Tíminn - 16.06.1981, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.06.1981, Blaðsíða 15
- Þriðjudagur 16. júni 1981 15 ■ Dansað á kvöldvöku í Hrafnagilsskóla. henni nauðsynlegt vegna þess að hún er tengiliður milli orlofs- nefndanna um land allt, en þær eru 39 talsins. — Hafa verið haldnar ráðstefn- ur um húsmæðraorlofið? — Já, þrár slikar ráðstefnur hafa verið haldnar. Sú fyrsta þegar landsnefndin var stofnuð, árið 1973, önnur ráðstefnan var 1977 og sú þriðja i nóvember s.l. Orlofsnefndunum er heimilt að verja nokkurri fjárhæð þriðja hvert ár til þess að senda fulltrúa á sameiginlega ráðstefnu, sem hefur það hlutverk að samræma fyrirkomulag orlofsins og kynna starfshætti á orlofssvæðunum. — Fyrst i júll verður Norrænt húsmæðraorlof haldið að Hvann- eyri. Nú hefur orlof húsmæðra þróast svo vel hér á landi, verður það ekki kynnt á Hvanneyri? Nei. Þess hefur ekki verið ósk- að, en það hefði að sjálfsögðu verið ánægjulegt. ViNiwf ráðstefnugesta til oriofsins Við gripum niður i fundargerð ráðstefnunnar og þar segir Elín Aradóttir fulltrúi af Norðurlandi m.a.: Eftir 20 ára gildistima lag- annaum orlof húsmæðra megum við vera ánægðar með árangur- inn. Þótt timarnir og mögu- leikarnir til ferðalaga hafi breytst er alltaf stór hópur kvenna, sem vill vera i orlofi húsmæðra og njóta félagsskapar með öðrum konum, og þvi ber okkur að stuðla að þvi, að orlofið geti komið að sem bestum notum. Guðrún Lára Asgeirsdóttir einnig fulltrúi að norðan sagði: Nauðsynlegt er að útbreiða orlof- ið og kynna það, t.d. með dreifi- bréfi til húsmæðra á hverju or- lofssvæði, en það hefir orlofs- nefndin i Skagafirði gert með þvi að gefa út rit árlega, sem heitir Orlofsfréttir úr Skagafirði. Guð- rún Lára taldi að ferðalögin ættu fullan rétt á sér, þó ekki væru þau beinlinis til hvildar. Margar hús- mæður ættu lika auðveldara með að vera að heiman i nokkra daga en i heila viku. Einar Kristjánsson fyrrum skólastjóri á Laugum i Dalasýslu var gestur ráöstefnunnar og ræðumaður. Rakti hann ánægju- leg samskipti við orlofskonur á meðan orlofið var á Laugum. Hann sagði einnig: 1 fljótu bragði virðist nú ekki auðvelt að fá 50-60 einstaklinga, sem koma sitt úr hverri áttinni, þekkjast litið sem ekkert, og hafa flestir litla reynslu i félagsstarfi til að stilla sina strengi saman. En það er kannski einmitt á þessum vett- vangi, sem orlofið hefur unnið sinar mestu vinsældir og stærstu sigra, og þá á ég einkum við kvöldvökurnar. Hulda Sigurðardóttir geröi grein fyrir orlofi Hafnarfjarðar að Laugarvatni, en þaö er i sam- vinnu við nokkrar aðrar nefndir. Hún sagði aðsókn svipaða milli ára og gat þess að meðalaldur þátttakenda heföi siöustu ár færst niður um 10-15 ár. Þórdis Bergsdóttir ræddi við- horf og störf i orlofi húsmæðra á Austurlandi. Henni leist vel á hugmynd, sem fram hefur komið um 2-3 orlofsheimili viðs vegar um landið, þar sem konur gætu valið á milli staða, og þyrftu ekki alltaf að fara á sama staðinn. Olga Ágústsdóttir sagði að i Eyjafirði sæktust konur eftir feröalögum. Þeim fyndist of ná- lægt aö fara i Hrafnagilsskóla, en hefði þótt góð tilbreyting að fara að Lundi i öxarfirði. Vilborg Valgeirsdóttir frá Höfn i Hornafirði gerði grein fyrir starfinu á orlofssvæði hennar, sem nær frá Lónsheiði að austan og að Skeiðará að vestan. Upp- haflega voru þetta þrjú orlofs- svæði, en voru siðan sameinuö i eitt. Undanfarin ár hafa verið farnar 3-4 orlofsferðir af þessu svæöi. Sigriður Salvarsdóttir frá Vig- ri i Isafjaröardjúpi sagði frá fjármálum og ferðalögum fyrir vestan. Hrepparnir tækju orlofs- konum vel, en hún gat þess lika aö tvær þeirra sem i orlofsnefnd inni eru, væru giftar oddvitum. Spegla þessi ummæli nokkuð þann vanda, sem er þvi samfara að orlofsnefndir skuli þurfa að innheimta rekstrarafé sitt hjá sveitunum, en fá það ekki beint frá rikinu, sem væri mun auð- veldara i framkvæmd. Sigrún Sturludóttir i orlofs- nefndinni i Reykjavik sagöist hafa verið hlynntari ferðalögum áður en hún kynntist rekstri or- lofsheimilisins i Hrafnagili, og hafði hún áhuga á að kannaðir væru möguleikar á þvi að reka tvö orlofsheimili fyrir landið. Samþykktir ráðstefn- unnar Ráðstefna landsnefndar orlofs húsmæðra gerði allmargar sam- þykktir, þar sem m.a. er talið nauðsynlegt, að landsnefndin starfi áfram og að heppilegast sé að stjórn hennar hafi aðsetur i Reykjavik og nágrenni. Einnig var taiið óhjákvæmilegt, aö stjórnin leitaöi eftir fjárstyrk til starfsemi sinnar og sæki um fé hverju sinni er ráðstefna er hald- in, ef föst fjárveiting fæst ekki. Þá taldi ráöstefnan nauðsyn- legt, að vekja athygli húsmæðra á orlofinu t.d. með þvi að kynna það i fjölmiðlum, og eins með þvi að sérhver orlofsnefnd sendi dreifibréf inn á öll heimili i sinu byggðarlagi. Loks ályktaði ráð- stefnan, að stefnt skuli að þvi að koma á fót a.m.k. tveimur orlofs- heimilum, sem verði undir einni og sömu yfirstjórn, til þess að konur geti valið um þá staði. Og i lokin var landsnefnd falið að vinna að þvi, viö viðkomandi að- ila að fararstjórar orlofshópa þurfi ekki að taka af eigin sumar- leyfi til þeirra starfa. Framtið orlofsins Viö spyrjum Steinunni Finn- bogadóttur aö þvi aö lokum, hvort húsmæöraorlofiö eigi enn rétt á sér aö hennar áliti? — Já, hiklaust. Aö visu er unga fólkið óðum að vakna til samá- byrgðar foreldra hvaö snertir umönnun barna og sameiginlegt heimilishald. Umræður og bar- átta kvenna siðari ár hafa losað að nokkru um ströngustu f jötrana varðandi heimilishald, og stöðu kvenna sem einstaklinga með sjálfstæðan vilja og vitsmuni, — og guði sé lof. En það er langt i land að minu mati, þar til sömu kröfur verða gerðar til karla og kvenna, hvað varðar hússtjórn og heimilisstörf. Þess vegna er á- stæða til að ekki aðeins viðhalda orlofi húsmæðra heldur efla það. fb Námsfólk — Æskulýður Ykkar ferðir eru okkar sérgrein, en við seljúm einnig ferðir fyrir alla Á ódýran hátt um Evrópu? INTERRAIL er lausnin. Lestarkort, sem gildir ótakmarkað i einn mánuð um Evrópu. Vikulegar ferðir til Kaupmanna- hafnar og Luxembourgar. Nýr möguleiki á ferðum um Frakkland. Þú flýgur til Luxembourgar og tekur lest- ina þaðan. Getum útvegað mjög ódýra gistingu á 35 stöðum viðsvegar um Frakk- land. Þú kaupir ávisanir á gististaði hjá okkur áður en þú ferð, mætir siðan á stað- inn og framvisar einni og rúmið biður þin. Þú þarft ekki að bóka þig fyrirfram og ræður ferðinni sjálfur, stoppar eins lengi og þú vilt, þar sem þú vilt. Ef þú vilt kynn- ast hinu raunverulega Frakklandi með öllum sinum fjölbreytileika þá er þetta rétta leiðin. Littu við hjá okkur og kynntu þér verðið, (eða hringdu ef þú kemst ekki i bæinn). Ferðaskrifstofa stúdenta Stúdentaheimilinu við Hringbraut Simi 15656 Innkaupastjórar — Kaupfélagsstjórar Mikið úrval iþróttavara fyrirliggjandi t.d. Puma-fótboltaskór, Puma-æfingaskór, Puma-gaddaskór. Sportvöruverzlun Ingolfs Oskarssonar KloppofS’ig 44 Simi 117-83 OMME baggavagnar >í 125—130 bagga í'Verð aðeins kr. 17.300.- 1 Fyrsta sending uppseld 9 Nokkrir vagnar lausir úr næstu sendingu pfip^ ÁRMÚLA11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.