Tíminn - 16.06.1981, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.06.1981, Blaðsíða 12
fréttafrásögn , /í'v«r ÍK ■ Lagt af staö i róöurinn. ■ Steingrimur Sigurösson hlaut afreksbjörgunarverölaunin og hér afhendir Pétur Sigurösson honum þau. ■ Frá kappróörinum i Nauthólsvik. Sjómannadagurinn: ¥ ÞRIR BRÆÐUR ■ Þeir sem voru heiöraöir á sjómannadaginn: F.v. Magnús H. Bjarnason stýrimaöur, Snorri Júliusson háseti, Arni Guömundsson stýrimaöur, Eyjólfur Einarsson vélstjóri og Guömundur V. Guömundsson skipstjóri. STAKKASUNDINU — 26 sveitir í róðrakeppninni á Akureyri ■ Sjómannadagurinn fór fram með pomp og prakt viða um land- ið en segja má að veðurguðirnir hafi ekki leikið við landsmenn á þeim degi. Þungbúið veður var viða og rigningarsúld en.það aftr- aði fólki ekki frá þvi að ílykkjast á staðina og fylgjast með hátiðar- atriðunum. Á flestum stöðum var boðið upp á hefðbundin sjómannadagsat- riði, kappróður, koddaslag, stakkasund og aldraðir sjómenn voru heiðraðir. Það vakti athygli að þeir þrir menn sem tóku þátt i stakkasund- inu i Nauthólsvik voru bræður en sá er sigraði það sund var Jón B. Sigurðsson, en bræður hans heita Pétur og Einar. Þeir sem voru heiðraðir á sjó- mannadaginn voru þeir Magnús H. Bjarnason stýrimaður, Snorri Júliusson háseti, Árni Guð- mundsson stýrimaður, Eyjólfur Einarsson ’vélstjóri og Guðmundui V. Guðmundsson skipstjóri. 1 kappróðrinum sigraði skips- höfnin á Bjarna Sæmundssyni i flokkisjómanna, Sendibilastöðin i hópi landssveita, en þetta mun vera i 6. sinn i röð sem þeir gera það,og i kvennaflokki vann sveit BÚR. Áhöfn Páls Pálssonar sigursæl „Sjómannadagurinn hófst á þvi að á laugardag var farið hópsigl- ingu með börnin um Djúpið og á sunnudag var farið i hópgöngu að minnisvarða sjómanna og eftir messu i Hnifsdal hófust hátiða- höldin sjálf við bátahöfnina”, sagði Kristján Jónsson á Isafirði i samtali við Timann. „Sjómenn voru heiðraðir, ávörp flutt og kappróður skips- hafna hófst. Sigurvegari þar var skipshöfnin á Páli Pálssyni. Kappróður landssveita vann Norðurtanginn, en þeir hafa sigr- að mörg ár i röð og kvennasveit Norðurtangans vann sinn riðil. Skipshöfnin á Páli Pálssyni var sigursæl á sjomannadaginn þvi fyrir utan kappróðurinn vann hún reiptogið og handboltaleik við áiiöfn Júliusar Geirmundsson- ar.” Kaffiveitingar voru i félagsheim- ilinu i Hnifsdal á vegum Slysa- varnarfélagsins og dansleikir um kvöldið. 26 sveitir i róðrarkeppn- inni „Það tóku 26 sveitir þátt i róðr- arkeppninni hjá okkur, 6 sveitir sjómanna, 8 kvennasveitir og 12 landssveitir”, sagði Guðjón Jóns- son á Akureyri i samtali við Tim- ann. Áhöfnin á Sléttbak vann sinn riðil, ÚA frystihús vann kvenna- riðilinn og Slippstöðin vélvirkjar vann landsriðilinn.” „Sjómenn sem heiðraðir voru voru þeir Axel Vatnsdal sjómað- ur, Bjarni Jóhannesson skipstjóri og Friðfinnur Árnason vélstjóri.” „Sigurvegari i bæði stakka- og björgunarsundi var Kristján Vil- helmsson á Súlunni og hlaut hann Atlasstönginaaðlaunum.” Veðrið var frekar slæmt á sjómanna- daginn og setti það nokkuð strik i reikninginn hvað hátiöahöldin varðaði. Veðrið setti raunar strik i reikninginn á fleiri stöðum þvi til dæmis i Vestmannaeyjum og á Siglufiröi varð að fresta hluta há- tiðarhaldanna af þeim sökum og færöust þau þvi til um einn dag. Texti Friðrik Indriðason Myndir Elín Ellertsdóttir ■ Steingrimur Hermannsson var meðal gesta á sjómannadaginn i Eeykjavlk en hann sagði m.a. i ávarpi sinu að fréttir með morsiyrðu teknar upp að nýju. Imh|IhiIIo MEST SELDU ÁBURDARDREIFARARNIR HÉR Á LANDI UM ÁRABIL 500 kg 325 kg /UU kg *Nákvæm dreifing *Auóveld stilling *Örugg tenging * Lítió vióhald * Dönsk gæóaframleiósla FYRSTA SENDING KOMIN! @ VEIADEILD SAMBANDSINS Armúla 3 Reykjavík ( HALLAR - MÚLAMEGINJ Sími38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.