Fréttablaðið - 08.12.2007, Side 105
LAUGARDAGUR 8. desember 2007
Hellvar, Hjaltalín og Morðingjarn-
ir, sem eru á mála hjá útgáfu-
fyrirtækinu Kimi Records, auk
rokkaranna í Reykjavík!, spila á
tónleikum á Gauki á Stöng í
kvöld.
Um nokkurs konar uppskeru-
hátíð er að ræða hjá hinu
nýstofnaða fyrirtæki, sem nýlega
opnaði sína eigin vefbúð. Þar geta
viðskiptavinir keypt plötur og
fengið þær sendar frítt heim til
sín. Hverju keyptu eintaki fylgir
einnig rafræn útgáfa, líkt og
Mugison gerði með sína nýjustu
plötu.
Gaukur á Stöng verður opnaður
klukkan 20 og kostar 1.000 krónur
inn.
Sveitir frá
Kimi spila
HELLVAR Hljómsveitin Hellvar spilar á
tónleikum á Gauki á Stöng í kvöld.
Systkinin Óskar, Ómar og
Ingibjörg Guðjónsbörn, sem gáfu
fyrir skömmu út sína fyrstu
plötu, halda útgáfutónleika sína í
Salnum í Kópavogi á sunnu-
daginn klukkan 20, en ekki 20.
desember eins og kom fram í
Fréttablaðinu í gær.
Á tónleikunum spila þau gömul
íslensk sönglög við ljóð eftir
mörg af þekktustu skáldum
Íslendinga. Þetta er í fyrsta sinn
sem þau systkini gera plötu
saman en hingað til hafa bræð-
urnir Óskar og Ómar spilað
saman með Jagúar, Tómasi R. og
fleiri hljómsveitum.
Fagna plötu
á sunnudag
SYSTKINI Útgáfutónleikar þeirra Óskars,
Ómars og Ingibjargar verða á sunnu-
dagskvöld í Salnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
BEST AF NYLON
ER KOMIN ÚT
Litbrigði galdranna
- Terry Pratchett -
,,Einn fyndnasti og besti
rithöfundur Bretlands”
The Independent