Fréttablaðið - 05.12.2007, Síða 20

Fréttablaðið - 05.12.2007, Síða 20
 5. DESEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● tölvur & tækni Margir elska að hata söngkon- una ólukkulegu Britney Spears. Það sýnir sig kannski best í því að nafni hennar er slegið lang- oftast upp í leitarvélinni Yahoo. Leitar vélin birti nýlega topp tíu- lista yfir þau orð sem er hvað oft- ast leitað að. Britney er reyndar enginn nýgræð- ingur á listanum og hefur trón- að á toppnum síðastliðin sex ár fyrir utan árið 2004 þegar vinkona henn- ar, Paris Hilton, ruddi henni úr fyrsta sæt- inu. Þetta árið er Hilton hins vegar í þriðja sæti yfir upp- flettingar en var í fimmta sæti í fyrra. Er talið að nýleg fangelsis- vist hennar á þessu ári hafi hresst upp á vinsældir hennar meðal net- verja. Leikkonan Lindsay Lohan, sem einnig dvaldi stutta stund í fang- elsi á árinu, varð sjötta á listanum og því ljóst að slæmt siðferði stjarn- anna hefur jákvæð áhrif á fjölda leitarniðurstaðna á Yahoo. Í öðru sæti, líkt og á síðasta ári, var WWE, World Wrestling Enter- tainment. Aðalástæðan er líklega lát atvinnuglímukappans Chris Benoit sem myrti eiginkonu sína og son og hengdi sig að lokum. Í fjórða sæti voru Naruto, japönsku manga-teiknimyndirnar. Netleik- ir urðu í tveimur sætum á listan- um, annars vegar leikurinn Rune- Scape sem var númer sjö og hins vegar Fantasy Football sem var númer átta. Fólk hefur þó ekki aðeins áhuga á föllnum stjörnum því söngkonan Beyoncé Knowles var í fimmta sæti og söng- konan Fergie númer níu. Jessica Alba varð síðan í tí- unda sæti enda var hún ný- lega valin kynþokkafyllsta kona veraldar árið 2007. Nokkrar voru á listan- um í fyrra en eru fallnar burt: þær Jessica Simp- son, Pamela Anderson og Shakira. Mest leitað eftir Britney 1. Britney Spears 2. WWE 3. Paris Hilton 4. Naruto 5. Beyoncé Knowles 6. Lindsay Lohan 7. RuneScape 8. Fantasy Football 9. Fergie 10. Jessica Alba Félag kvenna í upplýsingatækni hefur verið starfrækt í tvö ár. Eitt af aðalmark- miðum þess er að hvetja fleiri konur í nám og störf innan fagsins. „Meginmarkmið félagsins er að hvetja konur í upplýsingatækni, bæði í nám og starf. Það er mikil þörf á hæfu fólki innan geirans og í konum búa afburðatækifæri og mannauður, ekki síður en í körlum,“ segir Anna Ingólfsdóttir, prófessor í tölv- unarfræði við Háskólann í Reykjavík, sem er í stjórn félagsins. Anna segir það bagalegt að svo fáir sæki í nám í upplýsingatækni og vitnar jafn- framt í ráðstefnuna „Upplýsingatækni – á leið úr landi?“ sem fór fram í október. Þar ávarpaði forsætisráðherra, Geir H. Haarde, ráðstefnuna þar sem hann taldi það mikið áhyggjuefni að lítið framboð sé á sérmennt- uðu fólki í upplýsingatækni hérlendis, sér- staklega þar sem fagið er framtíðar þekk- ingarauður landsins. „Okkur finnst það miður hvað konur sækja lítið í upplýsingatækni, og þá sér- staklega í tölvunarfræði. Líklega eru við- horf kvenna til fagsins byggð á einhverj- um misskilningi og að konur haldi að fagið gangi út á annað en það gerir. Sannleikur- inn er að hugbúnaðargerð reynir ekki síður á sköpunargáfur og samskiptahæfi- leika en tæknilega færni, enda er fólk að leysa krefjandi vandamál frá ýmsum sjón- arhornum. Þarna ættu hæfileikar kvenna svo sannarlega að njóta sín ekki síður en karla. Við þetta bætist svo að nám og þjálfun í hugbúnaðargerð er góður grunn- ur fyrir ýmiss konar störf eins og ótal dæmi sýna,“ segir Anna. Hún segir enn fremur að sumar félags- kvenna starfi innan háskólanna en einnig nefnir hún félagskonur hjá Íslenskri erfða- greiningu og hjá ýmsum bönkum og fjár- málastofnunum. „Þessar stofnanir kalla mikið á færa tölvunarfræðinga og þá er ekki eingöngu verið að falast eftir fólki með góða tæknikunnáttu heldur fólki sem er með skapandi hæfileika á hinum ýmsu sviðum fagsins,“ segir Anna. Félagið hefur verið starfrækt í rúm tvö ár og allar konur sem starfa innan upp- lýsingatækni, auk þeirra sem hafa áhuga á eflingu kvenna innan fagsins, eru vel- komnar í hópinn. Á heimasíðu félagsins kemur fram að meðal markmiða er að vera vettvangur skoðanaskipta um störf kvenna í upplýsingatækni, stuðla að fjölg- un kvenna í stjórnunarstöðum og stjórnum fyrirtækja og auka sýnileika kvenna í upp- lýsingatækni. En hvað flokkast undir upp- lýsingatækni? „Upplýsingatækni fjallar um alla þætti varðandi skráningu, með- höndlun, vinnslu og framsetningu gagna og upplýsinga sem notuð eru á flestum sviðum samfélagsins þar sem unnið er með gögnin með aðstoð tækninnar.“ Fram undan er áframhaldandi kynningar- starf hjá félaginu og nefnir Anna þar meðal annars heimsóknir í grunn- og framhalds- skóla til að bera út boðskapinn. „Það þarf að ná til barna og unglinga sem allra fyrst ef það á að nást að leiðrétta þennan útbreidda misskilning um eðli fagsins og vekja áhuga sérstaklega stelpnanna,“ segir Anna. Þeir sem þegar eru skráðir félagar í Skýrslutæknifélagi Íslands, Ský, geta verið meðlimir í faghópnum með því að tilkynna sig til skrifstofu félagsins, en einnig er hægt að vera eingöngu félagi í faghópnum. Formaður félagsins er Þóra Halldórs- dóttir en allar nánari upplýsingar má sjá á vefsíðu félagsins: http://utkonur.wordpress. com/um-stjornina - rh Auður kvenna í upplýsingatækni Anna Ingólfsdóttir, prófessor í tölvunarfræði og stjórnarmeðlimur í Félagi kvenna í upplýsingatækni, vill auka hlut kvenna innan upplýsingatæknigeirans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.