Fréttablaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 113

Fréttablaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 113
98 8. desember 2007 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. viðlag 6. belti 8. kæla 9. pfn. 11. íþróttafélag 12. trappa 14. eggjarauðu 16. málmur 17. nægilegt 18. ung stúlka 20. stöðug hreyfing 21. murra. LÓÐRÉTT 1. mats 3. golf áhald 4. inúíti 5. fley 7. litaskipti 10. gljúfur 13. gláp 15. sóða 16. tunnu 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. stef, 6. ól, 8. ísa, 9. mig, 11. kr, 12. stigi, 14. blóma, 16. ál, 17. nóg, 18. mær, 20. ið, 21. urra. LÓÐRÉTT: 1. dóms, 3. tí, 4. eskimói, 5. far, 7. litblær, 10. gil, 13. gón, 15. agða, 16. ámu, 19. rr. „Ég er að hugsa um að senda henni bréf og segja henni að skilja við kallinn sinn sem fyrst. Það er honum að kenna hvern- ig komið er fyrir þessari söngkonu sem ég vil meina að sé sú besta sem komið hefur fram á sjón- arsviðið í áratugi,“ segir útvarps- og tónlistarmaður- inn Magnús Einarsson, helsti aðdáandi ensku söngkonunnar Amy Winehouse hér á landi. Amy hefur verið mikið í fréttum að undanförnu fyrir eitthvað allt annað en afrek sín á tón- listarsviðinu en hún hefur verið djúpt sokkin í eiturlyfjaneyslu allt frá því að hún kvæntist vand- ræðagemlingnum Blake Field- er-Civil. Magnús segir það sorgar- sögu hvað komið hafi fyrir Amy og vonast innilega til þess að hún nái sér upp úr ruglinu. „Þetta er mikil synd því sem lista- maður hefur Amy Winehouse allt sem þarf. Hún er ekki nema 24 ára gömul en lög hennar og textar eru fáránlega góðir,“ segir Magnús og sparar ekki stóru orðin. Hann kveðst hafa orðið hugfang- inn af Amy um leið og hún gaf út sína fyrstu plötu árið 2003. „Ég held að ég hafi verið sá eini sem spilaði hana á þeim tíma og var alltaf að segja öðrum að kíkja á þessa stelpu. En það var ekki hlust- að á mig,“ segir Magnús. Amy var nýlega tilnefnd til sex Grammy-verðlauna og segir Magnús það undirstrika í hversu miklum metum hún sé hjá Kanan- um. „Hún hefur gríðarlega hæfi- leika en þarf fyrst og fremst að losa sig við þennan ónytjung.“ - vig Magnús vill að Amy sæki um skilnað MIKILL AÐDÁANDI Magnús segir að Amy Winehouse syngi eins og djasssöng- kona af bestu gerð og að hún búi yfir ótrúlegu raddsviði. AMY WINEHOUSE Þrátt fyrir að hún hafi verið dugleg við að koma sér í vandræði á hún sér stóran aðdáanda hér á landi í Magnúsi Einarssyni. PERSÓNAN Svavar Knútur Kristinsson Aldur: 31 árs. Starf: Frístundaráðgjafi og tónlist- armaður. Fjölskylda: Á eina dóttur. Foreldrar: Kristinn Jónsson, sjó- maður (látinn) og Sigríður Ásbjörns- dóttir, kennari. Búseta: Í Hlíðunum. Stjörnumerki: Vatnsberi. Svavar Knútur keppir í úrslitum lagakeppni BBC á morgun með hljómsveit sinni Hraun. Leikarinn Gunnar Hansson, betur þekktur sem ólíkindatólið Frímann Gunnarsson, hefur ásamt bróður sínum, Árna Pál Hanssyni stofnað fyrirtækið Hanssyni ehf. en það mun á næstu misserum hefja inn- flutning á Piaggio-vespum frá Ítalíu. Að sögn Gunnars er þetta eitt þekktasta vörumerki Ítalíu og hann er bjartsýnn á að farartækin leggist vel í Íslendinga. Leikarinn viðurkennir að hafa haft brennandi áhuga á þessum farartækjum frá fjórtán ára aldri þegar hann heimsótti Ítalíu. „En þá mátti ég ekki leigja mér svona vespu en varð alveg hugfanginn af þeim,“ segir leikarinn sem tók nýverið mótórhjólapróf og hefur spænt upp götur borgarinnar á mótorfák vinar síns síðan í haust. Gunnar og Árni verða að öllum lík- indum með aðstöðu í Saltfélaginu og er leikarinn ákaflega spenntur yfir þessum nýja starfsvettvangi. Gunnar komst í kynni við fyrir- tækið þegar öll fjölskyldan hélt til Suður-Evrópu í tilefni af sextugsaf- mæli móður hans. Og segir að þetta sé tilkomið vegna týpískrar, íslenskrar athafnasemi. „Ég fór og heimsótti heimshöfuðstöðvarnar í Pontedera að gamni mínu, í stutt- buxum og skyrtu. Og áður en ég vissi af var ég kominn á fund með hæstráðendum. Þeir voru mjög hrifnir af því að selja þær á Íslandi enda hefur vespan selst vel í Skand- inavíu og er auk þess ákaflega vin- sæl í Bretlandi,“ útskýrir Gunnar. Og leikarinn er ekki í nokkrum vafa með að vespurnar eigi eftir að slá í gegn. Þær séu nógu kraftmiklar til að komast upp erfiðustu brekk- urnar og þá skemmi ekki fyrir að þær eru falleg hönnun. Leikarinn telur jafnframt að kvenkynið eigi eftir að falla fyrir þeim í hrönnum enda hafi þær upphaflega verið hannaðar með konur í huga. En hann óttast heldur ekki fyrir hönd kynbræðra sinna að verða skot- spónn þeirra sem keyra um á stóru hjólunum. „Nei, nei, ég þarf ekkert að sanna karlmennskuna fyrir þeim,“ segir Gunnar og hlær og bætir því við að það sé líka mun hentugra að keyra vespurnar, menn þurfi ekki að vera klæddir í ein- hvern drakúla-búning heldur geti bara þeyst um í jakkafötunum. Gunnar segir jafnframt að þetta geti slegið á umferðarþungann í höfuðborginni auk þess sem vespurnar séu mun umhverfis- vænni en heimilisbíllinn og eyði minna. Hann óttast ekki að þetta setji strik í leikara ferilinn. „Nei, nei, við fáum fólk til að vera okkar innan handar. Það besta er samt að þetta verður aldrei nein kvöð að sinna þessu því ég lít á það sem mitt hlutverk að frelsa fólk til lífs- stíls Piaggio.“ freyrgigja@frettabladid.is GUNNAR HANSSON: ÓTTAST EKKI UM KARLMENNSKUNA Leikari flytur inn vespur FÉLL FYRIR ÞEIM FJÓRTÁN ÁRA Gunnar segist fyrst hafa heillast af Piaggio- vespunum fjórtán ára gamall á ferð sinni um Ítalíu. FLYTUR INN VESPUR Gunnar Hansson hyggst ekki leggja leiklistina til hliðar þótt hann ætli að fara að flytja inn vespur. „Vífill fullyrðir að lagt hafi verið að honum, að fara ekki á aðrar sjónvarpsstöðvar. Hann sam- þykkti það. Guðjón var kominn langleiðina upp á Skaga, þeir vildu ekki vera með nein „leiðindi“ og ákváðu þá að svissa. Sé þetta rétt er þetta enn eitt dæmið um mis- notkun Þórhalls Gunnarssonar, ritstjóra Kastljóss, á yfirburðum í krafti Ríkissjónvarpsins. Sem er ólíðandi,“ segir Steingrímur Sævarr Ólafsson fréttastjóri Stöðvar 2. Í gær lagði Guðjón Helgason, fréttamaður Stöðvar 2, inn upp- sagnarbréf eftir viðtal sem hann tók við Ingvar Þórisson sem Vífil Atlason – sá hinn sami og komst í fréttir vegna gabbsímtals við Hvíta húsið. Grátt gaman að mati Steingríms sem neitaði að taka við uppsagnarbréfinu. Segist líta þetta alvarlegum augum enda Guðjón tekið málið nærri sér og telur vegið að starfsheiðri sínum sem fréttamanns. Vífill staðfesti í samtali við Fréttablaðið að honum hafi verið gert af Kastljósi að fara ekki í önnur sjónvarpsviðtöl og þeir því gripið til þessa ráðs. „Hún hringdi, Ragnhildur Steinunn, þarna Kast- ljósgellan, og sagði það bara regl- ur að ef maður fer í Kast- ljósið þá fer maður alls ekki á aðrar sjónvarpsstöðvar.“ „Á ég að bera ábyrgð á röngum fréttum og fréttaklúðri Stöðvar 2? Er það mér að kenna að þeir baktékki ekki viðmælendur sína?“ spyr Þórhallur Gunnarsson, rit- stjóri Kastljóss, sem telur þó alvarlegt þegar fólk blekkir fjöl- miðil. Aðspurður um ásakanir Steingríms þess efnis að hann mis- noti aðstöðu sína og banni fólki að tala við aðra miðla segir Þórhallur drengnum ekki hafa verið hótað. „Þetta snýst um að ef þú hefur sagst vera í Kastljósi stendur þú við það. Við beinum þeim tilmælum til fólks að það láti okkur vita, verði menn úti um allt hlýtur fréttamat okkar að miðast við það.“ - jbg Kastljós sakað um tuddaskap STEINGRÍMUR SÆVARR Segir misnotkun Þórhalls á ríkisreknum yfirburðum sínum ólíðandi. ÞÓRHALLUR GUNNARSSON Neitar alfarið að gangast við því sem hann kallar „fréttaklúður Stöðvar 2“. Sigríður Beinteinsdóttir var síðasti gestur hins stórskemmtilega útvarpsþáttar A-J sem sendur er út á Rás 2. Sigríður gaf hristu sem hún notaði öll Stjórnarárin og sló taktinn í Stjórnar- samstarfinu og fór þetta ágæta hljóðfæri á litlar fimm þúsund krónur á vikulegu uppboði í þættinum. En það er ögn stærra tækið sem næsti gestur hyggst láta bjóða upp. Og það er heill bíll. Sá sem gefur er enginn annar en þúsund- þjalasmiðurinn Ómar Ragnarsson og bíllinn sem um ræðir er Dai- hatsu Cuore, árgerð 1987 með bílnúmerinu Y7754. Ómar hefur nýtt bílinn mikið og farið upp um fjöll og firnindi og meðal annars alla leið upp á Kárahnjúka. Hann er þess þó fullviss að ökutækið hafi sjaldan eða aldrei verið í betra formi þótt kílómetra- mælirinn sýni litla 79 þúsund ekna kílómetra. Ágóðinn af söluvirðinu fer til vatnssöfnunar Hjálparstofnunar kirkjunnar í Afríku. Og meira af bílamálum því hand- knattleiksmaðurinn Logi Geirsson upplýsir á bloggi sínu að hann sé að reyna festa kaup á forláta Ferrari GTS Targa 355 bifreið. Logi er þekktur smekkmaður og hefur alla jafna gætt þess vel og vandlega að aka um á flottum og rennilegum bifreiðum, jafnvel áður en hann hélt í atvinnumennskuna í Þýskalandi. Logi er sökum starfs síns á miklum þeysingi og hyggst því láta það eftir sér að uppfylla gamlan draum og keyra hrað- brautir Þýskalands á þessum þekktasta sportbíl allra tíma. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI TIL SÖLU GRÍÐALEGA VEL BÚINN BÍLL LÍTIÐ BROT AF BÚNAÐI ER EFTIRFARANDI 1. NÁLGUNARVÖRN AÐ FRAMAN OG AFTAN. 2. DEKKTAR HLIÐARRÚÐUR. 3. RAFKNÚIN SÓLLÚGA. 4. BI-XENON ÖKULJÓS MEÐ SPRAUTU/ÞURKU ÁSAMT AUKALÝSINU TIL HLIÐAR. 5. POWER LIFTGATE (OPNANLEGUR AFTURHLERI M/FJARST.) 6. DRÁTTARKÚLA (AFTENGJANLEG) 7. HRAÐANÆMT AFLSTÝRI (servotronic) 8. TIPTRONIC S-SJÁLFSKIPTING/HANDSKIPTING/BEINSKIPTING. 9. SKI BAG. 10. SJÁLFVIRK LOFTRÆSTIKERFI. 11. HITUN Í FRAMSÆTUM AUK HITA Í STÝRI. 12. BOSE DIGITAL SURROUND HLJÓMKERFI 250 WÖTT MEÐ 14 HÁTÖLURUM. Porsche Cayenne á götuna apríl 2007 , ekinn 17þús km, 18”álfelgur , sumar og vetrardekk VERÐ: 8,590,000- ( NÝ VIRÐI 9,630,000-) Ekkert áhvílandi / en hagstæðir lánamöguleikar Ath. Skipti á ódýrari bíl mögulegt. Frekari upplýsingar veitir Vignir Arnarson í síma 897-0999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.