Fréttablaðið - 08.12.2007, Síða 36

Fréttablaðið - 08.12.2007, Síða 36
36 8. desember 2007 LAUGARDAGUR FEÐGAR RÆÐA MÁLIN Þeir Kristján Jónsson og Jón Ólafsson segja aðra vatnsframleið- endur hafa gert þau mistök að ætla að höfða fyrst til fjöldans. Kristján segir þá sem fyrstir voru í útflutningi á vatni hafa verið nokkrum árum of snemma á ferðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þ eir eru annasamir dagarnir hjá Jóni Ólafssyni, fyrrum stjórnar- formanni Norðurljósa og Skífu- kóngi. Hann drekkur te og talar hratt þegar hann sest loks niður hjá okkur Kristjáni, syni hans, í afdrepi á áttundu hæðinni á Hilton Nordica. Hann hefur í nógu að snúast í tengslum við vatns- útflutning þeirra feðga undir merkjum Ice- landic Glacial beggja vegna Atlantsála. Erf- itt er að bóka hann í viðtal. Ýmist er Jón ekki á landinu eða með of þétta dagskrá til að koma því fyrir. Við höfðum upphaflega tvo tíma. Vegna tafa styttust þeir í einn. Á meðan við Kristján biðum eftir föður hans, fyrrum stjórnarformanns afþreying- arrisans Norðurljósa, segir hann frá því að vatnsframleiðslan hafi byrjað sem óheppni, næstum fyrir mistök. Hann var upphaflega miðlari, hafði keypt gjaldþrota vatnsfram- leiðslu með húsi og lóð í Ölfusinu fyrir Sádi- Araba árið 2003. Fyrr en varði voru við- skiptin fyrir bí. Ekkert bólaði á greiðslunni og sat Kristján því uppi með óstarfhæft fyr- irtæki fyrir austan fjall. Hann settist upp úr því niður með föður sínum og saman rýndu þeir í möguleikana sem fólust í verkefninu. Eins og svo oft áður sá Jón fljótlega allt það sem framtíðin hafði upp á að bjóða í nágrenni Þorlákshafnar og saman stofnuðu þeir fyrirtækið Icelandic Water Holdings utan um starfsemina. Seldi eignir sínar Jón Ólafsson bjó á þessum tíma í Lundún- um, nýverið alfarinn af landi brott eftir að hópur fjárfesta undir forystu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, þáverandi forstjóra Baugs, og Kaupþings-Búnaðarbanka, keyptu allar eignir hans hér á landi, meira að segja ein- býlishúsið í Stigahlíðinni. Stærsta eignin lá í fjölmiðlasamsteypunni Norðurljósum sem hélt utan um Stöð 2, Bylgjuna og fleiri útvarpsstöðvar. Þá skiptu sömuleiðis um hendur aðrar fasteignir Jóns og lóðir á Arnarneslandi sem hann hafði fjárfest í nokkru áður. Inni í kaupunum var sjálf Skífan, sem líta má á sem eitt af börnum athafnamannsins. Vart þarf að minnast á að Jón hefur um árabil verið umdeildur. Ekki aðeins á hinum eldheita stóli stjórnarformanns Norður- ljósa heldur í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Ekki bættu ýmis ummæli orð- stír hans. Sum hver féllu á opinberum vett- vangi í hitaumræðu ráða- og menntamanna og fékk Jón þeim hnekkt, oftar en ekki fyrir dómstólum. Slíkt tók á, bæði á budduna og þolinmæðina. Mál Jóns gegn Hannesi Hólm- steini Gissurarsyni, prófessor í stjórnmála- fræðum, velkist enn um í dómskerfinu vegna tæknilegs galla. En brátt sér fyrir endann á málinu, sem hefur verið báðum aðilum kostnaðarsamt. Það er háð í Bret- landi hvar Jón hefur verið búsettur frá árinu 1998. Jón sagði í samtöl- um við fjölmiðla á þessum tíma nafna sinn, Jón Ásgeir, höfðingja í viðskipt- unum og hafi Jón sjálfur fengið það sem honum bar. Tilviljun ræður því að á sama tíma og samtalið á sér stað, rétt rúmum fjórum árum síðar, situr þessi höfðingi, nú starfandi stjórnar- formaður Baugs, sex hæðum neðar á þessu sama hóteli. Tilefnið; róteringar innan FL Group og tug millj- arða sala á fasteign- um Landic Group, áður Stoða, í skiptum fyrir næstum 70 pró- sent hlutafjár í fjár- festingafélaginu. Hannes Smárason stiginn úr stólnum og enn einn Jón-inn kominn inn. En saknar Jón Ólafsson þessa tíma í stjórnarformanns- stólnum, einhver eftirsjá, þörf til að líta til baka? „Nei,“ svarar hann afdráttarlaust. „Það er enginn hagnaður í fortíðinni. Hann er allur í framtíðinni. Ég hef gert margt skemmtilegt um ævina og það er mikil gleði í þessu starfi. Fátt annað veitir mér jafn mikla lífsfyllingu og vatnið. Nema ég sakna tónlistarinnar,“ segir hann en Skífan, sem Jón setti á laggirnar, átti réttinn að einu stærsta tónlistarsafni landsins. Ég sakna tónlistarinnar Jón Ólafsson, athafnamaður og fyrrum stjórnarformaður afþreyingarveldisins Norðurljósa, er snúinn aftur. Hann sér lítinn hag í því að horfa til fortíðar, kýs fremur að horfa fram á veginn. Hann segist sakna einskis fyrir utan tónlistina. Umhverfismál eru Jóni hjartans mál þessa dag- ana en hann segir Jóni Aðalsteini Bergsveinssyni að Íslendingar þurfi lítið að leggja á sig til að verða leiðandi á sviði umhverfismála í samfélagi þjóðanna. Jón Ólafsson tók þá ákvörðun síðla árs 2003 að selja hópi fjárfesta allar eignir sínar hér á landi. Jón byggði upp umsvifamikinn tónlistarrekstur með stofnun Skífunnar. Fyrir tilstuðlan hræringa innan útgáfugeirans og aðrar róteringar var fyrirtækið komið með með útgáfuréttinn að einhverju stærsta tónlistarsafni landsins. Undir Norðurljós, sem stofnað var í kringum utanumhald Stöðvar 2 og tilheyrandi útvarpsstöðva voru Regnboginn, Stjörnubíó, Smárabíó í Smárlind, upptökuverið Grjótnám- an, Stúdíó Sýrland og fjöldi verslana Skífunnar. Er þá fátt eitt nefnt. Auk þessa átti Jón sjálfur stóra hluti í Aðalverktökum en hafði áður verið í Orca-hópnum svonefnda, sem festi sér ráðandi hlut í Íslandsbanka við einkavæðingu hans, stóran hlut í Flugleiðum og lóðir í Garðabænum. Fyrir söluna voru skuldir orðnar himinháar og stefndi allt í gjaldþrot Norðurljósa. Í ofanálag sætti hann rannsókn skattayfirvalda vegna gruns um vantalda skatta á árabilinu 1998 til 1999 og 2000 til 2003 upp á um þrjá milljarða króna. Heldur grynnkaði á undanskotinu eftir því sem á leið en ríkisskattstjóri komst að þeirri niðurstöðu síðla árs 2004 að Jón þyrfti að greiða rúmar þrjú hundruð milljónir króna vegna endurálagn- ingar skatta til viðbótar tæpum 97 milljónum sem hann hafði áður greitt. Endurálagningin er vegna vanframtaldra tekna, eigna, hlunninda og söluhagnaðar. Þrátt fyrir þetta sat rannsóknin í Jóni: „Ég hef ekki orðið fyrir meira áfalli í lífinu en þessari skattrannsókn,“ segir hann í ævisögu sinni, sem Einar Kárason ritaði. ➜ SELDI ALLT SITT OG HVARF Á BRAUT MÓGÚLLINN SELUR EIGUR SÍNAR Jón Ólafsson kom hingað til lands frá Bret- landi um miðjan nóvember 2003 til þess að selja hópi fjárfesta eigur sínar. Hann stoppaði stutt við, flaug aftur utan eftir undirritun samninga. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ég hef gert margt skemmtilegt um ævina og það er mikil gleði í þessu starfi. Fátt annað veitir mér jafn mikla lífsfyllingu og vatnið. FRAMHALD Á NÆSTU OPNU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.