Fréttablaðið - 08.12.2007, Page 22

Fréttablaðið - 08.12.2007, Page 22
 8. desember 2007 LAUGARDAGUR ÖSSUR SKARP- HÉÐINSSON Vont skap Vinstri-grænna UMRÆÐAN Verk ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnir sem koma ánægjulega á óvart eru yfirleitt stjórnir með mikinn innri styrk. Ríkisstjórn Geirs Haarde sýndi í vikunni styrk sinn með ákvörðun um veru- legar úrbætur í kjaramálum aldraðra og öryrkja um leið og hún birti einhug sinn í markvissri stefnu gegn hlýnun andrúmsloftsins. Íslenska sendi- nefndin á Bali í Indónesíu mun því tala skýrri röddu undir forystu Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra. Náttúruverndarsamtök Íslands fögnuðu í meginatriðum þeirri stefnu sem stjórnin setur fram í loftslagsmálunum. Guðni Ágústs- son, metsöluhöfundur, var giska glaður fyrir hönd Framsóknar og Frjálslyndi flokkurinn var líka glaður. Þingmenn VG bölsótuðust hins vegar og fundu loftslag s- stefnunni flest til foráttu. Þeir áttu greinilega ekki von á svo ítarlegri og jákvæðri nálgun af hálfu stjórnarinnar. Ábyrgðarleysi og spæling Vinstri-grænir hafa gjarnan miðað stefnu sína við rök ágætra systur- flokka á Norðurlöndum. Nú bregð- ur svo við að þeir hafna stefnumótun Íslands sem er þó mjög áþekk stefnu norsku vinstristjórnarinnar. Íslenska afstaðan er þó ítarlegri í einstökum liðum. Rétt er að geta þess að almennt hefur norska stjórnin verið talin afar framsækin í umhverfismálum. Ábyrgðarleysi og spæling Vinstri-grænna er sann- arlega merkileg í ljósi þess að norsk skoðanasystkini þeirra í ríkisstjórn Noregs eru á nákvæm- lega sömu línu og Íslendingar. Við Íslendingar hljótum að leggja áherslu á að allar þjóðir heims samþykki aðgerðir sem miða að því að hitastig hækki ekki meira en 2°C miðað við stöðuna fyrir iðnbyltingu með almennri skerðingu á losun sem nemur 25- 40% til 2020. Þá er mikilvægt að losun kolefnis sé verðlögð þannig að verðið geti orðið stórtækt stýri- tæki á markaði. Í því samhengi vill ríkisstjórnin halda áfram frum- kvæði sínu til þess að fá fram umræður um sérkvóta fyrir heims- greinar svo sem ál, stál og sement. Til þess var hún opinberlega hvött af Halldóri Þorgeirssyni, yfir- manni Loftslagsskrifstofunnar í Bonn og einum fremsta sérfræð- ingi veraldar á þessu sviði. Slík nálgun gæti reynst áhrifarík til að fá þróunarríkin með í slaginn en vissulega þarfnast hún gagnrýn- innar umræðu. Að því leyti tek ég undir varnaðarorð Náttúruverndar- samtaka Íslands um þetta efni. Sérstaðan er styrkur Við Íslendingar þurfum að leggja áherslu á okkar sérstöðu þar sem við höfum þróað aðferðir til þess að nýta jarðhita og vatns- afl til rafmagnsfram- leiðslu og ber skylda til þess að deila þeim með þróunarlöndum sem líða fyrir orkufátækt þótt víða um heim séu miklir mögu- leikar á virkjun jarðhita og vatnsfalla. Það þarf einnig að vera sveigjan- leiki í heimsreglum til að fá metna græna tækni, skógrækt, endurheimt votlendis, föngun og förgun kol- efnis og varðveislu regnskóga sem framlag til baráttunnar gegn hlýn- un jarðar. Íslendingar hafa sett sér það markmið að vera meðal fyrstu þjóða til þess að knýja báta- og bílaflota landsmanna með endur- nýjanlegu eldsneyti. Við gætum gengið mun lengra en gert er í dag með orkunýtni í ýmsum myndum. Hins vegar er það óþarfi hjá Vinstri-grænum að láta eins og umhverfissinnar á Íslandi hafi engum árangri náð. Áliðnaðurinn sem hér hefur vaxið upp er ekki talinn meðal helstu bófa í losun gróðurhúsalofttegunda vegna þess að hann notar raforku frá grænum orkulindum, framleiðir endurnýjan- legan léttmálm og notar tækni sem hefur skánað verulega frá meng- unarsjónarmiði á seinni árum. Má vísa í viturleg ummæli formanns VG að fornu og nýju í þá veru – sem sjálfsagt er að rifja upp. Lofts- lagsbreytingar og fyrirsjáanleg skerðing á losunarheimildum heimsins í náinni framtíð hefur leitt íslensk stjórnvöld til að ýta undir orkufrekan iðnað sem miðast við sem allra minnsta kolefnislosun. Þróun nýrrar tækni sem byggir á kolefnisfríum iðnaðarferlum eða nýting kolefnis úr útblæstri eru einnig raunhæfir valkostir ef nægum fjármunum, tíma og mann- viti er varið í það verkefni í heim- inum og ekki síður hér á okkar góða Íslandi, þar sem enginn skortur er á hugmyndum. Allir með í baráttuna Vinstri-grænir ættu því að vera í góðu skapi og einhenda sér í bar- áttuna gegn hlýnun jarðar undir gunnfána ríkisstjórnar Samfylk- ingar og Sjálfstæðisflokksins. Í þessu brýna framtíðarmáli ættum við Íslendingar að geta talað einni röddu á alþjóðavettvangi, þótt við munum auðvitað deila áfram um útfærslur og ákvarðanir á heima- velli. Höfundur er iðnaðarráðherra. Vinstri-grænir ættu því að vera í góðu skapi og einhenda sér í baráttuna gegn hlýnun jarðar undir gunnfána ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðis- flokksins. opið í dag frá 11-16 opið alla sunnudaga 13-16 Hlíðasmára 1 • Kópavogi • 554-6969 F ru m OPIÐ HÚS NORÐURBAKKI 5 Sími 520 2600 Sími 520 7500 Sími 565 5522 Kíktu í heimsókn til okkar að Norðurbakka 5, laugardaginn 8. eða sunnudaginn 9. desember, frá kl. 14-17. Komdu og skoðaðu glæsilegar íbúðir í nýju lyftuhúsi á frábærum stað við sjávarsíðuna. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri. Sjón er sögu ríkari.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.