Fréttablaðið - 08.12.2007, Qupperneq 84
68 8. desember 2007 LAUGARDAGUR
Í
sbjörninn Knútur fagnaði
afmælinu sínu í vikunni í
dýragarðinum í Berlín í
Þýskalandi þar sem hann
fæddist 5. desember fyrir
einu ári. Óhætt er að segja
að Knútur hafi fangað athygli
umheimsins á þessu eina æviári
sínu. Meðal annars var fjölmiðla-
herferð hrundið af stað fyrir því
að ekki ætti að aflífa Knút eftir að
móðir hans afneitaði honum við
fæðingu. Þá vakti náið samband
hans og dýrahirðisins Thomas
Dörflein mikla athygli. Gerald R.
Uhlich, forstjóri dýragarðsins,
telur þessar sérstöku aðstæður
skýra heimsfrægðina sem Knútur
öðlaðist.
Fárið hófst 23. mars
„Tilkynnt var um fæðingu Knúts
líkt og gert er með allar fæðingar í
dýragarðinum. Svo þegar hann var
þriggja mánaða fékk þýsk sjón-
varpsstöð að taka af honum mynd-
ir og þegar þær voru sýndar varð
hann strax þekktur meðal almenn-
ings. Hinn 23. mars byrjuðum við
að sýna hann í dýragarðinum og
þann dag má segja að æðið hafi
byrjað.“
Aðsókn í dýragarðinn næstu
mánuði jókst um 50 prósent, að
sögn Uhlich.
Rætt um að deyða Knút
Stjórnendur dýragarðsins gerðu
sér grein fyrir að Knútur yrði
hugsanlega frægari en önnur
afkvæmi í dýragarðinum vegna
þess að móðir hans hafnaði honum,
að sögn Uhlich.
Þá hafi atvik sem átti sér stað í
dýragarði í Leipzig sérstaklega ýtt
undir athygli í garð Knúts. „Þar
gerðist það að letibjarnarhúni var
hafnað af móður sinni og stjórn-
andi dýragarðsins ákvað að drepa
húninn. Ég hef enga hugmynd um
af hverju hann ákvað það og ég
skil það ekki. Eftir á gaf hann í
skyn að húnninn gæti hafa verið
veikur, þegar hann lenti í miklum
vandræðum með dýraverndunar-
samtök. Þetta varð til þess að dýra-
verndunarsinni sneri sér til tíma-
ritsins Der Spiegel og í grein þar
sagði hann að ef það hefði verið í
lagi að drepa letibjarnarhúninn þá
ætti með réttu einnig að drepa
ísbjarnarhúninn Knút. Ég held að
þetta hafi verið upphafspunktur-
inn af fárinu í kringum Knút.“
Herferð fyrir lífi Knúts
Uhlich segir stærsta dagblað
Þýskalands, Bild Zeitung, hafa
gert mikið úr þessum umræðum
og hóf það herferð til að reyna að
bjarga Knúti. „Þar sagði að þessi
dýraverndurnarsinni vildi láta
drepa Knút þó að það hafi aldrei
verið hans hugmynd heldur var
hann einungis að benda á að ef að
það hafi verið rétt að drepa leti-
bjarnarhúninn í Leipzig þá væri
rétt að drepa Knút einnig á sömu
forsendum. Hann var aldrei á
þeirri skoðun að það ætti í raun að
drepa Knút og dýraverndunarsam-
tökin myndu aldrei tala fyrir slíkri
skoðun.“
Þetta varð það frægt mál í
Þýskalandi að fjölmiðlar í öðrum
löndum tóku við sér og fóru að
veita Knúti athygli. „Það getur
enginn lagt á ráðin um svona mark-
aðssetningu.“
Knútur skráð vörumerki
Þegar ljóst var hve frægur Knút-
ur var að verða ákváðu dýragarð-
syfirvöld að grípa til ráðstafana.
Uhlich segir að fyrsta daginn sem
Knútur birtist fyrir augu almenn-
ings í dýragarðinum hafi 500 fjöl-
miðlamenn hvaðanæva að úr
heiminum og myndatökumenn frá
hundrað sjónvarpsstöðvum verið
á staðnum. „Við höfðum aldrei séð
neitt þessu líkt áður. Þarna varð
mér ljóst hvað væri á seyði og að
nauðsynlegt væri fyrir okkur að
vernda okkar rétt. Þennan sama
dag, 23. mars, skráðum við Knút
sem vörumerki og er það í fyrsta
skipti í sögu dýragarðsins sem við
gerum slíkt. Síðan byrjuðum við
að bjóða upp á ýmsan söluvarning
merktan Knúti á borð við boli,
póstkort, bangsa og margt
fleira.“
Dýragarðurinn hóf einnig sam-
starf við þýska umhverfisráðu-
neytið um að gera Knút að ímynd
umhverfisverndar og er Sigmar
Gabriel umhverfisráðherra guð-
faðir Knúts. Meginástæðan fyrir
því var að sögn Uhlich sú að marg-
ir töldu að ímynd dýragarðsins
væri að breytast yfir í að vera
gróðafyrirtæki vegna velgengn-
innar í kringum Knút. „Þess vegna
taldi ég að við þyrftum að setja
ímyndina í umhverfisvænt sam-
hengi. Verkefnið snýst aðallega
um verndun svæða sem dýr lifa á
í náttúrunni.“
Dýrahirðir í móður stað
Dýrahirðirinn Thomas Dörflein
öðlaðist heimsfrægð samhliða
Knúti vegna sambands þeirra.
Segja má að hann hafi gengið
honum í móðurstað eftir að móðir
Knúts afneitaði honum við fæð-
ingu. Afleiðing þess var sú að ekki
var hægt að hafa Knút ásamt
hinum ísbjörnum dýragarðsins
þar sem móðirin var ekki lengur
fær um að vernda hann fyrir
hinum ísbjörnunum sökum áhuga-
leysis. Því má segja að Dörflein
hafi gengið Knúti í móðurstað.
„Þar sem Knútur var einn á
sýningarsvæði þar sem eru vatn
og klettar þurfti Dörflein að vera
með honum til að gæta hans.
Áhorfendur höfðu unun af að
fylgjast með þeim tveimur leika
sér saman og þannig varð þetta
samband svona frægt. Það áhuga-
verðasta við alla þessa sögu er
sambandið milli Knúts og Dörf-
lein að mínu mati.“ Í júlí var til-
kynnt að Knútur og Dörflein
myndu hætta að koma saman
fram og í fjölmiðlum var ástæðan
sögð sú að Knútur, sem var orðinn
70 kíló, væri orðinn of stór og að
dýragarðurinn vildi ekki hætta á
að hann réðist á Dörflein frammi
fyrir áhorfendum.
Þetta segir Uhlich rangt.
„Ástæðan var sú að margir töldu
að við værum að reyna að hagnast
á sambandi þeirra sem var alls
ekki raunin. Þetta er enginn sirk-
us. Og Dörflein leikur enn við
Knút baksviðs og getur líklega
gert það í hálft ár í viðbót ef hann
er varfærinn.“
Þarfnast samneytis við aðra
Spurður um framtíð Knúts segir
Uhlich að hún sé enn óljós. „Við
höfum ekki ákveðið hvort hann
verður áfram í Berlín eða færður í
annan dýragarð. Það er mjög mik-
ilvægt að hann hafi samskipti við
aðra ísbirni en við getum ekki sett
hann í hóp ísbjarnanna hér þar
sem móðir hans getur ekki varið
hann en faðir hans gæti ráðist á
hann og drepið. Því erum við núna
að leita úti um allan heim að dýra-
garði sem hefur fáa litla ísbirni
þar sem hann gæti verið með.“
Knútur eins árs
Eftir að hafa verið hafnað af móður sinni vann þýski ísbjarnarhúnninn
Knútur hug og hjarta fólks úti um allan heim. Á eins árs ævi sinni hefur
Knútur dregið um tvær milljónir manna að dýragarðinum í Berlín, hann
skráður sem vörumerki, heit umræða skapast um að aflífa hann og fjölmiðl-
ar háð baráttu fyrir lífi hans. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir ræddi við for-
stjóra dýragarðsins sem hefur fylgst með stuttri en viðburðaríkri ævi Knúts.
GERALD R. UHLICH FORSTJÓRI DÝRA-
GARÐSINS Segir Knúts-æðið hafa byrjað
sama dag og byrjað var að sýna hann í
dýragarðinum. NORDICPHOTOS/AFP
AFMÆLISBARN Knútur fagnaði árs afmælinu sínu með því að gæða sér á afmælistertu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
THOMAS DOERFLEIN OG KNÚTUR Tilviljun réð því að Doerflein gekk Knúti í móð-
urstað. Dýrahirðar skiptast á að hugsa um afkvæmi sem þurfa sérstaka athygli og í
tilviki Knúts var röðin einfaldlega komin að Doerflein. NORDICPHOTOS/AFP
TÝNDUR! Það er engu líkara en að Knút-
ur sé að reyna að fela sig þar sem hann
hallar sér upp að klettavegg og tekur
fyrir augun. Þarna er hann sjö mánaða.
NORDICPHOTOS/AF
UPPRÉTTUR Eins árs gamall hefur
Knútur laðað um tvær milljónir gesta að
dýragarðinum í Berlín. NORDICPHOTOS/AFP
Fr
um
OPIÐ HÚS
NORÐURBAKKI 5
Sími 520 2600 Sími 520 7500 Sími 565 5522
Kíktu í heimsókn til okkar að Norðurbakka 5, laugardaginn 8.
eða sunnudaginn 9. desember, frá kl. 14-17.
Komdu og skoðaðu glæsilegar íbúðir í nýju lyftuhúsi á frábærum stað við sjávarsíðuna.
Ekki missa af þessu einstaka tækifæri. Sjón er sögu ríkari.