Fréttablaðið - 08.12.2007, Síða 98

Fréttablaðið - 08.12.2007, Síða 98
82 8. desember 2007 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Nú fer jólaveisluvertíðin að ganga í hönd og tískudrósir um allt land farnar að plana ára- mótafatnaðinn. Það er vert að fá innblástur frá sýningunum í París fyrir vor og sumar því þar gaf að líta gimsteinaliti, pallíettur. silki og fjaðurskraut á kvöldkjólum, hvort sem þeir voru síðir eða stuttir. Hjá Dior og Alexander McQueen var lögð áhersla á hand- saumað skraut, fjaðrir og bróderingar og hjá Chanel, Gaultier og Lanvin voru pallíettur í ljósum og draum- kenndum tónum allsráðandi. Það er líka bráðsnjallt að poppa upp einlit- an og einfaldan kjól með falleg- um fjaður- eða pelskraga og nota pallíettur sparlega, eins og til dæmis einlitan topp með einföldu pilsi eða buxum. - amb FJAÐRIR, GLIMMER OG GLANS HJÁ HÖNNUÐUM Í PARÍS FYRIR VOR OG SUMAR 2008 SPARI SPARI... Íslensk veðrátta getur farið skelfilega með húðina, sérstaklega á veturna þegar skiptast á rigning og raki og frost og þurrt loft. Vetrar- húð á þó að geta verið einstaklega falleg, og um að gera að splæsa í fallegan rósrauðan kinnalit til að líta út eins og rússnesk ævintýra- prinsessa. En hvað er besta leiðin til að vernda húðina á þessum árstíma? Vaidya Rama Kant Mishra er nýjasti heilsugúrúinn vestan- hafs og aðhyllist hin indversku „ayurveda“-fræði sem snúast um jafnvægi á líkama og sál. Hún varar við því að hafa of mikinn hita á ofnum innandyra en mælir með því að nota loftrakatæki til þess að fyrirbyggja að húðin skrælni. Einnig mælir hún ekki með mjög heitu baðvatni heldur bara mátulega volgu og að fara í sturtu í mesta lagi einu sinni á dag til þess að halda raka í húðinni. „Húðin er mun móttækilegri fyrir rakagefandi kremum á veturna,“ útskýrir hún. Mishra mælir með að borða fullt af fersku grænmeti og ávöxtum til að vega upp á móti salt og sykuráti, og að drekka fullt af soðnu vatni og jurtate yfir daginn. „Notaðu krydd óspart,“ bætir hún við. „Kúmen er til dæmis bráðhollt og hjálpar líkamanum til þess að losa sig við eiturefni.“ Og síðast en ekki síst, nældu þér í nægilegan svefn. „Svefnleysi er versti óvinur húðarinnar, því þá fær maður bauga og húðin missir allan frískleika sinn“. Rósrauður vetrarbjarmi > TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNAR TÓNLIST OG TÍSKA Það verður fjör á Laugaveginum í dag þegar hátískubúðin KronKron heldur upp á opnun heimasíðnanna www.kron.is og www.kronkron.com. Hljómsveitin vinsæla Sometime mun svo koma og gleðja gesti með skemmtilegum tónum klukkan 15. Verslunin er á Laugavegi 63b. Ofurskvísulega ökklaskó frá franska tískuhúsinu Sonia Rykiel. Trés chic! Fást í KronKron, Laugavegi. Jólakortin í ár eru frá hönnuðin- um Hildi Yeoman og eru ótrúlega smart. Fást í KronKron. Hlýja kanínuhanska. Hver segir að maður eigi að vera púkalegur í kuldanum? Frá Sand, Kringlunni. OKKUR LANGAR Í … STJÖRNUDÝRÐ Gylltur pallíettu- toppur við hvítar sokkabuxur frá Jean-Paul Gaultier fyrir vor og sumar 2008. FJÓLUBLÁ FEGURÐ Ótrúlega fallegur og sparilegur kokkteilkjóll í eggaldinbláum tón frá Lanvin. MIÐNÆTURBLÁR Gullfallegur dimm- blár og stuttur kjóll með risastórum fjaðurkraga frá Lanvin fyrir vor og sumar 2008. KANARÍFUGL Fyrir- sæta í fagurgulum, fjaðurskreyttum og stuttum kjól á tískusýningu Lanvin í París fyrir vor og sumar 2008. ÆVINTÝRALEGUR Lillablár kjóll með víðu pilsi og krínólinu minnir á álfaprinsessu í Shake- speare-leikriti. Frá Giles Deacon fyrir vor og sumar 2008. Jólagjöfin hennar smáralind www.coast-stores.com
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.