Tíminn - 28.06.1981, Síða 30

Tíminn - 28.06.1981, Síða 30
sa-ííJMíii Sunnudagur 28. júni 1981 ■ Beitiskipið Ordzonikidze i höfninni i Portsmouth. HVAÐ VARÐ AF KRABBA KAFARA? ■ i april árið 1956 tjáði breski kafarinn Crabb einum vini sinum iLondon aö hann hefði „litið verk að vinna” i' Portsmouth, bresku flotastöði nni á suðurströnd Bretlands. „Ætlarðu niður aft- ur?” spurði vinur hans. Crabb yppti þá aðeins öxlum og svaraði þvi einu til að hann kæmi aftur irman fárra daga. Vinur hans vissi að þessi þjóðkunni kafari breska hersins hafði undanfarið kennt sér meins bæði i augum og eyrum. Nokkrum vikum áður, er hann hætti störfum hjá flotanum, hafði hann látið svo ummælt að hann væri hættur allri djúpköfun. Kvöld eitt nokkru siðar hringdi Crabb i félaga sinn frá Portsmouth. Vinur hans spuröi hann þá hvernig honum liði og Crabb svaraöi þvi til með ofurlitiö leyndardómsfullri rödd, að hann væri ekki alveg eins gamall og hann hefði fmyndað sér. Vinur hans vissi þá að hann haföi verið að kafa. Þá um morguninn, þriðjudag- inn 17. april, hafði Crabb tekiö herbergi á leigu á Sallyporthótel- inu i Portsmouth. Hann var i fylgd með háum ljóshærðum manni sem kvaðs heita Smith. begar vinur hans þurfti nokkrum dögum siðar að ná tali af honum var honum tjáð að Crabb væri farinn af þessu hóteli, aö fylgdar- maöur hans, herra Smith, hefði sótt föggur hans og greitt fyrir vist þeirra beggja. Vinur Crabb fór nU að veröa áhyggjufullur og haföi samband við flotaforingja sem hann kann- aöist viö. Sá kvaðst hafa fyrir- skipanir um aö láta ekki hafa neitt eftir sér um Crabb. Þessi svör og tónninn sem þeim fylgdi leiddu til þess aö vinur Crabb lét kyrrt liggja. Daginn eftir fékk hann heimsókn og var þar kom- inn fulltrUi frá sjóhernum sem tjáði honum aö Crabb hefði horfið þegar hann vann við neöan- sjávarrannsóknir i Portsmouth- höfn. Enginn vissi hvað orðið hefði af honum en liklegast væri hann látinn. Vini Crabb var ráð- lagt að hafa ekki hátt um þetta. Blöðin komast í málið Hvi'skrið um hvarf Crabb náði eyrum bresku blaðanna hinn 27. april. Fyrirspurnum þeirra til flotamálaráðuneytisins var mætt með ólund en það svar þó gefið aö Crabb væri talinn af þar sem hann hefði aldrei snUið aftur frá köfun á Stokes Bay svæðinu i Portsmouthhöfn. t BlaðmUla þeirra engelsku varð hvi'skrið að skammri stundu liðinni að neyðarópi. í Ports- mouthhöfn lágu einmitt þrjU sovésk herskip, þar á meðal beiti- skipið Ordzhnikidze sem flutt hafði Bulganin og KhrUsjov til fundar við breksa ráðamenn. A sama tima hverfur frægasti froskmaður breksa hersins i þessari sömu höfn. Mönnum þótti þetta ógnblandin tilviljun. Gat það verið að RUssarnir heföu staðiö Crabb aö verki við rannsókn á kafbátavarnarbUnaði neðan á skrokkum skipa þeirra. Hvað höfðu þeir þá gert við hann? Rannsóknarblaöamenn fóru á stUfana og höfðu upp á einum flotastarfsmanni sem átti aö vita um allt sem fram fór i höfninni viökomandi köfun. Hann tjáði þeim i trUnaði að hann heföi ekki hugmynd um aö Crabb hefði svo mikið sem verið á staðnum, hvað þá að hann hefði verið þar á veg- um breska sjóhersins. Þá fannst bresku blaöamönnunum það athyglisvertað Crabb hafði strax verið talinn af I stað þess að vera saknaö. Það varð fljótlega augljóst að breska stjórnin vildi fyrir alla muni reyna að þagga málið niður, þóttist enda komin i óþægilega aðstöðu gagnvart Sovétstjórn- inni. Lögregluforingjar heim- sóttu Sallyporthótelið og rifu þar fjórar siður Ur gestabókinni. Þeg- ar þeir voru spurðir i umboði hvers þeir gerðu þessa visuðu þeir til laga um brésk öryggis- mál. Þegar Anthony Eden for- sætisráðherra var beöinn að segja sitt álit á Crabb-málinu i bresku fulltrUadeildinni kvaðst hann „ekkert hafa að segja”. Millirikjamál Sovésk stjórnvöld voru ekki jafnfámál um Crabb-málið. Full- trUi sovéska sendiráðsins i London tjáði blaöamönnum að froskmaöur heföi sést i nágrenni sovéska beitiskipsins og slikt væri óþolandi þegar um væri að ræða vi ná ttuheimsókn. Þegar saumað var að Anthony Eden i neðri deild breska þings- ins, fulltrUadeildinni, sagði hann orðrétt: „Það væri ekki i þágu breskra hagsmuna að upplýsa við hvaða aðstæður Commander Crabb er talinn hafa týnt lifinu”. Siðan bætti hann við: „Það sem þarna gerðist var án vitundar og leyfis frá ráöherrum hennar há- tignar”. Loks fullvissaði hann þingheim um aö viðeigandi ráð- stafanir hefðu verið gerðar til að koma i veg fyrir aö slikt endur- tæki sig og til aö hegna þeim sem sök ættuá málinu. Þá kvað hann bresku rikisstjórnina hafa skipst á orðsendingum við Sovétstjórn- ina i málinu. Tveimur dögum siðar var orð- sending Sovétstjórnarinnar til bresku rikisstjórnarinnar lesin upp i MoskvuUtvarpinu. Þar kom fram að klukkan hálf átta að morgni 19. april hefði sést til froskmanns I nágrenni annars tundurspillisins sem fylgdi beiti- skipinu til Portsmouth. Þegar skipherra beitiskipsins bar skömmusiðar fram mótmæli viö yfirstjórn breksa sjóhersins i landi var þar neitað öllum ásök- unum um að froskmaöur á þeirra vegum væri i nágrenni við sovésku herskipin. Siðan segir i ■ Lionel Crabb. Hann hvarf í dularfullri sendiför og enginn vildi kann- ast við að vita nokkuð um hann.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.