Fréttablaðið - 08.12.2007, Side 100

Fréttablaðið - 08.12.2007, Side 100
84 8. desember 2007 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Mæðgurnar Helga Möller og Elísabet Ormslev syngja saman á fyrstu sólóplötu Helgu, Hátíðarskap. Hin fjórtán ára Elísabet, sem er nýbyrjuð að læra söng, syngur allar bakraddir á plötunni og stendur sig með mikilli prýði. „Þetta er í fyrsta skiptið sem við störfum saman og vonandi ekki það síðasta því hún er mjög efnileg,“ segir Helga. „Það er mikið tónlistargen í hennar blóði, ekki bara frá mér því afi hennar, sem er því miður dáinn, var Gunnar Ormslev, einn mesti saxófónsnillingur Íslands- sögunnar. Hann var þekktur fyrir að læra allt strax og þaðan hefur hún það því hún lærir allt strax sem fyrir hana er lagt,“ segir Helga. Hún segir að núna hafi verið hárréttur tími til að gefa út þessa fyrstu sólóplötu. „Þegar ég hugsa til baka er margt búið að gerast undanfarið í mínu lífi. Ég fór á síðasta ári í söngnám fyrir atvinnusöngvara sem skil- ar sér með prýði á plötunni því það var ýmislegt sem ég lærði þar,“ segir hún og bætir við: „Platan er hlý og notaleg, alveg eins og ég vildi hafa hana. Hún er góð bæði með rauðvínsglasinu og kakóbollanum.“ Alls eru tólf jólalög á plötunni, þar á meðal hið sígilda Í hátíðarskapi. „Þetta er mjög persónuleg plata og ég stend og fell með henni. Ég valdi lögin ásamt Magnúsi Kjartanssyni og við vildum hafa hljóminn frekar einfaldan og ekki of mikið af röddum og hljóðfærum. Ég tel að það hafi tekist mjög vel.“ - fb Mæðgur á jólaplötu TÓNELSKAR MÆÐG- UR Mæðgurnar Helga Möller og Elísabet Ormslev starfa saman í fyrsta sinn á plötunni Hátíðarskap. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Páll Óskar Hjálmtýsson hefur gefið út dagatal í 1.000 eintökum sem hann ætlar að gefa sínum dyggustu aðdáendum um helgina. „Það má segja að þetta sé mín leið til að þakka fyrir mig,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Allir þeir sem gera sér ferð í verslanir Hagkaupa og Max um helgina og kaupa áritaða plötu Páls Óskars, Allt fyrir ást- ina, munu fá sérstakt dagatal í kaupbæti þar sem Páll Óskar er sjálfur í aðalhlutverki. Tónlistar- maðurinn prýðir sjálfur þær tólf myndir sem eru í dagatalinu, en þær voru teknar af ungum og upprennandi ljósmyndara sem kallar sig Oddvar. „Þessi strákur er einstakur lista- maður og myndirnar sem eru í dagatalinu eru frábærar. Ég er mjög ánægður með útkomuna,“ segir Páll Óskar, en með uppá- tækinu segist hann vera að verð- launa þá sem nenna að bíða löngum stundum í biðröð eftir að fá áritaða plötu. „Dagatalið er prentað í þúsund eintökum og ég ákvað að vera ekki að selja það. Þess í stað verður þetta svona auka jólagjöf til aðdáenda minna,“ segir Páll Óskar, sem verið hefur mjög duglegur að árita plötu sína frá því hún kom út. „Ég hef aldrei sagt nei við áritun og fyrir mig er það einfaldlega frábært að hitta fólkið sem er að kaupa plötuna mína auglitis til auglitis. Fyrir mig er þetta partur af jólastemn- ingunni.“ vignir@frettabladid.is Palli gefur aðdáendum dagatal PÁLL ÓSKAR Í NÝJU LJÓSI Dagatalið sem þúsund aðdáendur Páls Óskars fá í hendurnar um helgina gefa nýja sýn á tónlistarmanninn, eins og glögglega má sjá á þessum myndum. MYNDIR/ODDVAR AUKA JÓLAGJÖF Dagatal Páls Óskars er auka jólagjöf til aðdá- enda hans. Leikfélagið Peðið sýnir um þessar mund- ir jólaleikritið Tröllaperu eftir Jón Benja- mín Einarsson í leikstjórn Guðjóns Sig- valdasonar. Sýningin fer fram á skemmtistaðnum Grand Rokki en Peðið er áhugaleikhús sem varð til meðfram árlegri menningarhátíð Grand Rokk. Tröllapera er fimmta leikverkið sem Peðið setur upp og hafa fyrri sýningar hlotið einróma lof. „Þetta er önnur jóla- sýningin sem við setjum upp. Í fyrra sýndum við verk um Jesú og jólanóttina sem fékk mjög góðar viðtökur. Í ár er fjallað um íslenska jólamenningu,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, fram- kvæmdastjóri Grand Rokk. Tröllapera gerist á heimili Grýlu og Leppalúða. Jólin eru í nánd, fyrsti jóla- sveinninn á leið til byggða og allir í hátíðarskapi. Vandamálin knýja þó að dyrum hjá tröllum sem öðrum og hvers kyns jólastress og fjölskylduflækjur setja svip sinn á hátíðarnar. „Það er svo gaman að fara í leikhús á aðventunni, sér í lagi í miðbænum. Hér geta menn sest inn, haft það huggulegt á sýningunni og stokkið svo út að kaupa jólagjafirnar,“ segir Kolbeinn og bendir á að sýningin er fjölskylduvæn. „Verkið er skemmtilegt og mikið um tónlist. Ekki forðast að taka börn með þótt sýningin sé á skemmtistað. Enda fjallar hún um íslensku jólasveinana sem börnin eiga að þekkja,” segir Kolbeinn. Síðustu forvöð eru um helgina að sjá leikverkið og má nálgast miða á sýning- una á Grand Rokki. - eá Tröllapera sýnd á Grand Rokki LEIKFÉLAGIÐ PEÐIÐ Útvarpskonan Lísa Páls- dóttir við æfingar á jólaleikritinu Tröllaperu. Leikkonan fagra, Eva Mendes, lætur fátt angra sig meira en leikkonur sem kvarta yfir því að vera of fal- legar til að landa bitastæðum hlutverkum. „Þvílíkur hroki! Ég er ekki ofbeldisfull manneskja en mig lang- ar hreinlega að kyrkja þær,“ segir Eva og vill að stöll- ur sínar þakki frekar fyrir útlit sitt. „Nei, það er erfitt að vera of þungur í þessum bransa, tilheyra minni- hlutahópi eða vera haldinn líkamlegum eða andlegum annmörkum. Auðveldast af öllu er að vera falleg leik- kona,“ hefur Eva að segja við þessar ólánsömu konur. Ekki erfitt að vera fögur EVA MENDES Ósátt við kvart leikkvenna yfir útliti þeirra. > KONUR SJÁ UM BÖRNIN Ríkisstjórinn Arnold Schwarzenegg- er segir eiginkonu sína, Mariu Shri- ver, hafa nóg á sinni könnu. „Hún ber mikla ábyrgð sem ríkisstjórafrú, skrif- ar bækur og sér um mig og fjölskylduna. Konur enda alltaf á að hugsa miklu meira um börnin en karlar,“ segir vöðvatröllið og finnst greinilega óþarfi að uppræta úrelt hlutverk kynjanna. L I S T V I N A F É L AG H A L LG R Í M S K I R K J U - 26. S TA R F S Á R Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju DESEMBER 2007 9. desember sunnudagur 17.00 B A C H O G J Ó L I N Björn Steinar Sólbergsson organisti og SCHOLA CANTORUM undir stjórn Harðar Áskelssonar flytja jólatónlist eftir J. S. Bach. Miðaverð: kr. 2000.- www.listvinafelag.is MIÐASALA Í HALLGRÍMSKIRKJU S. 510 1000 H A L L G R Í M S K I R K J A MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.