Fréttablaðið - 08.12.2007, Síða 52

Fréttablaðið - 08.12.2007, Síða 52
● hús&heimili S íðustu mánuði, í önnum og of stuttum sólarhring, hefur heimilis- hald hér um bil lotið sömu lögmálum og meðalgott greni á Rauð- arárstíg. Metnaðurinn fyrir fallegu heimili hefur náð að inn- stungunni, það er að segja, þegar allt var komið í óefni, voru ljósin einfaldlega slökkt og kveikt á rauðum jólaseríum – í október. Húsbóndann hef ég kallað Jóa og mig hefur hann kallað Guggu. Og við Jói og Gugga höfum bara verið vel sátt við að sofna á Ritz-kexmylsnu og henda einnota borðbúnaði í ruslið. Nema hvað. Þar sem ég reyndi að skorða aðventukrans milli Nings- boxa og dagblaðastafla varð mér ljóst að jólin voru að koma og parið sem var búið að hafa það náðugt og flott þarna í íbúðinni yrði að flytja út. Jóa var skipað að henda KFC-fötunni í ruslið og henda í þvottavél og Gugga skrúbbaði og henti sér þar næst í bakstur. Og brátt var heimilið sem gegnt hafði hlutverki bælis síð- ustu misserin orðið að aðventuvænum mannabú- stað. Lengi vel hélt ég að við Jói værum nær eina parið í Reykjavík sem legðist í svona híði þar sem ástandið á heimilinu verður þannig að maður verð- ur að „þykjast vera ekki heima“ ef einhver kemur óvænt í heimsókn. Ég hef án gríns – þegar ég bjó að vísu neðar en á fjórðu hæð – þurft að fleygja mér í gólfið og skríða eins og hermaður í runnagróðri þegar dyrabjallan hringdi óvænt. En þetta virðist gerast á bestu bæjum. Vinafólk mitt trúði mér fyrir því um daginn (fyrirmyndar Saltfé- lags-heimili) að þegar ástandið yrði verst tækju þau upp á því að þykj- ast vera að „endurskipuleggja skápana“ ef einhvern bæri óvænt að garði á róna-tímabilinu í heimilishaldinu. Atburðarásin er þá svona: A) Dyrabjallan hringir. B) Hjónin opna alla skápa upp á gátt og hrúga glösum og einhverjum dóti úr þeim á borð og gólf, setja á sig opinmynnt framkvæmdabros. C) Opna dyrnar og hanga svo hálf inni í skápunum, „leikandi tiltekt“ meðan gestir staldra við. Best er þó auðvitað að þurfa ekki að standa í einhverjum yfirhylm- ingum og taka sig taki. Ekki lýgur maður á aðventunni? Jói og Gugga flytja út „Maður á svo mikið af uppáhalds- hlutum og því valdi ég þrjá. Fyrst ber að nefna styttu af g-lykli sem vinkona mín gerði fyrir mig og afhenti mér eftir að ég var búin að taka upp fyrsta lagið sem ég samdi. Þar er grafin á litla plötu áletrunin „Helga Möller – fyrsta lagið“. Þetta var í tilefni þess að ég tók þátt í söngkeppni á Sauð- árkróki sem Kvenfélag Sauðár- króks hefur alltaf haldið í kring- um Sæluvikuna sem þar er. Ég var valin besti flytjandinn í þess- ari keppni með þetta lag,“ út- skýrir Helga ánægð og eru fjög- ur ár síðan þetta var. Helgu þykir afskaplega vænt um gjöfina og segist hafa nýtt sér gott ráð til að minnast hennar. „Pabbi minn kenndi mér gott ráð til að gleyma ekki hlutum og einhverju sér- stöku sem gerist í lífi manns. Ég vélritaði söguna, setti hana í plast og límdi undir styttuna þannig að mínir ættingjar í framtíðinni eiga eftir að geta lesið hvað þessi hlutur fjallar um.“ Annar hluturinn er lítill stall- ur sem á stendur „Helga Möll- er – hola í höggi 14. október“ en Helga segir þennan hlut vera sér ofarlega í huga þar sem atvik- ið átti sér stað í október á þessu ári. „Á stallinum hvílir golfkúlan sem ég sló í holu í höggi á Islantia á Spáni. Þetta var mín fyrsta hola í höggi og mér er alveg sama þó þetta verði sú eina þar sem þetta var svo frábær upplifun og á ég eftir að lifa á henni lengi,“ segir Helga glöð í bragði en hún hefur mikinn áhuga á golfi og hefur stundað það í sjö ár. „Þetta var draumahring- ur. Ég spilaði á 84 höggum og fékk 39 punkta og þetta var á móti þannig að þetta gat ekki verið fullkomnara,“ segir Helga dreymin og má svo sannarlega segja að þetta hafi verið hennar dagur. Síðast en ekki síst er það nýr geisladiskur sem Helga gaf út nú fyrir jólin. „Þessi jólaplata er nýjasta barn- ið mitt og var þetta erfið fæðing þar sem það er búið að taka mig ein tíu ár að koma henni á legg síðan hugmyndin fæddist. Á plöt- unni má finna klassíska slag- ara eins og Aðfangadagskvöld og Ég kemst í hátíðarskap. Svo er þarna afskaplega fallegt lag sem heitir Íslensku jólin með texta eftir Ómar Ragnarsson og er það í miklu uppáhaldi hjá mér. Síðan er lag eftir Magnús Kjartansson sem Pálmi Gunnars- son söng og heitir Náin kynni og finnst mér það eiginlega vera orðið mitt lag þar sem ég er búin að syngja það í svo mörg ár og Pálmi á ekkert í því lengur,“ segir Helga kímin. Þetta er fyrsta sóló- plata Helgu þótt ótrúlegt megi virðast og syngur dóttir hennar, Elísabet Ormslev, bakradd- ir á plötunni og þykir Helgu mjög vænt um það. „Platan er í augnablikinu upp- seld hjá útgefanda og er ég nátt- úrulega í skýjunum með það. Það var í raun ágætt að ég gerði ekki þessa plötu fyrr en nú svo dótt- ir mín gæti sungið með mér. Hún er fjórtán ára gömul og þrælefni- leg, mikil tónlist í henni og hefur gaman af þessu. Hún er að læra í söngdeildinni í FÍH og ég fékk hana með mér í þetta skemmtilega verkefni,“ segir Helga sem er mikið jóla- barn. „Jólin eru minn tími. Mér líður mjög vel á þessum árstíma og finnst rólegheitastemningin afskaplega notaleg en ég er ekki mikið fyrir ys og þys og að vera í mikilli mannmergð. Heldur vil ég vera heima, kveikja á kertum og vera með fólkinu mínu,“ segir Helga ein- læg. - hs Allt er þegar þrennt er ● Helga Möller fylltist valkvíða þegar kom að því að velja uppáhaldshlutinn og endaði á því að nefna þrjá til sögunnar. Hlutirnir hafa allir tilfinningagildi og tákna merka áfanga í lífi eigandans. Helga á marga uppáhaldshluti en tókst á endanum að velja þrjá úr. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ● Forsíðumynd: Völundur Jónsson tók þessa mynd á heimili Jóhanns Frímanns Traustasonar verslunarstjóra í Mótor. Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@fretta- bladid.is. Auglýsingar: Ámundi Ámundason s. 517 5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. HEIMILISHALD JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR Húsbóndann hef ég kallað Jóa og mig hefur hann kallað Guggu. Og við Jói og Gugga höfum bara verið vel sátt við að sofna á Ritz-kex- mylsnu og henda einnota borð- búnaði í ruslið. hönnun ● BORGARMYND Á HERÐATRÉ Þetta skemmtilega herðatré kemur frá CityScape Coat Hangers og hægt er að velja úr fimm gerðum. Hvert herðatré táknar eina af fimm helstu tísku- og hönnunarborgum heims og er hægt að velja úr London, Mílanó, New York, París og Tókýó. Hægt er panta herðatrén á vefsíðunni: http://www. sixixis.com/product_16,CityS- cape+Coat+Hangers. -hs Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins Vörn gegn brunaslysum • Tvöfalt brunaöryggi Termix hitastýring fyrir setlaugar frá Danfoss Rafeindastýring nemur hitastig í setlauginni Lokar fyrir innrennsli þegar óskuðu hitastigi er náð Ódýr og hagkvæm lausn Vönduð vara, lítill viðhaldskostnaður Áralöng reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður Auðveld í uppsetningu • • • • • • www.stillumhitann.is 8. DESEMBER 2007 LAUGARDAGUR2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.