Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 2
2 6. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR DÓMSMÁL Rúmlega fertugur karl- maður, Anthony Lee Bellere, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fang- elsi fyrir nauðganir, ósiðlegt athæfi og vörslu barnakláms. Hann nauðgaði tveimur stúlkum, þá fjórtán og sextán ára, og klæmdist við aðra tólf ára á netinu og í gegnum síma. Brotin voru framin á árunum 2005 og 2006. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að maður inn hafi kynnst stúlkunum á netinu og logið að þeim að hann væri mun yngri. Tvær þeirra tældi hann heim til sín og nauðg- aði; annarri fimm sinnum en hinni einu sinni. Þá þriðju áreitti hann kynferðislega á netinu og í síma með klámfengnu tali og skrifum. Þess utan fannst barnaklám í farsíma hans; tvær ljósmyndir sem sýna stúlkubörn á kynferðis- legan og klámfenginn hátt. Fyrir þessi brot var Anthony dæmdur til fjögurra ára fangelsis- vistar. Hann var látinn greiða stúlkunum samtals 1,8 milljónir króna, auk 1,6 milljónar í sakar- kostnað. - sþs Ýsa í suðrænni sósu 1.098 kr.kg Spennandimiðvikudagur DÓMSMÁL Hart var tekist á í svo- kölluðu þvagleggsmáli í Héraðs- dómi Suðurlands í gær. Á endanum hótaði Ástríður Grímsdóttir hér- aðsdómari að fresta þinghaldi ef verjandi héldi áfram að spyrja sömu spurninga í síbylju. Málið sem um ræðir átti sér stað í mars á síðasta ári, þegar tekið var þvagsýni úr konu með þvaglegg á lögreglustöðinni á Selfossi, eftir að hún hafði ekið út af rétt við Þing- borg. Nota þurfti valdbeitingu við sýnatökuna, sem hjúkrunarfræð- ingur og læknir önnuðust. Reynd- ist umtalsvert magn af alkóhóli í blóði konunnar. Vitnaleiðslur hófust á því að tveir ökumenn sem komið höfðu að bíl konunnar úti í skurði á mismun- andi tímum báru að hún hefði neit- að boði þeirra um að hringja á lög- reglu. Við þann sem fyrr kom að hefði hún sagt að hún „þyldi ekki lögguna“. Báðir ökumenn- irnir báru að konan hefði verið „eitthvað skrýtin“ og töldu líklegt að hún hefði verið undir áhrifum áfeng- is. Konan sjálf hafði hins vegar borið það fyrir rétti að drengir sem komið hefðu að bíl sínum á undan þessum tveimur umræddu hefðu gefið sér drykk. Verjandi konunnar, Jón Egilsson hdl., gerði harða hríð að Magnúsi Jóhannssyni, prófessor í eiturefna- fræði, sem bar vitni símleiðis. Verjandinn vildi fá fram að þvag- sýnistakan hefði verið ónauðsyn- leg, þar sem blóðprufa hefði verið tekin úr konunni skömmu eftir að lögregla kom að henni. Prófessor- inn taldi þvagsýnatöku í tilvikum sem þessum aldrei ónauðsynlega. Að endingu bað dómari verjand- ann að halda sig við sakarefnið. Ólafur Helgi Kjartansson lög- reglustjóri kom fyrir dóm sem vitni, þar sem konan byggði vörn sína um ætluð brot hennar gegn valdstjórninni á því að ákvörðun lögreglu um að taka af henni þvag- sýni með valdbeitingu hefði verið ólögleg og ónauðsynleg. Verjandinn gerði aftur harða hríð, nú að lögreglustjóranum, og spurði hann ítrekað út í hver hefði tekið ákvörðun um valdbeitingu við þvagsýnatökuna og hvaða verk- lagsreglum lögreglan á Selfossi ynni eftir. Lögreglustjóri svaraði spurningum verjandans í fyrstu, en þegar þær voru endurteknar svaraði hann einungis: „Ég hef svarað þessari spurningu, dómari.“ Á þessu þófi gekk um sinn, þar til dómari tjáði verjanda að hann myndi fresta þinghaldi héldi það áfram með þessum hætti. Þá hófst málflutningur. jss@frettabladid.is ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON Í DÓMSSAL Jón Egilsson hdl. ásamt skjólstæðingi sínum í Héraðsdómi Suðurlands. Aðalmeðferð málsins lauk í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Dómari hótaði að fresta þinghaldi í þvagleggsmáli Hart var tekist á í dómssal Héraðsdóms Suðurlands í gær í aðalmeðferð svokallaðs þvagleggsmáls. Verjandi gerði harða hríð að lögreglustjóra, sem hélt ró sinni. Dómari hótaði að fresta þinghaldi. „Mér finnst hann sleppa billega ef á að skauta framhjá svona.“ Jón Egilsson verjandi, eftir að Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri hafði vitnað í Hæstaréttardóm um nauðsyn þvag- og blóðsýna til að skera úr um áfengisneyslu. „Ég hef þegar svarað þessari spurningu ítrekað.“ Ólafur Helgi Kjartansson lög- reglustjóri um spurningar Jóns Egilssonar verjanda. „Má ég spyrja fyrst, svo förum við bara rólega í þetta.“ Jón Egilsson verjandi við dómara. „Dómari, þarf ég að sitja undir einræðu verjanda?“ Ólafur Helgi Kjartansson í miðju málþófi Jóns Egilssonar verjanda. „Ég óska eftir því, dómari, að fá úr því skorið hvort verið sé að yfirheyra mig sem sakamann eða vitni hér.“ Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri. „Ef verjandi er ekki betur undir- búinn en þetta þá er þessu lokið. Nei, ég gef þér ekki eina mínútu.“ Ástríður Grímsdóttir héraðs- dómari við Jón Egilsson verj- anda. ORÐRÉTT Í DÓMSSAL Anthony Lee Bellere dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot: Tældi stúlkur á netinu og nauðgaði ■ Anthony kynntist stúlkunum þremur á netinu, yfirleitt í gegnum MSN-samskiptaforritið. ■ Þar notaði hann meðal annars netföngin reykur1@hotmail.com, ussuss1@visir.is og ussuss4@visir.is. ■ Við tvær stúlkur sagðist hann vera Maggi, átján ára gamall. Sú þriðja hélt hann vera Gunna, nítján ára. ■ Maðurinn á að baki langan saka- feril og hefur hlotið 25 refsidóma frá árinu 1983. Þeir hljóða samtals upp á ellefu ára óskilorðsbundið fangelsi. ■ Síðast var hann dæmdur í Hæstarétti í febrúar á síðasta ári fyrir ölvunarakstur og að aka bifreið án ökuleyfis. VARGUR Á INTERNETINU REYKJAVÍKURBORG Þjónustusamningur Reykjavíkur- borgar við Alþjóðahúsið var ekki endurnýjaður 1. febrúar eins og fyrrverandi meirihluti borgar- stjórnar hugðist gera en meirihlutaskipti urðu 21. janúar. Fulltrúar Alþjóðahússins hafa reynt að ná tali af Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra og Vil- hjálmi Þ. Vilhjálmssyni, formanni borgarráðs, og lagt fyrir þá skilaboð en án árangurs. Þjónustusamningarnir til Alþjóðhússins hafa kveðið á um að fjárframlögum sé úthlutað í janúar og júní. „Við höfum ekki fengið neitt framlag á þessu ári og því er tilhugsunin til næstu mánaða- móta fremur óþægileg, sérstaklega þar sem ekki hefur enn verið skrifað undir neinn samning,“ segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóða- hússins. Þá eru áform um opnun nýrrar þjónustu- miðstöðvar í Fellahverfi einnig í uppnámi en fyrrverandi meirihluti hafði tekið ákvörðun um að standa straum af þeim kostnaði. Segir Einar afar óþægilegt að vita ekki afstöðu nýs borgarstjórnar- meirihluta til fyrirhugaðra framkvæmda í Breið- holti og þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir hafi hann ekki fengið svör um það mál frá nýjum ráðamönn- um borgar innar. Hann segist þó ekki trúa öðru en þverpólitísk samstaða geti orðið um þessi mál. „Fyrsti fundur okkar verður haldinn á fimmtu- daginn, málefni Alþjóðahússins eru reyndar ekki á dagskrá þá en við munum taka þetta fyrir innan skamms,“ segir Sif Sigfúsdóttir, formaður mann- réttindanefndar. - kdk Mánaðamótin kvíðvænleg í Alþjóðahúsi og áætlanir í uppnámi: Alþjóðahús án framlaga borgarinnar ÁÆTLANIR Í UPPNÁMI Fyrrverandi meirihluti í Reykjavík hafði að sögn Einars tekið ákvörðun um að standa straum af kostn- aði við opnun þjónustumiðstöðvar í Fellahverfi. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT FÓLK Magnús Scheving hittir formann breska Íhaldsflokksins, David Camer- on, á lokuðum einkafundi á morgun. Magnús segir að Cameron hafi sjálfur óskað eftir fundi við sig. „Cameron er mikill talsmað- ur aukinnar heilsuverndar og gerir mikið út á þá ímynd sína,“ segir Magnús. Eftir einkafundinn heldur Magnús fyrirlestur í tuttugu manna lokuðum hópi. Þar verða meðal annars fulltrúar hjarta- verndarsamtaka, sykursjúkra og stórfyrirtækja. Breska blaðið Telegraph greindi frá því í gær að Latibær og Sportacus eða Íþróttaálfurinn yrðu andlit sérstakrar herferðar flokksins gegn offitu barna en Magnús segir það af og frá. „Við höfum verið í góðu samstarfi við heilbrigðisráðherra Breta sem kemur úr Verkamannaflokknum þannig að Latibær er í raun þverpólitsíkur í Bretlandi,“ segir Magnús. - fgg Magnús Scheving í London: Fundar með David Cameron MAGNÚS SCHEVING Lárus, fannst þér þetta takt- laust af strákunum? „Ekki taktlaust, en þeir eru kannski nett agalausir, smá atvinnulausir en þó fyrst og fremst tímalausir.“ Hljómsveitin Jakobínarína hefur lagt upp laupana. Lárus Jóhannesson, annar eigandi 12 tóna, útgefanda sveitarinnar, segir tímasetninguna afar slæma því mikil vinna hafi verið lögð í markaðssetn- inguna og sveitin hafi fengið virkilega góð viðbrögð í Evrópu. BJÖRGUN Þyrla Landhelgisgæslunn- ar smalaði hrossum ofan af fjallinu Þríhyrningi um klukkan eitt í gær. Verið var að reka hrossin heim á sunnudag þegar þau þustu upp á fjallstindinn, og komu ekki niður. Eftir að hafa reynt að ná þeim niður af tindinum ákváðu bænd- urnir sem áttu hrossin að leita aðstoðar lögreglu. Þeim að óvörum kom þyrla Landhelgisgæslunnar á staðinn, flaug upp á topp og rak hrossin niður hlíðina. „Þeir redduðu okkur þarna, þetta var alveg glæsilegt,“ segir Viðar Pálsson, bóndi í Fljótshlíð. „Þeir tóku vel í þá hugmynd að kíkja á þetta sem æfingu.“ - sþs Föst á tindi Þríhyrnings: Þyrlan smalaði hrossunum Bílvelta við Bæjarháls Bíll valt við Bæjarháls til móts við hús Orkuveitu Reykjavíkur klukkan hálf níu í gærkvöldi. Tvennt var í bílnum en hvorugt slasaðist. Bíllinn var óökufær eftir veltuna og var dreginn á brott með kranabíl. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglu er ekki ljóst hvernig slysið bar að. Slasaðist á skíðasvæði Drengur slasaðist á skíðasvæði Ísfirðinga í gærkvöldi þegar hann lenti á kyrrstæðum snjótroðara. Hann fékk skurð á höfuðið og heilahristing og var því fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og verður þar til eftirlits. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.