Fréttablaðið - 08.12.2007, Side 24

Fréttablaðið - 08.12.2007, Side 24
 8. desember 2007 LAUGARDAGUR J ón Sigurðsson komst í kastljós fjölmiðla í vikunni þegar hann tók í byrjun vikunnar við af Hannesi Smárasyni sem forstjóri FL Group. Jón, sem er ungur að árum, aðeins 29 ára, hefur fram til þessa gegnt margvís- legum trúnaðarstörfum í fjármálageiranum án þess að á honum bæri sérstaklega. Jóni er annt um einkalíf sitt og fjölskyldunnar og hefur lítið verið fyrir að hafa sig í frammi. Honum er hins vegar afburðavel borin sagan, sagður eldklár, en um leið hógvær og þægileg- ur í umgengni. „Vænn piltur og góður félagi,“ er um hann sagt. Þá er Jón sagður vera einn af færustu banka- og fjárfestingarfélaga- mönnum landsins. „Einlægur og duglegur drengur, vandur að virðingu sinni. Orð hans standa og hann er í alla staði vandaður og góður drengur.“ Vinnan skipar stór- an sess í lífi Jóns, að minnsta kosti síðustu ár, og ekki til þess vitað að eitthvert eitt áhugamál eigi hug hans allan. Þá er vitað að Jón fylgist ekki með íþróttum og menn hafa jafnvel gengið svo langt að telja hann hafa á þeim óbeit. „Ef Ísland spilar landsleik er hann ábyggilega með þeim örfáu sem ekki hafa hugmynd um það,“ sagði einn. Vilji einhver ræða enska boltann grípur sá hinn sami væntan- lega í tómt hjá Jóni, þótt ekki verði komið að tómum kofanum varðandi önnur mál. Jón heldur hins vegar hlutum fyrir sig og kom því sumum á óvart að fregna að hann hefði æft og spilað körfubolta með Haukum á árum áður. Raunar varð hann Íslandsmeistari með félaginu og þótti sýna af sér nokkra hæfileika við leikstjórn og skipulag leikflétta. „Jón hætti allt of ungur í boltanum þar sem hann sýndi afburðagreind. Hann var mikill liðsmaður og tók strax að sér leiðtogahlutverk á vellinum,“ segir maður sem vel þekkir til ferils hans þar. Ekki er því alveg hægt að slá því föstu að Jón sé jafn andsnúinn íþróttum og einhverjir kynnu að hafa ályktað af áhugaleysi hans um þau mál. Einhvern veginn tekst honum að minnsta kosti að halda sér í góðu formi, sagði einn samstarfsmanna, og taldi víst að einhverja líkamsrækt hlyti kappinn að stunda. Þá er vitað til þess að Jón hefur gaman af tónlist og hallaðist að minnsta kosti á einhverjum tímapunkti að rappi og hip-hoppi. Sér í lagi mun bófarapp Ice-T og Ice Cube, sem garðinn gerðu frægan á tíunda áratugnum, hafa verið í uppáhaldi. Jón er Hafnfirðingur að upplagi og gekk þar í grunnskóla, en er nú búsettur með fjölskyldu sinni á Seltjarnarnesi. Þar kann fjölskyldan vel við sig, hefur fest kaup á stórri lóð í sömu götu og hún býr nú og ætlar að byggja sér þar hús. Jón er giftur Björgu Fenger, jafnöldru hans og skólasystur úr Verzlunarskóla Íslands. Þau voru ekki saman í bekk, en útskrifuðust saman vorið 1996. Þau eiga synina Sigurð og Styrmi, sem eru fimm og eins árs gamlir. Jón var afburða- námsmaður þótt ekki bæri mikið á honum í grunnskóla. Raunar er það svo að þrátt fyrir framúrskar- andi árangur á mörgum sviðum, svo sem í skóla og í körfuboltanum, virðist sviðsljósið ekki hafa ratað almennilega á Jón af fullum þunga fyrr en nú þegar hann tók við stjórn FL Group. Jón fékk þannig margvísleg verðlaun þegar hann útskrif- aðist úr Verzló. Hann fékk peningaverð- laun úr Minningar- sjóði Jóns Síverts- sonar fyrir hæstu einkunn í ólesinni stærðfræði, bók- færslubikarinn fyrir bestan árangur á bókfærsluprófi og í árseinkunn, peninga- verðlaun sem hann skipti með öðrum fyrir árangur í tölvufræðum og bókaverðlaun fyrir lokaeinkunn sína. Dúx, vorið sem Jón útskrifaðist, var hins vegar Evgenia Ignatieva með 9,37 í aðaleinkunn. Hún hafði búið hér í fimm ár þegar hún útskrifaðist (líka dúx í íslensku) og jaðrar því væntanlega við að vera undrabarn. Jón var hins vegar í öðru sæti, semidúx, með 9,13 í aðalein- kunn, líkt og minnst var á í framhjáhlaupi í frétt Morgunblaðs- ins af útskriftinni. Núna er Jón hins vegar óumdeilanlega í fyrsta sæti sem yngsti forstjóri félags sem er skráð í Kauphöll Íslands og bætist þar í hóp annarra afburða- manna sem hér hafa ungir að árum tekið að sér stjórn stórfyrirtækja. Hans bíða ærin verkefni, í takt við átökin sem á undan eru gengin í óróanum sem nú skekur fjármálalíf landa um heim allan. Þeir sem þekkja Jón efast hins vegar ekki um að hann hafi alla burði til að stýra félagi sínu á farsæla braut. Honum er eðlislægt að sjá út leikfléttur og leiða sitt lið. Það sýndi hann jú í körfunni. Og þótt Jón hafi hingað til kosið að forðast kastljós fjölmiðlanna hefur framganga hans síðustu daga sýnt að þau samskipti leika í höndum hans líkt og önnur verkefni hingað til. MAÐUR VIKUNNAR Leikstjórnandi fjármálalífsins JÓN SIGURÐSSON ÆVIÁGRIP Jón er fæddur 18. mars árið 1978 og þar af leiðandi í fiskamerk- inu. Grunnskólaárum eyddi hann í heimabæ sínum Hafnarfirði þar sem hann gekk í Víðistaðaskóla. Hann var svo semídúx með verslunarpróf frá Verzlunarskóla Íslands vorið 1996. Þaðan lá leið Jóns í Háskólann í Reykjavík þar sem hann lauk B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði. Hjá FL Group hóf Jón störf haustið 2005 sem einn af fram- kvæmdastjórum félagsins, en var svo ráðinn aðstoðarforstjóri í desember í fyrra. Áður hafði Jón starfað hjá Landsbanka Íslands og í Búnaðarbankanum. Jón er varaformaður stjórnar Glitnis banka og stjórnarmaður í Tryggingamiðstöðinni og Hitaveitu Suðurnesja. Jón er sonur Sigurðar Jónssonar endurskoðanda og Jófríðar Halldórsdóttur. Hann er elstur þriggja systkina, á systurina Brynju og bróðurinn Árna. Eiginkona Jóns heitir Björg Fenger og saman eiga þau synina Sigurð sem er fimm ára og Styrmi, sem er nýorðinn eins árs. Þau búa á Seltjarnarnesi. KOSTUR OG LÖSTUR Jón er mörgum góðum kostum búinn, sagður eldklár, en um leið hógvær og skynsamur. Hvergi er á Jóni veikan blett að finna, utan það smáræði að einhverjir bentu á að hann væri lítt viðræðuhæfur þegar kæmi að íþróttum, en á þeim hefur hann ekki mikinn áhuga. HVAÐ SEGIR FÓLK UM HANN? „Jón er með gáfaðri mönnum sem ég hef hitt og hefur þann sjaldgæfa eiginleika að hafa bæði kunnáttuna til að reikna verk- efni í botn og leggja gott mat á allar forsendur, um leið og hann hefur getuna til að vinna í og ganga frá samningum. Hann getur því bæði komið á góðum samningum og greint aðstæður og þetta eru eiginleikar sem sameinast ekki í mörgum hér á landi.“ Auglýsingasími – Mest lesið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.