Tíminn - 08.07.1981, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.07.1981, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 8. júli 1981 5 fréttir Tillaga Sjafnar þegar valdid töfum á framkvæmdum vid gatnagerd: AUKAFUNDUR f BORGAR- STJÓRN í NÆSTU VIKU ■ Tillaga Sjafnar Sigurbjörns- dóttur um að borgarstjórn verði að staðfesta allar samþykktir borgarráðs sem ágreiningur verður um i sumarleyfi borgar- stjórnar, sem samþykkt var á siðasta borgarstjórnarfundi, hef- ur þegar orðið til þess að gatna- og holræsaframkvæmdir á veg- um borgarinnar hafa tafist. Vegna þessa verður að halda aukafund i borgarstjórn i næstu viku. A borgarráðsfundi sl. föstudag varð ágreiningur um tilboð sem varð að taka vegna gatna- og hol- ræsagerðar i Suðurhliðum sem ljiíka á við t'yrir 15. október nk. Ekki verður þvi hægt að taka end- anlega ákvörðun um hvaða tilboði verður tekið fyrr en borgarstjórn kemur saman. Þrátt fyrir að fyr- irhugaður sé aukafundur i borgar- stjórn i næstu viku, kemur þetta til með að seinka þessum fram- kvæmdum i um hálfan mánuð. Timinn spurði Kristján Bene- diktsson, borgarfulltriia, hvort honum hefði verið kunnugt um tillöguflutning Sjafnar fyrir borg- ars tjórnarfundinn. Hann sagði: „Mér var ekki kunnugt um að hiín myndi flytja þessa tillögu, og mér er nærað halda að enginn úr meirihlutanum hafi verið kunnugt um hana. Við höfum rætt um það i' okkar hópi að ef einhver flytur tillögu þá kynni hann hana fyrir samstarfsaðilunum. Þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við þennan tillöguflutning eru mjög slæm, þvi aö ef til vill hefði verið hægt að koma i veg fyrir þetta ef timi hefði gefist til aö gera sér grein fyrir hve gifúrlega alvarleg þessi tÚlaga er, og hve mikil áhrif hún kemur til með að hafa á starf borgarstjórnar i sumar.” „Þessi tillaga er ákaflega óskynsamleg”, sagði Kristján, ,,og kemur sér ákaflega illa fyrir meirihlutann. Hún er þó aöallega griðarlegt vantraust á borgar- ráðsmann Alþýðuflokksins, þ.e. Björgvin Guðmundsson. Allir flokkar eiga fulltrúa i borgarráði þannig að það á að vera hægur vandi fyrir hvern og einn að hafa samband viðsittsamstarfsfólk ef upp koma mál sem talin er ástæða til að ræða við þá. Þetta sýnir að það er ekki gott samband þarna á milli. Þessi tillaga veitir sjálfstæöis- mönnum í borgarráöi meiri áhrif og meiri völd en þeir áður hafa hafti okkar stjórnartiö. Þeir geta seinkað afgreiöslu mála og tafið ■ Kristján Benediktsson. framkvæmdir og þar með gert meirihluta borgarráðs erfiðara fyrir við stjórn borgarinnar. 1 raun hafa þeir nú frestandi neit- unarvald i borgarráði”, sagði Kristján Benediktsson. Sagði Kristján það sitt mat að halda yrði aukafundi i borgar- stjórn vikulega, eða a.m.k. hálfs- mánaöarlega, i sumar, vegna þessarar tillögu, og það með æm- um tilkostnaöi þvi búast mætti viö aö kalla þyrfti inn verulega marga varaborgarfulltrúa meðan aöalfulltrúarnir væru i sumarfrii. —Kás • Myndin er tekin er afhending fór fram. Gáfu hjartadælu ■ Handlæknisdeild Landspital- ans fékk nú nýverið afhenta hjartadælu frá Lionsklúbbnum Frey. Hjartadælan verður notuð við opnar skurðaðgerðir, sem teknar verða upp á spitalanum innan tiðar. Einnig er hún mikils- verð i bráðum kransæðatilíellum. I tilefni af afhendingunni heim- sóttu félagar i Lionsklúbbnum Frey Landspitalann. Davið Á. Gunnarsson forstjóri rikisspital- alanna þakkaði gjöfina fyrirhönd Landspitalans og sagði m.a. að þetta væri ein höfðinglegasta gjöf sem spitalanum hefði borist. Erí iðlega hefði gengiö að fá f járveii íngartil tækjakaupa á undanförn- um árum og væru þvi gjafir sem þessi afar kærkomnar. HV „Hlægilegt að halda þvífram” — segir Sjöfn um tafir á framkvæmdum ■ //Tillögu mína flutti ég vegna þess að ég tel það í hæsta máta ólýðræðislegt og reyndar ónauðsynlegt með öllu að borgarstjórn afsali sér völdum á sumrin og feli fámennu borgar- ráði alræðisvald i borginni, óháð samþykki borgar- stjórnar eftir á", sagði Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, borgarf ulltrúi Alþýðu- flokksins, i samtali við Tímann í gær, þegar hún var spurð að því hvers vegna hún hefði flutt til- lögu sína á sl. borgar- stjórnarfundi, sem veru- lega bindur hendur borgar- ráðs í sumarleyfi borgar- stjórnar, miðað við það sem áður hefur tíðkast. „Samþykkt tillögu minnar hef- ur þau áhrif að stjórnkerfi borg- arinnar verður lýðræöislegra en áður. Þátttaka borgarfulltrúa og ábyrgð á stjórn borgarinnar verður meiri og virkari en áður, en til þess er leikurinn einmitt gerður. Nokkrir borgarráðsmenn hafa þyrlað upp miklu moldviðri i fjölmiðlum vegna samþykktar tillögu minnar. Af þvi tilefni vil ég segja það eitt að öll góð mál eiga að þola að sjá dagsins ljós og hljóta umfjöllum i borgarstjórn”, sagði Sjöfn Sigurbjörnsdóttir. B Sjöfn Sigurbjarnsdóttir Skattskráin: ■ Okkur fannst furvitnilegt að kanna litillega hvað endurskoð- endur greiði i skatta, en sem kunnugt er felst starf þeirra m.a. i þvi að telja fram til skatts fyrir fjölmarga bæði einstaklinga og fyrirtæki. Valdir voru af handahófi: Kol- beinn Jóhannsson (endursk. Esso og Samvinnutrygginga m.a.), Ólafur Nilsson, fyrrv. skattrann- sóknarstjóri, Helgi V. Jónsson (báðir endursk. Flugleiöa m.a.), Eyjólfur K. Sigurjónsson (endur- sk. Isal), Jón Snæjörnsson, Véla- bókhaldinu, og Sævar Þ. Sigur- geirsson. Greinilegt er, að ekki er nóg að vera sérfræðingur i skattframtöl- um til að sleppa bærilega við op- inber gjöld. F'lestir þessara heiðursmanna hafa greitt sem svarar um og jafnvel yfir 50% af áætluðum tekjum ársins 1979 i opinber gjöld á s.l. ári. Og sannarlega virðast skattarnir leiða til launajöfnunar meðal þessara stéttarbræðra. Þótt munur áætlaðra brúttótekna sé um 6,5 milljónir á þeim tekju- hæsta og tekjulægsta verður munurinn ekki nema um 2,2 Ótafur Nilsson Jón Snæbjörnsson Sævar Þ. Sigurgeirsson SÉRFRÆÐING ARNIR SLEPPA EKKI BEST milljónir þegar þeir hafa staðið verður sá er lægstar hafði áætlað- upphæð eftir þegar skatturinn skil á skattgreiðslunum. M.a.s. ar brúttótekjur, með næst hæsta hefur fengið sitt. Allt i gömlum krónum: Nafn: tekjusk. Kolbeinn Jóhannsson 4.267.922 Ólafur Nilsson 4.992.192 HelgiV. Jónsson 3.448.076 Eyjólfur K. Sigurjónss. 3.550.311 Jón Snæbjörnsson 3.032.577 Sævar Þ. Sigurgeirss. 39.377 eignask. útsvar samtals áætl. tekjur 576.307 1.877.000 7.534.357 15.799.663 108.740 1.627.000 7.040.737 13.695.286 295.267 1.446.000 5.488.261 12.171.717 727.236 1.430.000 5.972.537 12.037.037 0 1.279.000 4.547.794 10.765.993 102.555 1.106.000 1.883.161 9.309.764 Á töflunni sjáum við álagðan tekjuskatt, eignaskatt og útsvar þessara 6 endurskoðenda, ásamt heildarupphæð álagðra opinberra gjalda árið 1980 svo og áætlaðar tekjur þeirra árið 1979. Geta má þess að á árinu 1979 voru meðal- tekjur kvæntra karlmanna um 6 millj. gkr. —HEl — En er þessi tillaga ekki van- traust á meirihluta borgarráðs, eins og haldið hefur veriö fram? „A engan hátt”, sagöi Sjöfn. „Ég veit ekki betur en að rikis- stjórnir þurfi á haustdögum að leita eftir samþykki Alþingis á bráðabirgðalögum sem sett eru i sumarfrii, enda þótt lögin taki gildi strax. Borgarráð eða meirihluti þess hlýtur á sama hátt að leita sam- þykkis borgarstjórnar á sinum samþykktum. Fáist það ekki er rikjandi meirihluti fallinn. Siðan ég tók sæti i borgarstjórn Reykjavikur hefur mér fundist versti agnúin á stjórnkerfi borg- arinnar vera sá, sem ég hef nú fengiö afnuminn með samþykkt tillögu minnar i borgarstjórn. Að tillaga min se vantraust á þá á- gætu menn sem i borgarráöi sitja bæði frá meiri og minnihluta er af og frá. Að tillaga min boði slit samstarfs vinstri flokkanna i Reykjavik er sömuleiðis af og frá.” — Nú er þvi einnig haldið fram að framkvæmdir á vegum borg- arinnar tefjist vegna þessarar til- lögu. „Það er hlægilegt að halda þvi fram”, sagði Sjöfn. „Þetta er svipað og að halda þvi fram að þegar bráðabirgðalög væru sett meö fyrirvara um samþykki Al- þingis að þá lömuðust allar fram- kvæmdir i landinu. Ef þaö er starfandi meirihluti þá er hægt aö samþykkja allt með fyrirvara um samþykki borgarstjórnar, sagði Sjöfn Sigurbjörnsdóttir að lokum, i samtali við Timann. —Kás

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.