Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 6. febrúar 2008 UMRÆÐAN Stjórnmál Áhrifa fjármálaóró-leikans í heiminum, svo ekki sé sagt kreppunn- ar, sér stað með ýmsum hætti. Í Financial Times birtist fyrir stuttu athyglis verð frétt af framgöngu eins helsta mógúls og erfðaprins kapítalismans síðustu áratugina, sjálfum hold- gervingi ameríska draumsins, Bill Gates, á ráðstefnu Alþjóðaefna- hagsráðsins í Davos í sl. viku. Fyrir sögn fréttarinnar er: „Skap- andi kapítalismi“ (Creative Capi- talism). Greinin er til marks um að sjálfur Bill Gates horfist í augu við og viðurkennir að hinn óhefti græðgiskapítalismi, nýfrjáls- hyggjan, er ekki að leiða til far- sældar í heiminum. Einnig má vel vera að ástæða þess að William H. Gates III ræðir málin við ráðstefnugesti í Davos á þeim nótum sem raun ber vitni, sé sú staðreynd að nú hillir undir að hann láti af störfum sem stjórnar- formaður Microsoft. Hann mun þá ætla að helga sig alfarið þróunar- og velgjörðarmálum hjá hjálpar- stofnun þeirri sem kennd er við hann og konu hans Melindu Gates. Kærleiksboðskapur velgjörðar- mannsins Í lauslegri þýðingu var haft eftir Gates í Davos: „Heimurinn er að batna, en hann batnar ekki nógu hratt og hann er ekki að batna fyrir alla. Við verðum að finna leiðir til að láta þá eiginleika kapítalism- ans, sem gagnast vel hinum ríku, gagnast hinum fátæku einnig. Þessa hugmynd vil ég kalla skap- andi kapítalisma.“ Því ber að finna leiðir til þess að nýta sérgæsku atvinnurekenda – driffjöður kapít- alísks hagkerfis – til þess að draga úr fjölda þeirra sem draga fram lífið á innan við dollara á dag og deyja úr auðlæknanlegum sjúk- dómum. Þar eð markaðurinn er varla fær um að finna þær leiðir sjálfur telur Gates stjórnvöld þurfa að skerast í leikinn með því að veita fyrirtækjum sem standa sig í þessum málum sérstaka viður- kenningu eða fyrirgreiðslu. Í Bandaríkjunum getur ríkið þannig nú þegar tafið veitingu leyfa fyrir lyfjafyrirtækjum sem stunda engar rannsóknir gegn vanrækt- um sjúkdómum á borð við malaríu og berkla. Í raun er fátt frumlegt við þess- ar hugmyndir Gates og það sem hann kallar „skapandi kapítal- isma“ verkar fremur á mig sem kattarþvottur en raunverulegt uppgjör við kerfi sem ber glötun- ina í sér fyrir heiminn og heims- búskapinn ef svo heldur sem horfir. En orð eru til alls fyrst og því ber að fagna að viðurkenning á ástandinu komi úr þessari átt. Áhættufjármagn og græðgisvæðing Undirritaður hefur skrifað fjölda blaðagreina á undanförnum árum og með ýmsum hætti öðrum reynt að vara við þeirri háskalegu þróun í viðskiptum sem drifin er áfram af hagsmunum áhættufjármagns- ins er aðeins hugsar um fljóttek- inn ofsagróða. Í anda nýfrjáls- hyggju-hugmyndafræðinnar og græðgisvæðingarinnar gengur nú um stundir allt út á að pína fram sem hraðastan og mestan gróða. Gerðar eru grimmilegar kröfur um hagnað og arð, hvað sem það kostar. Rótgróin fyrirtæki eru keypt og seld, þau sameinuð eða þeim sundrað til þess eins að kreista út hagnað, ná út uppsöfn- uðum verðmætum, duldu eiginfé. Að því loknu er þeim gjarnan hent aftur út á markaðinn, kafskuldug- um og/eða rúnum eiginfé og öðrum látið eftir að koma rekstrinum á réttan kjöl á nýjan leik. Ætli menn þekki þetta ekki í íslenskum sjávarútvegi, þar sem gróðamennirnir – sumir kalla sig við hátíðleg tækifæri umbreyt- ingafjárfesta – hafa komið og farið. Farið vegna þess að hinn eigin legi áhugi þeirra sneri alls ekki að rekstri þessara fyrirtækja eða þeirri kjarnastarfsemi sem þau hafa með hönd- um. Áhuginn sneri aðal- lega að því að nota fyrir- tækin sem tæki til að ávaxta sitt pund. Allt sem heitir félagsleg, siðferði- leg, hvað þá umhverfisleg ábyrgð mætir afgangi. Ef tíðarandinn sveiflast í þá átt má alltaf leysa það með grænþvotti, með því að kaupa sér ímynd, með því að ráða enn dýrari auglýs- ingastofu og lappa þannig upp á álit sitt gagnvart almenn- ingi. Ekki flókið mál Undirritaður bíður spenntur eftir að sjá hvort Bill Gates fylgir hug- myndum sínum eftir með frekari útlistun á fyrirbærinu „skapandi kapítalisma“ og að sjálfsögðu er skylt að skoða allar hugmyndir sem eru málefnalega fram settar. En ætli það sé nú ekki sönnu nær að skurðpunkturinn, víglínan, liggi um hið fornkveðna, að ákveða það fyrst hvor sé húsbóndi og hvor sé þjónn, maðurinn eða markaður- inn? Hvort ber að setja manngildið í öndvegi, hagsmuni samfélagsins og umhverfisins og framtíðar- möguleika komandi kynslóða eða ávöxtun fjármagnsins á líðandi stund? Flóknara er þetta í rauninni ekki. Höfundur er þingmaður og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Skapandi kapítalismi – eitthvað nýtt STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.