Tíminn - 08.07.1981, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 8. júli 1981
AAargt er á dagskránni hjá
ungmennafélögunum í land-
inu nú í sumar, en þar ber hæst
landsmót Ungmennafélags Is-
lands, sem hefst á Akureyri á
föstudaginn kemur.
mest fréttir af starfi félaganna,
greinar um þjóðmál og ýmis
bardttumál og verkefni UMFl.
Húsnæðismál
UMFl rekur nú þjónustumið-
stöð sfna i eigin húsnæði að
Mjölnisholti 14. Þar eru fastir 4
starfsmenn og er aðalverkefni
þeirra ýmiskonar þjónusta við
héraðssamböndin og hin 196 ung-
mennafélög á landinu, auk þess
að sinna eigin verkefnum UMFl
s.s. Skinfaxa, Þrastarskógi, sam-
starf við önnur félagasamtök, er-
lend samskipti, fjáröflun o.m.fl.
Sótt hefur verið um lóð i Laugar-
dalnum til að byggja gistiaðstöðu
fyrir iþróttaflokka utan af landi,
en svar hefur ekki borist frá
Reykjavikurborg varöandi um-
sóknina.
NSU — Ung-
mennavikan
UMFl tekur mikinn þátti störf-
um samtaka ungmennafélaganna
á Norðurlöndum og næsta verk-
efni sem þar er framundan er
„Ungmennavikan” sem að þessu
sinni verður i Danmörku. Héðan
fara 20 unglingar en i búðunum
eru jafnan 100 ungmenni, 20 frá
hverju landi.
UMFÍ — 1981
1 heild má segja að 1981 verði
óvenju annasamt hjá UMFl og
raunar vex starfsemi stööugt á
nær öllum starfsviðum ung-
mennafélaganna. Félagsmönn-
um hefur fjölgað úr ca. 9000 i
rúmlega 24000 siðasta áratug
enda mikið starf unnið við út-
breiðslu og endurskipulagningu á
starfinu bæði af hálfu UMFl og af
héraðssamböndunum sjálfum.
Héraðssamböndin eru nú 18, fé-
lögin 196 og félagsmenn um 24000.
Sambandsþing
UMFÍ 1981
Kirkjubæjarklaustur mun hýsa
næsta þing UMFl, þaö 32. i röð-
inni og eru væntanlegir þangað
100—120 fulltrúar 5. og 6. sept.
n.k. Þing UMFt hefur ekki áður
verið haldiö á þessu svæði en val-
inu réði m.a. mikið og gott starf
Ungmennasambands Vestur-
Skaftfellinga á undanförnum ár-
um sem við viljum vekja athygli
á.
■ Landsmótin eru hápunkturinn i starfi ungmennafélaganna. Myndin er frá siðasta landsmóti.
víöa aka Fokkervélar að og frá
flugstöö á öðrum hreyfli, t.d. i
Glasgow, irsku vélarnar, þótt þær
fljúgi auðvitað með báðum
hreyflum, en Fokkerar Flugleiða
aka ávallt með báða hreyfla i
gangi, en sömu reglur gilda um
þotur og skrúfuþotur.
Kannski þarna sé unnt að spara
nokkra dropa?
Nýjung i hótelrekstri
■ Þeir, sem ferðast hafaum önn-
ur lönd, vita aö mikill munur er á
hótelum, það er að segja ef þau
eru gömul.Ný hótel eru flest með
svipaða þjónustu, reynt er að
hafa þau vistleg, en þjónusta og
verð er i hófi. Þriggja stjörnu hót-
el, eða fjögurra, með aðmirála til
að opna hurðir, burðarmenn,
þjóna og lyftumenn, tilheyra vist
fortiðinni, og hótelgestir á nýju
hótelunum matast i kaffiteriu,
eða drekka morgunkaffið þar og
afgreiða sig sjálfir að mestu. Þar
eru engir þjónar i kjólfötum til að
bera þeim mat eða drykkjarföng.
Þótt stefna undanfarinna ára
hafi verið sú að hafa öll hótel eins,
en sumir nefna þau ferðamanna-
hótel, þá hefur reynslan sýnt að
örðugt er að halda uppi slikum
einföldum hótelrekstri, þvi hótel-
rekstur er starfsmannafrek iðja.
Nú er viða verið að gjöra á þessu
breytingu, til þess að lækka rekst-
urskostnaðinn og halda verðinu
niöri, en þar eru svonefnd sjálfs-
afgreiösluhótel.
Nýlega var eitt slikt opnað i Mi-
ami á Florida. Heitir það New
Airliner Hotel, er skammt trá
flugstöðinni, eða akstur I strætis-
vagni tekur fimm minútur að hót-
elinu og kostar ferðin með vagn-
inum ekkert.
■ Það er nii ljóst orðið að spara
mætti milljónif litra af eldsneyti,
ef dráttarvélar drægju flugvélar i
flugtaksstöðu og að flugstöð eftir
lendingu, og velta menn þvi nú
fyrir sér, hvort ekki sé hægt að
gera þetta, þött flugvélarséu ekki
beinli'nis hannaðar fyrir slikan
akstur, — en þvi má breyta eins
og öðru.
Við fyrstu sýn viröist þetta vera
venjulegt ferðamannahótel, eöa
dæmigert sem slikt, en gesturinn
kemstfljóttaö þvi aö svo er ekki.
Enginn kemur til að bera farang-
ur, og enginn opnar hurðir fyrir
gesti. Gesturinn ber sinar töskur
sjálfur i herbergi sitt, og hann er
látinn gera fleira. Hann fær plast-
glös, handklæði og sápu i gesta-
móttökunni og búiö er um rúmið
fyrirhann, þegar hann hefur leigt
herbergið. A hinn bóginn er ekki
búið um rúm hans aftur, né held-
ur er tekið til i herberginu. Ef
hann vill fá hrein rúmföt, fer
hann með þau óhreinu i móttök-
una og fær hreint á rúmið, en
hann verður að búa um sjálfur.
Nú og ef hann vill láta gera
hreint, verður hann að taka til
hendinni sjálfur, getur fengið lán-
aöa ryksugu og annaö sem til
þarf, og þaö kostar hann ekkert.
Þó þetta viröist nú heldur nán-
asarlegt, þá er hótelið þó vel búið.
Þar eru sýndar video kvikmyndir
i sjónvarpstækinu, auk annars
sjónvarpsefnis, og hann getur
fengið lánaða vekjaraklukku, ef
hann þarf að vakna á ákveðnum
tima, þvi' skiptiborðið vekur ekki
gesti.
A þessu hóteli kostar 39 dali að
vera i eins manns herbergi, en
tveggja manna herbergi kostar 44
dali á sólarhring.
Þetta er þriðja hótelið i Florida
af þessari gerð, og þar sem hótel-
rekstur verður sifellt dýrari, hef-
ur vaxið um 85% á siðustu árum,
gera menn ráð fyrir að svona hót-
elum fari fjölgandi I Bandarikj-
unum og viðar.
— JG
landbúnaðarspjall
SAUÐFJÁR-
RÆKT OG
LANDNÝTING
■ Frá fornu fari hefur islensk
sauðfjárrækt byggst á úthaga-
beit. Með aukinni og bættri
vetrarfóðrun hafa búskapar-
hættiraö visu breyst mikið, en
nýting sumarbeitar er að
mestu með hefðbundnum
hætti. Nú sem fyrr dreifist
sauðféð um fjöll og heiðar,
leitar frelsis og kjarnmikilla
sumarhaga.
Þótt úthagi, bæði afréttir og
heimalönd, sé einkum nýttur
til sauðfjárframleiöslu, mun-
ar oröiö verulega um vaxandi
fjölda hrossa i högum. Laus-
lega áætluð er beitarþörf
hrossastofnsins um helmingur
af beitarþörf alls sauðfjár i
landinu. Mjög hefur dregiö úr
hrossabeit á afrétti, og veru-
legur hluti fjárins gengur i
heimalöndum á láglendi sum-
arlangt, þó mismunandi eftir
sveitum, en sum sveitarfélög
eiga ekki afrétti.
Að margra áliti eru flest af-
réttarlönd og jafnvel sum
heimalönd fullnýtt, og á
nokkrum svæöum mun vera of
mikið beitarálag, einkum þeg-
ar árferði er slæmt. Mest er
ofbeitarhættan á eldfjalla-
svæðunum. Ýmsum aðgerð-
um hefur verið beitt i sam-
ræmi við lög um afréttarmál-
efni og landgræðslu til að
draga úr beitarálagi, t.d. meö
styttingu beitartima og tak-
mörkunum eða banni á upp-
rekstri hrossa i afrétti, en itölu
hefur aðeins verið beitt i fá-
einum tilvikum til þess. Auk
þess hefur verið unnið að ým-
:iss konar landgræðslufram-
kvæmdum, yfirleitt með
góöum árangri, sem hafa leitt
til jafnari dreifingar fjárins og
dregið úr ofbeitarhættu á við-
komandi stöðum.
Viðhald hinna dreifðu
byggða stuölar að bættri dreif-
ingu beitarfénaðar og sem
jafnaðastri nýtingu landsins
alls. Jafnframt er ljóst að
sauöfjárræktin gegnir veiga-
miklu hlutverki eigi byggða-
jafnvægi að haldast.
Nú er ljóst, að sauðfjárrækt-
in er og verður sú af megin
framleiðslugreinum landbún-
aðarins, sem byggir hvað
mest á innlendum gæðum
varðandi beit og fóður. Til-
raunir og reynsla sýna, að
fóðra má fé til góðra afurða
meö litilli sem engri notkun
erlends fóðurbætis, og beit i
afréttum er tvimælalaust
mjög mikils viröi fyrir dilka-
kjötsframleiðsluna.
Miðaö við markaðsa’standið
um þessar mundir er ekki
grundvöllur til að auka kjöt-
framleiðsluna. Þó er rétt að
hugsa til framtiðarinnar, ekki
sist með tilliti til ullar og
gæra, sem eru verðmæt iðnað-
arhráefni. Verði stefnt að
aukinni framleiðslu sauöfjár-
afurða á komandi árum er um
tvær megin leiðir að velja.:
Segja má að báðar þessar
leiðir hafi verið farnar um
árabil. Tvimælalaust er siöari
leiðin æskilegri eigi að gæta
hófs viö nýtingu úthaga, eink-
um afréttanna. Reyndar tel
ég óráðlegt að fjölga sauöfé i
landinu miðað viö rikjandi bú-
skaparhætti og með hliösjón af
dreifingu fjárins um landið.
Viða myndi aukiö beitarálag
draga úr vænleika dilka og
jeifnframt auka hættu á gróð-
urrýrnun. Skilyrði virðist þó
til að fjölga nokkuö fé á fáein-
um svæðum, einkum á Norð-
austurlandi og á noröanverð-
um Vestfjöröum. Aftur á móti
gæti láglendi i ýmsum sveit-
um borið fleira fé, og i þvi fel-
ast miklir möguleikar með
auknum hagabótum og rækt-
um, m.a. ræktun grænfóöurs
til beitar fyrir sláturlömb
siöla sumars og á haustin.
Nú er kostnaður við sumar-
beit sauðfjár tiltölulega litill.
Þvi ber aö hafa i huga, aö
verði fjölgaö á láglendi er lik-
legt að kostnaður við fram-
leiðslu hvers kg. dilkakjöts
aukist, miðað við það sem nú
er, þótt beitt verði itrustu hag-
kvæmni. Kemur þar einkum
til aukinn ræktunarkostnaöur
(framræsla, áburður), fjár-
festing og viðhald nýrra girð-
inga vegna beitarstjórnunar,
og meiri lyfjakostnaöur
(ormalyf), þegar þrengt er að
fé i högum.
Við eflingu sauðfjarræktar
þarf að taka sérstakt tillit til
landstærðar og landgæða á
einstökum jörðum, þvi að sem
best samræmi þarf aö vera á
milli uppbyggingar á jörðinni
og landgæða hennar. Þar ber
að huga sérstaklega að rækt-
unarskilyrðum svo og beitar-
þoli heimalands og afréttar-
nytjum. Nú þarf að leggja
sérstaka áherslu á samhengið
á milli landnýtingar og fjár-
fjölda á búinu. Móta þarf
ákveönari reglur um veitingu
styrkja og lána til uppbygg-
ingar og endurbóta á fjárhús-
um og búa þannig um, að
ákveðnum skilyrðum um
landkosti sé ætið fullnægt, áð-
ur en fjárfestingarsjóðir veita
fyrirgreiðslu sina. Þvi er
frumskilyrði að fyrir liggi út-
tekt á búskaparhæfni ein-
stakra jaröa um land allt. En
til þess að slik úttekt geti orðið
raunhæf þurfa að vera til
gróður- og jaröakort, bæði af
afréttum og heimalöndum.
Þótt mikið hafi verið unniö á
þvi sviöi eru stór verkefni
framundan.
Hver sem þróunin verður i
sauðfjárræktinni er - mjög
veigamikið, að framleiðslan
dreifist þannig á landið, að
hún falli sem best að byggðar-
sjónarmiðum. Oft hefur verið
bent á, aö mjólkurframleiðsl-
una þurfi að tengja betur
markaðsskilyrðum. Þetta
leiöir hugann að svæðaskipu-
lagningu helst búgreinanna,
þar sem mest áhersla yrði
lögð á sauðfjárrækt á þeim
svæðum, sem siður henta til
mjólkurframleiðslu. Astæða
er til að ætla, að slik svæða-
skipulagning nautgripa- og
sauðfjárframleiðslu gæti orðiö
til að bæta dreifingu sauðfjár i
úthaga og jafna beitarálag i
landinu.
Olafur R.
Dýrmundsson,
landnýtingar-
rádunautur skrifar