Fréttablaðið - 08.12.2007, Page 90
74 8. desember 2007 LAUGARDAGUR
HLJÓÐFÆRI HUGANS
Njörður P. Njarðvík skrifar
um íslenskt mál
HELGARKROSSGÁTAN
GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA
Fjarlægjast landið
Þeir leggjast á árarnar og fjar-
lægjast landið. Það getur verið
sárt að fjarlægjast land, það er
eins og maður rói í átt að ein-
semdinni. Strákurinn horfir á
fjöllin minnka, þau virðast sökkva
í hafið. Fjöllin ógna okkur þegar
við erum í landi, safna að sér ill-
viðrum, drepa manneskjur með
grjótkasti, þurrka út bæi með
snjóflóðum og aurskriðum, en
fjöllin eru líka verndandi lófi, þau
fóstra okkur og halda utan um
bátana inni á fjörðunum, en ekk-
ert verndar sjómenn sem róa
langt, nema bænin og hugvitið.
Jón Kalman Stefánsson:
Himnaríki og helvíti (2007)
Allir þessir aðilar
Elsta dæmi um no. aðili í í ritmáli
er frá síðari hluta 18du aldar.
Orðið merkir að eiga aðild að ein-
hverju, vera þátttakandi. svo sem
aðilar vinnumarkaðarins. Einnig
er talað um opinbera aðila, þ.e.
ríki og sveitarfélög og embættis-
menn þeirra og stofnanir. En nú
er þetta orð svo ofnotað, einkum í
fleirtölu, að það er orðið hrein
plága, og ýtir burt góðum og gild-
um og einföldum orðum. Hér
koma nokkrir „aðilar“ sem ég hef
rekist á nýverið:
byggingaraðilar (byggjend-
ur), framkvæmdaraðilar (fram-
kvæmendur), flutningsaðilar
(flytjendur), deiluaðilar (deilend-
ur), samningsaðilar (semjend-
ur), samstarfs aðilar (samstarfs-
menn), sóknaraðilar (sækjendur),
söluaðilar (seljendur), varnarað-
ilar (verjendur), umsjónaraðilar
(umsjónarmenn). Er þessi „aðila-
árátta“ orðfærissmit eða partur
af fáyrðistísku?
Margt og mikið
Áður hefur verið minnst á mun-
inn á notkun orðanna margt og
mikið. Ungur lærði ég þá einföldu
reglu að margt væri haft um það
sem telja má, en mikið um magn.
Því blöskraði mér nýverið þegar
ég heyrði talað í útvarpi um
„mikið af bönkum“ og í sjónvarps-
þætti um „mikið af spurningum“.
Álver í uppnámi?
Að vera í uppnámi er að vera í
mikilli geðshræringu (þessi
athugasemd kemur honum í upp-
nám) eða í vandræðum (málið er í
uppnámi). En skrítið er að heyra
það sagt um álver (Ekkert bendir
til þess að álver þar sé í uppnámi
(Stöð 2, 15.11.)). Í sama fréttatíma
var rætt um mann sem tók sitt
eigið líf (aulaþýðing úr ensku:
took his own life). Við tölum um
að svipta sig lífi. Þá var þar einn-
ig sagt að fara fram úr hávaða-
toppnum (vegna hávaða í leik-
skólum) og er furðu smekklaust.
Ganga göng vel?
„Héðinsfjarðargöng ganga vel“
segir í fyrirsögn í 24 stundum 24.
nóv. og er auðvitað ekki rökrétt.
Þarna er væntanlega átt við að
vinnan við göngin gangi vel, en
göngin ganga varla langt sjálf.
Braghenda
Hvað finnst þér um hugarástand
heillar þjóðar,
er sér lætur einlægt bjóða
afglöp sinna verstu slóða?
Vilji menn senda mér braghendu
eða góðfúslegar ábendingar: npn@
vortex.is
Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur
99
k
r.
sm
si
ð
Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón:
Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON
Þú gætir unnið
Næturvaktina á DVD!
Leystu
krossgát
una!
Þú sendir SMS skeytið
JA LAUSN LAUSNARORÐ
á númerið 1900!
Góð vika fyrir ...
... hrekkjalóma
Vífill Atlason, 16 ára
framhaldsskólanemi á
Skaganum, var á allra
vörum undir lok vik-
unnar eftir að honum
tókst að panta símavið-
tal við George Bush
Bandaríkjaforseta.
Vífill þóttist vera for-
seti Íslands og minnstu
munaði að hann fengi áheyrn hjá valdamesta manni
heims. Í Bandaríkjunum er þetta vitaskuld litið
alvarlegum augum en hérlendis hlæja allir að uppá-
tækinu og fagna áræðni Vífils og félaga.
... ungan forstjóra
Hinn 29 ára Jón Sig-
urðsson fékk stöðu-
hækkun í vikunni og
var gerður að forstjóra
FL Group. Þeir eru
ekki margir sem kom-
ist hafa jafn hratt upp
metorðastigann, en
forstjórinn ungi þykir
hafa alla burði til að standa sig. Hann ætti nú sömu-
leiðis að slá flesta jafnaldra sína út hvað laun varðar.
Sem aðstoðarforstjóri var Jón með fjórtán milljónir
á mánuði í fyrra. Sú upphæð lækkar alla vega ekki
þegar hann er orðinn forstjóri.
... ástfanginn fegurðarkóng
Keflvíkingurinn Ólafur Geir Jónsson
baðst afsökunar á gerðum sínum og
bað kærustu sína fyrirgefningar á
bloggi sínu í vikunni. Ástarjátn-
ing Ólafs fór víða í netheimum og
hluti hennar birtist hér í Frétta-
blaðinu. Einlægni Ólafs virðist
hafa virkað því í gær mátti lesa
um það í 24 stundum að
kærastan hefði tekið
aftur við honum.
Slæm vika fyrir ...
... einkaþotuforstjóra
Ólíklegt verður að
teljast að Hannes
Smárason verði í
sama hlutverki í Ára-
mótaskaupi Sjón-
varpsins í ár og í
fyrra. Þá var upplegg-
ið að allir ættu að vera
eða vildu vera eins og
hann. Hrun á gengi
hlutabréfa í FL Group
og innkoma Baugs í vikunni hafa algjörlega sett
Hannes út af sakramentinu. Spurning hvort hann
ferðast áfram á einkaþotum hér eftir?
... íslenska menntakerfið
Íslendingar eru fyrir neðan meðal-
tal þjóða í Pisa-könnuninni. Ungl-
ingum okkar fer aftur í lestri og
stærðfræði og þannig hefur
þróunin verið frá aldamótum.
Menntamálaráðherra heitir að
sjálfsögðu úrbótum. Við bíðum
spennt eftir þeim.
... stolta Íslendinga
Árni M. Mathiesen
fjármálaráðherra og
Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri voru
meðal þeirra íslensku
framámanna sem
„teknir“ voru í vik-
unni. Norsk sjón-
varpskona, eins
konar Silvía Nótt
þeirra Norðmanna, plataði þá í viðtal á þeim for-
sendum að nú væri orðið betra að búa á Íslandi en
í öðrum löndum. Þjóðarstoltið kitlaði okkar menn
en þeir hafa væntanlega dauðséð eftir þessu öllu
saman. Enda sjónvarpskonan afar fær í að láta
jafnvel klárustu menn líta kjánalega út.