Fréttablaðið - 08.12.2007, Síða 56

Fréttablaðið - 08.12.2007, Síða 56
● hús&heimili Jóhann er mörgum að góðu kunnur vegna verslunarinnar Mótor sem hann hefur rekið ásamt bróður sínum Páli Traustasyni í fimmtán ár. Búðin var fyrst til húsa að Laugavegi 39 en er nú í Kringlunni. „Það er erfitt að standa í búðarrekstri þar sem það er mikil samkeppni en mér finnst það samt gaman. Það er alltaf eitthvað nýtt og ég hef mikinn áhuga á tísku og hönnun,“ segir Jóhann sem hefur gaman af að skreyta í kringum sig. „Ég hef mjög gaman af krúttlegum hlutum og svo breyti ég mikið. Þá raða ég öðruvísi upp og skipti út hlutum. Mér finnst aðal- atriðið að heimilið sé persónulegt en ekki eins og sýningargluggi í búð,“ segir Jóhann ákveðinn. Jóhann hefur búið í íbúð sinni í Skuggahverfinu í rúmt eitt og hálft ár og líkar vel. „Ég hef ekki alltaf búið miðsvæðis en ég hef mikið verið í 101,“ segir Jóhann og bætir við: „Þrátt fyrir að þetta sé miðsvæðis þá er mjög rólegt hérna og ég finn aldrei fyrir neinum hávaða.“ Jóhann valdi sjálfur innrétt- ingar, hurðir, flísar og gólfefni. „Ég reyndi að hafa grunninn einfaldan og innréttingar og þess háttar er því frekar stílhreint en svo skreyti ég með húsgögnum og aukahlutum. Vandamálið er kannski að ég er hrifinn af ýmsum stíltegundum. Mér finnst allt gamalt fallegt en þó líka nýtt og ég reyni að blanda þessu smekklega saman. Íbúðin er lítil og því þarf að vanda sig við að raða inn í hana,“ útskýrir Jóhann sem hefur augljós- lega næmt auga fyrir smáatriðum. Þrátt fyrir að Jóhann segist ekki aðhyllast neinn stíl fram yfir annan þá er íbúðin að mörgu leyti í art deco-stíl með stórum speglum, hyrndum formum, krómi og gleri, glansandi efnum, mótífum úr náttúrunni eins og blómum og skeljum og leikrænum andstæðum. Má þar nefna lakkaðan við og svart lakk með háglans í bland við loðskinn, satín og kristalljósakrónur. Einn- ig má finna skemmtilega smáhluti eins og bílamódel, Eiffelturn- inn og frelsisstyttuna og ýmsa hluti sem minna á sjötta og sjö- unda áratuginn. „Ég hef alltaf verið frekar mikill dótakarl og haft gaman af ýmsum smáhlutum. Fyrir nokkrum árum var svo lítið til á Íslandi en ég ferðast mikið og hef því keypt mikið af þessu úti,“ segir Jóhann kíminn. -hs Bústaður í bláum skugga ● Í Skuggahverfinu er lítil og notaleg íbúð sem er mikil andstæða við drungalegt nafn hverfisins. Þar hefur Jóhann Frímann Traustason verslunar- eigandi komið sér vel fyrir með einstaka muni sína. Þessir voldugu amerísku lampar voru keyptir í Marco sem heitir nú Lystadún Marco. Myndirnar eru af fjölskyldu Jóhanns og má þar meðal annars finna myndir af dóttur hans, honum sjálfum og fermingarmynd af móður hans. Það má því segja að þarna sé fjölskyldualtarið. Jólatréð í stofu stendur. Jóhann hefur nú þegar skreytt jólatréð til að nýta tímann en hann er önnum kafinn í verslun sinni fyrir jólin. Í fyrra skreytti hann tréð í svarthvítum stíl en fékk fljótt leiða á því og skipti nú yfir í hefðbundnari skreytingar. Hann minntist á að tréð væri fremur amerískt nú enda er ekki laust við að skreytingarnar minni á bandaríska fánann. Jóhann lætur fara vel um sig í bláum hægindastól upp við bláan vegg en liturinn er í miklu uppáhaldi. Í baksýn er listaverk eftir Jón Magnússon. Lampinn var keyptur í London. Yfir stofunni svífur óneitanlega art deco-stemning en þar má finna rúmfræðileg form í sófum, lömpum, speglum og málverkinu lengst til hægri auk þess sem speglarnir, svartur lakkaður skápurinn, blómin, glerborðið, silfruðu púðarnir og aukahlutirnir ásamt loðskinninu á gólfinu tóna við umræddan stíl. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Í eldhúsinu svífur andi sjötta og sjöunda áratugarins yfir vötnum þó svo innréttingin sé nýtískuleg. Á baðherberginu er svart, hvítt og silfur ráðandi og kennir þar ýmissa grasa í smekklegum smámunum. 8. DESEMBER 2007 LAUGARDAGUR6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.