Tíminn - 28.06.1981, Page 26
26
3JA GÍRA BARNA-
OG FJÖLSKYLDUHJÓL
Hagstætt verð
Heildsala — Smásala
Opið frá kl. 17.00 - 20.00
Póstsendum
1 G. ÞÓRÐARSON
Sævangi 7 — P.O. Box 424
222 Hafnarfjörður
Sjómannadagsráð
óskar eí'tir tilboði i tvöfalt gler fyrir hjúkr-
unarheimili Hrafnistu, Hafnarfirði. Út-
boðslýsingar má vitja á skrifstofu Sjó-
mannadagsráðs að Hrafnistu i Reykjavik
alla virka daga næstu viku nema laugar-
daga kl.14:00-16:00.
Tilboð verða opnuð þann 20. júli kl,14:00 á
skrifstofu ráðsins.
Stjórnin.
Til sölu
Gaskútar og
súrkútar
Upplýsingar i sima 81711 frá kl: 9-5.
■ - Fátt hefur vakið meiri
athygli i tónlistarheiminum en
hin nýja bylgja sem nú gengur
vfir Bretland og er á goðri leið
með að leggja fleiri lönd að fót-
um sér. Eins og svo oft áður er
það einkum ein hljómsveit sem
orðið hefur persónugervingur
þessara breytinga eða nýjunga.
1 þessu tilfelli er það hljóm-
sveitin „Spandau Ballet”.
Upphafið.
Hljómsveitin á rætur sinar að
rekja til þess sem hér áður voru
„neðanjarðar” klúbbar sem
lögðu á sinum tima áherslu á
alltaðra hluti en þá voru að ger-
ast i tónlistarheiminum. A
þessum stöðum var ekki spiluð
sú tónlist sem rikjandi var á
hverjum tima heldur lögðu
plötusnúðarnir sig eftir að hafa
á plötuspilaranum góða dans-
músik sama undir hvaða tón-
listarstefnu hún féll .
Þessi leit þeirra að áhuga-
verðri stilhreinni dansmúsik
hefur leitt þá i gegnum margar
tónlistarstefnur allt frá
„electronic” til „new-funk”.
Allar hafa þessar stefnur haft
eitt sameiginlegt og það er
góðan danstakt. En tónlistin ein
gerði þessa klúbba ekki sér-
kennilega. Gestirnir voru og
eru eins áhugaverðir og tón-
listin. í stuttu máli er hægt að
segja að þeir sem sæki þessa
kiúbba séu „þeir sem setji
linuna” i tiskunni, þ.e. hár-
greiðslufólk, fatahönnuðir, rit-
höfundar. grafik listamenn,
myndlistarmenn og að ó-
gléymdum „þeim óbreyttu”
sem voru bara venjulegir
krakkar sem höfðu gaman af
þvi að dansa og klæða sig sér-
kennilega, en þó alltaf vel.
Þarna blönduðust saman allar
stefnur hvort sem það var i tón-
list eða einhverri annarri list.
Andrúmsloftið var mjög frjótt
og það má segja að þessi jarð-
vegur hafi beinlinis hrópað á
eitthvað nýtt. Um upphafið
segirGary Kemp, lagahöfundur
og driffjöður hljómsveitar-
innar,: „Við vorum allir tiðir
gestir I þessum klúbbum. En
það varengin hljómsveit til sem
við gátum beint sjónum okkar
að. Það var engin hljómsveit til
sem hafði sömu ánægju og við af
þvi að klæðast sérkennilega og
leika um leiða góða dansmúsik.
T.d. finnst mér bandarisk soul-
tónlist mjög skemmtileg en þær
hljómsveitir lita allar hræðilega
út.” Hann heldur þvi fram að
það hafi verið þetta klúbbum-
hverfi sem kom hljómsveitinni
„Spandau Ballet” af stað en
ekki hljómsveitin sem bjó til
þessa tisku.
Þeirra fyrstu tónleikar voru
haldnir i æfingastúdiói i
nóvember 1979. Þar voru þeir
aðeins að kynna hljómsveitina
fyrir vinum og kunningjum,
hverra skoðanir þeir virtu mik-
ils.
Viðbrögð áhorfenda voru mjög
jákvæð og þeir ákváðu að keyra
á fullu i' þetta. 1 desember það
ár urðu þeir fyrsta og eina
hljómsveitin tilað spila i tiu vin-
sælustu klúbbum unga fólksins i
london.
Einn af þeim var „The Blitz”
Eftir þeim klúbbi er heiti
þessarar bylgju komiö „The
Blitz Kids”, einnig hafa áhang-
endur hennar verið kallaðir
„Hinir ný-rómantisku” eða
fyrirbærið verið nefnt „Tisku-
bylgjan”. Eftir þessa fyrstu
hljómleika Spandau Ballet varð
ljóst að ekki þurfti að auglýsa
hljómleikana þvi það fréttist
alltaf i' gegnum klúbbana hvar
hljómsveitin myndi koma fram
næst. Þvi er það að enn þann
dag I dag hefur hljómsveitin
aldrei þurft að auglýsa hljóm-