Tíminn - 28.06.1981, Side 31
■ Crabb hjálpað úr þungum froskmannsbúningnum.
31
Reiknistofa bankanna
óskar að ráða fólk til starfa i vinnsludeild
reiknistofunnar.
Störf þessi eru unnin á þriskiptum vökt-
um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi
SÍB og bankanna.
Æskilegt er, að umsækjendur hafi versl-
unarpróf, stúdentspróf eða sambærilega
menntun og séu á aldrinum 18-35 ára.
Skriflegar umsóknir sendist Reiknistofu
Bankanna, Digranesvegi 5, Kópavogi,
fyrir 4. júli n.k. á eyðublöðum, sem þar
fást.
Félagsráðgjafar -
Sálfræðingar -
Uppeldisfræðingar
Starfsmenn vantar að ráðgjafar- og sál-
fræðiþjónustu Norðurlandsumdæmis
vestra til að annast um málefni þroska-
heftra og öryrkja fyrir svæðisstjórn um-
dæmisins.
Aðsetur þjónustunnar verður i Kvenna-
skólanum á Blönduósi. Umsóknarfrestur
er til 15. júli 1981.
Nánari upplýsingar veitir Sveinn
Kjartansson, fræðslustjóri Blönduósi,
simi 95-4369 eða 95-4437.
Frá
Strætisvögnum
Reykjavíkur
Óskum að ráða 1 starfsmann til kvöld- og
næturþjónustu i þvottastöð SVR á Kirkju-
sandi.
Meirapróf (D liður) skilyrði. Laun samkv.
7. fl. borgarstarfsmanna.
Upplýsingar gefur Jan Jansen yfirverk-
stjóri i sima 82533 mánudaginn 29. júni
1981 kl. 13—14 eða á staðnum.
orðsendingu Sovétstjórnarinnar:
„Afbreskum blööum frá 30. april
siðast liðnum má ráða að bresk
flotamálayfirvöld hafi staðið fyr-
ir einhverjum neðansjávarrann-
sóknum á svæði þvi sem sovésku
skipin lágu þá við akkeri á. Enn-
fremur hefur komið i ljós að þess-
ar rannsóknir hafa kostað bresk-
an froskmann lifið. lorðsendingu
sinni meðgengur breska stjórnin
að þessi froskmaður hafi verið
áðurnefndur Crabb og að hann
hafi verið þarna i leyfisleysi.”
Látin þjóðhetja
Það virtist nú nokkuð augljóst
að Crabb væri látinn. Hann var
þjóðhetja i'Bretlandi, fæddur árið
1910, og öölaðist fyrst frægð i
heimsstyrjöldinni siöari er hon-
um tókst að fjarlægja sprengjur
af skrokkum herskipa i höfnunum
i Alexandriu og Gibraltar en
sprengjum þessum höföu italskir
froskmenn komiö fyrir. ,
Er Crabb var einhverju sinni
aö störfum neöansjávar reif hann
sig illa á gaddavir sem strengdur
hafði verið undir botn á herskipi
til aö verja það og bar hann alla
tið siðan stórt og ljótt ör, eins og Y
i laginu, vinstra megin á vinstra
hné.
Arið 1956 haföi hann hætt
störfum hjá breska flotanum og
eftir að hafa gert tilraun til að
finna spænskan galleon sem
sokkið hafði á Tobermoryflóa
settist hann i helgan stein og tók
að rita æviminningar sinar.
Tregða breskra stjórnvalda til
að rasða Crabb-málið varð siður
en svo til að draga úr áhuganum á
þvi enda þótti mörgum sem fjöl-
mörgum spurningum væri enn ó-
svarað. Fyrir hvern hafði hann
verið að vinna? Hvers vegna var
hans aldrei leitaö? Lá hann
einhvers staðar á hafsbotni,
flæktur i einhverju rusli? Hafði
köfunarbúnaðurinn bilað eða
hafði hann orðið fyrir raflosti frá
einhverjum varnarbúnaði gegn
froskmönnum á skrokki sovéska
beitiskipsins? Eða hafði hann
verið myrtur neðansjávar af
sovéskum froskmanni? Jafnvel
tekinn til fanga? Sovésku skipin
höfðu siglt frá Bretlandi til
Leningrad — gat hann verið f angi
þar?
Engin svör
Við þessum og álika spurn-
ingum fengust engin áreiðanleg
svör. Menn héldu áfram að velta
vöngum en varir ráðamanna voru
eins og innsiglaðar þegar talið
barst aö þessu máli. Sá orðrómur
fékk byr undir báða vængi að
Crabb hefði veriö að vinna fyrir
Bandarikjamenn. Þeir hafi vitað
að sovésku skipin voru væntanleg
til Portsmouth og hafi brugðið á
það ráð að fá Crabb til aö njósna
fyrirsig. Það að til hans haföi sést
og hvarf hans siöan hafi sett
bresk stjórnvöld i slæman bobba.
Gestrisni þeirra við vinaþjóð hafi
verið misnotuð og fyrir vikið hafi
sambúð þeirra viö Sovétmenn
versnað að mun.
Nú liður heilt ár svo ekkert
spyrsttil Crabb. Hinn 9. júni árið
1957 var John nokkur Randall
staddur á báti sinum úti af Chich-
esterhöfn, sjösjómilum austur af
Portsmouth, og sá þá einhvern
einkennilegan hlut marandi i
fjöruborðinu. Það reyndist vera
mannslik I froskmannsbúningi.
Sjópróf voru haldin i Chich-
esterhinn 26. júni og þar kvað lik-
skoðarinn, Bridgman nokkur, upp
úr um að hann væri sannfærður
um að líkið væri af Crabb. Hann
byggði sannfæringu sina, sagði
hann, á örinu á hnénu, háralitn-
um og lögun og stærð fótanna.
Ennfremur var froskbúningurinn
sams konar og sá er Crabb keypti
i október árið 1955 hjá fyrirtætó i
Surrey. Likskoðarinn kvaðst
hafafengiðupplýsingar hjá ekkju
Crabb um hæð hans, fótastærð og
ör á líkama hans.
Likið var þó I þvi ástandi að
ekki var hægt að bera ótviræð
kennsl á það. Fram kom fyrir
réttinum að nánast ekkert væri
eftir af þvi fyrir ofan mitti.
Læknirinn Ronald King áætlaði
að likið hefði verið i sjó minnst
sex mánuði og allt að fjórtán
mánuði en nú voru einmitt liönir
fjórtán mánuðir frá hvarfi Crabb.
Nýjar vangaveltur
Vegna ástands liksins var eng-
in leið aö segja til um hvað valdið
heföi dauöa mannsins. Stóru
spurningunni var sem sagt enn þá
ósvarað: Hvernigdó Crabb? Það
stóö þó ekki á svörunum hjá
kjaftasögumeisturunum. Crabb
hafði verið fluttur til Moskvu,
myrtur og lik hans siðan flutt i
kafbáti upp aö Englandsströnd-
um og varpaöþari sjóinn. Þaöer
vist óþarft að taka þaö fram að
þessi kenning þótti ærið mörgum
fullnægjandi þegar kalda striðið
stóð sem hæst.
Sé sú regla hins vegar lögð til
grundvallar að rétt sé að leita að
náttúrulegum skýringum áður en
langsóttar, flóknar og næstum
fáránlegar skýringar eru teknar
tilgreina væri hægt að velta þess-
ari fyrir sér:
• Þegar Crabb lagði i siðasta
köfunarleiðangur sinn var hann
oröinn Qörutiu og sex ára gamall
sem er hár aldur hjá kafara.
Hann notaði súrefnisköfunarbún-
að sem er talinn varasamur á
meira en lOmetra dýpi. Til þess
að kafa undir rússneska beiti-
skipið án þess að láta tii sin sjást
hefði Crabb þurft að kafa á meira
dýpi en 10 metrum. Hann hefði
getað látist af súrefniseitrun.
Hann hafði allt lif sitt verið að
taka áhættu. Kannski hamingjan
hafi nú einu sinni brugðist honum.
Að þvi' hlaut að koma.
En hver veit, kannski við fáum
einhvern ti'ma að vita hvaö raun-
verulega kom fyrir Commander
Crabb.
Þýtt og endursagt/KEJ
Frá
Strætisvögnum Reykjavíkur
Óskum að ráða starfsmann til starfa á
hjólbarðaverkstæði SVR á Kirkjusandi.
Upplýsingar gefur Jan Jansen yfirverk-
stjóri i sima 82533 mánudaginn 29. júni kl.
13—14 eða á staðnum.
Sauðárkrókskaupstaður
Fóstra óskast
Fóstra óskast að leikskólanum á Sauðár-
króki frá og með 1. ágúst eða eftir nánara
samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til 10. júli. Nánari
upplýsingar um starfið gefur forstöðu-
kona leikskólans i sima 95-5496 og sé um-
sóknum stilað tii leikskólans á Sauðár-
króki, 550 Sauðárkrókur.
Tamningar
Tökum hesta í tamningu og þjálfun að
Langholti, Hraungerðishreppi.
Nokkur pláss laus. Gunnar Ágústsson,
simi 99-2171 og Kristján Kristjánsson simi
99-2139.