Tíminn - 16.06.1981, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.06.1981, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 16. júnl 1981 fréttir Áhrif læknadeilunnar koma slfellt meira í Ijós: „ENGAR FOSTUREYÐINGAR SVO LENGI SEM DEILAN STENDUR” segir Sigurdur S. Magnússon, prófessor B „Engar fóstureyðingar hafa nú vcrið framkvæmdar á Kvennadeild Landspitalans i um tvær vikur og verður ekki gert svo lengi sem læknadeilan stendur, nema að lif liggi við, sem sjald- gæft er i slikum tilvikum”, sagði Sigurður S. Magnússon, prófessor i samtali við Timann. Hann sagði þetta raunverulega ekki stafa af þvi að þessum að- gerðum hafi verið neitað, heldur hafi ástandið á svæfingardeild spitalans verið orðið svo erfitt, að þessar aðgerðir séu útilokaðar. Á skurðstofu Kvennadeildar Landspitalans sé nú ekki hægt að sinna neinum aðgerðum nema al- gerum neyðartilvikum. Þar er átt við krabbameinstilfelli, miklar blæðingar, utanlegsþykkt, fóstur- lát og keisaraskurði, sem að sjálfsögðu er ekki hægt að stöðva. „Þetta er bara eitt af þeim vandamálum sem verið er að hlaða upp. Allskonar sjúklingar eru á biðlista hjá okkur vegha<að gerða er fyrst og fremst snerta kvenlækningar. Þvi lengur sem deilan stendur, þess meiri vanda- mál skapast og þvi lengri tima tekur siðan að ná öllu i eðlilegt horf á ný”, sagði Sigurður. Þá sagði hann það vekja ugg, að möguleikarnirá að fá lækna til að sinna þessum brýnu neyðartil- fellum hljóti að minnka. Þeir sem ennþá sinntu þessum liknarstörf- um, séu ekki á neinum samning- um og þar með kauplausir. Það hljóti þvi að vera spurning hvað þolinmæði þeirra til að vinna kauplaust endist lengi. „Bregðist það alveg vitum við hreinlega ekki hvernig fer”, sagði prófessor Sigurður. —HEI Heimsmeistaraeinvíginu í skák frestad um mánud: „Ég geri ráð fyrir að þeir taki þessu illa’f — segir Friðrik Ólafsson, forseti FIDE, um viðbrögd Sovétmanna ■ „Það hafa engin viðbrögð að ráðikomið við þessari ákvörðun minni en ég geri ráð fyrir þvi aö þessu hafi verið illa tekið i her- búðum Sovétmanna”, sagði Friðrik Ólafsson forseti FIDE i samtaii við Timann, en hann hefur nú ákveðið að fresta heimsmeistaraeinvígi þeirra Kortsnojs og Karpov um einn mánuð vegna þess að ekki hafa fengist svör frá Sovétmönnum um hvað þeir hyggjast gera i málefnum fjölskyidu Kortsnoj. ,,Eg veitekki um viðbrögðin i hinum herbúðunum en býst við að þar verði siður um mótmæli að ræða vegna þessarar ákvörð- unar. Þetta mál á sér langan að- draganda en við höfum reynt að koma þvi til leiðar að það leyst- ist hljóðlega og vinsamlega og þá með það fyrir augum að lægja öldurnar i FIDE en það hefur ekki tekist. Lokatilraun min i þessu máli var fyrir 6 vik- um og ég hef engin svör við málaléitan minni fengið enn.” Má ætla að Sovétmenn hafi ætlað að nota fjölskyldu Korts- noj sem þvingun á hann I einvig- inu? „Ég vil ekki vera með neinar getgátur um það. Það er grund- vallaratriði i þessu máli að keppendur standa jafnari að vigi ef það leysist og i annan stað er málið búið að valda það mikilli ólgu og úlfúð að nauð- ■ Friðrik ólafsson. synlegt er að fá það frá. Okkur hefur fundist, að þótt þetta mál heyri ekki undir iþróttayfirvöld i Sovétrikjunum, þá gætu þau reynt að beita áhrifum sinum til að fá þetta leystogþannigstuðlaðað þvi að bæta samstarfið innan FIDE.” —FRI Ingimar Jónsson, forseti Skáksambands íslands: en meiri aðgerða er þörf'f ■ „Ég tel þessa ákvörðun Frið- riks ágæta, en finnst að málið liti þannig út að meiri aðgerða sé þörf”, sagði dr. Ingimar Jónsson forseti Si i samtali við Timann, er við spurðum um álit hans á; þeirri ákvörðun Frið- riks Ólafssonar að fresta heims- meistaraeinviginu i skák um mánuð. „Ég veit ekki hversu árang- ursrik þessi aðgerð verður, en ég tel enga hættu stafa af henni eins og sumir virðast óttast. Ég fæ ekki séð að hún valdi sundr- ungu innan FIDE, það fer allt eftir framhaldinu og það er rétt ■ Ingimar Jónsson. hjá Friðrik að gefa Sovétmönn- um meiri tima til að leysa þetta mál. Hvað varðar frekari aðgerðir, þá er spurning hvernig standa ætti að þeim, — það verður að vega og meta.” —FRI Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands Norðurlanda: „Afstaða Norður- landa verði Ijós fyrir FIDE-þing” ■ „Ég hef nú sent til Danmerk- ur, Sviþjóðar, Finnlands og Færeyja, ályktun þar sem lýst er yfir stefnu Friðriks Ólafsson- ar i máli Kortsnoj, en skáksam- bönd lslands og Noregs hafa þegar undiritað hana á þingi skáksambanda Norðurland- anna, sem haldið var i Herling”, sagði Einar S. Einarsson, for- seti skáksambands Norður- landa i samtali við Timann. ,,Ég hef óskað eftir svari frá þvi fyrir 25. júni n.k., þannig að afstaða Norðurlandanna verði ljós nokkurn tima fyrir FIDE-- þingið, sem haldið verður i At- lanta þann 19. júli, en þar má búast við þvi að hrikti i stoðum sambandsins, og þvi er mikil- vægt að þessi stuðningur sé ljós þá.” —FRI ■ Einar S. Einarsson. íslendingur stunginn til bana í Gautaborg ■ 46 ára gamall Islendingur, Ingvar Þorgeirsson, var stunginn til bana í Gautaborg, aðfaranótt sl. miðvikudags. Hafði hann veriö að skemmta sér ásamt norskri konu og sænskum hjónum á þriðjudagskvöld, og haldið með þeim heim til norsku konunnar um nóttina. Þar mun hafa slegið i brýnu á milli kvennanna og samkvæmt heimildum sem blaöiö hefur aflað . sér frá Sviþjóð mun Ingvar heit- inn hafa ætlað aö ganga i milli þeirra. Hafði þá norska konan verið komin með hnif i hönd og varð Ingvar fyrir stungu og er talinn hafa látist samstundis. Sænsku hjónin munu hafa flúiö af staðnum, en norska konan var aö draga Ingvar fram á gang, þegar granna hennar i húsinu bar að og gerðu þeir lögreglu viövart. Norska konan situr nú i varð- haldi og mun hún eiga aö koma fyrir rétt nú i vikunni. — AM Sjúkra- flugid tók 20 mfnútur ■ Þyrla sóttistúlku til Akraness á sunnudaginn, eftir að hún hafði hlotið alvarleg höfuðmeiösl i bil- veltu, sem segir frá hér i blaðinu. Var óskað aðstoðar þyrlunnar sem var frá Landhelgisgæslunni kl. 15.55 og tók hún sig upp frá Reykjavik kl. 16.30 og var lent við Borgarspitala kl.16.50. Má ein- stætt telja hve hér hefur verið vel aö verki staðið. Sagði Ásgrimur Björnsson hjá SVFI að nauðsyn bæri til að koma fyrir lendingaraðstöðu fyrir þyrl- ur sem viðast um land, enda þarf ekki að tiunda hvert hagræði slikt er fyrir alla aðila, og hvilikt hnjask með sjúklinga má umflýja með þvi móti. Þyrla frá Keflavikurflugvelli sótti mann um borö I togarann ÝmiHF-343 á sunnudagsmorgun, en hann hafði misst fingur og stóöu vonir til aö mætti græöa hann á manninn. _aM Kviknaði í olíukynditæki ■ Á Seyöisfiröi kviknaöi i oliu- kynditæki á sunnudagskvöldið um kl.22, en tæki þetta er notað til þess að hita upp oliumöl. Varö af talsveröur eldur og kom slökkvi- lið staðarins á vettvang. Gekk greiðlega aö slökkva eldinn og munu skemmdir ekki hafa oröiö miklar. — AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.