Tíminn - 28.06.1981, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.06.1981, Blaðsíða 7
Sunnudagur 28. júni 1981 7 TBE AOTDNN or wnp ðáfBIADril i iímbi rni iimynii%»o Gabriel Gareia Marquez: The Autumn of the Patriarch. Picador 1978. ■ Það hefur i raun verið furðu hljótt um þessa bók, a.m.k. ef miðað er við fádæma vinsældir sem bók Marquezar „Hundraðára einsemd” naut. Vissulega er „Haust lands- föðurins” , nýlegasta bók hans, ekki jafn mikið við al- þýðuskap og sú fyrri. Sagan gerist i dæmigerðu smáriki i Suður-Ameriku þar sem her- foringjar eru eiliflega að brölta. Einn morguninn finnst hálfrotið lik landsföðurins i forsetahöllinni, það er eins og oki sé létt af þjóðinni, hún er ráðvillt. Hún hefur i raun misst allt skynbragð á sögu sina, finnst eins og patriarkinn hafi ráðið yfir þvi alla tið með ótrúlegri harðneskju og tak- markalausu valdi. Hann var goðsagnapersóna, allir hugðu honum eilift lif. Timaskyn þjóðarinnar er brenglað, sag- an dregur dám af þessu, það erfariðfram og afturitima og miskunnarlaust flett ofan af þjóðsögunni um landsföðurinn og móður hans. Sérstakt ein- kenni bókarinnar er að hver kafli er i raun ein málsgrein. Þvi er hún tyrfin aflestrar, en fjarskalega áhrifarik og myndauður. Var við öðru að búast af Marquez? VS.NAIPAULO ABENDIN THERIVER \ *m»v*»I ot vho«M>ntf Aftrleu - 'HríUi&Munii Obttrtxtr V.S. Naipaul: A Bend in the River. Penguin 1980 ■ Naipaul þessi kom sterk- lega til álita viö úthlutun bók- menntaverðlauna Nóbels i' fyrra og vóg þá Bugðan i ánni einna þyngst a metunum. Hannerfædduri Trinidad.af indversku bergi brotinn, en hlaut menntun sina á Eng- landi og skrifar á tungu þar- lendra. Bugöan... gerist i ónefndu Afrikuriki sem áður var undir stjórn Frakka, stjórnmálaástandið þar er ótryggt eins og i mörgum ný- frjálsum rikjum. Salim, kaup- maður af ströndinni, fer inn i myrkviðið til að taka við niðurniddri smáverslun i bæ við bugðuna i ánni. Naipaul skrifar af einstökum skilningi um lif á mótum hins nýja og gamla heims — hún ætti reyndarað vera skyldulesning fyrir alla sem láta sér málefni þriðja heimsins einhverju varða. Bókin er heldur hæg- fara, en geysilega áhrifarik og frumleg, skrifuð af sérstöku innsæi og skilningi á mann- legri náttúru. Len Deighton: XPD. Granada 1981. ■ Getur það verið að Churc- hill og Hitler hafi átt með sér leynifund llta júni 1940? Vist er harla fátt sem bendir til þess arna. En Len Deighton lætur það ekki hindra sig. For- gjöf „XPD” er að slikur fund- ur hafi átt sér stað, leyndar- málsins hafi verið vandlega gætt, hugsanlegum vitnum hafi verið rutt úr vegi. En fjörutiu árum siðar eru Rúss- ar vitaskuld komnir i spilið — breska leyniþjónustan gerir allt til að þagga málið niður aftur. Bókin hefur vakið griðarlega athygli og selst grimmt og kallar þó Deighton ekki allt ömmu sina i þvi efni, verandi höfundur alþýðlegrar striðssagnfræði, sögulegra skáldsagna, njósnabóka og matreiðslubóka. „XPD” er afar spennandi og sannfær- andi aflestrar, plottið er flókið og listilega samofið. Hér er aksjón frá fyrstu blaðsiðu til hinnar siðustu. ?OUR, AND , '.HiaWlTEDByTMEtSlRCWaiRS Doris Lessing: The Marriages Be- tween Zones Three, Four, And Five. Granada 1981. ® Doris Lessing er gamalvön i faginu. Gaf út sina fyrstu bók 1950 og hefur vérið að siðan af fádæma krafti. Helsti styrkur hennar er hve gott hún á með að endurnýja sig, leita uppi ný form. Siðustu tvær bækur hennar, og likasttil þær vin- sælustu eru i seriunni „Canopus in Argos: Archives”, undir þvi sem hún kallar sjálf „Space Fiction” en það eru bókmenntir af betra tæinu skrifaðar undir hatti visindaskáldsögunnar. „The Marriages...” er önnur bókin i þessum flokki, sú fyrsta hét „Shikasta”, og lesandanum er lofað fram- haldi, „The Sirian Experi- ments”. Um hvað fjalla svo bækur með svona stórbrotnum titlum... um sambandið milli karla og kvenna, ást og kynlif, bliðu og losta, árásarhneigð og afskiptaleysi — mannlegt hlutskipti... i stjörnuljósi. Bækurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bóka- verslun Máls og menningar. BÆNDUR RZ.SLÁTTUÞYRLURNAR KOM NAR 2 STÆRÐIR Kr. 11.159 - kr.12.789 VINNSLUBREIDD 135og165sm Margra ára reynsla tryggir gæðin. Mestselda sláttuþyrlan í áraraðir. Fullkomin varahlutaþjónusta. umallfbnri ^ SAMBANDSINS um ailT lana Armúla3 Reykiavik S. 38900 (HALLARMÚLAMEGINI Skrúftjakkar Kr. 140.- D D D D D D Flestargerðir af tmkum. Heildsala U smásala D D D I Hjólatjakkar 1,5 tonn Kr. 1.950. Bílavörubúbin Skeifunni 2 FJÖDRIN 82944 Púströraverkstæði 83466 t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.