Fréttablaðið - 08.12.2007, Side 74

Fréttablaðið - 08.12.2007, Side 74
58 8. desember 2007 LAUGARDAGUR A lþingismönnum finnst gaman að tala og hlátrasköll og mál- rómur þeirra og ann- arra starfsmanna Alþingis liggur í bak- grunni þessa viðtals, sem var tekið undir jólatrénu í Alþingishúsinu. Þórunn Sveinbjarnardóttir er tíma- bundin, eins og ráðherra er von og vísa. Við spjöllum þó dágóða stund meðan úti snjóar. Ef þú lítur yfir feril þinn sem ráð- herra og velur eitt verk sem þú ert stoltust af, hvert væri það? „Þetta hálfa ár var nú fljótt að líða! En ég myndi þá nefna umhverf- isþing sem við héldum í október. Það var stærsta umhverfisþing sem haldið hefur verið á Íslandi; um 300 manns mættu. Þar fann ég fyrir þeim meðbyr og grundvallar- breytingu sem hefur orðið í afstöðu fólks til umhverfismála. Ekki bara hjá almenningi heldur hjá stjórn- málamönnum líka. Það er afar ánægjulegt að fá að starfa við þær aðstæður.“ En hvað hefði mátt fara betur á þessum tíma? „Það situr eftir í mér að það þarf alltaf að hafa vakandi auga á öllum hliðum mála og gæta að lausum endum. Þessi mál liggja svo víða í stjórnkerfinu. Ég legg mikla áherslu á samvinnu við önnur ráðu- neyti, sveitarfélög og félagasam- tök. Ef það má draga einhvern lær- dóm af þessum sex mánuðum er það að gera enn betur í því.“ Er yngsta ráðuneytið enn neðst í goggunarröðinni? „Hafi svo verið, finnst mér það hafa breyst. Við stjórnarskiptin í vor lögðum við í Samfylkingunni til okkar umhverfisstefnu og hún er grundvallarmál í stjórnarsamstarf- inu. Mitt verkefni er að fylgja henni fast eftir og ég hef til þess fullan stuðning í stjórninni. Ég gagnrýndi áður að umhverfisráðuneytið hefði ekki nægilegt vægi og lít á það sem mitt verkefni að auka þetta vægi. Umhverfismál ganga þvert á alla málaflokka og það segir sitt um mikilvægi þeirra.“ Mörg sjónarmið innan stjórnar Það hefur samt borið við að þið for- sætisráðherra virðist tala tungum tveim. Hver var til dæmis niður- staðan um Norðlingaölduveitu, var henni frestað eða hvað? „Samfylking og Sjálfstæðisflokk- ur hafa bundist fastmælum um að stækka friðlandið í Þjórsárverum. En þetta eru ólíkir flokkar með ólík grunngildi og í umhverfismálum komum við úr ólíkum áttum. Því er mikilvægt að ná sátt um stærri málin. En innan samstarfsins rúm- ast ýmis sjónarmið. Stjórn Landsvirkjunar hefur lagt verkefnið til hliðar og ég lít svo á að hún hafi engar fyrirætlanir um að ráðast í það. Það er svo verkefni stjórnvalda og sveitarfélaga að ljúka við friðlýsingu Þjórsárvera sem fyrst, þannig að hún standi undir nafni.“ Þú gagnrýndir áður að friðlýsing svæða hefði ekki lagagildi, heldur mætti breyta þeim með penna- striki. Munt þú breyta þessu? „Við erum að endurskoða nátt- úruverndaráætlun og á næsta ári munum við fara í gegnum náttúru- minjaskrá, sem er skrá yfir öll frið- lýst svæði á Íslandi. Ég er ekki frá því að þau svæði, sem mest náttúruverndargildi hafa á Íslandi, þurfi að friða með lögum. Þetta á alls ekki við um öll svæði, við erum nú þegar að stofna stærsta þjóðgarð í Evrópu, Vatnajökuls- þjóðgarð, og svæði eins og Þing- vellir eru vernduð með lögum. Í mínum huga eru Þjórsárver ein þessara perlna og það kemur alveg til greina að friða þau samkvæmt lögum.“ Um stóra jeppa og strætó Síðasta ríkisstjórn auðveldaði fólki að kaupa stóra jeppa, en sjálfstæð- ismenn í borginni gáfu frítt í stæði fyrir minnstu bílana. Eru svona hlutir á þínu borði? „Algjörlega. Þetta er eitt af mörgu sem við vinnum að vegna áætlunar um samdrátt gróðurhúsa- lofttegunda. Sú vinna fer fram meðal annars í fjármálaráðuneyt- inu með tilliti til skattlagningar. Það er allt undir í þeirri áætlun; allt sem mengar. Mikilvægur hluti hennar eru hagrænir hvatar sem beina einstaklingum og fyrirtækj- um að leiðum sem menga minna. Það á að borga sig að velja grænar leiðir.“ Stjórnarformaður Strætós hefur sagt að það kosti um 300 milljónir að gefa öllum frítt í strætó. Væri þetta ekki fínn hagrænn hvati? „Mér finnst skipta miklu máli að ríki og sveitarfélög fari yfir skatt- lagningu almenningssamgangna og annað sem er mikilvægt er vega- kerfið. Til að almenningssamgöng- ur þyki góður kostur þurfa vagn- arnir að hafa forgang í umferðinni, svo strætó keyri fram úr þeim sem sitja í biðröðum. En ég veit ekki hvort það er úrslitaatriði að gefa frítt í strætó. Það skiptir máli fyrir vissa aldurs- hópa en mér finnst eðlilegt að full- vinnandi fólk greiði fyrir að fá að fara í strætó. Aðalatriðið er að gera ráðstafanir fyrir þá sem eru efna- minni.“ Tekur þú strætó? Þú veist þá að það er varla hægt að borga í hann þótt maður vildi, því hann tekur ekki kort og gefur ekki til baka? „Já, ég tek strætó. Ekki oft en stundum. Og ég veit mjög vel að það er ekki hægt að fá til baka!“ segir Þórunn og skellihlær. „Ég á aldrei akkúrat og borga stundum meira, bara til að sleppa inn!“ Hvað er ráðherra? Fyrir kosningar töluðuð þið um beint lýðræði, til að koma í veg fyrir deilur um framkvæmdir. Verður þetta tekið upp í þinni tíð? „Já. Skipulagsmál eru grundvöll- ur sáttar um framkvæmdir og ég mun leggja fram tillögu um breyt- ingar á skipulagslögum. Í henni verður meðal annars lagt til að svo- kallað landskipulag verði sett í lög. Það er mikilvægt samræmingar- tæki sem tekur til almannahags- muna.“ Það þýðir að þú hefðir úrslitavald um skipulagsmál? „Um ákveðin atriði. Skipulags- valdið er hjá sveitarfélögunum og landskipulag verður að gera í náinni samvinnu við þau. Slagurinn sem hefur staðið um einstakar framkvæmdir hefur ekki síst verið vegna þess að menn hafa ekki unnið langtímaáætlanir, til dæmis um orkunýtingu. Það hefur verið unnið að rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða síðan 1999 og við iðnaðarráðherra höfum ákveðið að ljúka henni á tveimur árum. Hún er lykillinn að því að þessum deilum linni. Þetta hefði kannski átt að gerast fyrir löngu en þannig er þetta bara.“ En þegar tvö sveitarfélög deila, eins og Hveragerði og Ölfus út af Bitruvirkjun. Mun ráðherra geta skorið úr slíku? „Það er auðvitað á ábyrgð sveit- arfélaga að ná saman. En já, það er gerð tillaga um það í nýja frum- varpinu að þegar tvö sveitarfélög geta ekki komið sér saman um svona grundvallaratriði þá megi skjóta málinu til ráðherra.“ Með breyttum lögum um umhverf- ismat er allt virkjunarvald í raun komið til sveitarstjórna og orkufyr- irtækja … „Leyfið er hjá iðnaðarráðherra en það er alveg ljóst að sveitarfé- lögin hafa úrslitavald, já.“ Það stendur ekki til í væntanleg- um lögum að umhverfisráðherra geti bara veifað hendi til að hindra framkvæmdir? „Nei,“ segir ráðherrann og hlær. „Ég hef nú ekki orðið vör við mik- inn vilja til að umhverfisráðherra verði alvaldur! Það má líka spyrja sig hvort skynsamlegt sé að einn ráðherra hafi svo mikið vald.“ Bitra og álver á Bakka Hvernig líst þér á Bitruvirkjun? „Hún er í ákveðnu ferli og ég get ekki tjáð mig um hana því ég gæti þurft að fjalla um hana seinna. En almennt séð get ég sagt að það eru gríðarlega miklar framkvæmdir búnar að vera í gangi á Hellisheiði og líka mikil andstaða við þær. Það er því mikil ábyrgð á herðum Orku- veitu og Sveitarfélagsins Ölfuss að taka mið af því sem hefur komið fram í ferlinu.“ Er rétt skilið að búið sé að ákveða að álver rísi á Húsavík? „Nei, það er ekki rétt skilið. Það er búið að undirrita viljayfirlýs- ingu um þetta milli sveitarfélags- ins og Alcoa og orkurannsóknir eru í gangi og það er það eina sem er að gerast í því máli.“ Hvaða ný álver sérð þú fyrir þér næstu tuttugu árin? „Ég sé fyrir mér að þegar við höfum lokið vinnu við rammaáætl- un, orkustefnu og orkulög og nátt- úruverndarlög hafa verið styrkt, þá höfum við í höndunum tæki til að hafa stjórn á þessari þróun. Það hefði verið gott að hafa þau áður, en nú erum við bara að vinna í kappi við tímann.“ Ráðherrann sem tekur strætó UMHVERFISRÁÐHERRA Í JÓLASKAPI Það er gott að geta skroppið til indónesísku andfætlinganna á Balí í skammdeginu. Þórunn fær þó lítinn tíma til að sóla sig á ströndinni. Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar bíður hennar þar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þórunn heldur á morgun á loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna á Balí. Meðal markmiða Íslands er að losun gróðurhúsalofttegunda í iðnríkjum minnki um 25 til 40 prósent og að ríki geti keypt sér losunarheimildir, meðal annars með þátttöku fyrirtækja í verkefnum sem stuðla að nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Stjórnarandstæðingar hafa talað um að þú hafir mátt lúffa fyrir sjálfstæðismönnum við stefnumótun fyrir Balí? „Að ég hafi lúffað fyrir einhverjum? Nei!“ segir ráðherra og hlær dátt. „Ríkisstjórnin samþykkti markmiðin í samningavið- ræðunum í Balí í upphafi vikunnar. Þau markmið eru í fullu samræmi við efni og tilgang ráðstefnunnar og líka í samræmi við stefnu þeirra landa sem fara fremst í flokki fyrir því að ná þar samningum. Markmiðin eru áþekk þeim sem jafnaðarmenn og vinstri grænir í ríkisstjórn Noregs hafa sett fram. Aðalatriðið er að senda út pólitísk skilaboð um að við viljum gera okkar til að koma í veg fyrir að hlýnun loft- hjúpsins verði meiri en tvær gráður á Celsíus. Meiri hitun gæti haft ógnvænlegar afleiðingar fyrir mannkynið.“ Þurftirðu að hafa mikið fyrir því í nefnd fjögurra ráð- herra að fá þessi markmið samþykkt? „Nei, alls ekki. Þetta gekk vægast sagt mjög vel í ráð- herrahópnum. Við viljum að iðnríkin dragi sem mest úr sinni losun fyrir 2020 og með því að leggjast á árarnar í því máli erum við að segja við þróunarlöndin að þau þurfi að vera með. Við getum ekki lagt sömu byrðar á þeirra herðar, en það skiptir máli að þau taki þátt. Það eru þessi skilaboð sem skipta mestu máli og fundurinn þarf að vinna úr. Balí snýst um að samningar náist um að semja, því ef ekki næst samkomulag um það á næstu tveimur árum þá er allur loftslagssamningurinn í uppnámi. Og þá tæki við erfitt samningaferli fram að fundi í Kaupmannahöfn 2009.“ Íslenska sérákvæðið, er það enn þá inni? „Það verður ekki rætt um neitt slíkt á Balí, heldur að ríku löndin leggi sitt til málanna. Balí snýst um að ná samstöðu um að fylgja leiðsögn Vísindanefndarinnar, þannig að svokallað íslenskt ákvæði er ekki uppi á borðinu.“ Sveigjanleikaákvæðin, þau eru ekki af svipuðum meiði? „Nei, það er einhver misskilningur í gangi um þau. Sveigjanleikaákvæðin hafa verið inni í Kyoto síðan 1997 og fjalla um að til verði markaður með kolefni og viðskipti með losunarheimildir. Til þess að svo megi verða eru sett upp ýmis verkefni, til dæmis um hreina þróun.“ Er engin hætta á því að stærstu fyrirtækin eignist allar heimildirnar en þau minni sitji á hakanum? „Ég fæ ekki séð að kerfið virki þannig og það er ekki sett upp til þess, heldur til að setja verðmiða á losunina. Þau borgi sem menga. Það er í samræmi við Ríó-samninginn og alveg sama hver á í hlut. Kerfið þarf að virka þannig að þeir sem menga meira, greiði meira.“ Ráðuneytið er sautján ára gamalt og Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur verið kölluð fyrsti alvöru umhverfisráð- herrann. Hún fór á sínum tíma mót flokks- forystu sinni þegar hún greiddi atkvæði gegn Kárahnjúkavirkjun. Á morgun fer hún til Balí að semja fyrir Íslands hönd um loftslagsmál. Hún sagði Klemensi Ólafi Þrastarsyni frá virkj- unum, landslögum og strætó. ➜ LÚFFAÐI EKKI FYRIR GEIR VEGNA BALÍ Ég hef nú ekki orðið vör við mik- inn vilja til að umhverfisráðherra verði alvaldur!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.