Fréttablaðið - 08.12.2007, Síða 106

Fréttablaðið - 08.12.2007, Síða 106
90 8. desember 2007 LAUGARDAGUR HANDBOLTI Það verða eftirmálar af stórleik Fram og Stjörnunnar í N1-deild kvenna. Báðir þjálfarar fóru mikinn í fjölmiðlum eftir leikinn og vönduðu dómurunum ekki kveðjurnar og þá sérstaklega Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar, sem sagði að bestu vinir þjálfara Fram, Einars Jóns- sonar, hefðu dæmt leikinn. Aðal- steinn stendur við orð sín eftir leikinn og breytir engu þó máli hans verði klárlega skotið inn á borð aganefndar HSÍ. „Ég sé ekki eftir orðum mínum og stend við þau. Það er staðreynd að þetta eru vinir Einars og þeir eru saman niðri í bæ á hverju einasta laugardagskvöldi,“ sagði Aðalsteinn ákveðinn en hann telur dómarana hafa átt stóran þátt í því að hans lið tapaði leiknum. „Dómgæslan hefur stórkostleg áhrif á leikinn. Einar fær að öskra og sparka í stóla en ég fæ spjald fyrir það eitt að spjalla við dómar- ana. Einar græddi á því að orga á dómarana og þeir afgreiða leikinn á síðustu mínútunum. Einar er alltaf svona á leikjum og ef það hefðu verið aðrir dómarar á leiknum hefði hann fengið spjöld og tvær mínútur en vinir hans fóru vel með hann og leyfðu honum mikið.“ Dómarar leiksins voru þeir Ómar Ingi Sverrisson og Magnús Björnsson en Aðalsteinn segir eitthvað meira en lítið óeðlilegt að þetta par hafi dæmt þennan stórleik. „Mér finnst þetta bara vera spilling. Mér finnst það spilling að bestu vinir dómarans dæmi leik- inn, mér finnst það spilling að það sé ekki eftirlitsmaður á toppleik úrvalsdeildar kvenna og að það sé sett par á leikinn sem er ekki einu sinni á meðal fimm bestu dómara- para landsins. Það eru forkastan- leg vinnubrögð hjá dómurum að mæta í leiki þar sem þeir eru áber- andi tengdir. Hann Ómar Ingi dæmir úrslitaleik hjá meistara- flokki karla hjá Fram fyrir tveim árum síðan og mætir svo í partí hjá liðinu eftir leikinn,“ sagði Aðalsteinn hvass. Einar Jónsson, þjálfari Fram, gefur lítið fyrir gagnrýni Aðal- steins og segir síst hafa hallað á Stjörnuna í dómgæslunni. „Ég er búinn að horfa á leikinn aftur og það hallar á okkur ef eitt- hvað er enda fjöldi dóma sem féllu gegn okkur sem eru alveg glóru- lausir. Ummæli hans um tengsl mín og dómaranna eru líka fárán- leg. Annar dómarinn er ágætis félagi minn eins og margir í hand- knattleikshreyfingunni. Samt ekkert meira eða minna en margir aðrir. Ég og Anton Gylfi erum til að mynda meiri félagar en ég og þessi dómari en samt vildi Aðal- steinn fá hann til þess að dæma,“ sagði Einar og skilur ekki í orðum Aðalsteins að hann sé niðri í bæ með dómurunum öll laugardags- kvöld. „Ég hef lítið verið í miðbæ Reykjavíkur um helgar það sem af er vetri og enn síður með dómurum. Þessi ummæli eru fáranleg.“ Einar fór mikinn á hliðarlínunni á fimmtudag, hoppaði og skoppaði milli þess sem hann hellti sér yfir dómarana. Hann játar að hafa farið yfir strikið. „Mín hegðun var langt frá því að vera til fyrirmyndar og ég þarf að vinna í því sjálfur. Það er ýmislegt sem gerist í hita leiksins sem á ekki að gerast,“ sagði Einar. Dómaranefnd HSÍ bar ábyrgð á því að setja þá Ómar Inga og Magnús á leikinn og Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómara- nefndar, segir ekkert óeðlilegt við það en segir þó að vissulega hefði mátt vera eftirlitsmaður á leiknum. „Þessir strákar hafa verið að standa sig vel í vetur og voru verð- launaðir með því að vera settir á þennan leik. Það var gert því við töldum þá tilbúna í slíkt verkefni,“ sagði Guðjón, sem var staddur í Kaupmannahöfn og sá ekki leikinn. „Ég hefði haldið að það ætti að vera eftirlit á leiknum og ég veit ekki hvort það hafi ekki fengist maður í það. Ég skal samþykkja að það sé dapurt að það hafi klikkað.“ henry@frettabladid.is Ummæli Aðalsteins eru fáranleg Einar Jónsson, þjálfari Fram, blæs á þau ummæli Aðalsteins Eyjólfssonar, þjálfara Stjörnunnar, að hann sé niðri í bæ öll laugardagskvöld með dómurum leiks Fram og Stjörnunnar og að þeir séu bestu vinir hans. Aðalsteinn kallar þetta spillingu en formaður dómaranefndar segir eðlilegt að viðkomandi par hafi dæmt. Í HÁR SAMAN Einar Jónsson, þjálfari Fram (til vinstri), og Aðalsteinn Eyjólfsson eru lentir í deilu á ný. Aðalsteinn segir að dómarar leiks Fram og Stjörnunnar séu bestu vinir Einars en því vísar Einar á bug. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM & ALEKSANDAR DJOROVIC Sigurvin Ólafsson, miðjumaður hjá bikarmeisturum FH, hefur ákveðið að skrifa ekki undir nýjan samning við liðið, en núverandi samningur rennur út um áramótin. „Ég er eiginlega fremur óákveðinn um framhaldið hjá mér í boltanum og gat því ekki með góðri samvisku skrifað undir nýjan samning við FH. Ég ætla að taka mér smá pásu núna og hætta aðeins að hugsa um boltann í bili,“ sagði Sigurvin í samtali við Fréttablaðið í gærdag. Sigurvin útilokar þó ekki að spila aftur næsta sumar, en líklega ekki með FH-liðinu. „Ég er enn á fínum aldri og ef neistinn kviknar að nýju treysti ég mér alveg til þess að spila í efstu deild næsta sumar. FH er náttúrlega topplið með toppmannskap og ef ég ætla að spila þar verð ég að halda mér í góðu formi og æfa vel, þeir hafa ekkert að gera með miðaldra feitabollu,“ sagði Sigurvin í léttum dúr og útilokaði því alls ekki að hann kynni að leita á önnur mið. „Ég tækla þetta bara þegar þar að kemur, það er að segja ef að mig langar til þess að spila aftur. Ég ætla því ekki loka á neitt að svo stöddu og er bara að sjá til og bíða eftir gamla góða fiðringnum,“ sagði Sigurvin, sem státar af frábærum árangri á ferli sínum í efstu deild á Íslandi. „Það spilar kannski líka aðeins inn í að maður hefur fórnað ansi miklu síðustu tíu ár fyrir boltann, en vissulega fengið það sem maður keppti að. Þannig að sú hvatning, að vinna eitthvað, er ef til vill ekki eins mikil og ef ég væri ekki búinn að vinna neitt,“ sagði Sigurvin, sem hefur orðið Íslandsmeistari með þremur mismunandi liðum; árin 1997 og 1998 með ÍBV, árin 2002 og 2003 með KR og árið 2006 með FH. Enn fremur var Sigurvin bikarmeistari með FH í ár og það virðist því vera ávísun á árangur að hafa hann innanborðs. Sigurvin deilir meti sínu, að hafa orðið Íslandsmeistari með þremur mismunandi liðum, með Kristni Hafliðasyni sem náði þeim sama árangri með ÍBV, KR og nú síðast með Val í sumar. „Kiddi náði að jafna metið og ég þyrfti eiginlega að leita mér að nýju liði til að verða Íslandsmeistari með til þess að sitja einn að þessu meti,“ sagði Sigurvin hlæjandi. SIGURVIN ÓLAFSSON, FH: SKRIFAR EKKI UNDIR NÝJAN SAMNING VIÐ FH-LIÐIÐ OG GÆTI HÆTT ALVEG Í BOLTANUM Er bara að bíða eftir gamla góða fiðringnum GOLF Birgir Leifur Hafþórsson lék mun betur á öðrum hringnum á Alfred Dunhill-mótinu í Suður- Afríku en það dugði honum ekki að bæta sig um níu högg frá fyrsta degi og er úr leik. Hann lék seinni hringinn á tveimur höggum undir pari og endaði í 84. sæti. Birgir Leifur verður áfram í Suður-Afríku því fram undan er opna suður-afríska mótið sem fram fer í Höfðaborg og hefst á fimmtudaginn. - óój Birgir Leifur Hafþórsson: Lék mun betur en er úr leik MIKIL BÆTING Skelfilegur fyrsti hringur kom í bakið á Birgi Leifi Hafþórssyni. VÍKURFRÉTTIR/JÓN BJÖRN sport@frettabladid.is BARDAGI Í KVÖLD KL. 02:00 MAYWEATHER – HATTON ÁRSINS > Guðrún Sóley aftur í KR Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, er gengin aftur til liðs við KR eftir að hafa leikið með Breiðabliki síðustu tvö ár en hún var fyrirliði Blikanna í sumar. Guðrún, sem er uppalin í KR, er ellefti leikjahæsti KR-ingurinn með 158 leiki og hefur leikið 42 A-landsleiki, þar á meðal alla leiki ársins. Markvörðurinn María Björg Ágústsdóttir hefur einnig tekið fram skóna á nýju eftir að hafa tekið sér frí frá fótboltanum árin 2006 og 2007 en hún er í hópi sterkustu markvarða landsins. Samningur beggja er út keppnistímabilið 2008 en KR gerði í gær einnig þriggja ára samning við mark- vörðinn Írisi Gunnarsdóttur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.