Fréttablaðið - 08.12.2007, Page 96
8. desember 2007 LAUGARDAGUR
Alltaf er nóg um að vera í Þjóð-
minjasafni Íslands og desember er
einn viðburðaríkasti mánuður
ársins. Jóladagskráin hefst á
morgun kl. 14 með opnun jólasýn-
ingarinnar Sérkenni sveinanna. Á
sýningunni er sett upp lítið jólahús
með alls konar forvitnilegum
gripum sem tengjast jólasveinun-
um. Þar eru til dæmis askur fyrir
Askasleiki, hrossabjúga handa
Bjúgnakræki og skyr handa
Skyrgámi. Börnin mega handleika
gripina að vild og fá þannig
tækifæri til að kynnast jólasvein-
unum og átta sig á því hvað hin
skrýtnu þjóðlegu nöfn þeirra þýða.
Grýla og Leppalúði koma í
heimsókn og segja frá sonum
sínum, jólasveinunum. Heiða í
Unun syngur ljúflega með
börnunum og Guðni Franzson
kemur fram sem Hermes.
Fjölskyldur geta svo reynt hina
sígildu ratleiki Þjóðminjasafnsins.
Jólaleikurinn heitir Hvar er
jólakötturinn? og snýst um að
finna litla jólaketti sem hafa verið
faldir innan um safngripina. Fleiri
fjölskylduleikir eru í boði.
Þetta er þó aðeins upphafið á
líflegri jóladagskrá Þjóðminja-
safnsins því líka er hægt að fá að
hitta jólasveinana sjálfa. Sá fyrsti
kemur af fjöllum miðvikudaginn
12. desember og mætir klukkan 11
í safnið. Síðan þramma þeir til
byggða einn af öðrum, heilsa upp á
börnin og krækja í það sem þá
langar í. Þeir koma í Þjóðminja-
safnið klukkan 11 á hverjum
morgni fram að jólum og verður
jafnvel opið á sjálfan aðfangadag
milli 11 og 12 til að taka á móti
þeim síðasta, Kertasníki. - pbb
Jóla hvað?
JÓLIN KOMA Jóladagskrá Þjóðminja-
safnsins hefst á morgun.
Björgvin Halldórsson æfði sig í
Laugardalshöllinni í gær en hann
heldur tvenna jólatónleika í
Laugardalshöllinni í dag. Þeir
fyrstu hefjast klukkan fjögur en
þeir seinni klukkan átta en eins og
komið hefur fram í fjölmiðlum er
fyrir löngu orðið uppselt. Þriðju
tónleikarnir verða síðan á morgun
og er einnig uppselt á þá fyrir
löngu. Bó nýtur liðsinnis góðra
gesta en meðal þeirra sem koma
fram eru Svala Björgvinsdóttir og
Garðar Thor Cortes.
Allt kapp verður lagt á að hafa
umgjörðina sem flottasta og áhorf-
endur þurfa ekki að hafa áhyggjur
af því að missa af einhverju enda
verður öllu sem fram fer á sviðinu
varpað á tvö risastór tjöld. Djass-
tríó, skipað þeim Sigurði Flosa-
syni, Birni Thoroddsen og Jóni
Rafnssyni, tekur á móti prúð-
búnum gestum, seldar verða
piparkökur og heitt kakó til að ná
fram réttu stemningunni og alls
verða sextíu jólatré, skreytt í
öllum regnbogans litum. - fgg
Bó syngur inn jólin
FRÁ ÆFINGU Björgvin Halldórsson tók létta æfingu í gær fyrir jólatónleikana sem
verða í kvöld í Laugardalshöll. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
7. og 8. des uppselt
30. des
SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS
græn tónleikaröð í háskólabíói
Hljómsveitarstjóri ::: Ernst Kovacic
Einsöngvari ::: Auður Gunnarsdóttir
FIMMTUDAGINN 3. JANÚAR KL. 19.30 NOKKUR SÆTI LAUS
Það er hefð hjá mörgum að byrja árið með hátíðar-
brag á Vínartónleikum Sinfóníunnar. Þó er vissara
að hafa hraðar hendur ef fólk vill tryggja sér miða
á þessa sívinsælu tónleika, því þegar nær dregur
tónleikadagsetningum verða þeir ófáanlegir.
tónleikar utan raða í háskólabíói
FÖSTUDAGINN 4. JANÚAR KL. 19.30 ÖRFÁ SÆTI LAUS
LAUGARDAGINN 5. JANÚAR KL. 17.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS
LAUGARDAGINN 5. JANÚAR KL. 21.00 LAUS SÆTI
Vínartónleikar
fl group er aðalstyrktaraðili
sinfóníuhljómsveitar íslands
Aðventan í Norræna húsinu
Norræna húsið, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík, sími 551 7030
Öll fjölskyldan finnur eitthvað
við sitt hæfi í notalegu umhverfi
Norræna hússins.
Dagskrá helgina 8. og 9. desember
Girnilegt norrænt jólahlaðborð
í Alvar A – matur og drykkur
Lifandi jóladagatal
í glugganum í dag?
María Pálsdóttir leikkona les jólasögur á íslensku
úr norrænum barnabókum.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
rithöfundur og söngvari
flytur fjölbreytta dagskrá fyrir börnin.
Hönnunar – og handverksmarkaður
í sýningarsal í kjallara hússins.
Jólaglögg, eplaskífur og aðrar léttar veitingar
seldar á staðnum.
Enginn aðgangseyrir er að dagskrá hússins.
Sjá nánar:
12.00 Jólahlaðborð
12.34
13.00 Barnadagskrá í bókasafninu
Laugardag 8. des.
Sunnudag 9. des.
12.00 – 17.00 Jólamarkaður
Hvað er
www.nordice.is
Jólatónleikar Kyrjanna
Árlegir jólatónleikar Kyrjanna verða laugardaginn 8. desember nk.
kl. 17:00 í Fella- og Hólakirkju. Yfirskrift jólatónleikarnna í ár er „Sú
vonanna sól, verði stjarnan um jól.“ - innlend og erlend jólalög.
Stjórnandi Kyrjanna er Sigurbjörg Hv. Magnúsdóttir og píanóleikari
kórsins er Halldóra Aradóttir einnig spilar Agla Eir Sveinsdóttir
á þverflautu.
Miðasala við innganginn og er miðaverð kr. 2.000