir skatta sem því nemur. Salan hefur ekki aðrar breyt- ingar í för með sér fyrir Össur. „Það er í raun ekkert að breytast hjá okkur. Höfuðstöðvar okkar eru enn á Grjóthálsi og ekki stendur til að fara þaðan.“ - hhs 489 milljónir króna fyrir kaupréttarsölu Í ár eru 90 ár liðin frá setningu fyrstu laga um löggildingarstofu hér á landi. Af því til- efni var um helgina afhjúpaður við Þing- vallakirkju upplýs- ingaskjöldur og álna- stika. Að athöfninni stóðu Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) og Neytendastofa, í sam- vinnu við Landsbank- ann og Þingvallanefnd. „Rétt mál og vog eru forsenda ásættanlegr- ar verslunar sem síðan er undir- staða menningar og þroska þjóða. Því er þýðing stikulaganna og til- vitnaðra löggildingarlaga árétt- uð af samtökum verslunarinnar og þeirri stjórnsýslustofnun sem löggilding heyrir undir með upp- lýsingaskilti og stiku við Þing- vallakirkju,“ segir í tilkynningu um at- burðinn. „Menn skulu mæla vaðmál og léreft og klæði öll með stik- um þeim er jafnlang- ar eru tíu sem kvarði tvítugur sá er merkt- ur er á kirkjuvegg á Þingvelli,“ segir í Grá- gás, elstu lögum sem til eru um lengdar- mælingu. Athöfnin fer fram klukkan eitt í dag. Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri SVÞ og Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytenda- stofu, setja athöfnina, en Björg- vin G. Sigurðsson viðskiptaráð- herra afhjúpar. Þá flytur Helgi Þorláksson, prófessor í sagn- fræði, fróðleiksmola um mæling- ar til forna. - óká Afhjúpa skjöld og stiku Níutíu ár eru frá lagasetningu um löggildingarstofu. ÞINGVALLABÆR OG -KIRKJA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.