Fréttablaðið - 08.12.2007, Page 18

Fréttablaðið - 08.12.2007, Page 18
18 8. desember 2007 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Björn Þór Sigbjörnsson, Kristján Hjálmarsson og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Ég vaknaði snemma að morgni miðvikudags. Sagt er að það fylgi aldrinum. Ég læt það vera, sofna stundum aftur ef því er að skipta. Kvöldið áður hafði ég farið seint að sofa, lá með Guðna Ágústsson og las. Tók hann fram yfir Ágústu! Hitti hann svo í ræktinni snemma morguns og sagði honum frá þessu framhjá- haldi mínu. Við hlógum báðir enda er Guðni skemmtilegur pólitíkus. Samt finnst mér vænst um kaflana, þar sem hann segir frá uppvexti sínum og þjóðlífinu eins og það var til sveita forðum. Þessa sveitasælu var ég svo heppinn að upplifa sjálfur í æsku minni, þótt ég forðist að tala um það. Þykir púkó. Yngsti sonur minn átti afmæli þennan dag. Sextán ára myndarlegur piltur (eins og pabbinn) sem hefur glatt mig alla daga og gerir enn. Ég öfunda hann að vera bara sextán og veit sem er að það þýðir víst lítið að bjóða honum upp á Guðna Ágústsson í afmælisgjöf. En hann fékk iPod í staðinn. Þetta er tíðarandinn og nákvæmlega eins og það hefur alltaf verið: „æ, pabbi, góði besti, hættu þessu gamla daga rausi“. Hver kynslóð á sér sína ævi og sínar þrár og ég er raunar þeirrar skoðunar að hvert tímabil í mannkynssögunni hafi sitt gildi og sé ekki verra en hvað annað. Líf unglinga á miðri síðustu öld var dásamlegt ævintýri og jafn spennandi og ögrandi og líf unglinganna nú á tímum. Í sparifötunum Ég var sem sagt illa sofinn að morgni miðvikudags. Sem er sosum ekki í frásögur færandi nema það að mín beið langur og strangur dagur. Fundur hér og ræða þar og ekki gleyma að fara í apótekið. Og skutlast. Maður er alltaf að skutlast hingað og þangað, þótt maður viti ekki alltaf hversvegna. En hvað um það, ég fór meira að segja í sparifötin af einskærri til- hlökkun. Að minnsta kosti til vonar og vara. Daginn áður hafði ég enn og aftur tekið þátt í umræðum um aðgerðir í þágu aldraðra og vissi að nú var úrslitastundin runnin upp. Á miðvikudeginum varð að láta til skarar skríða, hvort takast mætti að smíða tillögur og fá fjármagn í tæka tíð fyrir afgreiðslu fjárlaga- frumvarpsins í þinginu. Það var ekki í mínum höndum að taka þá ákvörðun heldur þungavigtar- fólksins í ríkisstjórninni, Ingibjörg Sólrún og Jóhanna annars vegar og Geir og Árni Matt hins vegar. Ég er nú einu sinni elstur þingmanna (þótt ég muni aldrei eftir því) og er stundum að minna á að gamla fólkið er ekki ennþá komið í gröfina og þótt það eigi sér æskuminningar sem öðrum komi ekki við og sé að hverfa af sjónarsviði stóratburðanna sem aðrir eru að kljást við, þá sé ástæðulaust að láta hagsmuni þeirra lönd og leið. Kerfið hefur verið mörgum öldungnum fátæktargildra. Í minni pólitísku upprisu hef ég hitt marga eldri borgara, sem taka mig á eintal til að segja sínar farir ekki sléttar. Af hverju eintal? Jú, vegna þess að þetta fólk hefur sjálfsvirðingu og stolt og vill ekki bera sínar sorgir á torg. Það hefur kannski alist upp eins og við Guðni á bóndabæjum sjálfsþurftar og nægjusemi. En eldri kynslóðin hefur skilað sínum arfi og þessu landi í hendurnar á þeim sem njóta eldanna og vegurinn þeirra er vegur hinna, sem vonandi lifa það af að komast á efri ár. Þetta er semsagt mitt fólk, hvar svo sem það stendur í flokkapólitíkinni, og ég var spenntur. Sá þau Ingibjörgu og Geir Haarde í þingsal en þorði ekki að spyrja. Og ekki voru þau að yrða á mig. Þó var ég í sparifötunum. Flott gamalmenni! Svo komu fréttirnar En síðla dags komu fréttirnar. Fimm milljarðar til gamla fólksins og öryrkjanna, burt með tekjutenginguna, hækkað frítekjumark, engin skerðing vegna séreignasparnaðar, hækkun á lægstu lífeyrisbótum. Og þetta eru bara fyrstu skrefin. Mikið varð ég glaður og þakklát- ur og hrópaði húrra í hjarta mínu. Kannski var maður að gera gagn, kannski var pólitíkin ekki eintómt þvaður um einskis verða hluti. Ég stóð upp og elti Ingibjörgu út. Kyssti hana á vangann, jafnvel þótt hún vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Ég hefði líka kysst Geir. Það var bæði mér og honum til happs að hann var ekki nálægur. Maður kyssir ekki karla. Maður kyssir ekki karla Í DAG | Hagur aldraðra ELLERT B. SCHRAM UMRÆÐAN Pólitískt aðhald Fyrir skemmstu var frá því skýrt að Ísland væri komið í efsta sæti þjóða heims þar sem lífsgæði eru mest og best samkvæmt einkunnagjöf Sameinuðu þjóð- anna. Það er einkar athyglisverður árang- ur hjá þjóð sem var einna verst sett allra Evrópuþjóða fyrir aðeins hundrað árum síðan. Framfarir aldarinnar hafa verið stór- fenglegar og eiga vart sinn líka í öðrum löndum og það er ánægjulegt fyrir þá sem eru og hafa verið í stjórnmálum að svo vel hefur til tekist, ekki síst fyrir Framsóknarflokkinn sem einna lengst allra flokka hefur verið í landsstjórninni. Árangur síð- ustu tólf ára hefur skilað okkur í fyrsta sætið á lista SÞ í fyrsta skipti, þrátt fyrir að Samfylking og VG hafi alla tíð látið eins og hér sé allt á fallanda fæti. Á ráðstefnu SÞ um loftslagsmál á eyjunni Balí var birtur listi yfir þær þjóðir sem best standa í umhverfismálum og er Ísland þar í þriðja sæti. Hlýtur það að vera fagnaðarefni fyrir VG og okkur hin sem látum þessi mál okkur miklu skipta og sýnir að uppbygging undanfarinna ára hefur ekki verið þau hervirki sem margir vildu meina. Vil ég nú beina því til hinnar nýju ríkisstjórnar að hún gæti vel að þessum góða árangri og sjái til þess að við hröpum ekki niður þessa lista. Við framsóknar- menn munum sýna stjórninni elskulegt aðhald og reyna að gefa góð ráð í þessum efnum. Einn er sá málaflokkur sem við þurfum að hafa áhyggjur af en það eru mennta- mál. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sem kunnugt er farið með yfirstjórn mennta- mála undanfarin 16 ár og samkvæmt Pisa-könnuninni hefur ýmsu hér hrakað til muna hvað varðar menntun ungmenna. Við verðum að halda vöku okkar í menntamálum og ég heiti á stjórnvöld að gera átak til að rétta hallann í þessum efnum. Ég lýsi okkur framsóknar- menn jafnframt fúsa til að taka þátt í björgunar- störfunum. Ekkert er mikilvægara lítilli þjóð í alþjóðavæðingu viðskipta, vísinda og fjölmiðlunar, en að halda forskoti hvað menntun varðar. Við virðumst því miður vera að dragast aftur úr í þeim efnum og það er grafalvarlegt mál. Kannski væri rétt að skipa nýja nefnd til að gera tillögur í þessum málum. Formaður gæti verið Guðfinna Bjarnadóttir sem hefur víðtæka reynslu af uppbyggingarstörfum í menntamálum. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Með kveðju til ríkisstjórnarinnar VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR F ólk mun ekki græða mikið á hlutabréfakaupum í ár. Hækkun á verði hlutabréfa stærstu fyrirtækja í Kaup- höll Íslands, sem mynda úrvalsvísitöluna, hefur að mestu leyti gengið til baka. Það er mikil breyting frá því sem verið hefur síðustu ár. Margir spáðu að hlutabréfa- verð myndi hækka um allt að fjörutíu prósent á árinu. Umfjöllun um fall hlutabréfa tengist sjálfkrafa stærstu eig- endum skráðra félaga. Þeir eiga mestra hagsmuna að gæta. Athafnamenn hafa því verið áberandi í fjölmiðlum undanfarna daga. Verðmæti eigna þeirra hefur minnkað um tugi milljarða króna. Og ekki sér fyrir endann á lækkununum. Óvissan um framtíðina á hlutabréfamörkuðunum er enn mikil. Það hlakkar í sumum yfir þessari þróun. Það er kannski eðli- legt. Mikil umræða hefur verið um misskiptingu í íslensku þjóð- félagi undanfarin ár. Mjög margir einstaklingar hafa orðið sterk- efnaðir. Stjórnmálamenn stökkva oft fram þegar rætt er um laun æðstu stjórnenda. Sagðar eru fréttir af húsum sem eru rifin til að byggja ný og flottari hús. Fólk er orðið ónæmt fyrir tölum og nú skipta milljónir ekki máli heldur er talað um milljarða. Fyrir- tæki sýna betri afkomu ár eftir ár. Fjárfestar innleysa milljarða í hagnað af fjárfestingum sínum. Þetta hefur verið góður tími fyrir þá sem eiga peninga. Er þá ekki bara ágætt að menn fari loksins að tapa peningum fyrst þeir hafa grætt svona mikið undanfarin ár? Það má vel vera að einhverjum líði betur þegar fólk verður fátækara en áður. Lífsgæðakapphlaupið hefur alltaf snúist um hlutfallslegan saman- burð. Fólk er ánægt með fjölskyldubílinn þangað til nágranninn fær sér flottari bíl. Það er ekki alltaf augljóst hvernig hagsmunir almennings og athafnamanna fara saman. Athafnamennirnir byggja upp og stjórna fyrirtækjum sem almenningur getur fjárfest í. Lífeyrissjóðir kaupa einnig í fyrirtækjum þegar þeir ávaxta peninga tugþúsunda sjóðsfélaga. Fyrirtæki veita fólki spennandi störf og góð laun. Tækifæri hafa skapast fyrir fjölmarga að nýta menntun sína á Íslandi í stað þess að starfa erlendis. Stórfyrir- tæki eiga í viðskiptum við smærri fyrirtæki. Hagsmunir eigenda og almennings eru samofnir. Aukin umsvif og hagnaður fyrirtækja auka líka tekjur hins opinbera. Aðeins þannig geta stjórnmálamenn hrint í framkvæmd mörgum verkefnum sem þeir telja nauðsynleg. Alþingis- og sveitar- stjórnarmenn búa ekki til neina peninga. Þeir fá peninga frá ein- staklingum og fyrirtækjum. Sem dæmi borguðu einstaklingar rúma sextán milljarða í fjármagnstekjuskatt í fyrra. Fyrirtæki í Reykjavík greiddu tuttugu milljarða í opinber gjöld. Sá einstakl- ingur sem greiddi mest, Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaup- þings, greiddi um 400 milljónir króna í fyrra. Velferðar kerfið er fjármagnað að hluta með öllum þessum greiðslum. Búast má við að þessar greiðslur hækki ekki eins mikið í ár og búist var við. Óhagstæð þróun á hlutabréfamörkuðum í heiminum hefur áhrif þar á. Það eru ekki bara einstaka auðmenn sem tapa peningum við þessar aðstæður. Þetta hefur áhrif á lífskjör alls almennings. Óhagstæð þróun á mörkuðum hefur víða áhrif. Auðmenn og almenningur BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON SKRIFAR Ný læknasamtök Fundur borgarstjórnar á þriðjudag stóð langt fram á kvöld. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði þar fram fjárhagsáætlun borgarinnar í fyrsta sinn og Ólafur F. Magnússon stýrði sínum fyrsta borgarstjórnarfundi. Hörð atlaga var gerð að meirihlutanum, sérstaklega gagn- rýndi minnihlutinn að hann hefur ekki lagt fram neina málefnaskrá. Eftir að fundi lauk gerðu borgarfulltrú- ar sér dálítinn daga- mun og voru fluttar nokkrar tölur. Gísli Marteinn Baldursson var meðal þeirra sem kvöddu sér hljóðs. Benti hann á þá Dag og Ólaf og sagði að saman gætu þeir myndað samtökin Læknar án málefna. Sleppt og haldið „Þeir sem þakka sér sólskinið verða að láta sér lynda að þeim verði kennt um rigninguna,“ sagði Jón Magnús- son, þingmaður frjálslyndra, í umræð- um um PISA-rannsóknina á þingi í gær. Þar bentu stjórnarandstæðingar á að ráðherrar Sjálfstæðisflokks hefðu verið fljótir til að berja sér á brjóst þegar góður árangur landsins í lífskjarakönnun Sameinuðu þjóðanna var kynntur, en þegar slælegur árang- ur í PISA-rannsókninni berist í tal segi sama fólk að það skipti engu máli. Reyndar vildi Jón Magnússon snúa þessu við. Hann kenndi ekki Sjálf- stæðisflokknum um lélegan árangur í PISA en þakkaði þeim ekki heldur góðan árangur í lífskjarakönnun SÞ. brjann@frettabladid.is bergsteinn@frettabladid.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.