Fréttablaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 102
86 8. desember 2007 LAUGARDAGUR Barna- og ævintýramyndin Duggholufólkið var frumsýnd í Háskólabíói á dögunum. Leikstjórinn Ari Kristinsson tók þar á móti gestum sínum með miklum virktum en þetta er fyrsta kvikmyndin hans í tíu ár, eða síðan Stikkfrí kom út. Duggholufólkið segir frá tólf ára borgarbarninu Kalla sem er sendur til pabba síns sem býr á Vestfjörðum. Honum líkar vistin illa og ákveður að flýja. Upphefjast þá ævintýrin fyrir alvöru enda kemst hann í kynni við ísbjörn og drauga. Með aðalhlutverk í myndinni fara Bergþór Þorvaldsson, Þórdís Hulda Árnadóttir og Árni Beinteinn Árnason. Þeim til halds og trausts eru Brynhildur Guðjónsdóttir, Margrét Vilhjálms- dóttir og Erlendur Eiríksson. Fyrsta mynd Ara í tíu ár ARI OG FRIÐRIK ÞÓR Ari Kristinsson og Friðrik Þór Friðriksson slá á létta strengi á frumsýningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MAGNÚS SCHEVING Íþróttaálfurinn Magnús Scheving mætti á frumsýninguna. KRUMMI Krummi í Mínus og fata- hönnuðurinn Harpa Einars- dóttir létu sig ekki vanta í Háskólabíó. HRAFN Á FRUMSÝN- INGU Leik- stjórinn Hrafn Gunnlaugsson óskaði Ara kollega sínum til hamingju með nýju myndina. Nýjasta kvikmynd bræðranna Joel og Ethan Coen, No Country for Old Men, var kjörin besta myndin af bandarísku NBR-kvik- myndasamtökunum, eða National Board of Review of Motion Pictures. Í myndinni fer Tommy Lee Jones með hlutverk lögfræðings sem leitar að geðsjúkum morð- ingja, sem er leikinn af Spánverj- anum Javier Bardem. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes en beið þar í lægri hlut fyrir hinni rúmensku 4 mánuðir, 3 vikur, 2 dagar. George Clooney var valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í Michael Clayton og Julie Christie var verðlaunuð fyrir sína frammi- stöðu í Away From Her. Tim Burt- on var jafnframt valinn besti leik- stjórinn fyrir söngleikinn Sweeney Todd. NBR-verðlaunin eru fyrstu stóru kvikmyndaverðlaunin sem eru afhent í Bandaríkjunum. Í næstu viku halda gagnrýnendur frá New York, Boston og Los Angeles sínar hátíðir og þrettánda desember verður tilkynnt um til- nefningar til Golden Globe-verð- launanna. Lokahnykkurinn verður síðan á næsta ári þegar sjálfur óskarinn verður afhentur í Holly- wood. Coen-bræður unnu JAVIER BARDEM Spánverjinn Bardem leikur morðingja í nýjustu mynd Coen- bræðra. Bandarískur ökukennari, sem kom mikið við sögu í kvikmynd- inni um Borat, fréttamanninn frá Kasakstan, hefur höfðað einka- mál á hendur hinum breska Sasha Baron Cohen, skapara og leikara Borats. Ökukennarinn fylgir þannig fordæmi nokkurra ann- arra „saklausra“ borgara sem komu fram í myndinni án þess að vita hvað stæði til að gera við myndefnið, en alls hefur Cohen fengið á sig fjórar málshöfðanir eftir frumsýningu myndarinnar á síðasta ári. Í atriðinu sem ökukennarinn kemur fram í drekkur Borat áfengi undir stýri, öskrar á veg- farendur og aðra bílstjóra. Öku- kennarinn segir sér hafa verið tjáð að um heimildarmynd hafi verið að ræða og að honum hafi verið greiddar um 20 þúsund krónur fyrir að koma fram í henni. Hann fer fram á 50 þúsund dollara í skaðabætur. Ökukennari í mál við Sasha Baron Cohen STJÓRNLAUS BÍLSTJÓRI Borat fór á kostum undir stýri í ökutímanum. Sniglabandið er búið að vera starf- andi í yfir tuttugu ár og á að baki væna hrúgu af plötum. Hljómsveitin hefur stundum verið kölluð „Stuð- menn fátæka mannsins“ sem er ágætis lýsing á bandinu undanfarin ár. Stuðið og húmorinn eru svo sann- arlega til staðar, en það hefur vant- að fagmennskuna og metnaðinn sem einkennir Stuðmenn. Það gæti þó verið að breytast, að minnsta kosti er fagmennskan í fyrirrúmi á Vestur og mikið lagt í lög, texta og upptökur. Það eru tólf lög á plötunni. Lands- menn, eða að minnsta kosti sá hluti þeirra sem hlustar á Rás 2, ætti þegar að vera búinn að læra lögin Selfoss er og Britney utan að. Bæði eru ágætlega heppnaðir smellir. Selfoss er er hreinræktað Steina Spil tribjút með skondnum texa og Britney sýnir að Nylon-stelpurnar geta sungið rokk. Mörg önnur fín lög og textar eru á Vestur, t.d. titillagið, upphafslagið Blindhæð sem grúvar flott og hefur nettan Steely Dan fíling, hin létt- blúsaða og Magga Eiríkslega Ball- aða um Bó og lagið Helena Mjöll. Eins og Stuðmenn er Sniglabandið 100% íslensk hljómsveit og gerir út á það bæði í tónlistinni (sem vitnar stundum í íslenska poppsögu) og textunum. Þar er allt landið undir og þeir félagar gera víðreist í text- unum. Húmorinn er alltaf í fyrir- rúmi en þetta eru líka ágætlega skrifaðir textar. Vestur er nokkuð fjölbreytt plata. Þetta er smekklega samsett popp og oft skemmtilega útsett. Meðlimir Sniglabandsins eru allir fínir hljóð- færaleikarar, en hljómborðsleikar- arnir Einar Rúnarsson og Pálmi J. Sigurhjartarson gera mest fyrir heildarútkomuna. Þessir Fender Rhodes og Hammond hljómar geta verið algjörlega ómótstæðilegir. Aukahljóðfæri koma ágætlega út. Á heildina litið er þetta ágæt plata. Þetta er ekki tónlist sem brýtur blað eða ristir sérlega djúpt, enda er það ekki ætlunin. Þetta er hins vegar prýðileg íslensk popp- plata, vel unnin og skemmtileg. Trausti Júlíusson Bragðgóðir Sniglar TÓNLIST Vestur Sniglabandið ★★★ Þó að tónlistin á Vestur brjóti ekki blað í poppsögunni er þetta vel unnin poppplata með ágætum lagasmíðum og skemmtilega séríslenskum textum. Úlfhildur Dagsdóttir / bokmenntir.is Steinunn Inga Óttarsdóttir / Morgunblaðið laugardaginn 8. desember kl. 14:00Málverkasýning Gallerí List • Skipholti 50Asími: 5814020 • www.gallerilist.is einstök sýning Sigríður Anna Garðarsdóttir opnar sýningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.