Tíminn - 08.07.1981, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.07.1981, Blaðsíða 3
MiOvikudagur 8. júli 1981 3 fréttir BSRB hafnaði öllum tilboðum í byggingu sumarhúsa: VIÐRÆÐUR VIÐ FYRIRTÆKI A AKUREYRI UM SMtÐI 30 HIÍSA — Húseiningarnar fluttar inn frá Danmörku ■ Bandalag starfsmanna rikis og bæja hefur ákveöið að hafna öll um þeim tilboðum sem borist höfðu i byggingu 30 sumarhúsa fyrir bandaiagið. Hins vegar var ákveðið um leiö að hefja viðræður við einn tilboðsaðilann, Hosby- hús s.f. á Akureyri, um byggingu húsanna. Timinn greindi frá þvi fyrir skömmu að yfir 20 tilboð hefðu borist i smiði hiísanna. Kristján Thorlacius, formaður BSRB, sagði i samtali við Timann i gærkvöldi að bandalagið hefði hug á aö semja við fyrirtækið á Akureyri, sem flytur inn húsaein- ingar frá Danmörku, um efni og uppsetningu allra húsanna. Ætl- unin væri að byggja 15 hús á Eiö- um og önnur 15 hús að Stóru- Skógum i Stafholtstungum, i næsta nágrenni MunaöarneSs. Kristján sagði að ættunin væri að ljUka öllum framkvæmdum við þessi hUs á næsta ári, þannig að þau yröu tilbUin til notkunar á árinu 1982. Hann vonaði að fram- kvæmdir við vegagerö á Eiöum gætu hafist innan örfárra daga. —JSG. Grískur vændis- húsaeigandi: Býður ís- lenskri stúlku til Grikklands ■ Islensk yfirvöld eru áhyggju- full vegna boðs sem 18 ára gömul stUlka i' Reykjavik hefur fengið um fria þriggja vikna dvöl á Grikklandi frá islenskri eigin- konu grisks manns, sem traustar heimildir eru fyrir hendi um að stundi vændishúsarekstur þar i landi. Er óttast aö með þessu sé verið að reyna að fá islenskar stUlkur I vændishús i Grikklandi. Jafnframteróttast aö fleiri stUlk- ur en þessi eina hafi fengið slikt boð. Fyrrnefndur Grikki er á lista hjá griskum lögregluyfirvöldum yfir þá sem stjórna vændi. Hann býr sem fyrr segir með islenskri konu, og mun hún hafa flutt héðan af landi'brott fyrir nokkrum ár- um. HUn kom fyrir stuttu hingað til lands og mun þá hafa slegið fram tilboðinu til ungu stúlkunn- ar. Full ástæða mun vera til að taka slikum tilboðum með fullri varUð. Hins vegar munu umrædd hjónakorn ekki hafa brotið neitt af sér hér á landi, enda varðar það ekki við lög að bjóöa ungum stUlkum i boðsferðir til Grikk- lands, a.m .k. ekki enn sem komið er hvað svo sem siðar verður upp á teningnum. —Kás Smyrill yfir- fullur — Aukaskip kom með 35 bPa ■ IH — Seyðisfirði: Bilferjan Smyrillsem m.a. er i förum milli íslands og Færeyja kom i gær- kveldi til Seyðisfjarðar. Skipið var yfirfullt og þurfti þess vegna að senda aukaskip fyrr um dag- inn með 35 bila og farþega. Það var færeyska flutningaskipið EKa F. sem kom með bilana. Eftir að bUið var að losa skipið rétt eftir hádegi i gær var byrjað að lesta það 30 tonnum af lamba- kéti sem Kaupfélag Héraösbúa hefur selt til Færeyja. Einnig var það lestað 7 tonnum af ferskum isuðum fiski, sem fara á til Fær- eyja, sem ekki hafði tekist að lœna viö hérlendis. Austfirðingar viröast gera sér dælt við vini vora Færeyinga, þvi auk kétsins og fisksins sem siglt var með i gær utan, þá landaði Gullver öllum sinum afla i siðustu viku i Færeyjum. NU er togarinn Gullberg einnig að veiða fyrir Færeyjamarkað. —Kás ^hhhhhhk jœvíjitj -i ym ■ Hér sjáum við tvo klyfjaða ferðalanga sem langt eru að komnir þar sem þeir voru að kynna sér bæjarbraginn i Hafnarfirði í gær. Sjálfsagt kynna þeir sér aðra hluta Islands lika úr þvi þeir eru komnir hingað til lands á annað borð. Timamynd: Eila. Fundur iðnrekenda og vidskiptarádherra: Ekki nýtt að- lögunargjald iðnrekendur vilja gengisfellingu ■ „Þessi fundur fór ágætlega fram. Viðhorf min og forustu- manna iðnaðarins fóru mjög vel saman um aö það þyrfti aö styrkja stöðu iönaðarins,” sagöi Tómas Arnason, viðskiptaráð- herra, í samtali við Timann eftir fund sem hann átti með stjórn Fé- lags islenskra iðnrekenda I gær- morgun. 1 sameiginlegri fréttatilkynn- ingu rálSierra og stjórnar FII af fundinum segir, að fundarmenn hafi verið „sammála um aö ekki þýddi lengur að ræða um álagn- ingu nýs aðlögunargjalds heldur yrðu stjórnvöld og iðnaðurinn aö leysa aðsteöjandi vanda iönaðar- ins á annan hátt.” ,,I þvi sambandi var rætt sér- staklega um verðlagsmál, lána- mál og hina óhagstæðu þróun gengis fýrir iðnaðinn á þessu ári. Fullt samkomulag var um að verðbólgan væri versti óvinur- inn,” segir áfram i tilkynning- unni. „Enn fremur var rætt um lakari starfsskilyröi, sem iðn- aðurinn býr við samanboðiö við aðrar atvinnugreinar, m.a. vegna launaskatts og aðstöðugjalds. Voru fundarmenn sammála um að stefna beri að þvi aö eyöa þeim mismun”, segir þar að lokum. Tómas Arnason sagði i gær að vanrækt hefði veriö að bæta rekstraraöstöðu samkeppnis- iðnaðarins á þvi tímabili sem 3% aðlögunargjaldiö á innfluttar iön- aðarvörur var við lýði frá þvi um mitt ár 1979 og til ársloka 1980. Iðnaðurinn ætti i sérstökum erfið- leikum núna vegna styrkingar dollara, sem væri um 20% frá áramótum, og hefði áhrif á geng- isskráningu. Iðnaðurinn þyrfti þvi að keppa við innfluttar ódýrar vörur frá Evrópu. Hvað varðaöi hugsanlegar að- geröir sagöi Tómas að t.d. breyt- ingar á launaskatti og aðstöðu- gjaldi heyrðu undir önnur ráðu- neyti en sitt. „En i framhaldi af þessum mjög svo gagnlega fundi með forustumönnum iðnaðarins mun ég gefa rikisstjórninni skýrslu, væntanlega i næstu viku,” sagði ráöherra. Iðnrekendur lögðu á fundinum i gær höfuðáherslu á að gengi krónunnar verði verulega breytt. —JSG. veiðihorn Veidi byrjud í Hofsá í Vopnafirdi: Prinsinn kemur líklega ekki í ár ■ Þessa dagana er aö hefjast veiði i' Hofsá i Vopnafirði. Lax- veiði er enn sem komið er nokkuð dræm, enda kalt og hryssingslegt veður þar eystra. I gær var veöur þó snöggtum skárra við ána, og stóðu vonir til að veiðin myndi að sama skapi skána. Undanfarin ár hefur Karl Bretaprins komið einu sinni á sumri og rennt fyrir lax i Hofsá. Ekki eru veruleg likindi til að af þvi geti orðið i ár. Nú ber brúð- kaup hans upp á svipuöum tima og hann hefur vaniö komur sinar hingað til lands. Hins vegar er von á tveimur hópum Englend- inga til veiða i Hofsá I sumar. —Kás NÚERU QÓÐRÁÐ ODÝR! Þér er boðió aö hafa samband viö verkfræöi- og tæknimenntaöa ráögjafa Tæknimióstöövar- innar ef þú vilt þiggja góö ráö i sambandi viö eftirfarandi: Vökvadœlur og drif Eitt samtal viö ráögjafa okkar, án skuldbindingar, getur sparaö þér stórfé hvort sem um er aö ræöa vangaveltur um nýkaup eöa vandamál viö endurnýjun eöa viögerö á þvi sem fyrir er. J in VERSLUN - RÁÐGJÖF-VIÐGERÐARÞJÓNUSTA IÆKNIMIÐSTÖÐIN HF Smiðjuueg66. 200 Köpavogi S:(91)-76600

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.