Tíminn - 08.07.1981, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.07.1981, Blaðsíða 10
10 Wmmm Miðvikudagur 8. júli 1981 Unglingar úr Vinnuskólanum í Kópavogi: Hreinsa lódir og lagfæra girdingar ■ Dag eftir dag unnu nokkrir unglingar við að grafa þennan „skurð” á lóð Hvassaleitisskólans. Liklega verðurað ryðja til á sjálfri lóðinni sem er ófrágengin og ekki óliklegt. aö eitthvaö hrynji niður i skurðinn unglinganna. En kannski hefur þetta verk einhvern tilgang, sem við áhorfendurnir sjáum ekki eða skiljum. Er vonandi að svo sé. ■ Fátt er ömurlegra en vinna verk, sem greinilega hefur lítinn eöa engan til- gang og augljóst er, að verður orðið að engu áður en við er litið. Mörgum hefur þótt brenna við, að slíkt megi segja um sum þau störf að minnsta kosti, sem börn í Vinnuskóla Reykjavíkur eru látin vinna. Er ekkert hægt að gera til þess að breyting verði hér á? Kona nokkur hringdi i Heimilis-Timann og vakti athygli á þvi, að i Kópavogi væri hægt að fá börn úr vinnuskólanum til þess að hreinsa lóðir og dytta að ýmsu smávegis, og nú langaði okkur tíl þess aö fá um þetta nánari upp- lýsingar, bæði þar og hér i Reykjavik. Mála grindverk — dytta að gluggum Einar Bollason, forstöðumaður Vinnuskólans i Kópavogi sagöi að fyrir nokkrum árum hefði verið tekinn upp sá háttur að gamalt fólk og öryrkjar i Kópavogi gátu fengið til sin vinnuhóp sem hreinsuðu lóöir og önnuöust einnig ýmsar lagfæringar, máluðu grindverk, dyttuðu aö gluggum og sitthvað fleira. Vinnubrögö unglinganna likuöu vel, og afleiðingin varð sú, aö töluverð eftirsókn fór að verða i þessa vinnuflokka. Þá var fyrir tveimur árum settur ákveðinn greiöslu taxti, sem farið var eftir, og þeir, sem óskuðu eftir ungling- um úr vinnuskólanum i vinnu, greiddu þennan taxta. öryrkjar og eldri borgarar i Kópavogi geta enn fengið vinnuflokkana nær endurgjaldslaust. Nú eru tveir vinnuflokkar viö þessi störf, 8-10 manns i hvorum flokki auk verk- stjóra, og liggur við, að þeir anni ekki eftirspurninni eftir vinnunni. Kópavogsbúar, sem fá vinnu- skólaunglingana til sin til starfa, greiöa ákveðið gjald á timann. Otseld vinna vinnuskólaunglings er 30 krónur með verkstjórn, akstri og vélargjaldi, en vilji hús- eigandi sjálfur annast verk- stjórnina þarf hann aðeins að greiða 20 krónur á timann. Sjálfur fær starfsmaðurinn kr. 17.96 á timann. Það sem umfram er rennur til bæjarins vegna tækja- leigu, aksturs og umsjónar. Erfitt að fá verkamenn —Viö erum farnir aö taka aÞ okkur hirðu sifleiri fjölbýlishúsa lóða, svo eitthvað sé nefnt, sagöi Einar Bollason. — Staðreyndin er lika sú, að þetta auðveldar fólki að fá verkin unnin. Það er ekki hægt aö fá verkamenn til þess að sinna þessum störfum. Hvert á aö snúa sér, ef maöur vill láta giröa hjá sér garðinn? Garöyrkjumenn eru mjög fáir, og þetta er háanna- Timamynd GE timinn hjá þeim, og allir vilja láta gera allt á sama tima. Þess vegna hefur þetta áreiöanlega orðiö svona vinsælt. Hjá Vinnuskólanum í Reykja- vík fengum viö þær upplýsingar, aö þar gætu öryrkjar og aldraðir fengið aðstoö við lóðasnyrtingu. Væru valdir nokkrir unglingar úr þeim vinnuhópum, sem störfuöu i viðkomandi hverfum til þess að aðstoða þá, sem þess óskuöu. Þessi aðstoð er veitt endurgjalds- laust. Eftirspurnin hefur aukist frá þvi i fyrra, vegna þess aö fréttir um þjónustuna hafa spurst út. Hvorki i Reykjavik eða Kópa- vogi hefur þessi þjónusta verið auglýst fram til þessa. Gamlir garðar— gamalt fólk — ungir starfsmenn 1 Reykjavik eru garðar viða orðnir gamlir og grónir, og þá i- búar húsanna, sem þessir garöar umlykja, alla jafna nokkuð komnir til ára sinna. Fólki getur verið um megn að hirða garðana, þegar svo er komið, og er þvi mikill léttir að geta fengið ein- hvern til þess að hjálpa sér við garðyrkjustörfin. Ekki ætti það siður að vera fengur fyrir ung- lingana i Vinnuskólunum aö fá að vinna i návist fullorðins fólks, sem jafnvel gæti miðlað þvi af þekkingu sinni og reynslu, og um leið sýnt þakklæti fyrir unnin störf. Oft hefur heyrst, aö verk- efnin séu heldur tilgangslitil, sem unglingarnir fá til þess að leysa, og og litill lærdómur veröi dreg- inn af þvi sem gert er. —fb 7 ÞYNGD HÆÐ RÉTT HLUT- FÖLL ■ Fólk er alltaf að hugsa um útlitsitt og þyngd. Þess vegna birtum við hér f dag töflu/ sem segir okkur hversu þung við eigum að vera. Taflan gildir reynd- ar um konur, en líklega er óhætt að bæta nokkrum kílóum við hverja tölu og þá er komin hæfileg þyngd fyrir karlmennina líka. Vigtin segir þó ekki alla sög- una. Hlutföllin i likamsbygging- unni veröa að vera rétt til þess aö vöxturinn sé fallegur. Sagt er, að auövelt sé aö reikna út hlutföllin, sem öll reiknast út frá sama grunni þ.e.a.s. úlnliönum. Ekki skuliö þiö taka þetta allt of alvar- lega, en samt gætuð þið náð i mál- band, og prufaö, hvort þið fallið inn i kerfiö, hvort sem þiö eruö hæfilega þung eða ekki. Margfaldiðúlnliösmáliö á þennan hátt: 6 sinnum = brjóstmálið 4 sinnum = mittismálið 6 1/4 sinnum = mjaðmamálið 3 1/3 sinnum = læramáliö. Dæmi: Ef úlnliöurinn er 14 cm á brjóstmáliö að vera 14x6 = 84 cm. Mittismálið á að jafnaöi að vera 20 til 25 cm minna en brjóstamál- ið og mjaðmirnar i mesta lagi 5 cm meiri en brjóstamálið er. Ef þú kemst aö raun um, aö þú ert einhvers staöar heldur mikil yfir um þig er ráö aö fara i leik- fimi, segja sérfræðingarnir. Leik- fimisæfingar birtust í Heimil- is-TImanum fyrir helgina. X Sérfræöingar segja, aö gott sé að hafa einn „eggjahvitudag” við og við. Þá ætti matseðillinn aö hljóða eitthvað á þessa leiö: Hvad áttu að vera þung? Hæð smábeinótt meðalbygging stórbeinótt 153 43,8 - 47,4 46,2 - 51,6 49,7 - 57,0 155 44,9 - 48,5 47,3 - 52,7 50,8 - 58,1 157 46,0 - 49,6 48,3 - 53,7 51,8 - 59,2 159 47,1 - 50,7 49,3 - 54,7 52,9 - 60,3 161 48,1 - 51,8 50,4 - 56,0 54,0 - 61,6 163 49,2 - 52,9 51,5 - 57,4 55,2 - 62,9 165 50,3 - 54,0 52,6 - 59,0 56,6 - 64,4 167 51,4 - 55,4 54,0 - 60,6 58,0 - 65,8 169 52,7 - 56,8 55,4 - 62,2 59,4 - 67,2 171 54,2 - 58,2 56,8 - 63,6 60,8 - 68,6 173 55,6 - 59,7 58,3- -"65,0 62,2 - 70,1 175 57,0-61,1 59,7 - 66,5 63,7 - 71,6 177 58,4 - 62,8 61,1 - 67,9 65,1 - 73,3 179 59,9 - 64,4 62,6 - 69,3 66,6 - 75,0 181 61,2 - 65,8 64,0 - 70,8 68,1 - 76,3 183 62,6 - 67,2 65,4 - 72,2 69,5 - 78,6 Þessi tafla er sögðeiga við konur 25 ára og eldri/ í innifatnaði en skólausar. Morgunmatur: 2 soðin egg og kaffi. Hádegismatur: Heilmikiö af rækjum og kaffi. Kvöldmatur: Stórt grillað nauta- kjötsstykki, kaffi. Þar aö auki má drekka eins mikið vatn og kaffi og þú vilt yfir daginn. X Sérfræðingarnir segjalika að einn „fljótandi” dagur geri okkur gott viö og við. Þá á ekkert að drekka annað en vatn, kaffi og einn lítra af undanrennu. tJt I undanrennuna má blanda 3 eggj- um, 3 msk. af maisoliu og 3 mat- skeiöum af ölgeri. Skiptið þessum mjólkurdrykk i 4 - 6 hluta og drekkiö á máltfðum. Við lofum engu um árangur hjá ykkur, enda árangurinn mjög svo einstaklingsbundinn. Það sem einum finnst auðvelt finnst öðrum erfitt og þar viö situr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.