Fréttablaðið - 08.12.2007, Side 94

Fréttablaðið - 08.12.2007, Side 94
78 8. desember 2007 LAUGARDAGUR Hið íslenzka bókmenntafélag er ekki beint sprellandi félagsskapur í vitund manna enda öldungur á íslenska vísu: af því eru þó alltaf fréttir. Það er síungt: Það heldur í dag aðalfund í Bókasal Þjóð- menningarhússins kl. 13.30. Að loknum aðalfundarstörfum flytur Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur fyrir- lestur mættum til skemmtunar sem hann nefnir Grasaferðalok. „Mönnum finnst ef til vill nóg komið um Jónas Hallgríms- son,“ segir Sigurður Líndal forseti Bók- menntafélagsins, „en hann vann nú fyrir okkur í þrjú ár.“ Allt frá því að „Grasaferð“ Jónasar Hallgrímssonar birtist upphaflega í Fjölni árið 1847 hefur mátt deila um hvort sagan sé „brot“, svo vitnað sé til undirtitilsins sem Konráð Gíslason gaf henni þar, eða úthugsuð smásaga þroskaðs höfundar. Þeir sem aðhyllast fyrrnefnda viðhorfið benda meðal annars á að sögunni ljúki í miðjum klíðum; hvorki fáist skýring á því hvaða dular- fulla vera birtist fyrir ofan frænd- systkinin á grasafjallinu í lok sögu né hvort þau eigi afturkvæmt til byggða. Í fyrirlestri sínum „Grasaferðalok“, mun Jón Karl Helgason nálgast þetta álitamál frá nokkrum ólíkum sjónarhólum. Mun hann meðal annars ræða smásögu eftir Torfhildi Hólm sem tekur upp þráðinn frá Jónasi og botnar „Grasaferð“ í anda kvenfrelsiskenninga Johns Stuarts Mill. Jónas Hallgrímsson er fyrst skráður á félagatal Hafnardeildar Hins íslenzka bókmenntafélags árið 1834. Gerðist hann fljótlega mjög virkur félagsmaður, rit- stýrði hann Skírni árið 1836 ásamt Konráði Gíslasyni vini sínum. Hann átti tillögu um söfnun gagna um Ísland sem yrðu stofn að Íslandslýsingu sem hann átti síðar eftir að vinna að. Þá aðstoðaði Jónas við útgáfu Íslandskorts Björns Gunnlaugssonar sem kom út á vegum félagsins á árunum 1845-1849 sem var honum drjúg stoð við Íslandsferðir hans sjálfs. Í apríl 1842 var ákveðið að bjóða Jónasi 200 ríkisdala árleg laun – raunar kallaður styrkur – til að vinna að samn- ingu Íslandslýsingarinnar og vann hann síðan að verkinu á vegum félagsins næstu þrjú ár, eða til æviloka. En það sóttist seint af ýmsum ástæðum og var aldrei lokið. Eftir lát Jónasar 26. maí 1845 voru gögn, sem safnað hafði verið til Íslandslýsingarinnar og voru í fórum hans, afhent félaginu. Árið 1847 gaf félagið svo út ljóðmæli hans og síðan aftur ásamt öðrum ritum árið 1883. Bók- menntafélagið er eina stofnunin hér á landi sem enn starfar og Jónas Hall- grímsson vann fyrir og var nátengdur. Það er því vel við hæfi að hausthefti Skírnis, óvenju efnismikið að þessu sinni, sé heiðrað minningu Tómasar Sæmunds- sonar og Jónasar Hallgrímssonar, en í ár eru 200 ár liðin frá fæðingu þeirra félaga sem í skrifum sínum og störfum samein- uðu áhuga á bókmenntum, náttúru, stjórnmálum og íslenskri sem erlendri menningu. Er tímamótanna minnst með nokkrum greinum í heftinu: Sigurður Líndal varpar nýju og óvæntu ljósi á ágreining Tómasar Sæmundssonar og Jóns Sigurðssonar um leiðir í sjálfstæðis- baráttunni, en Guðmundur Hálfdanarson skoðar menningarlega þjóðernishyggju Fjölnismanna með gagnrýnum hætti. Páll Valsson freistar þess að tengja hugs- un Jónasar við kappræðuefni samtímans í grein í Skírnismálum og þá ræðir Sveinn Yngvi Egilsson náttúrusýn Jónas- ar eins og hún birtist í kveðskap hans. Af öðrum stærri greinum má nefna umfjöllun Jóns Sigurðssonar um stöðu Íslands á tímum hnattvæð- ingar og grein eftir Magnús Þór Snæbjörnsson um Draumaland Andra Snæs Magnasonar sem hann leggur undir gler út frá kenn- ingum heimspekingsins Slavojs Zizek. Páll Skúlason, fyrrverandi háskólarektor, skrifar um kreppu háskóla og kjarna háskólastarfs. Tvær greinar eru um bókmenntir í hausthefti Skírnis: Kristín Unnsteins- dóttir segir frá fjórum sagnakonum úr Fljótshlið og Jóhann Páll Árnason skrif- ar um Oswald Spengler í Alþýðubók Halldórs Laxness. Þau Sjón, Þórdís Björnsdóttir og Vésteinn Lúðvíksson eiga frumsamið bókmenntaefni í heftinu, en Úlfhildur Dagsdóttir og Susanne Lettow skrifa ritdóma. Myndlistarmaður Skírnis að þessu sinni er Matthew Barney en Ólafur Gíslason ritar forvitnilega grein þar sem raktir eru þræðir milli kvikmyndar Barneys, Drawing Restraint 9, og ítalskra endurreisnarbókmennta. Í listum er sérhver hlekkur við annan áfastur rétt eins og í samfélagi þjóðanna, svo notað sé orðalag Tómasar Sæmunds- sonar. Skírnir er 275 blaðsíð- ur að stærð. Ritstjóri er Halldór Guð- mundsson en útgef- andi er Hið íslenska bókmenntafélag. - pbb Læti í Bókmenntafélaginu MENNING Jón Karl Helgason skemmtir mönnum á aðalfundi Bókmenntafélagsins í dag. Mikið er sungið og leikið í dag landsmönnum til gleði og dásemdar. Nú um helgina er komið að lokum Jólatónlistarhátíðar Hallgrímskirkju. Stærsti viðburðurinn er fimmtán ára afmæli Klais-orgelsins, sem var vígt 13. desember 1992, og er afmælisins minnst með því að fjöldi kóra og organista (rúmlega 200 flytjendur) flytur samfellda dagskrá í kirkjunni með orgelinu laugardaginn 8. desember frá kl. 12-17. Allir flytjendur gefa vinnu sína og er aðgangur ókeypis, en safnað verður til Hjálparstarfs kirkjunnar, sem nú er með aðventusöfnun sína. Hefst dagskráin í dag á hádegi með kynningu á orgelinu en kl. 12.30 munu Hörður Áskelsson og Hljómskálakvintettinn leika á klukkuspil og lúðra í Hallgrímskirkjuturninum. Mótettukór Hallgríms- kirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar leiðir söng og flytur jólatónlist kl. 13 en Björn Steinar Sólbergsson leikur undir á orgel. Hann heldur áfram orgelslætti kl. 13.30 en kl. 14 taka Drengjakór Hallgríms- kirkju og félagar úr Karlakór Reykjavíkur við undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar og flytja jólatónlist. Lenka Mateova leikur á orgel. Hörður Áskelsson leikur orgelverk samin fyrir Klais-orgelið eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Hlöðver Áskelsson og Kjell Mörk Karlsen kl. 14.30. Söngsveitin Fílharmonía undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar leiðir sönginn kl. 15 og flytur jólatón- list, Steingrímur Þórhallsson leikur á orgelið. Áfram heldur dagskráin það sem eftir lifir dags til kl. 17: Kvennakór við Háskóla Íslands flytur jólalög meðal annars úr Söngvasveig eftir Benjamin Britten undir stjórn Margrétar Bóasdóttur, Hafdís Huld syngur og dagskránni lýkur Guðný Einarsdóttir með jóla- og aðventutónlist eftir Johann Sebastian Bach og Dietrich Buxtehude en 300 ára ártíðar hans er minnst á þessu ári. Árvissir tónleikar Blásarakvintetts Reykjavíkur og félaga undir heitinu „Kvöldlokkur á jólaföstu“ verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 17. Á efnisskránni eru að venju hljómfagrar blásara- serenöður frá klassíska tímabilinu. - pbb Tónaflóð í dag HALLGRÍMSKIRKJA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.