Fréttablaðið - 04.02.2008, Side 54
30 4. febrúar 2008 MÁNUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÖGIN VIÐ VINNUNA
LÁRÉTT
2. viðlag 6. bardagi 8. að 9. gagn 11.
hef leyfi 12. morðs 14. gapa 16. í röð
17. stígandi 18. ennþá 20. grískur
bókstafur 21. velta.
LÓÐRÉTT
1. spotti 3. tveir eins 4. gufuskip 5.
hamfletta 7. torskilinn 10. blekking
13. samstæða 15. heimsálfu 16.
húðpoki 19. núna.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. stef, 6. at, 8. til, 9. nyt, 11.
má, 12. dráps, 14. flaka, 16. hi, 17. ris,
18. enn, 20. pí, 21. snúa.
LÓÐRÉTT: 1. band, 3. tt, 4. eimskip,
5. flá, 7. tyrfinn, 10. tál, 13. par, 15.
asíu, 16. hes, 19. nú.
„Ég er með tvo „greatest hits“
diska í gangi núna, með Bob
Dylan og Bachman Turner Over-
drive. Það besta við köfunina
er að maður er alveg út af fyrir
sig og heyrir bara sinn eigin
andardrátt. Síðasta lagið sem ég
heyri áður en ég fer í kaf rúllar
þó alltaf með mér í kafinu.“
Tómas J. Knútsson kafari.
„Maður verður bara að lifa með
þessum hræðilega glæp,“ segir
hinn þrítugi leikari Höskuldur
Sæmundsson. Í gærkvöldi var
upplýst að persóna hans í Pressu,
fjármálastjórinn Davíð Ólafsson,
hefði drepið Grétar og væri í
raun aðalmaðurinn á bak við allt
havaríið hjá verktakafyrirtækinu
VerkMati.
Höskuldur segir að þetta hálfa
ár sem liðið er síðan tökum á
sjónvarpsþættinum lauk hafi
verið erfitt. Enda þurfti hann að
þegja yfir leyndarmálinu á meðan
fjölskylda hans rýndi í þættina
og reyndi að komast til botns í
morðgátunni. „Reyndar komu
bróðursynir mínir með þessa
kenningu strax eftir þriðja þátt
og fóru að kalla frænda sinn
öllum illum nöfnum,“ segir
Höskuldur sem vinnur þessa dag-
ana hjá Landssambandi æsku-
lýðsfélaga, eins kaldhæðnislega
og það kann að hljóma.
Áhorfendur eiga væntanlega
erfitt með að skilja hvernig þessi
annars viðkunnanlegi náungi
getur verið svona miskunnar-
laus. Hann reynir meira að segja
að drepa sína gömlu skólasystur
og fleira í þeim dúr. „Verk Davíðs
byggjast á einhverri innri reiði
og græðgi. Og svo sýður náttúru-
lega upp úr þegar hann kemst að
því að Lára og samstarfsmaður
hans Halldór eru farin að stinga
saman nefjum enda hafði Davíð
gert hosur sínar grænar fyrir
henni,“ segir leikarinn.
Höskuldur skilur vel þá eftir-
væntingu sem virðist ríkja meðal
áhorfenda og minnist þess þegar
hann mætti í samlestur með aðal-
leikkonunni Söru Dögg Ásgeirs-
dóttur og leikstjóranum Óskari
Jónassyni. Hann hafði fengið
handritið í hendurnar aðeins
tveimur mínútum áður og eftir
fimmta þátt bað Óskar hann um
að fara heim og lesa allt yfir. „Ég
var á leiðinni til útlanda og las í
flugvélinni og í lest á leið um
Þýskaland. Sem betur fer tók það
mig smá tíma að prjóna mig í
gegnum þetta því þegar þetta
kom allt í ljós stóð ég upp, mitt á
meðal þýskra, og sagði að ég væri
maðurinn. Ef þetta hefði gerst í
flugvélinni hefðu allir farþegarn-
ir um borð í flugvél Icelandair
vitað hver væri sá seki.“
Höskuldur lærði sín leiklistar-
fræði í Ameríku og kom heim
árið 2004 eftir fimm ára dvöl.
Spurður um einkahagi sína segir
Höskuldur að hann búi einn. „Ég
hafði nú ekki leitt hugann að því
að þetta hlutverk kynni að verða
einhver þrándur í götu í maka-
leitinni,“ svarar Höskuldur þegar
hann er inntur eftir því hvort
hlutverk Davíðs setji ekki strik í
reikninginn. „Þetta var kannski
ófyrirséð vandamál sem ég hafði
ekki kveikt á en er það ekki ann-
ars þannig að konur vilja menn
sem lifa á brúninni?“
freyrgigja@frettabladid.is
HÖSKULDUR SÆMUNDSSON: ÞAGÐI YFIR LEYNDARMÁLINU Í HÁLFT ÁR
Morðingi Pressu á lausu
MORÐINGINN Höskuldur Sæmundsson segist eiga lítið sem ekkert sameiginlegt
með Davíð Ólafssyni, morðingjanum í Pressu. Lokaþátturinn var sýndur á Stöð 2 í
gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
„Sigur er alltaf sætur,“ segir Ásgeir Friðgeirs-
son, talsmaður fjárfestingarfélagsins Novator
og varaformaður í stjórn enska knattspyrnu-
félagsins West Ham. En liðið lagði stórlið
Liverpool á heimavelli sínum á miðvikudags-
kvöld með marki á síðustu sekúndu leiksins úr
vítaspyrnu. Ásgeir var að sjálfsögðu mættur á
Upton Park ásamt eiganda liðsins, Björgólfi
Guðmundssyni, og sagði stemninguna hafa
verið ótrúlega.
West Ham hefur gengið vel með stóru liðin
það sem af er liðið vetri og gerði sér meðal
annars lítið fyrir og vann Manchester United
fyrr á tímabilinu. Og er liðið nú um miðja
deild, í allt annarri stöðu en fyrir ári síðan
þegar það barðist fyrir lífi sínu.
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum varð
mikil uppstokkun í stjórn knattspyrnufélags-
ins West Ham nýverið þegar Björgólfur
Guðmundsson, eigandi liðsins, lét Eggert
Magnússon fara. Nánast ný stjórn var skipuð
og settist Björgólfur meðal annars sjálfur í
stjórnarformannssætið. Meðal annarra
Íslendinga sem eiga sæti í stjórn liðsins eru
þeir Þór Kristjánsson og Guðmundur Odds-
son. Ásgeir sjálfur hefur hins vegar lítið
viljað tjá sig við fjölmiðla um þessa stjórnar-
setu sína hjá Lundúnarliðinu en hann var
heldur glaður í bragði þegar Fréttablaðið náði
tali af honum fyrir helgi.
Ásgeir viðurkennir reyndar að hjarta hans
hafi ekki alltaf slegið með West Ham. Því áður
en að stjórnarsetunni kom studdi hann
nefnilega rauða herinn frá Bítlaborginni.
Spurður hvort að sigurinn hefði því ekki verið
súrsætur í ljósi þess að hvorki hefur gengið
né rekið hjá þessu sigursælasta liði Bretlands-
eyja að undanförnu sagði Ásgeir að sigur væri
bara alltaf sætur.
- fgg
Ásgeir Friðgeirs er gamall Poolari
„Við fengum náttúrulega boðs-
miða, en þeir komu kannski helst
til of seint þannig að við náðum
ekki að gera viðeigandi ráðstafan-
ir,“ segir Svanhildur Jónsdóttir,
bóndi í Krákuvör í Flatey. Eyjan á
Breiðafirði er á allra vörum um
þessar mundir sökum mikillar
aðsóknar á kvikmyndina Brúð-
gumann sem gerist að mestu leyti
í Flatey. Svanhildur segist samt
ætla að láta verða af því um miðj-
an febrúar að sjá herlegheitin.
„Ætli við förum ekki og sjáum
Ívanoff fyrst í Þjóðleikhúsinu og
svo Brúðgumann, það er örugg-
lega langskemmtilegast að gera
þetta svona í einum rykk.“ Þótt
hús Svanhildar komi ekkert við
sögu í myndinni leikur gamli
traktorinn hennar stórt hlutverk
en persóna Þrastar Leó Gunnars-
sonar þeysist um eyjuna á honum.
„Þeim fannst ökutækið eiginlega
passa eins og flís við rass við hann
Þröst,“ segir Svanhildur en trylli-
tækið á sér mikla sögu og hefur
þjónað bænum frá nánast örófi
alda.
Hafsteinn Guðmundsson á
bænum Flatey fékk hins vegar
þann heiður að hýsa tvær af
stjörnum myndarinnar, þau Ólaf
Darra og Ólafíu Hrönn, á meðan á
tökum stóð. Og hann segir þau
hafa verið hið vænsta fólk og ekki
hafi farið mikið fyrir þeim. Hann
reiknaði ekki með því að gera sér
sérferð til Reykjavíkur gagngert
til að sjá myndina en ef hann ætti
leið í höfuðborgina myndi hann
vissulega skella sér í bíó. Yfir
veturinn, þegar ferðamanna-
iðnaðurinn liggur að mestu leyti
niðri, sinnir Hafsteinn þeim átta-
tíu kindum sem hann er með og
lagfærir hina og þessa hluti fyrir
sumarið. „Það er alltaf hægt að
hafa nóg að gera ef maður bara
nennir,“ segir Hafsteinn. - fgg
Flateyjarbúar bíða Brúðgumans
HÝSTI ÓLAF DARRA OG ÓLAFÍU
Hafsteinn Guðmundsson ætlar að sjá
myndina ef hann á annað borð á erindi
til Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
ÆTLAR AÐ FARA UM MIÐJAN FEBRÚAR
Svanhildur Jónsdóttir segist ætla að
fara til Reykjavíkur og sjá bæði leikritið
Ívanoff og kvikmyndina Brúðgumann.
Nýjungar í Microsoft CRM 4.0
morgunverðarfundur
08:30 - 09:00 Morgunmatur
09:00 - 09:15 Opnunarerindi
Árni Þór Jónsson, framkvæmdastjóri
Microsoft lausna, Opnum kerfum.
09:15 – 09:40 Framtíðarþróun á Microsoft CRM
Björn Eilert, Microsoft Danmörku.
09:40 – 10:10 Hvað er nýtt fyrir CRM notendur?
Elín Gränz, ráðgjafi og verkefnastjóri, Opnum kerfum.
10:10 – 10:30 Hvað er nýtt í högun kerfisins?
Sigurður Helgi Sturlaugsson, ráðgjafi
og verkefnastjóri, Opnum kerfum.
Opin kerfi halda morgunverðarfund um nýjungar í Microsoft CRM
þriðjudaginn 5. febrúar á Grand Hótel í Reykjavík – 4. hæð.
Þar verða CRM notendum, bæði almennum notendum og
kerfisstjórum sem aðlaga lausnina, kynntar helstu nýjungar.
Skráning á morgunverðarfundinn
er í gegnum vef Opinna kerfa, www.ok.is.
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
8
0
2
4
9
Opin kerfi ehf. • Höfðabakka 9 • 110 Reykjavík • Sími 570 1000 • Fax 570 1001 • www.ok.is
STUDDI
LIVERPOOL
Ásgeir Frið-
geirsson
er gamall
stuðnings-
maður
Liverpool
en hefur
nú skipt
um lið,
enda
stjórnar-
maður hjá
West Ham
United.
Eins og kemur fram hér til hliðar
reyndist morðinginn í Pressu þeirra
Sigurjóns Kjartanssonar og
Óskars Jónassonar vera fjármála-
stjórinn Davíð Ólafsson. Þetta virðist
ekki hafa komið mörgum á óvart
ef marka má skoðanakönnun sem
framkvæmd var á vefsíðunni visir.
is því þar taldi rúmlega helmingur
þeirra sem tóku þátt Davíð hafa
framið ódæðisverkið. Hins
vegar kemur það kannski
einna helst á óvart að
áhorfið á Pressu virðist
hafa slegið fremur ungt
met Næturvaktarinnar
sem sprengdi nánast alla
áhorfsskala hjá áhorf-
endum Stöðvar 2.
Og meira af uppdiktuðum saka-
málum því um helgina var haldin
árleg morðgátuhelgi á Hótel Búðum.
Að þessu sinni voru það þeir Ævar
Örn Jósepsson og Davíð Þór Jóns-
son sem settu morðgátuna saman
en Ævar Örn er sem kunnugt er einn
af höfundum sjónvarpsþáttaraðar-
innar Pressu. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins heppnaðist umrædd
gáta svo vel að þeir Davíð og Örn
báðu gestina vinsamlegast um að
kjafta ekki frá lausn hennar því hún
gæti vel verið notuð aftur, með smá
útúrsnúningum þó, á næsta ári.
Meðal þeirra sem reyndu að klófesta
morðingjann á Búðum voru Jón
Þór Sturluson, aðstoðarmaður
viðskiptaráðherra, og Guðmundur
Gunnarsson, formaður Rafiðnaðar-
sambandsins. Sá síðastnefndi greindi
frá dvöl sinni fyrir vestan á bloggsíðu
sinni og sagði meðal
annars frá sérkennilegu
reykherbergi í formi
gamals Range Rover
en þar gátu menn púað
saman reyk og reynt að
finna út hver væri sá seki.
- fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI