Fréttablaðið - 08.12.2007, Síða 12

Fréttablaðið - 08.12.2007, Síða 12
12 8. desember 2007 LAUGARDAGUR TÆKNI „Fyrir hvern er jólagjöfin?“ er yfirskrift SAFT, vakningarátaks um samfélag, fjölskyldu og tækni. SAFT vekur foreldra til athygli á aldurs- og efnismerkingum tölvu- leikja og kvikmynda nú fyrir jólin. Guðberg Jónsson, verkefnastjóri SAFT, segir mikilvægt að foreldrar þekki merkingarnar og að umræð- unni um aldursmörk á tölvuleikjum og kvikmyndum sé haldið lifandi. „Það er til dæmis algengur mis- skilningur að sé tölvuleikur merktur plús þrír sé hann fyrir þriggja ára börn en það þýðir í raun að búast megi við börn að yngri en þriggja ára skilji ekki leikinn. Hann getur því allt eins hæft fullorðnum.“ PEGI-myndmerkingar eru evr- ópskt flokkunarkerfi sem tekið hefur við af merkingum kvik- myndaeftirlitsins. Kerfinu er ætlað að tryggja að ólögráða börn fari ekki í leiki og horfi ekki á kvik- myndir sem ekki hæfa þeirra aldurshópi. Á síðustu árum hefur aldur þeirra sem spila tölvuleiki hækkað og er meðalaldur þeirra er nú rúm- lega 23 ár. Framleiðendur hafa brugðist við með því að búa til leiki fyrir þennan aldurshóp en margir þeirra eru aðeins fyrir fólk eldra en 18 ára. Þróun leikja fyrir eldri notendur hefur enn ekki vakið athygli allra foreldra og telja margir að leikirn- ir séu gerðir fyrir ung börn og eru ekki meðvitaðir um þessa breyt- ingu þegar keyptir eru tölvuleikir. Samkvæmt könnun SAFT eyða börn meiri tíma í tölvuleiki en áður. Árið 2003 eyddu þau 0,4 klukkustundum á dag en nú 1,6 klukkustundum. Aðeins fjögur prósent barna spila aldrei tölvu- leiki. Kerfið nýtur stuðnings leikja- framleiðenda á borð við PlayStat- ion, Xbox og Nintendo, en á síðasta ári bættust kvikmyndir og tölvu- leikir á netinu við. Framleiðendur tölvuleikja og dreifingaraðilar koma sér saman um hver aldursvísirinn er. Þeir setja hann frekar hærra en lægra, því neytandi getur kært merking- una til samevrópskrar nefndar og sé niðurstaðan sú að merkingin sé röng þarf að innkalla vöruna og merkja hana upp á nýtt. Því er minni áhætta falin í því að hækka aldursvísinn en að setja of lágan vísi. Kerfið nýtur stuðnings fram- kvæmdastjórnar Evrópubanda- lagsins og er það talið vera fyrir- mynd að samhæfingu á sviði barnaverndar í Evrópu. Merking- arnar er að finna á hulstrum leikja og myndbanda, en einnig er hægt að fletta leikjum upp á heimasíðu PEGI, www.pegi.info/is. eva@frettabladid.is Margir leikir ekki fyrir börn Mikilvægt er að foreldrar þekki myndmerkingar tölvuleikja og kvikmynda. Meðalaldur þeirra sem spila tölvu- leiki er 23 ár og hafa framleiðendur brugðist við því með framleiðslu tölvuleikja sem ekki eru við hæfi barna. PEGI-MERKINGAR Myndmerkingarnar sýna aldurstakmark, hvort ofbeldi er í leiknum, ljótt orð- bragð, hvort leikurinn getur hrætt ung börn og hvort í honum er kynlíf, eiturlyf eða mismunun. SVANUR UM BORÐ Í SVANI Svarti svanurinn Pedra varð ástfanginn af hvítum svani í dýragarðinum í Münster í Þýskalandi vorið 2006 og hefur ekki vikið frá hlið hans síðan. Hvíti svanur- inn er raunar hjólabátur og fær svarti svanurinn hér far með elskunni sinni ásamt dýragarðsstjóranum Jörg Adler. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Mikilvægt skref til markvissari og öflugri löggæslu í landinu var stigið þegar samningar um árangursstjórnun voru undirrit- aðir nýverið af ríkislögreglustjóra og lögreglustjórum einstakra lög- regluumdæma. Samningar lögregluembættanna fimmtán eru mismunandi og taka mið af stöðumati hvers embættis fyrir sig þar sem gerð var ítarleg greining á starfsemi lögregluemb- ættanna. Árangursstjórnunarsamn- ingarnir taka mið af áherslum dóms- og kirkjumálaráðherra er fram koma í löggæsluáætlun 2007- 2011. Með árangursstjórnunarsamn- ingunum verða löggæslustörf markvissari, árangur af þeim mæl- anlegur og ríkislögreglustjóra falin aukin viðfangsefni á sviði stjórn- sýslu. Lögregluembættin munu skila fjögurra ára framtíðaráætlun til ríkislögreglustjóra fyrir árslok 2007. Þá mun ríkislögreglustjóri leiðbeina embættunum og taka afstöðu til markmiða, mælikvarða og forgangsröðunar verkefna sem fram koma í langtímaáætlun hvers lögregluembættis. Árlega munu ríkislögreglustjóri og einstakir lögreglustjórar taka sameiginlega afstöðu til árangurs af starfsemi lögregluembættisins. - jss RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI Haraldur Johann- essen undirritaði samninga við hvert lögregluembætti fyrir sig. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Samningar ríkislögreglustjóra og lögregluembættanna um árangursstjórnun: Markvissari löggæsla í landinu ORKA Orkuveita Reykjavíkur var rekin með 6,4 milljarða hagnaði fyrstu níu mánuði ársins. Á sama tíma í fyrra var 1,2 milljarða taprekstur á fyrirtæk- inu. Þá voru tekjur fyrirtækisins minni en í ár, eða 12,3 milljarðar. Þær voru 15,4 milljarðar fyrstu níu mánuði 2007. En fyrirtækið er jafnframt skuldsettara en í fyrra. Erlendar skuldir nema nú 86,4 milljörðum í stað 70 milljarða um áramót. Langtímaskuldirnar eru að mestu í erlendum gjaldmiðli. Gengishagnaður Orkuveitu nam 5,2 milljörðum á tímabilinu. - kóþ Hagnaður Orkuveitunnar: 6,4 milljarðar síðan í janúar Fallið frá málssókn Pólskir saksóknarar upplýstu í gær að þeir hefðu fallið frá málssókn á hend- ur þýska dagblaðinu Die Tageszeitung (taz), en þeir fengu í júlí 2006 til rannsóknar hvort blaðið hefði gerst sekt um saknæma árás á mannorð pólska forsetans Lech Kaczynski með háðsádeilugrein þar sem honum var líkt við kartöflu. PÓLLAND-ÞÝSKALAND LEIKIR VIÐ HÆFI Mynddiskar og tölvuleikir eru merktir með aldurstakmarki og efnisvísi PEGI- flokkunarkerfisins. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR VINSÆLIR LEIKIR World of Warcraft Gears of War Crysis Guitar Hero III God of War Crash of the Titans Mario Party 8 Ratatouille Golden Compass Transformers Ratchet and Clank UMHVERFISMÁL Stjórn Stanga- veiðifélags Reykjavíkur skorar á Umhverfisstofnun að hefja strax úttekt á öryggismálum við sundlaugar um allt land. Klórmengunin í Varmá í Hveragerði sé ekki fyrsta tjónið sem verði í veiðiá vegna klórleka frá sundlaug. Meng- unin sé mikið áfall fyrir bæjar félagið, veiðifélagið og SVFR sem leigutaka árinnar. „Þessir aðilar verða af miklum tekjum þar sem allar horfur eru á að ekki verði hægt að veiða í ánni í ótiltek- inn tíma,“ segir stjórn SVFR og bendir á að Varmá sé einstakt veiðisvæði því þar séu allar ferskvatnstegundir fiska sem séu í veiðiám á Íslandi. - gar Stangveiðimenn: Vilja rannsaka klór við veiðiár LAUGASKARÐ Nánast allt kvikt drapst í Varmá neðan sundlaugarinnar. MYND/EGILL BJARNASON LAUGARDAGUR 8. DES KL. 13 TKTK: GÍTARTÓNLEIKAR JÓN GUÐMUNDSSON Miðaverð 1500/500 kr. SUNNUDAGUR 9. DES KL. 20 Ó Ó INGIBJÖRG – ÚTGÁFUT. ÓSKAR, ÓMAR OG INGIBJÖRG GUÐJÓNSBÖRN Miðaverð 2000/1600 kr. LAUGARDAGUR 12. JAN KL. 17 TÍBRÁ: NÝÁRSTÓNLEIKAR HULDA BJÖRK OG SALONSVEIT SIGURÐAR INGVA SNORRASONAR. AÐEINS NOKKUR SÆTI LAUS Miðaverð 2000/1600 kr. GEFÐU UPPLIFUN ! NÝ OG FALLEG GJAFAKORT OG MARGIR FRÁBÆRIR TÓNLEIKAR Í BOÐI !
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.