Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.12.2007, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 08.12.2007, Qupperneq 44
44 8. desember 2007 LAUGARDAGUR Ég sá fyrir mér að þær kæmu bara og árituðu þetta og búið en Einar segir bara: Nei, nei, nei, þetta verð- ur sko forsíðufrétt! Á Mogganum! „Nylon áritar mörg hundruð bækur“. Þær verða á baksíðu! Útgefandinn, Kristján B. Jónasson Hann er einn besti drengur sem ég hef hitt, mjög vafninga- laus í samskiptum og mjög einfalt að eiga við hann. Ég vann með honum að útgáfu Nylon-bókarinnar og sjálfur hafði ég ágæta reynslu af því að koma bókum á framfæri og plögga þeim í fjöl- miðla, koma höfundum í Kastljósið og svo framvegis. Og það gekk alltaf upp og ofan. En ég man að þegar bókin kom út var maður algjörlega gáttaður hversu langt var hægt að ganga í að koma þessari hljóm- sveit og það sem hún gerði á framfæri. Við höfðum ákveðið að láta hljómsveitarmeðlimi árita bækur fyrir þá meðlimi í bókarklúbbi sem áttu að fá bókina. Þetta voru um þrjú til fjögurhundruð manns sem áttu að fá þessar bækur áritaðar. Ég sá fyrir mér að þær kæmu bara og árituðu þetta og búið en Einar segir bara: Nei, nei, nei, þetta verður sko forsíðufrétt! Á Mogganum! „Nylon áritar mörg hundruð bækur“. Það kæmi ekki annað til greina. Ég hélt auðvitað að þetta væri algjört rugl. Mogginn færi ekkert að slá þessu upp á forsíðu. „Já, ef ekki forsíðan, þá baksíð- an!“ segir Einar. Við áritunina er svo ljósmyndari mættur og jú, jú, ég sá fyrir mér að mynd af þessu myndi birtast einhvern tímann í næstu viku, inni í blaðinu við hliðina á tombólukrökkunum sem safna fyrir Rauða krosinn. Svo hringir Einar þegar áritunin er búin og segir mér að kíkja á Moggann í fyrramálið og það stóð heima. Manni hafði ekki einu sinni dottið í hug að láta sig dreyma um þetta. En þetta lýsir Einari mjög vel. Einar Breik Bróðirinn, Arngrímur Fannar Haralds- son Einar hefur alltaf reynst mér góður bróður en það er fjögra ára munur á okkur þannig að hann var alltaf stóri bróðir fyrir mér. Hann var mikill töffari þegar hann var yngri og útlit hans og klæðaburður var alltaf mín fyrirmynd en hann var svolítið til fara eins og George Michael. Og þar sem stóri bróðir stofnaði hljómsveit vildi ég líka stofna hljómsveit. Um tíma gekk hann undir nafninu Einar Breik á Selfossi en þá gekk hann um í kúkalabbabuxum og Millet- dúnúlpu og kenndi breikdans í Heilsusporti á Selfossi. Hann var mjög ungur þegar hann var farinn að kenna á breikdansnámskeiðum og ef vel liggur á honum tekur hann nokkur spor. Það er svo eitt sem hefur ekki komið fram og Einar hefur ekki haft hátt um en hér áður var hann einn efnilegasti borðtennisspilari landsins og er eiginlega nýhættur að spila borðtennis. Meira að segja tekið þátt í Norðurlanda- meistaramóti í borðtennis og þá í tvíliðaleik með Vidda í Greifunum en þeir hafa gjarnan verið teymi. Síðan Einar hætti skíðaferlinum um tólf ára gamall hefur hann spilað borðtennis grimmt og hann hætti ekki að æfa hann fyrr en fyrir um tveimur árum. Ég veit að hann er eitthvað reyndar að spila úti í London og er með borð í bílskúrnum. Ef ég er með einhvern með mér getum við kannski verið tveir á móti honum, hann er svo ansi skotfastur. 200 manns urðu að 2000 Samstarfsfélaginn, Jakob Frímann Magnússon Ég hef lesið Öll trixin í bókinni og þótt mörg þeirra séu sannarlega færð til bókar eru nokkur þeirra meira að segja ennþá mér sjálfum hulin ráðgáta þótt ég hafi verið vinur, samstarfsmaður og sambýlingur Einars um árabil. Mér er sérstaklega minnisstætt með hvaða hætti hann leysti stórkostlegt vanda- mál sem fólst í einu af hins fyrstu tónleikaævintýrum á Stór-Reykjavíkur- svæðinu þegar hann flutti inn hljóm- sveitina Slade til landsins. Ég og ýmsir aðrir höfðum talið það nokkuð örugga viðskiptahugmynd en einhverra hluta vegna náði þessi víðfræga hljómsveit, þrátt fyrir miklar auglýsingar og kynningarstarf, aðeins að selja tvöhundruð miða. Á hádegi á sjálfum tónleikadegi voru rétt um 200 miðar seldir og það var áhyggjugretta á annars brosmildu og pattaralegu andliti Einars Bárðarsonar þennan dag. Hann auðvitað hringdi og hringdi og reyndi að fá fólk til að kaupa miða eða jafnvel þiggja þá með afslætti. En ekkert gekk. Mér rann blóðið til skyldunnar og ákvað að mæta þarna svo það yrðu alla vega 202 í salnum, ég tók konuna mína með mér. En þegar ég mætti á staðinn örfáum klukkutímum síðar þennan sama dag, þá voru ekki tvöhundruð manns í salnum heldur tvöþúsund manns. Og ég þekki engan mann á Íslandi eða annars staðar sem getur breytt tvöhundruð manns í tvöþúsund manns á einum eftirmiðdegi. Það trix er örugglega ekki tilgreint í bókinni og ég hef aldrei fengið það upp úr honum hvernig hann fór eiginlega að þessu. Þetta eru hreinir töfrar. Kraftaverkakarlinn frá Selfossi Umboðsmaður Íslands, Einar Bárðarson, hefur í gegnum tíðina staðið fyrir ótrúlegustu atburðum og komið fólki á framfæri sem sjálft hefði aldrei látið sig dreyma um að verða stjörnur. Afrekaskráin er löng og margir velta því fyrir sér hvort Einar hafi margar aukaklukkustundir í sólarhringnum sínum. Út er komin bókin Öll trixin í bókinni þar sem Einar fer í gegnum hvað hann gerði og með hverjum. Júlía Margrét Alexandersdóttir heyrði í nokkrum af nánustu vinum og samstarfsmönnum Einars sem hann segir meðal annars sögur af í bókinni og fékk þá til að segja sér sögur af Einari.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.