Fréttablaðið - 08.12.2007, Síða 38
38 8. desember 2007 LAUGARDAGUR
Vatn í hæsta gæðaflokki
En aftur að vatninu. Breska viðskiptablaðið
Financial Times birti í enda síðasta mánað-
ar langa grein og viðtal við Jón. Þar er ævi
Jóns spunnin saman við endurkomu í við-
skiptalífið og mikla útrás Icelandic Water
Holdings. Afar sterkt er til orða tekið, sagt
að fyrirtækið eigi sér vart hliðstæðu í þess-
um geira. Þvílíkur er uppgangurinn. Jón er
hæstánægður með umfjöllunina.
Þeir feðgar segja að snemma í ferlinu hafi
verið ákveðið að vatnið skyldi verða í hæsta
gæðaflokki. „Það besta í heimi,“ líkt og Jón
orðar það, og verðlagt eftir því. Jón segir
línu sem þessa greina Icelandic Water Hold-
ings frá öðrum íslenskum fyrirtækjum í
vatnsútflutningi. „Hinir reyndu að ná til
fjöldans. En þótt markaðurinn sé stór þá
þarf að framleiða geysilegt magn af átöpp-
uðum vatnsflöskum svo það takist,“ segir
hann og bætir við að slík markaðssetning sé
erfið. Það liggur beinna við að markaðssetja
dýrari vöru en ódýra. „Þegar vara er fjölda-
framleidd fyrir stóran markað þarf að selja
mikið til að standa undir kostnaði,“ segir
hann. Áætlanir annarra íslenskra vatns-
útflytjenda hafi einmitt steytt á skeri af
þessum sökum. „Það er vandasamt að gera
þetta rétt,“ segir hann.
Kristján tekur undir þetta. Segir það
fjarri því auðvelt verk að markaðssetja nýja
vöru á jafn erfiðum og stórum markaði og í
Bandaríkjunum. „Í mínum huga vönduðum
við mjög til verks frá öllum hliðum. Svo var
tímasetningin rétt hjá okkur,“ segir hann og
bendir á að fyrir aldarfjórðungi hafi ekkert
vatn verið yfirhöfuð selt á flöskum vestan
hafs. „Þeir sem voru í þessu fyrir áratug
voru líka of snemma á ferðinni.“
Vatnið kynnt í Cannes
Þegar þeir feðgar höfðu lagt línurnar, teikn-
að upp fyrirtækið sem Kristján hafði í hönd-
unum, hófu þeir mikla uppbyggingu og end-
urbætur á vatnsframleiðslunni í Ölfusinu.
Markið var sett hátt, aðstaðan fyrir austan
gerð óaðfinnanleg með það fyrir augum að
ná vatninu í þann gæðaflokk sem þeir vildu.
Þá var breskt fyrirtæki fengið til að hanna
flöskurnar.
Flöskurnar eru einkar flottar, ferkantað-
ar með þrívíðri mynd af Jökulsárlóni. Efsta
lagið, rétt neðan við stútinn, minnir á jökul
með djúpar sprungur en Kristján og sérleg-
ur sérfræðingur í plasti, sem kallaður var
til, eiga heiðurinn að honum. Jón bendir á að
þeim feðgum hafi verið bent á að slík hönn-
un væri klúður, flöskurnar myndu falla
saman þegar þeim væri hlaðið mörgum upp
í gáma til útflutnings. Sú varð ekki raunin.
Enda hefur flaska Icelandic Glacial hlotið
verðlaun fyrir meistaralega hönnun. Fyrstu
verðlaunin féllu fyrirtækinu í skaut í harðri
vatnskeppni í Dúbaí ári síðar og þar með
birtust flöskurnar á radarnum.
Varningurinn var tilbúinn tíu dögum fyrir
kvikmyndahátíðina í Cannes í Frakklandi.
Jón var öllum hnútum kunnugur eftir ára-
tuga starf í afþreyingargeiranum og setti
stefnuna þangað. Þar var markhópurinn.
„Við vorum tilbúnir með allt og hugsuðum:
„Hvað eigum við að gera?“ Við ætluðum
beint á toppinn og fórum auðvitað til stjarn-
anna,“ segir Jón, en eitt af þremur heimil-
um hans er þar í borg. Hin í Reykjavík og
Lundúnum.
Að fengnu samþykki lögreglustjóra borg-
arinnar útbjuggu feðgarnir hjólreiðavagn
sem flutti farþega eftir lokaðri aðalgötu
Cannes og fengu allir þeir sem þurftu á
skutli að halda fyrstu tíu dagana gratís lind-
arvatn úr Ölfusinu í flöskum. Þá vættu
stjörnurnar þurrar kverkar með íslenska
vatninu hvar sem þær stigu niður fæti
meðan á hátíðinni stóð. Markaðssetningin
tókst afar vel en helsti samkeppnisaðili Ice-
landic Water Holdings í Frakklandi, þar-
lendi vatnsrisinn Avian, sat eftir með sárt
ennið. „Við stálum senunni í túnfætinum hjá
þeim. Sagan segir að þeir hafi þurft að senda
tvo gáma til baka sem þeir höfðu ráðgert að
selja þarna,“ segir Jón og bendir á að mark-
aðssetningin hafi vakið heilmikla lukku.
Barið á dyr risans
Eins og kunnugt er keypti bandaríski
drykkjarvöruframleiðandinn Anhauser-
Busch, sem þekktast er hér á landi fyrir
bjórinn Budweiser, fimmtungshlut í fyrir-
tæki þeirra Jóns og Kristjáns að undan-
gengnu löngu og ströngu samningaferli.
Kaupverð hefur ekki verið gefið upp. En
hluturinn felst í fjármögnun fyrirtækisins á
nýrri og stærri átöppunarverksmiðju sem
nú er verið að reisa í Ölfusinu og dreifingu á
vatni Icelandic Glacial í Bandaríkjunum.
Erfitt er að gera sér í hugarlund hversu
stór samningurinn er í raun og veru og
engin leið að draga virði hans upp úr þeim
feðgum. Skiljanlega, fyrirtækið í einkaeigu
að mestu og þeim frjálst að greina frá tölu-
legum upplýsingum eða halda þeim út af
fyrir sig. „Þetta eru „double digits“ í hverj-
um mánuði,“ segir Kristján upp á ensku og
bætir við að samstarfið sé svo nýtt af nál-
inni að allar tölur eigi eftir að skýrast. Sölu-
aukningin í hverjum mánuði nemur tveimur
tölustöfum. Þó megi reikna með örum vexti
á næstu mánuðum. „Við munum selja marg-
falt á næsta ári miðað við síðasta ár,“ segir
Jón.
Svo lesendur geti glöggvað sig á umfangi
Anhauser-Busch má geta þess að fyrirtækið
hefur um helmingshlutdeild á bandarískum
bjórmarkaði. Sem er geysimikið.
Í dag starfa um þrjátíu manns hjá Ice-
landic Water Holdings um heim allan en
gert er ráð fyrir því að þeim fjölgi í sjötíu til
áttatíu í ágúst á næsta ári. Þar af verður
helmingurinn á Íslandi.
Annasamt líf
Kristján stýrir vatnssölunni í Bandaríkj-
unum. Hann er búsettur í Los Angeles en
Icelandic Water Holdings er með skrifstofu
í kvikmyndaborginni Beverly Hills. Hann
er fjarri Jóni föður sínum, sem búið hefur í
Lundúnum í Bretlandi síðastliðin níu ár. Það
er mikið að gera og þeir þurfa báðir að halda
aftur af sér að svara ekki í símana. Á endan-
um slökkva þeir á þeim eða setja á hljóð-
laust.
Eins og áður sagði býr Kristján í Banda-
ríkjunum. Hann fór frá heimili sínu til
fundarhalda og markaðssetningar í byrjun
nóvember og stefndi að því að snúa aftur
tveimur vikum síðar. En vindar breyttu för
og heimferðin því ekki á dagskrá fyrr en um
miðjan jólamánuðinn. Aðspurður hvort hann
eigi fjölskyldu sem bíði eftir honum heima
við segir hann ekki svo vera: „Þá væri ekki
hægt að standa í þessu,“ segir hann.
Ekki Bangkok norðursins
Þeir Jón og Kristján taka undir gagnrýni
Financial Times um íslenskar auglýsingar á
erlendri grund þar sem gert hafi verið út á
kynferði. „Kúnnahópur vatnsins er ekki að
leita eftir kynferðislegri umfjöllun,“ bendir
Kristján á. Faðir hans tekur í sama streng.
„Við erum að kynna og selja Ísland,“ segir
Jón. „Það er mjög vandasamt verk svo vel
sé og lítið má út af bregða. Við stöndum ekki
fyrir því að lyfta upp pilsfaldi og heilla hing-
að fólk á þeim forsendum,“ bætir hann við
og minnist þess að fyrir nokkru hafi Ísland
verið kallað Bangkok norðursins. Hann
hristir höfuðið: „Því hafna ég alfarið.“
Fyrirtæki þeirra feðga er tilbúið með aug-
lýsingaherferð sem ýtt verður úr vör
snemma á næsta ári. Í forgrunni eru þrjár
stúlkur, þar á meðal Unnur Birna Vilhjálms-
dóttir, fyrrum Ungfrú heimur. „Við stillum
þeim upp eins og fjallkonunni, tignarlegar
og elegant. Þær fá að njóta sín sem íslensk-
ar stúlkur í náttúrufegurðinni en ekki sem
kyntákn,“ segir Jón.
Umhverfið hjartans mál
Jón segir Icelandic Glacial hafa gengið
langt í því augnamiði að tengja hreina ímynd
landsins við vörumerki sitt. Í því felast
skuldbindingar, nýr hugsunarháttur sem
allir verða að undirgangast.
„Við erum fyrsta drykkjarvörufyrirtækið
sem hefur vottun fyrir því að vera kolefnis-
jafnað. Með því höfum við riðið á vaðið með
innleiðingu þessarar hugsunar,“ segir Jón
og bendir á að öll vara Icelandic Water Hold-
ings sé endurnýtanleg, allt frá flöskum til
stærri kassa. Um vatnið þarf ekki að hafa
mörg orð. Fleiri fyrirtæki í geiranum hafa
tekið Icelandic Water Holdings til fyrir-
myndar og gripið til svipaðra ráða.
Hlutur feðganna felst í samstarfi við
breska fyrirtækið Carbon Neutral sem fjár-
festir í ýmsum verkefnum. Fyrirtækið tekur
út alla starfsemi Icelandic Water Holdings
einu sinni á ári og liggur öll vinnslan undir.
Þar er sömuleiðis flutningur á flöskum fyr-
irtækisins með skipum og bílum, meira að
segja, og ferðir starfsmanna. Ferð þeirra
Jóns og Kristjáns í viðtalið kallar á greina-
gerð. Þeir greiða fyrir kolefnisnotkun í sam-
ræmi við allt umfang sitt og stúss, allt frá
fyrsta ári. Gjaldið er greitt á hverju ári. Síð-
asta greiðsla var reyndar hærri en reikn-
ingurinn kvað á um. „Við vildum eiga nóg
inni. Þetta er sífellt verkefni sem við endur-
skoðum á þriggja mánaða fresti til að bæta
okkur,“ segir Jón og bendir á að Íslendingar
gætu tekið hugsunarhátt sem þennan sér til
fyrirmyndar. Hann eigi sér þann draum að
ríkisstjórn Íslands ákveði að landið verði
leiðandi í grænu samfélagi þjóðanna. Hing-
að mætti jafnvel bjóða fyrirtækjum og veita
skattaívilnanir fyrir græna og sjálfbæra
hugsun. „Aðalatriðið er að fara alla leið,“
segir hann en Icelandic Water Holdings
hlaut í september verðlaun fyrir umhverfis-
stefnu sína.
Greinilegt er að umhverfismálin liggja
nálægt hjarta Jóns. Aðspurður hvort þetta
sé ný hugsun, nýr Jón, segir hann: „Ég held
að ég hafi bara alltaf verið svona síðan ég
var í sveit. Ef ég sá tóma flösku í grasi í
hestaferð þá tók ég hana með mér,“ segir
hann.
Þá er tíminn úti og Jón á hraðferð. Ætlar
til fundar við ferðalanga er skipuðu hljóm-
sveitina Björgvin Halldórsson Ensamble,
sem Sovétmenn buðu í sex vikna sögulegan
en erfiðan túr árið 1982. Bandið það fyrsta
frá Vesturlöndum sem þangað kom. Með í
för var Arnaldur Indriðason, nú rithöfundur
en þá rétt yfir tvítugu, sem fenginn hafði
verið til að rita ferðasöguna. „Þetta var
fyrsta sagan hans,“ segir Jón og hlær. Þetta
er 25 ára afmælið og fundarstaðurinn
Óðinsvé hjá Sigga Hall. Þrátt fyrir góðan
hug og stóra drauma tókst Jóni ekki að
leggja óplægðan austantjaldsakurinn að
fótum sér með stórband Björgvins Hall-
dórssonar á þeim tíma. Aðstæður sáu til
þess. En nú er Jón kominn á nýjan vettvang
með vatnið á lofti og nýja sýn.
STOLTUR MEÐ SKÓFLUNA Fyrsta skóflustungan að nýrri verksmiðju Icelandic Glacial var tekin í ágúst. Fyrir-
hugað er að framleiðsla hefjist seint í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/SUNNLENSKA FRÉTTABLAÐIÐ
VATNIÐ KYNNT Í CANNES Fyrirtæki þeirra Jóns og Kristjáns beitti óvenjulegum aðferðum við markaðssetn-
ingu á fyrstu vatnsflöskum fyrirtækisins á kvikmyndahátíðinni í Cannes. FRÉTTABLAÐIÐ/EINAR LOGI VIGNISSON
„Við erum fyrsta drykkjarvörufyrirtækið sem
hefur vottun fyrir því að vera kolefnisjafnað.
Með því höfum við riðið á vaðið með innleið-
ingu þessarar hugsunar.
FRAMHALD AF SÍÐUSTU OPNU