Tíminn - 08.07.1981, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.07.1981, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 8. júli 1981 15 í önn dagsins Kristján B. Þórarinsson skrifar I leit að sjálfum sér ■ Sigling mannsins um hinar óvörðuðu leiðir lifsins kennir jafnan þeim vegfaranda, sem athugull er, af hinum sttír- ix-otnu táknum sinum, sem liggja til hinna huldu heima umhverfisins. Fáir eru þess megnugir i upphafi vegferðar sinnar að kunna skil á réttum leiðum, en þessar leiðir finn- ast aðeins með reynslu og athugulu auga vegfarandans, af þvi leiðir að hver er sinnar „Gæfu smiður”. Vér vegfarendur sem leitum að vörðum táknum til hins „rétta'’ og „sanna” höfum fátt að leiöarljósi annað en eigin hyggindi, sem eru steypt i mót litillar reynslu og þekk- ingar á hinu óþekkta en þessi löngun sem þjáir nokkurn hluta mannkynsins i dag, er ekki ný, og ekki gömul heldur ef að er gætt. Löngun mannsins til að kanna og ná tökum á hinu óþekkta er eins sterk og hún var fyrir þúsundum ára. Þetta sannar okkur þær bækur sem til þekkist og fjalla um leit mannsins að viskusteininum. En þessa tvo þætti (visku og þekkingu) fórna menn ótrúan- lega miklu fyrir kannski svo litið, sem veitir þó svo mikið. Augu okkar eru svo ótrúlega blind fyrir þvi sem að ber, en tilveran með sinum leyndu táknum talar til okkar við hvert skref sem við stígum. Blindur veit af sögu sjáand- ans af stórkostleika um- hverfisins, sem hann aftur skynjar með næmum tilfinn- ingum sem sá sem sýn hefur er oft á tiðum án. Þannig er okkur fariö oft i samskiptum viö samferðafólk, það sem við skiptum viö á lifsleiðinni. Við erum svo upptekin af okkar ejgin'heimi að tákn tilfinn- ingar umhverfisins ná ekki skynjun okkar, við erum svo upptekin af eigin hugarheimi að ekkert utan okkar eigin vel- liðanar fær vakið, né minnt á þau tákn sem á veginum verða, og leitin eftir hinu óþekkta veröur löng og erfið i gegn um eigin blekkingu, múr okkar sjálfsköpuðu heimsku. Við skulum hugsa okkur að við séum stödd á stórri brautar- stöð, þar sem járnbrauta lestir fullar af fólki úr öllum áttum koma og fara. A þessari stöð má greina „gamlan” mann sem stendur einn sér afsfðis, og litur með góðlátlegu brosi i augunum til þeirra vegfarenda sem fram- hjá fara. Úr augum vegfar- enda skin margbreytileiki til- finninganna, hjá sumum er það reiði, gleði, eftirvænting, tómleiki o.s.frv. Svip fólksins er hægt að lesa eins og bækur sem skrifaðar eru með hugar- fari sjáandans. Gamli maður-. inn sem stendur þarna ótrufl- ^ aður af umhverfi sinu, les lifs- sögu hvers og eins. Hann þekkir þetta fólk og veit hvers það leitar, hann veit aö það heldur aö gleðin og hamingja lifsins, sé fólgin i góðum stöö- um þar sem fýsn metorða- giminnar fær útrás, eða þá að gleðin sé fólgin i frægð og miklum auð, sem gefur tæki- færi til skemmtana og gleöi- lifs. Allt þetta veit gamli maðurinn og mikið meira, hann veit að fólkið er að „Sækja vatnið yfir lækinn”. hann veit að gleðin verður ekki sótt á knæpur eða torg, hún býr i manninum sjálfum, i hans eigingarði, musteri sem maðurinn leggur svo óskap- lega litla rækt við, og skeytir litið um illgresi sem þar vex. Þetta musteri, sem er heimili okkar eigin sálar er svo oft illa hirt, þar sem við hirðum svo litið um þann gróður sem þar vex. Það er ekki fyrr en liða fer á vegferð okkar að við nemum stundum staðar og gætum að hvernig við höfum hlúð að gróðrinum. Brautarstöðin og vegfar- andinn, gæti allt eins verið ég, eða þá þú, stödd á vegamótum lifs okkar en gamli maðurinn lifsreynslan dýrkeypt. Þegar við li'tum til baka og skyggn- umst yfir farinn veg, og gæt- um aö hvernig okkur hefur tekist að lesa úr táknum þeirra varða sem um leið okkar hefur legið. En vist er að ekki liggja allar leiðir saman, þvi getur sá gróður er viö höfum safnað á ferðum okkar, veriö mismunandi að vöxtum og ekki eins vist aö okkur hafi tekist jafn vel við hirðingu hans. En reikna má með að þroski gróöurins sé sú lifsreynsla er við komum til með að láta til komandi kynslóða sé einhver, þó ekki verði hann neinum að sömu notum og okkur, sjálf- um. Þess vegna er alltaf ein- hver von til að við höfum heldur skarpari sjón er liða tekur á, en i upphafi veg- feröar, og leitin mikla. eftir visku og þekkingu sé eitthvað nær markinu en þegar viö lögðum af stað. ■ Frá hópreið hestamannafélaganna inná mótssvæðið. Fremst fer formaður L.H. Albert Jó- hannesson, þá stjórnarmenn mótsins og félagar i Geysi, sem léði inótinu aðstöðu sina. Eftir f jórdungsmót: HROSSflRÆKT ERI MIKILLIFRAMFÖR ■ Greinilegt er, að hrossarækt er i mikilli framför um þessar mundir. A fjórðungsmótinu á Hellu voru afkvæmasýndir fimm stóðhestar, sem allir jaðra við fyrstu verðlaun. Býður ýmsum i grun, að með aukinni tamningu trippa undan þeim, hefðu ein- hverjir þeirra náð fyrstu verð- launum. Þetta kallar á þá spurn- ingu hvort stórmót, sem þessi verða þess ekki valdandi að meiri rækt sé lögð við tamningu ung- viðis en ella. Og þá i framhaldi af þvi, hvort ekki sé ráð aö fjölga stórmótunum,- jafnvel á kostnað þeirra smærri. Beinast liggur þá við, að fjölga landsmótum. Þau eru nú á fjögurra ára fresti en gætu sem best verið á tveggja ára fresti. L.H. ætti að athuga þetta. Það gæti orðið hestamennskunni til styrktar og þó sérstaklega ræktun islenska hestsins. G.T.K. ■ Mikið var veðjað á mótinu. ■ „Ef Léttir liggur á brokkinu, þá tekur hann Frúar-Jarp”. Sig- finnur i Stórulág ræðir við Krist- inn i Skarði. Guðni fylgist meö. ■ Ester Harðardóttir sigraði i unglingakeppni 13 til 15 ára. Ljósm.: G.T.K. ^ Fjölbrautaskóli Suðumesja Laus er staða fulltrúa á skrifstofu Fjöl- brautaskóía Suðurnesja frá 15. ágúst n.k. Laun fylgja kjarasamningum opinberra starfsmanna. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 15. júli, merktar: Fjölbrautaskóli Suðurnesja, pósthólf 100, 230 Keflavik. Undirritaður veitir upplýsingar um starfssvið og hæfniskröfur. Skólameistari. Vogar Lóðaúthlutun Othlutað verður nokkrum einbýlishúsa- lóðum i Vogum Vatnsleysustrandahreppi. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrif- stofu Vatnsleysuhrepps. Upplýsingar á skrifstofunni i sima 92-6541. Sveitarstjóri. Tapast hefur hestur Rauður hestur tapaðist úr Hafnarfirði 6 vetra gamall. MarkrLögg aftan hægra, fjöður framan, lögg aftan vinstra. Upplýsingar veittar hjá Lögreglunni i Hafnarfirði og i sima 52951 og 44201.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.