Fréttablaðið - 05.12.2007, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 05.12.2007, Qupperneq 16
38 15 14%milljarðar króna sem Marel Food Systems borgar fyrir Stork Food Systems. milljarða rýrnun á verðmæti bréfa FL Group í flug-rekstrarsamstæðunni AMR, móðurfélagi American Airlines, frá því fyrst var fjárfest í félaginu þar til hluturinn var seldur í síðustu viku. lækkun úrvalsvísitölunnar í nóv- ember. Vísitalan hefur aldrei lækk- að jafnmikið á einum mánuði. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Freyr Þórðarson, Benedikt Gíslason, Jóhann Steinar Jóhannsson, Willie Blumenstein, Styrmir Sigurjónsson, Brynjar Hreinsson, Guðmundur Þórðarson, Björgvin Ingi Ólafsson, Margit Robertet, Markús Máni Michaelsson, Ægir Birgisson, Jesper Jóhannsen og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir hafa hætt störfum hjá Straumi á Íslandi í ár. Bæði Margit og Nanna keyptu hluti í Straumi í janúar 2006 á genginu 17,4 með sölurétti sem tryggði þær fyrir tapi. Við lok markaðar- ins í fyrradag var gengi bréfa Straums 16,9. Seldu þær? Hætt Með kaupunum á Stork Food Systems er Marel komið með öfluga stöðu í þjónustu við allar tegundir kjöts í matvæla- iðnaði, sama hvort það er fuglakjöt, fiskmeti eða annað kjöt. Á kynningarfundi vegna kaupanna á fyrirtækinu fyrir helgi hafði Hörður Arnarson, forstjóri Marels, orð á mikil- vægi þessa. Í matvælaiðnaði geta nefnilega komið upp áföll á borð við fuglaflensu eða kúariðu sem tímabundið fælir fólk frá einni tegund kjöts. „En fólk þarf sitt prótein og almennt gerist það ekki grænmetis- ætur,“ sagði Hörður á kynningunni og vísaði til þess að áfall í einni grein matvælaiðnaðar væri þá ávísun á aukn- ingu í annarri. Fólk fer ekki í grænmetið Stefán Jón Friðriksson hefur sagt upp starfi sínu hjá fjár- málaráðuneytinu og hyggst fara í starf hjá Norræna fjárfesting- arbankanum. Forverar Stefáns hjá NIB hafa átt afturkvæmt í góðar stöður. Þannig var Guðmundur Ólason starfsmaður einkavæðingar- nefndar eins og Stefán. Hann fór til NIB og endaði sem forstjóri Milestone, eins sterkasta fjár- festingarfélags á Íslandi. Þór Sigfússon var aðstoðar maður fjármálaráðherra. Hann fór til NIB og er nú forstjóri Sjóvár, sem Milestone á. Benedikt Árnason var í fjármálaráðu- neytinu, fór til NIB og er nú aðstoðarforstjóri Aska þar sem Milestone er stór hluthafi. Nú er bara spurning hvaða starf bíður Stefáns hjá Milestone-félögum þegar hann snýr aftur. Bíður starf hjá Milestone?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.