Tíminn - 08.07.1981, Blaðsíða 6
6
Miövikudagur 8. júli 1981
stuttar fréttir
Fjórtán vildu
verkamanna-
bústaði
DALVÍK:Á Dalviker veriö að
hefja byggingu 6 ibúða sam-
kvæmt verkamannabústaða-
kerfi. Ibúðirnar eru I einni
raðhúsalengju, tæpir 100 fer-
metrar að grunnfleti hver.
Að sögn bæjarstjórans,
Valdimars Bragasonar, var
auglýst eftir viljayfirlýsingu
um ibUöakaup i verkamanna-
bUstööum til að kanna þörfina.
Fjórtán umsóknir hafa borist.
Sagöi hann tilboð komið i
bygginguna, sem hljóöaöi upp
á rUmar 3 milljónir króna i
alla lengjuna, þ.e. 6 ibUðir.
Ráknað sér með aö hægt veröi
aö skila þeim fullbúnum i jUli
á næsta ári.
Valdimar sagði verka-
mannabUstaði ekki hafa verið
byggða á Dalvlk i um áratug.
Þó nokku ð væri aftur á móti af
verkamannabUstööum byggö-
um á árunum milli 1940 og
1950. En auk þess tvær ibUðir
frá um 1970.
—HEI
Búnaðar-
sambandid
50 ára
Hvammstangi: BUnaðarsam-
band Vestur-Húnavatnssyslu
hélt upp á 50 ára afmæli sitt
með samsæti að Staöarskála i
HrUtafirði s.l. föstudagskvöld,
en það var einmitt á Stað sem
BUnaðarsambandið var stofn-
að.
Meöal gesta i afmælishófinu
voru landbúnaðarráöherra,
Pálmi Jónsson, búnaðarmála-
stjóri, Jónas Jónsson. formað-
ur BUnaðarfélags Islands, As-
geir Bjarnason, og formaður
Stéttasambands tslands,
Gunnar Guðbjartsson. Þá
voru þar formenn búnaðarfé-
laga og formenn annarra bún-
aðarsambanda.
Fyrsti formaður BUnaöar-
sambands Vestur-Húavatns-
sýslu var Gisli Eiriksson á
Stað, en núverandi formaöur
er Sigurður J. Lindal, bóndi á
Lækjarmóti.
—JSG.
Næst borað
við Botn
AKUREYRI: Ákvörðun hefur
verið tekin um borun næstu
virkjunarholu fyrir Hitaveitn
Akureyrar. Veröur hún stað-
sett i landi Akureyrarbæjar
viö bæinn Botn I Hrafnagils-
hreppi, skammt frá svo-
nefndri Botnslaug, aö þvi er
segiri'frétt i'Degi á Akureyri.
UndirbUningsvi nnu fyrir
borunina er lokið ásamt for-
borun. Jarðborinn Narfi mun
framkvæma verkið oger hann
væntanlegur strax og hann
hefur lokið jarðborunum á
Svalbarösströnd. Aætlað er aö
holan veröi allt að 1800 metra
djUp og mun verkið taka um
það bil tvo og hálfan mánuð.
A þessu borsvæði var boruð
virkjunarhola s.l. vetur, sem
er um 1050 metra djúp og gaf
þá töluvert magn af 86 gráðu
heitu vatni. Er ætlunin að
virkja þá holu fyrir næsta
haust.
—JSG.
■ Strákarnir á Skagaströnd f.v. taliö: Jón A. Indriöason, Óskar Þ.
iljaltason og Númi Hjaltason. t baksýn eru gamla kirkjan og grunn-
ur þeirrar nýju.
Mynd Jónas B.
Styrktu
kirkju-
byggingu
SKAGASTRÖND: Þessir þrir
drengir á Skagaströnd tóku
sig nýlega til og efndu til
hlutaveltu til styrktar bygg-
ingu nýrrar kirkju á Skaga-
strönd. Þeim tókst að safna
320 krónum, sem þeir siðan af-
hentu sóknarnefndinni.
Vinna við grunn nýju kirkju-
byggingarinnar á Skaga-
strönd hófst s.l. sumar, en nU
er verið að steypa grunninn.
Hraðinn i framkvæmdunum
fer mjög eftir hversu mikið
fjármagn leggst til, en þess er.
aöallega aflaö með frjálsum
framlögum. Hafa ýmis fyrir-
tæki á Skagaströnd þegar lagt
fé til byggingarinnar, og m.a.
starfsfólk rækjuvinnslunnar,
og rækjusjómenn. Framlag
strákanna þriggja er þvi vel
þegið.
—JSG.
„EILÍF KAFFIB0D
FYRSTU DAGANA”
— segir Janet Eggleston, ein af fyrstu
áströlsku „vertídarstúlkunum”, en hún
hefur búid á Grundarfirði undanfarin sex ár
■ ,,Ég átti aldrei i neinum vand-
ræðum meö aö aðlagast aöstæö-
um hér i Grundarfiröi þvi áöur en
ég kom haföi fjölskylda min búiö i
smábæ úti á landi i Astraliu og
þar aö auki kann ég betur viö aö
lifa i smærri samfélögum heldur
en borgum”, sagði Janet Eggels-
ton á Grundarfiröi i viötali viö
Timann en hún var i hópi fyrstu
áströlsku stúlknanna sem komu
hingaö á vertíö fyrir um 6 árum
siöan.
Eins og margar af þessum
stúlkum þá hefur hún gifst islend-
ingi, Pétri Högnasyni, og stofnaö
meö honum heimiíi.
„Þar sem við vorum þær fyrstu
sem komu hingað þóttum við
mikið nýnæmi fyrir bæjarbúa.
Allir hlökkuðu til að sjá okkur og
sérstaklega voru þeir hrifnir af
einni stúlkunni, sem var dökk, og
fyrstu dagana sem við vorum hér
vorum viö i eilifum kaffiboðum
þvi allir vildu kynnast okkur!”
Þetta hefur allt blessast þvi nú
eru 5 úr hópnum giftar hér.
Af hverju til tslands..?
„Vegna peninganna. Flestar
stúlknanna sem koma hingað
koma i gegnum umboðsskrifstofu
i London. Viö komum þangað eft-
ir að hafa þvælst um Evrópu, þar
sem við unnum það sem til féll,
ávaxtatinslu o.fl., en það kom oft
fyrir að stúlkur fengju ekki borg-
að fyrir vinnu sina þar sem'þær
voru ólöglegur vinnukraftur i
þessum löndum en viö vorum
heppnar aö þessu leyti.
A umboösskrifstofunni var allt
á hreinu um hvað kaup okkar yrði
og hvernig aðstöðu við hefðum
hér, öfugt við sum störf sem far-
andverkastúlkum á borö við okk-
ur bjóðast, til dæmis i Miðaustur-
löndum en sum störf þar eru
stundum „skuggaleg” og nokkuð
um að stúlkur hverfi...raunar
sendu mæður okkar alltaf úr-
klippur með slikum sögum er þær
voru að segja okkur að passa upp
á þetta...
Vissuö þiö eitthvaö um landiö
áöur en þiö komuö?
„Néi, viö vissum ekkert um
landið en viö lásum einhverja
bæklinga i flugvélinni á leiðinni
uppeftir til Keflavfkur en þaö var
vist ekki mjög traustur fróðleik-
ur.
Er við komum niu saman á
Keflavikurflugvöll þá vorum við
orðnar mjög blankar, áttum i
sameiningu um 27 pens, en við
vorum sóttar á flugvöllinn og
keyrðar á Hótel Sögu. Enginn
haföi samband við okkur þar i
nokkra daga og við vorum farnar
að hafa áhyggjur af þvi að þyrft-
um ef til vill aö vaska upp til að
borga fyrir dvöl okkar þar, en svo
varð ekki...”
Viðtalið fer fram i eldhúsinu og
nú röltir heimilishundurinn inn i
það og, fjandinn hafi þaö, glottir
að blaðamanninum. Janet brosir:
„...ég er ekki viss um hvar hann
fann upp á þessu en þetta er oröið
ávani hjá honum...” Raunar kann
hundurinn ýmsar aðrar kúnstir
fyrir utan glottiö en hann opnar
og lokar huröum, passar krakk-
ana, og gerir ýmislegt fleira.
Hrifinn
af rækjum
„Foreldrar minir komu hingað
i heimsókn i vetur, en þau búa nú i
Perth i Vestur-Astraliu og raunar
átti ég einnig heima þar um tima
áöur en ég fór á flakk um heim-
inn.
Pabbi rölti oft niöur á bryggju á
morgnana er hann var hér og sjó-
mennirnir, sem vissu hver hann
var, gáfu honum iðulega rækjur
■ Janet ásamt dótturinni Asu Jane
Timamynd A. Lieberman
en honum finnst ekki betri matur
vera til...raunar er hann mjög
hrifinn af sjávarfæöi, fisk og
sliku...
Mamma er aftur á móti ekki
jafn hrifin af þessu en hann lét
hana pilla rækjurnar fyrir sig og
allan timann sem þau voru hér,
um þrjár vikur, var fiskur i mat,
fyrir utan þrjú skipti, þannig aö
ég held að mamma hafi verið að
gefast upp á fæðinu.
Er þau komu hingaö voru þau
með úrklippur úr áströlskum
blöðum um ísland en siðan við
byrjuðum að koma hingað þá
hafa við og við komið fréttir af ts-
landi i áströlskum blöðum og ef
mamma sér þær þá sendir hún
úrklippurnar.
Eiginmaður Janet, Pétur
Högnason, er formaður hesta-
mannafélagsins á staönum og við
spyrjum Janet hvort hún hafi
ekki sama áhugamál?
„Ég er hrifin af dýrum og mér
finnst það vera hilbrigð afstaöa
að hafa gaman af þeim. Hesta-
mennska er gott tómstunda-
gaman og það er mikið af krökk-
um hér i plássinu sem hafa áhuga
á þessu og þau eru viðloöandi
þetta daginn út og inn og mæðrum
þeirra finnst þetta ágætis fyrir-
komulag þvi þau hanga þá ekki i
sjoppum á meöan. ..”
Er mikill munur á aö búa hér og I
Astraliu?
„Þaö er eitt sem mér finnst
hálfleiöinlegt hér og þaö er bjór-
banniö. Ég á viö aö þegar ungt
fólk byrjar að drekka þá byrjar
það strax á sterka vininu, brenni-
víninu, og verður yfirleitt mjög
drukkið af litlu magni af þvi, en ef
þú drekkur bjór þá ertu vanalega
búinn aö fá nóg af honum áður en
þú verður mjög drukkinn.”
„Annað sem er öðruvisi hér og i
Astraliu er nafnakerfið. öll min
fjölskylda i Astraliu er Eggleston
en hér hefur hún þrjú mismun-
andi nöfn, ég er áfram Eggleston,
eiginmaðurinn er Högnason og
dóttir okkar er Pétursdóttir, það
tekur dálitinn tima að venjast
þessu.”
Þjáistu nokkurn timann af
heimþrá?
„Nei, það kemur eiginlega
aldrei fyrir. Við hjónin höfum
hugsaö okkur að ferðast til Astra-
liu á næstunni i heimsókn, en að
öðru leyti þá er ég hér örugglega
til frambúöar.
Hvað með framtiðina?
„Ég á mér þann stóra draum að
koma hér upp i nágrenninu feröa-
mannastaö þar sem fólki gæfist
kostur á útiveru, stangaveiði og
við höfum jú þegar hestaleiguna
til staöar. Ég veit ekki hvort það
rætist nokkurn timann en þaö er
allt i lagi að láta sig dreyma um
það”.
—FRI