Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.12.2007, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 08.12.2007, Qupperneq 16
 8. desember 2007 LAUGARDAGUR KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 419 6.433 +0,18% Velta: 7.187 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 10,10 +1,00% ... Bakkavör 58,70 +0,51% ... Eimskipafélagið 36,40 +0,28% ... Exista 22,50 +0,22% ... FL Group 15,60 -0,32% ... Glitnir 23,00 +0,44% ... Ice- landair 27,50 +0,00% ... Kaupþing 867,00 +1,79% ... Landsbankinn 35,70 +0,85% ... Straumur-Burðarás 15,55 -0,64% ... Össur 98,00 -1,21% ... Teymi 5,95 +0,85% MESTA HÆKKUN KAUPÞING 1,76% MAREL 1,13% ATORKA 1,00% MESTA LÆKKUN 365 2,51% SPRON 2,22% EIK BANKI 1,85% Umsjón: nánar á visir.is Væntingar um mikla arðgreiðslu hjá Sampo í vor eða útspil sem breytir norrænum bankamarkaði kunna að vera á veikum grunni byggðar. Þetta segir í nýrri greiningu SEB Enskilda bankans á sænska trygg- ingafélaginu. Exista á fimmtungshlut í Sampo. Enskilda mælir með kaupum í félaginu og segir markgengi bréfa þess vera 23,5 evrur á hlut, en það hefur verið rétt undir tuttugu evrum. „Fundur okkar með stjórnendum Sampo bendir til að rekstur sé í góðum gangi hjá félagsinu, en vænt- ingar um „stórahvell“ í kynningu fyrir fjórða árs- fjórðung kunni að vera úr lausu lofti gripnar,“ segir Mika Koskinen, sérfræðingur Enskilda, í greining- unni. Félagið er ekki sagt munu herða á í áætlunum um að kaupa til baka eigin bréf, nú þegar Exista er talið ólíklegt til að auka enn við hlut sinn. „Jafnvel þótt Exista gæti hugsanlega orðið stórt á söluhlið- inni,“ er bætt við. Sampo er enn fremur talið munu fara sér hægt í að auka hlut sinn í Nordea, stærsta banka Norðurlanda, þar sem félagið á þegar 7,9 prósenta hlut. - óká Stórihvellur ólíklegur Úrvalsvísitalan hækkaði í fyrsta sinn í gær eftir af- leita viku. Fjárfestar vest- anhafs bundu miklar vonir við aðgerðir ríkisstjórnar Bush, sem vonast var til að gæti greitt úr vanda tekju- lágra fasteignaeigenda. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um 0,81 prósent í gær. Þetta var fyrsta hækkunin eftir viðvarandi lækkun síðastliðna fjóra daga á undan. Mest var hækkunin á gengi bréfa í Kaup- þingi, 1,76 prósent. Gengi banka og fjárfestingar- fyrirtækja í Kauphöllinni lækkaði talsvert í vikunni, mest í FL Group, en viðskipti voru stöðvuð með bréf í félaginu á þriðjudag vegna yfirvofandi forstjóraskipta. Þegar viðskipti hófust aftur með þau á miðvikudag féll gengið um rúm átján prósent í fyrstu viðskiptum. Fjöldi fjármálafyrirtækja féll á sama tíma og dró Úrvalsvísitöluna niður um 6,6 prósent. Þetta var langversta byrjunin í Kauphöll- inni frá upphafi og þurrkaði um tíma alla hækkun hennar á árinu út. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Lands- bankans, sagði í samtali við Fréttablaðið í vikunni að hluta - bréfa markaðurinn einkenndist af óvissu í kjölfar forstjóraskipta hjá FL Group og menn væru að rýna í stöðuna. Stemningin var öllu betri á erlendum hlutabréfamörkuðum, ekki síst eftir að út spurðist að bandarísk stjórnvöld væru með aðgerð í undirbúningi sem koma ætti þeim fasteignaeigendum til bjargar sem lent hefðu í erfiðleik- um með greiðslur af lánum sínum, auk þess sem vonast er til að lækk- un á bandarískum fasteignamark- aði snúist við. Vanskil lánanna eru einmitt rót lausafjárkreppunnar sem höggvið hefur skarð í afkomu fjármálafyrirtækja víða um heim. Tillögurnar sem kynntar voru á fimmtudag ollu hins vegar von- brigðum enda beindust þær ekki að svokölluðum undirmálslánum eins og vonast var til heldur að þeim sem tekið höfðu ný lán. Vaxtagreiðslur þeirra verða frystar til fimm ára hið mesta. Lánafyrirtækjum verður á móti í sjálfsvald sett hvort þau létti vaxtabyrðina á herðum viðskipta- vina sinna. Fréttaveita Bloomberg hefur eftir fjármálasérfræðingum að til- lögurnar séu vonbrigði enda hafi stjórnvöld gripið of seint í taum- ana auk þess sem óvíst sé hvort aðgerðirnar skili þeim ávinningi sem eftir var sóst. jonab@frettabladid.is TILLÖGURNAR KYNNTAR Í HVÍTA HÚSINU Vonbrigði voru með tillögurnar sem þeir George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Henry Paulson fjármálaráðherra kynntu á fimmtudag og létta eiga undir með fasteignaeigendum vestanhafs. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fyrsta hækkun vik- unnar í Kauphöllinni ÞRÓUN HELSTU MARKAÐA 30. nóvember til 7. desember 2007 OMX Copenhagen 20 +0,5% OMX Helsinki 25 +0,2% OMX Iceland 15 -8,6% OMX Stockholm 30 -0,1% FTSE100 +1,9% Nasdaq* +1,6% Dow Jones* +2,3% Nikkei 225 +1,8% *Fyrir lokun markaða www.skjaldborg.is Kjúklingaréttir Nýstárlegt og frábært uppsláttarverk fyrir alla sem fást við matargerð, frá byrjanda til meist- ara. Sex efnisflokkar, frá einföldum for- réttum og súpum að spennandi grillréttum og framandlegum, sterkkrydduðum og bragðmiklum réttum. Uppskriftirnar eru mjög aðgengilegar og fjöldi glæsilegra leiðbeiningamynda sýna lykilþætti í hverri uppskrift. Ómissandi í eldhúsið Fróðleikur fyrir lestrarhesta Risaeðlur Þetta er án efa ein allra glæsilegasta bók um risaeðlur sem út hefur komið. Frábærar flettiglærur og gagnvirkur geisladiskur skila lesendum inn í heim furðulegustu dýra sem gengið hafa hér á jörð. Sótt á brattann Um ævistarf þessa fjölhæfa frumkvöðuls má segja að hug hans og höndum hafi verið fátt ofviða sem hann fékk áhuga á. Ekki var þó mulið undir hann í bernsku og ungur maður fékk hann berklaveiki og glímdi lengi við hana. Í bók sinni segir Ævar frá lífshlaupi sínu og viðfangsefnum svo að unun er að lesa. Ævar er löngu þjóðkunnur maður en lúpínuseyði hans hefur hjálpað fjölda manns til heilsu. Af lífshlaupi frumkvöðuls Alþjóðlegur metsöluhöfundur Bláklæddu stúlkurnar tvær Tvíburunum Kathy og Kelly, er rænt á þriggja ára afmælisdeginum þeirra og foreldrar þeirra krafin um átta milljón dala lausnargjald. Orðið er við öllum skilmálum ræningjans en samt finnst aðeins Kelly og talið líklegt að Kathy hafi verið myrt. Meðan netið þrengist um ræningjann hangir líf Kathyar á bláþræði. Um allan heim bíða lesendur í ofvæni eftir hverri nýrri bók metsöluhöfundarins Mary Higgins Clark. Sem fyrr fer þessi vinsæli höfundur á kostum og má fullyrða að nýja bókin hennar Bláklæddu stúlkurnar tvær gefur fyrri bókum hennar ekkert eftir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.