Fréttablaðið - 08.12.2007, Síða 22
8. desember 2007 LAUGARDAGUR
ÖSSUR SKARP-
HÉÐINSSON
Vont skap Vinstri-grænna
UMRÆÐAN
Verk ríkisstjórnarinnar
Ríkisstjórnir sem koma ánægjulega á óvart eru
yfirleitt stjórnir með mikinn
innri styrk. Ríkisstjórn Geirs
Haarde sýndi í vikunni styrk
sinn með ákvörðun um veru-
legar úrbætur í kjaramálum
aldraðra og öryrkja um leið
og hún birti einhug sinn í
markvissri stefnu gegn hlýnun
andrúmsloftsins. Íslenska sendi-
nefndin á Bali í Indónesíu mun því
tala skýrri röddu undir forystu
Þórunnar Sveinbjarnardóttur
umhverfisráðherra.
Náttúruverndarsamtök Íslands
fögnuðu í meginatriðum þeirri
stefnu sem stjórnin setur fram í
loftslagsmálunum. Guðni Ágústs-
son, metsöluhöfundur, var giska
glaður fyrir hönd Framsóknar og
Frjálslyndi flokkurinn var líka
glaður. Þingmenn VG bölsótuðust
hins vegar og fundu loftslag s-
stefnunni flest til foráttu. Þeir áttu
greinilega ekki von á svo ítarlegri
og jákvæðri nálgun af hálfu
stjórnarinnar.
Ábyrgðarleysi og spæling
Vinstri-grænir hafa gjarnan miðað
stefnu sína við rök ágætra systur-
flokka á Norðurlöndum. Nú bregð-
ur svo við að þeir hafna stefnumótun
Íslands sem er þó mjög áþekk
stefnu norsku vinstristjórnarinnar.
Íslenska afstaðan er þó ítarlegri í
einstökum liðum. Rétt er að geta
þess að almennt hefur norska
stjórnin verið talin afar framsækin
í umhverfismálum. Ábyrgðarleysi
og spæling Vinstri-grænna er sann-
arlega merkileg í ljósi þess að
norsk skoðanasystkini þeirra í
ríkisstjórn Noregs eru á nákvæm-
lega sömu línu og Íslendingar.
Við Íslendingar hljótum að
leggja áherslu á að allar þjóðir
heims samþykki aðgerðir sem
miða að því að hitastig hækki ekki
meira en 2°C miðað við stöðuna
fyrir iðnbyltingu með almennri
skerðingu á losun sem nemur 25-
40% til 2020. Þá er mikilvægt að
losun kolefnis sé verðlögð þannig
að verðið geti orðið stórtækt stýri-
tæki á markaði. Í því samhengi vill
ríkisstjórnin halda áfram frum-
kvæði sínu til þess að fá fram
umræður um sérkvóta fyrir heims-
greinar svo sem ál, stál og sement.
Til þess var hún opinberlega hvött
af Halldóri Þorgeirssyni, yfir-
manni Loftslagsskrifstofunnar í
Bonn og einum fremsta sérfræð-
ingi veraldar á þessu sviði. Slík
nálgun gæti reynst áhrifarík til að
fá þróunarríkin með í slaginn en
vissulega þarfnast hún gagnrýn-
innar umræðu. Að því leyti tek ég
undir varnaðarorð Náttúruverndar-
samtaka Íslands um þetta efni.
Sérstaðan er styrkur
Við Íslendingar þurfum að leggja
áherslu á okkar sérstöðu þar sem
við höfum þróað aðferðir til þess
að nýta jarðhita og vatns-
afl til rafmagnsfram-
leiðslu og ber skylda til
þess að deila þeim með
þróunarlöndum sem líða
fyrir orkufátækt þótt víða
um heim séu miklir mögu-
leikar á virkjun jarðhita
og vatnsfalla. Það þarf
einnig að vera sveigjan-
leiki í heimsreglum til að
fá metna græna tækni,
skógrækt, endurheimt
votlendis, föngun og förgun kol-
efnis og varðveislu regnskóga sem
framlag til baráttunnar gegn hlýn-
un jarðar.
Íslendingar hafa sett sér það
markmið að vera meðal fyrstu
þjóða til þess að knýja báta- og
bílaflota landsmanna með endur-
nýjanlegu eldsneyti. Við gætum
gengið mun lengra en gert er í dag
með orkunýtni í ýmsum myndum.
Hins vegar er það óþarfi hjá
Vinstri-grænum að láta eins og
umhverfissinnar á Íslandi hafi
engum árangri náð. Áliðnaðurinn
sem hér hefur vaxið upp er ekki
talinn meðal helstu bófa í losun
gróðurhúsalofttegunda vegna þess
að hann notar raforku frá grænum
orkulindum, framleiðir endurnýjan-
legan léttmálm og notar tækni sem
hefur skánað verulega frá meng-
unarsjónarmiði á seinni árum. Má
vísa í viturleg ummæli formanns
VG að fornu og nýju í þá veru –
sem sjálfsagt er að rifja upp. Lofts-
lagsbreytingar og fyrirsjáanleg
skerðing á losunarheimildum
heimsins í náinni framtíð hefur
leitt íslensk stjórnvöld til að ýta
undir orkufrekan iðnað sem miðast
við sem allra minnsta kolefnislosun.
Þróun nýrrar tækni sem byggir á
kolefnisfríum iðnaðarferlum eða
nýting kolefnis úr útblæstri eru
einnig raunhæfir valkostir ef
nægum fjármunum, tíma og mann-
viti er varið í það verkefni í heim-
inum og ekki síður hér á okkar
góða Íslandi, þar sem enginn
skortur er á hugmyndum.
Allir með í baráttuna
Vinstri-grænir ættu því að vera í
góðu skapi og einhenda sér í bar-
áttuna gegn hlýnun jarðar undir
gunnfána ríkisstjórnar Samfylk-
ingar og Sjálfstæðisflokksins. Í
þessu brýna framtíðarmáli ættum
við Íslendingar að geta talað einni
röddu á alþjóðavettvangi, þótt við
munum auðvitað deila áfram um
útfærslur og ákvarðanir á heima-
velli.
Höfundur er iðnaðarráðherra.
Vinstri-grænir ættu því að vera
í góðu skapi og einhenda sér í
baráttuna gegn hlýnun jarðar
undir gunnfána ríkisstjórnar
Samfylkingar og Sjálfstæðis-
flokksins.
opið í dag frá 11-16
opið alla sunnudaga 13-16
Hlíðasmára 1 • Kópavogi • 554-6969
F
ru
m
OPIÐ HÚS
NORÐURBAKKI 5
Sími 520 2600 Sími 520 7500 Sími 565 5522
Kíktu í heimsókn til okkar að Norðurbakka 5, laugardaginn 8.
eða sunnudaginn 9. desember, frá kl. 14-17.
Komdu og skoðaðu glæsilegar íbúðir í nýju lyftuhúsi á frábærum stað við sjávarsíðuna.
Ekki missa af þessu einstaka tækifæri. Sjón er sögu ríkari.