Fréttablaðið - 08.12.2007, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 8. desember 2007
ATVINNUMÁL „Sú ákvörðun
ríkisvaldsins að skerða aflaheim-
ildir í þorski um 30 prósent hefur
skapað alvarlegt ástand í atvinnu-
málum á Raufarhöfn,“ segir
meirihlutinn í sveitarstjórn
Norðurþings sem falið hefur
byggðarráði að skipa starfshóp á
Raufarhöfn sem draga á fram
möguleg tækifæri til atvinnu-
sköpunar.
„Stefnt skal að því að niður stöður
liggi fyrir í lok febrúar og í
framhaldinu verði boðað til
borgarafundar á Raufarhöfn,“
segir sveitarstjórn Norðurþings,
sem ætlar að bjóða þingmönnum
kjördæmisins og ráðherra
byggðamála að mæta á fundinn. - gar
Alvarleg staða á Raufarhöfn:
Finni tækifæri í
atvinnusköpun
RAUFARHÖFN Kvótaniðurskurður veldur
vanda.
SVEITARSTJÓRNIR „Í ljósi þess að
vatnsveita sveitarfélagsins hefur
verið gerð upp með milljóna
hagnaði undanfarin ár og óheimilt
er að innheimta hærri gjöld en
nemur kostnaði teljum við rétt að
lækka þetta gjald,“ segir minni-
hlutinn í bæjarstjórn Ölfuss sem
lagði til að vatnsskatturinn yrði
lækkaður um ríflega helmning, eða
úr 0,15 prósentum í 0,07 prósent af
fasteignamati.
Meirihlutinn felldi tillöguna sem
einnig gerði ráð fyrir að holræsa-
gjald yrði hækkað úr 0,17 prósent-
um í 0,24 prósent af fasteignamati
þar sem sveitarsjóður væri að
borga hluta af kostnaði við
fráveitu í Þorlákshöfn. - gar
Bæjarstjórn Ölfuss:
Vatnsskattur
ekki lækkaður
ÞORLÁKSHÖFN Tillaga um helmingi
lægri vatnsskatt var felld.
NOREGUR, AP Norskir vísindamenn
á Svalbarða hafa fundið leifar af
forsögulegu sæskrímsli á stærð
við strætisvagn. Jörn Harald
Hurum við Óslóarháskóla, sem fór
fyrir rannsókninni, segir verið
geta að um sé að ræða afbrigði
risaeðlu sem aldrei hafi fundist
ummerki um áður.
Við uppgröftinn á Svalbarða síð-
sumars í ár fundust tennur, brot úr
hauskúpu og beinagrind skriðdýrs
sem virðist hafa verið um tólf
metrar að lengd, að sögn Hurums.
„Svo virðist sem þetta skrímsli sé
alveg ný tegund,“ tjáði hann AP-
fréttastofunni.
Risaeðluleifarnar virðast vera
af sams konar dýri og leifar fund-
ust úr í fyrra skammt frá núver-
andi uppgraftarstað á Svalbarða.
Rannsóknarteymi Hurums segir
hinar 150 milljón ára gömlu beina-
leifar hafa tilheyrt stutthálsa svan-
eðlu (plesiosaur), sem hafi verið
minnst tíu metrar að lengd og með
„tennur stærri en gúrkur“.
Svaneðlan var illvíg ráneðla sem
lifði í sjó og hefur oft verið sögð
„Tyrannosaurus Rex“ (grameðla)
hafsins.
Hurum segir að enn sem komið
er sé aðeins búið að grafa út
þriggja metra bút af beinagrind
eðlunnar. Uppgreftrinum verði
fram haldið næsta sumar. - aa
Leifar af 150 milljóna ára gömlu sæskrímsli:
Sagt vera af áður óþekktri eðlu
SÆSKRÍMSLI Á Svalbarða hafa fundist
tennur, brot úr hauskúpu og beinagrind
skriðdýrs sem virðist hafa verið um tólf
metra langt.
Afli fyrstu tíu mánuði ársins, reiknað-
ur á föstu verði, var fimm prósentum
minni í ár en á sama tímabili í fyrra.
Þetta kemur fram í Hagvísi Hagstofu
Íslands. Verð á sjávarafla var hins
vegar rúmlega 19 prósentum hærra
fyrstu níu mánuði ársins en á sama
tíma í fyrra.
SJÁVARÚTVEGUR
Verð afla hækkar